Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Eðlilegt að Íslendingar vilji tollfrjálsar vörur

Það hefði komið mér verulega á óvart ef meirihluti þeirra sem afstöðu taka vildi ekki tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum.

Reyndar er ég þess nokkuð viss að Íslending viljii toll og álagningarlausan innflutning á flestum vörum.

Hver myndi til til dæmis vera á móti því að innflutningsgjöld og aðrar álögur á bílum lækkaði?

Nú eða á bensíni?

Svona mætti líklega lengi áfram telja.

Ég hef trú á því að býsna margir væru sömuleiðis þeirrar skoðunar að virðisaukaskattur mætti vera lægri.

Þegar kemur svo að útgjaldaliðum hins opinbera, vantar hins vegar ekki hugmyndirnar og "bráðnauðsynlega" útgjaldaliði sem, margir þeir sem myndu þiggja lægri álögur telja nauðsynlegar.

Staðreyndin er sú, að það þarf að skera stórlega niður í ríkisrekstri og framlögum og það ekki eingöngu til landbúnaðar. 

En það breytir því ekki að krafan um aukin innflutning á matvælum nýtur býsna mikils stuðnings, og er líklegra en ekki að sá stuðningur eigi eftir að aukast á komandi árum.

Það er því áríðandi fyrir Íslendinga að fara að huga alvarlega að uppstokkun og endurskipulagningu á landbúnaðarkerfi sínu.

Því lengur sem það dregst, því verður hvellurinn stærri og erfiðleikarnir meiri.

En það er sömuleiðis áríðandi, að Íslendingur geri þær breytingar á eigin forsendum og með eigin hagsmuni í huga.

Einhvern veginn er erfitt að leyfa sér að vera bjartsýnn á að slíkt takist með góðu móti og í víðtækri sátt, en þessi könnun sýnir enn og aftur þann skoðanmun og núning, sem er að verða á milli höfuðborgarsvæðisins og annara hluta Íslands.


mbl.is Tæp 50% fylgjandi tollfrjálsum innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu vinna ferð fyrir 2. til Eistlands

Það er nú ekki svo að síðuhöfundur sé að standa fyrir getraunum, eða leikjum með þessum veglegu verðlaunum.  

En eigi að síður þótti tilhlýðilegt að vekja athygli lesenda á því að Eistneska utanríkisráðuneytið er nú með spurningaleik (á ensku) þar sem verðlaunin eru ferð fyrir 2. til Eistlands.

Svara þarf nokkrum léttum spurningum, ég hygg að nokkuð auðvelt sé að finna svör við flestum þeirra í internetinu.  Þau má að ég held, öll finna undir liðnum "useful links" sem er að finna á síðunni.

Dregið verður úr réttum svörum í sumar.

Það er rétt að taka það fram að ég held að verðlaunin taki aðeins til flugs frá áfangastöðum Estonian air.  Líklega yrðu Íslendingar, ef þeir yrðu svo heppnir að vinna, að koma sér sjálfir á einhvern af þei stöðum, t.d. Kaupmannahöfn eða Osló.

En spurningaleikinn má finna hér. 

 


Símtali utanríkisráðherra Eistlands og ESB lekið á netið

Nú hefur símtali á milli Urmas Paet utanríkisráðherra Eistlands og Catherine Ashton, starfsystur hans hjá Evrópusambandinu, verið lekið á netið.

Þar ræða þau ástandið í Ukraínu sín á milli og ýmislegt athyglisvert kemur fram, m.a. um leyniskyttur sem skutu á báða deiluaðila.

Paet hefur staðfest að símtalið er "orginal".

Hér má sjá frétt Eistneska ríkisútvarpsinsum málið og símtalið er hér fyrir neðan, via YouTube.

 


mbl.is Frysta eignir Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Rússlands og Kínadaðri.

Upp á síðkastið hefur má sjá all nokkra gagnrýni á það meint Rússlands og Kínadaður Íslenskra stjórnvalda.

Vissulega er stjórnarfar í þessum ríkjum ekki til fyrirmyndar, og það má til sanns vegar færa að til eru betri fyrirmyndir og samstarfsaðilar.  Það hefur verið ljóst um langa hríð og ofbeldi Rússa gagnvart Ukraínu á síðust dögum gerir ekkert nema að undirstrika það.

En forseti landsins hefur verið iðinn við að heimsækja og spjalla við forystumenn þessara ríkja.  En mér er þó ekki alveg ljóst hvort að það er það sem mest fer í taugarnar á þeim sem gagnrýna aukin samskipti Íslands við Kína og Rússland.

En ef til vill er það velvilji Samfylkingarinnar í garð Huangs Nubos, sem hefur farið svona fyrir brjóstið á þessum gagnrýnendum utanríkisstefnunar.

Orsakanna fyrir gremju þeirra kynni einnig að vera að finna í fríverslunarsamningnum sem Jóhanna (fyrir hönd norrænu velferðarstjórnarinnar) undirritaði úti í Peking.

Það kann einnig að vera að áform Össurar Skarphéðinssonar um fríverslunarsamning við Rússlandhafi einngi gert þeim gramt í geði.

Það er þó erfitt að trúa því að fundur Katrínar Júlíusdóttur um samstarf í orkumálum, finnist þeim óþarfa Rússadaður. 

En það sem er ef til vill merkilegast við þá sem sýna svo mikla andúð á "daðri" við Rússa og Kínverjar, er að margir þeirra vilja ekkert frekar en að Ísland gangi í "Sambandið".

En þar fúlsa hvorki einstaklingar, fyrirtæki né þjóðir við við- eða samskiptum við Kína og Rússland, öðru nær.

Það þótti nú ekki slæmt þegar Kína var reiðubúið til að kaupa skuldabréf Euroþjóða sem voru og eru í fjárhagsvandræðum.  Sjá til dæmis hér, og hér.  Og Merkel lagði meiri áherslu á viðskipti en mannréttindi í heimókn sinni til Kína.

Bretum þykir heldur ekki slæmt að selja u.þ.b. 10% af bílaútflutningi sínum til Rússlands, né fúlsa þeir á mót þeim 200 milljónum punda, sem þeir hafa selt vopn til Rússlands undanfarin ár.  City of London þykir hagnaðurinn af viðskiptum Rússneskra fyrirtækja jafn góður og hagnaður frá öðrum löndum, og vilja ólmir liðka fyrir viðskiptum við Kína.

Bretar eru líka ólíklegir til að reka Chelsea úr úrvalsdeildinni, þó að Pútin hafi sent hermenn inn í Ukraínu.

Frakkar hafa heldur ekkert á móti því að selja Rússum herskip fyrir vel á annan milljarð euroa, end veita viðskiptin á annað þúsund manns atvinnu í mörg ár.  Það þykir ekki amalegt í landi þar sem atvinnuleysi stendur í 2ja stafa tölu. 

Svona má lengi áfram telja.  Finnar hafa mikil viðskipti við Rússa og Eystrasaltsþjóðirnar allar hafa umfangsmikil viðskipti við Rússa og Rússneskt fjármagn flæðir þar í gegn.

Ekki hefur "Sambandsþjóðin" Kýpur heldur farið varhluta af Rússneskum áhrifum og fjármagni, og sífelldur grunur um stórfelldan Rússneskan fjármagnsþvott verið viðvarandi.

Þá erum við ekki byrjuð að tala um olíu og gaskaup "Sambandsríkja" af Rússum.  Það lætur víst nærri að Rússar fullnægi 30% af  orkuþörf "Sambandsins.

Eitthvað það fyrsta sem gerðist þegar Putin fór að hrista sig í Ukrainu, var að gas og olíuverð hækkaði í Evrópu. 

Áróður um Rússa og Kínadaður Íslendinga,  sem rekið er af "Sambandssinnum" hefur því ákaflega holan hljóm. Það rímar þó við flest annað í málflutningi þeirra.

Íslendingar eiga að kappkosta að eiga sem mest og best sam- og viðskipti við stóran hóp af þjóðum, þar er Kína, Rússland og auðvitað "Sambandið" meðtalið.

En Íslendingar eiga ekki að ganga í eina sæng með neinu þeirra. 

 


Nýjasta skipið í Rússneska flotanum í prufusiglingu við Frakkland í dag

Vladivostok, öflugt þyrlumóðurskip var í prufusiglingum við Frakklandsstrendur í dag. Skipið sem er smíðað í Frakklandi fyrir Rússneska sjóherinn, skipið sem er afar öflugt getur borið 16 þyrlur og 60 brynvörð ökutæki.

Einhver merkilegasta fréttin sem ég sá í dag.

Frakkar eru með vopnasölusamning við Rússa, stefna á að afhenda Vladivostok seint á þessu ári, og systurskip þess á því næsta.

Verðmæti samningsins eru u.þ.b. 1.2 milljarðar euroa.

Ef til vill ekki að undra að er varlega sé talað um efnahagsþvinganir og viðskiptabann.

Fyrir utan að Rússar sjá Evrópuríkjum fyrir u.þ.b. 30% af gasneyslu þeirra.

Systurskipið sem ahendast á árið 2015, ku bera nafnið Sevastopol - hvað annað. 

Skyldi það koma í al Rússneska heimahöfn á næsta ári? 

 

 


mbl.is Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríflega ársgamlar "saltaðar" aðlögunarviðræður. Tímabært að slíta með formlegum hætti

Það er ríflega ár síðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að setja aðlögunarviðræður Íslendinga og Evrópusambandsins í "salt".

Hvers vegna skyldi sú ákvörðun hafa verið tekin?

Það er reyndar rétt að hafa í huga, að sú ákvörðun var tekin án alls "samráðs við þjóðina", rétt eins og ákörðunin að sækja um.  En "saltpækilsákvörðunin" var ekki einu sinni borin undir Alþingi.  Þá ákvörðun tók "norræna velferðarstjórnin" ein.

Það sem gerst hefur í millitíðinni, er að haldnar voru kosningar.  Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar settu Evrópumet í fylgistapi (aldrei svo að hún næði ekki einhverjum árangri á Evrópuvísu) og viðtók ný ríkisstjórn og Alþingi þar sem meirihluti er andsnúinn inngöngu í "Sambandið".  Reyndar hefur líklega alltaf verið meirihluti gegn inngöngu Íslands á Alþingi.

Síðan hefur það einnig gerst að "Sambandið" skar á IPA styrki til Íslands, á þeim forsendum að þeir væru aðeins ætlaðir löndum í aðlögunarferli.  Styrkirnir ætlaðir til að hjálpa umsóknarríki að aðlaga sig að regluverki "Sambandsins".

Í því felst, í það minnsta afar sterk vísbending, um að "Sambandið" lítur svo á að Ísland sé ekki í aðlögunarferli, og geti því ekki talist umsóknarríki, alla vegna ekki í fullum skilningi þess orðs.

Það liggur því nokkuð í augum úti eins og segir í dægurlagatextanum, að hvorki "Sambandið" né Íslensk stjórnvöld hafa áhuga á því aðumsóknin sé í "saltpækilstunnu" um óskilgreinda framtíð.

Það er því best að höggva á hnútinn og slíta aðlögunarferlinu.

Síðar, ef Íslendingar hafa áhuga á því að ganga í "Sambandið", sterkur meirihluti er fyrir því á Alþingi og í ríkisstjórn og vísbendingar eru uppi um að þjóðin virkilega vilji þangað inn, er kominn tími til að sækja um.

Þá verður að undirbúa þá umsókn mikið betur, en þá sem nú er meiningin að slíta.

Þá er næsta víst að "Sambandið" mun taka vel á móti Íslendingu og allir geti lifað sáttir og labbað með kettinum út í mýrina og fylgt stýri hans til Brussel.

En þangað til er affarasælast að segja skilið við þessi mistök Samfylkingarinnar og láta þau síga hægt og rólega í djúp gleymskunnar, eftir að umsóknin hefur formlega verið afturkölluð á Alþingi.

 


mbl.is Evrópusambandið vildi skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komugjöld eru ekki skynsamleg lausn

Persónulega finnst mér ákaflega óskynsamlegt að leggja "komugjald" á alla ferðamenn sem koma til Íslands.

Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að koma til Íslands án þess að skoða "ferðamannastaði", eða greiða til þeirra gjald?

Hvers vegna skyldi t.d. einstaklingur sem kemur til Íslands vegna 3ja daga ráðstefnu, greiða "komugjald"?  Getur ekki hugsast að hann dvelji einfaldlega allan þann tíma í Reykjavík?

Hví ætti að leggja á hann "komugjöld"?

Náttúrupassi er ágætis hugmynd.  Hann myndi þá veita aðgang að einhverjum ákveðnum stöðum. Einkaaðilar gætu þá sótt um aðild að honum, eða farið eigin leiðir í gjaldheimtu.

Íslendingar eru alltof hræddir við gjaldheimtu á ferðamannastaði, slíkt er mjög algengt fyrirkomulag víða um lönd. 

 

 


mbl.is 82,4% segjast vera hlynnt gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttastofa RUV skuldar skýringar

Þó að ég geti verið sammála þeim sem segja að það sé stjórnmálamönnum ekki til framdráttar að lenda í illdeilum eða að munnhöggvast við fjölmiðlamenn, mega þeir ekki láta þá vaða yfir sig.

Það er alls ekki óeðlilegt að biðja um óklippta útgáfu af viðtali við sjálfan sig.  Þvert á móti er það verulega skringilegt og ber vott um slæman málstað að neita slíkri bón.

Við hvað er RUV hrætt?  Hvað er það í óklipptu viðtalinu sem þeir telja að eigi ekki erindi við Gunnar Braga?

Eða eru þeir hræddir um að hægt verði að sýna fram á hvernig klipping viðtalsins sé ekki hlutlaus?

Ef ég skil málið rétt, er löngu búið að senda út viðtalið.  Það er því á engan hátt hægt að segja að beiðnin sé tilraun til að hafa áhrif á fréttir, fréttamat, eða á nokkurn hátt að hafa áhrif á störf eða framvindu mála hjá RUV.

En hvað hefur RUV að fela? 

 


mbl.is Eðlilegt að fá að hlusta á viðtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir því einhver að Framsókn sé að missa fylgi vegna afstöðu sinnar til "Sambandsins"? Björt framtíð skýtur Samfylkingunni fyrir aftan sig. Fyrrverandi stjórnarflokkar með undir 25% fylgi

Það hafa verið nokkrar skoðanakannanir undanfarna daga og nokkuð misvísandi.

Auðvitað er staða eins og þessi ekki eitthvað sem nokkur ríkisstjórn vill sjá, en það er ekkert nýtt að ríkisstjórnir lendi í mótlæti.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vel ásættanlegri stöðu í þessari könnun, en Framsóknarflokkurinn er að missa mikið fylgi.

Skyldi einhver halda því fram að það sé vegna afstöðu hans til "Sambandsins", eða vegna kröfu um þjóðaratkvæði um áframhald aðlögunarviðræðna?

Sérstaka athygli vekur sömuleiðis að Björt framtíð er næst stærsti flokkurinn og skýtur Samfylkingunni fyrir aftan sig.  Það er engu líkara en BF sé að taka forystu á vinstri vængnum.

Fyrrverandi stjórnarflokkar með undir 25% fylgi samanlagt. 

 

 

 

 


mbl.is 40,9% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ukraína

Góðir skopmyndateiknarar geta skýrt út mál með einni mynd, svo varla er hægt að gera betur í orðum.

Hér eru tvær myndir úr Eistneska blaðinu Postimees (Pósturinn) sem birtst hafa nýlega um átökin í Ukraínu.

Báðar eru eftir teiknarann Urmas Nemvalts.   

PutinUkraninaEuPostimees

 

UkrainiaRussiaFascistPostimees


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband