Komugjöld eru ekki skynsamleg lausn

Persónulega finnst mér ákaflega óskynsamlegt að leggja "komugjald" á alla ferðamenn sem koma til Íslands.

Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að koma til Íslands án þess að skoða "ferðamannastaði", eða greiða til þeirra gjald?

Hvers vegna skyldi t.d. einstaklingur sem kemur til Íslands vegna 3ja daga ráðstefnu, greiða "komugjald"?  Getur ekki hugsast að hann dvelji einfaldlega allan þann tíma í Reykjavík?

Hví ætti að leggja á hann "komugjöld"?

Náttúrupassi er ágætis hugmynd.  Hann myndi þá veita aðgang að einhverjum ákveðnum stöðum. Einkaaðilar gætu þá sótt um aðild að honum, eða farið eigin leiðir í gjaldheimtu.

Íslendingar eru alltof hræddir við gjaldheimtu á ferðamannastaði, slíkt er mjög algengt fyrirkomulag víða um lönd. 

 

 


mbl.is 82,4% segjast vera hlynnt gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband