Viltu vinna ferð fyrir 2. til Eistlands

Það er nú ekki svo að síðuhöfundur sé að standa fyrir getraunum, eða leikjum með þessum veglegu verðlaunum.  

En eigi að síður þótti tilhlýðilegt að vekja athygli lesenda á því að Eistneska utanríkisráðuneytið er nú með spurningaleik (á ensku) þar sem verðlaunin eru ferð fyrir 2. til Eistlands.

Svara þarf nokkrum léttum spurningum, ég hygg að nokkuð auðvelt sé að finna svör við flestum þeirra í internetinu.  Þau má að ég held, öll finna undir liðnum "useful links" sem er að finna á síðunni.

Dregið verður úr réttum svörum í sumar.

Það er rétt að taka það fram að ég held að verðlaunin taki aðeins til flugs frá áfangastöðum Estonian air.  Líklega yrðu Íslendingar, ef þeir yrðu svo heppnir að vinna, að koma sér sjálfir á einhvern af þei stöðum, t.d. Kaupmannahöfn eða Osló.

En spurningaleikinn má finna hér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband