Trúir því einhver að Framsókn sé að missa fylgi vegna afstöðu sinnar til "Sambandsins"? Björt framtíð skýtur Samfylkingunni fyrir aftan sig. Fyrrverandi stjórnarflokkar með undir 25% fylgi

Það hafa verið nokkrar skoðanakannanir undanfarna daga og nokkuð misvísandi.

Auðvitað er staða eins og þessi ekki eitthvað sem nokkur ríkisstjórn vill sjá, en það er ekkert nýtt að ríkisstjórnir lendi í mótlæti.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vel ásættanlegri stöðu í þessari könnun, en Framsóknarflokkurinn er að missa mikið fylgi.

Skyldi einhver halda því fram að það sé vegna afstöðu hans til "Sambandsins", eða vegna kröfu um þjóðaratkvæði um áframhald aðlögunarviðræðna?

Sérstaka athygli vekur sömuleiðis að Björt framtíð er næst stærsti flokkurinn og skýtur Samfylkingunni fyrir aftan sig.  Það er engu líkara en BF sé að taka forystu á vinstri vængnum.

Fyrrverandi stjórnarflokkar með undir 25% fylgi samanlagt. 

 

 

 

 


mbl.is 40,9% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband