Símtali utanríkisráðherra Eistlands og ESB lekið á netið

Nú hefur símtali á milli Urmas Paet utanríkisráðherra Eistlands og Catherine Ashton, starfsystur hans hjá Evrópusambandinu, verið lekið á netið.

Þar ræða þau ástandið í Ukraínu sín á milli og ýmislegt athyglisvert kemur fram, m.a. um leyniskyttur sem skutu á báða deiluaðila.

Paet hefur staðfest að símtalið er "orginal".

Hér má sjá frétt Eistneska ríkisútvarpsinsum málið og símtalið er hér fyrir neðan, via YouTube.

 


mbl.is Frysta eignir Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er þá annar lekinn sem bendir til samsæris af troiku ESB, bandamanna og Nato með dyggri hjálp stórfurirtækja, IMF og WB.

Samtal bandaríska embættismannsin sem sagði "fuck the EU" olli titringi fyrir allar röngu ástæðurnar því það sannaði að bandarikjamenn voru innviklaðir í að steypa stjorn landsins, ásamt ESB. Að sjalfsögðu.

Hér er ágæt samantekt á því.

http://youtu.be/wZhodD2p7ZE

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 11:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samtalið er sjokkerandi en fyrirsjáanlegt fyrir þá sem þykjast vita hvað er í gangi þarna. Það sem er þó meira sjokkerandi er að Cathrine Aston þagði um þetta í einhverjar vikur og raunar hefur ESB ekki upplýst um þetta enn.

Þarf frekari vitnanna við?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 11:26

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega er staðan það flókin í Ukraínu að ég treysti mér ekki til að fullyrða hvað er í gangi og hver hefur gert hvað.

Það má ef til vill líkja þessu við lauk, það kemur lag eftir lag. Laukurinn hefur enda langa go þýðingarmikla sögu á svæðinu.

Það má líka velta fyrir sér hver hefur hag af því að koma óorði á hin nýju stjórnvöld.

Þrálátur orðrómur hefur sömuleiðis verið uppi um að sumer hreyfingar sem starfa í Ukraínu, og þykja sýna fasískar tilhneygingar, séu fjármagnaðar með rúblum.

Hvað virkar betur en Rússar séu að berjast á móti "fasisti"?

Ég ætla hins vegar ekki að halda því fram að hin nýju stjórnvöld séu hvítþvegnir englar, öðrunær.

En svo er það líka svo að á umbrotatímum "hengir" óþjóðalýður sig oft við hópa sem raunverulega vilja vel, það er gömul saga og ný.

En eins og ég sagði áður, er staðan margbrotin og óviss, erfitt að fullyrða um hvað er satt, hvað er spunnið og hvað er logið.

En spillingin og grimmdin er næg, og eins of oftast áður er það "litli maðurinn" sem blæðir.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 11:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svoboda er líklega hreyfingin sem þú meinar. Hún er fasistahreyfing með gyðingahatur á vörum m.a. og er hreyfing Evrópubandalagssinna. Leiðtogar hennar eru flestir gamlir tukthúlimir og ruddar, en þeir unnu storan sigur í síðustu kosningum og eru fremstir í flokki uppreisnarmanna nú. Liklega hafa þeir ekki þolinmæði til að öðlast alvaldið í gegnum lýðræðið.

Ég sýni Rússum skilning hér þar til annað kemur í ljós. Hér er augljóslega um þaulskipulagt og ríkulega fjármagnað kúpp að ræða og það er ekki kostað af Rússum. Það sannfærðist ég um af samtali hinnar bandarísku fuck EU dömu.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 12:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekki bara "traustir vinir" sem geta gert kraftaverk, "traustir óvinir" geta það líka.

Það er bæði gömul saga og ný að eigin hagsmunir fái menn til að styðja og jafnvel skapa óvini sína.

Rússar hafa langa sögu í undirróðursstarfsemi og ég hygg að engin hafa í gegnum söguna staðið þeim framar í þeim efnum.

En ég treysti mér ekki til að dæma um það sem er að gerast í Ukraínu nú.

En það er ljóst að Putin hefur lítinn áhuga á því að þar spretti um velmegandi lýðræðisríki.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband