Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Sagan hræðir - Rússar eru engir nýgræðingar í yfirgangi

Það er ekkert óeðlilegt að Eystrasaltsríkin séu uggandi.  Það gildir reyndar um fleiri ríki á þessum slóðum.

Sagan réttlætir ugg þeirra.  Rússar (og fleiri þjóðir) hafa farið um svæðið með yfirgangi og vopnavaldi. Það skipti litlu, hvort við völd var tzar eða "commietzar", nágrannaríkin fengu að finna fyrir "bjarnarklónum" og milljónir manna voru myrtir, eða þrælað til bana.

Herstöðva var krafist, ungir menn með "eins klippingu" birtust á götunum, kosningar voru haldnar í "þvinguðu" andrúmslofti og ríki áttu sér engan stærri draum en að ganga inn í Sovétið.

NKVD/KGB handbókin virðist hafa verið prentuð í nýrri útgáfu, endurbættri og ef til vill fyrir spjaldtölvur.

Og afleiðingarnar eru svipaðar.

Hér má sjá stutta frétt frá Eistneska ríkisútvarpinu, þar sem borin er saman innlimun Eistlands í Sovétið og aðgerðir Rússa á Krímskaga nú. 

 

 

 

 


mbl.is Eystrasaltsríkin uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar láta finna fyrir sér

Rússar eru að láta Finna vita að þeir séu ennþá með Finnland undir þumlinum og það sé betra fyrir þá að hafa sig hæga.  

Þeir vilja láta Finna vita að betra sé að vera ekkert að velta því fyrir sér að ganga í NATO, betra sé að hlutirnir séu eins og þeir eru.

Finnish areas ceded in 1944

Finnum er enda í fersku minni yfirgangur Sovétsins/Rússa.  Finnar þurftu að láta af hendi landssvæði og gríðarleg verðmæti, bæði fyrir og eftir heimstyrjöldina síðari.

Þetta situr enn í mörgum og Finnsk kunningjakona mín, er líklega einhver einlægasti Rússahatari sem ég þekki.

Faðir hennar, ungur þá að árum, var einn af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili sitt, en það var á landsvæði sem afhent var Sovétinu.

Aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum, ásamt aðgerðum þeirra á Krímskaga/Ukraínu, vekja eðlilega ugg nágranna þeirra, en minna þá jafnframt á að birnir eru aldrei hættulegri, en þegar þeir vakna af dvala.

Á meðfylgjandi korti má sjá þau landsvæði sem Finnar urðu að sjá á eftir, í síðari heimstyrjöld.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Opna herstöð nálægt Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neikvætt "Samband"

Íbúar innan ríkja "Sambandsins" eru í vaxandi mæli að verða neikvæðir í garð þess og stefnu þess. Það á ekki eingöngu við um Svíþjóð, þar sem þessi könnun var gerð, heldur mörg önnur ríkis "Sambandsins".  

Líklega er það helst í austu hluta Evrópu, sem að nokkur velvilji ríkir í garð "Sambandsins", enda þau ríki gjarna þiggjendur á fé og svo að margir íbúa þeirra kunna vel við réttindi þau sem aðild gefur til að leita sér að vinnu í ríkari löndum þess.

Það er vegna þessarar neikvæðni sem margir af "samrunasinnum" hugsa með hálfgerðum hryllingi til kosninga til "Evrópusambandsþingsins" í vor.

Allt bendir til þess að flokkar sem vilja stöðva frekari samruna og flytja völd aftur frá Brussel vinni góða sigra.

Fréttir hafa borist af herferð "Sambandsins" til að mæta hættu þessari með því að hefja stórfellda herferð til að kynna kjósendum "gildi" sín og reyna með því að hafa áhrif á umræðu fyrir kosningarnar.

Svona eins og starfsmenn Reykjavíkur myndu skipuleggja herferð, borgaða af Borgarsjóði, um hverjir væru nú best fallnir til að stjórna borginni, hvert skuli stefna og hvaða málefni skuli ræða.

Allt í nafni "lýðræðisins".

Spurningin er hvort kjósendur velji sína eigin leið til lýðræðis. 

 

 

 


mbl.is Miklar efasemdir um ESB í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningarnar sem vantaði á Sprengisand

Ég ákvað að hlusta á Sprengisand og heyra viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra.  Már stóð sig að mestu leyti vel í viðtalinu og kom sjónarhorni sínu sem fórnarlamb vel til skila.

Það eru sem ég hefði viljað heyra svarað í þættinum, en kom ekki fram var:

Ef aðalmarkmiðið með málsókninni, sem virðist hafa verið unnin í "samvinnu" Seðlabanka og seðlabankastjóra, var að fá úr því skorið hver réttur Seðlabankans væri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í launamálum og búið var að ganga frá því fyrirfram að bankinn myndi greiða málskostnað Más, hvers vegna var þá gerð krafa af hálfu Seðlabankans, um að Már greiddi allan málskostnað?

Var það gert í blekkingarskyni?  Til að "hylja slóðina"?

Sjá var krafinn um kostnað.

Það hefði einnig verið fróðlegt að heyra hvernig staðið var að því að endurgreiða Má málskostnaðinn. Var málskostnaðurinn endurgreiddur sem "endurgreiddur útlagður kostnaður"?  Eða sem partur af "risnu"?  Eða fékk Már "styrk til málaferla"?  

Var greidd staðgreiðsla af greiðslunni?

P.S.  Persónulega tel ég Má eiga laun sín skilin, og líklega væri sanngjarnt að þau væru hærri.  En það er ekki aðalatriðið, heldur hvernig virðist að málinu staðið.  Lágmark hefði verið að málið hefði verið tekið fyrir formlega í stjórn Seðlabankans, og samþykkt þar (eða synjað). 

 

 


Er leiðréttingin mikil eða lítil, röng eða réttlát?

Ég hef í sjálfu sér ekki mjög sterkar skoðanir á skuldaleiðréttingu þeirri sem ríkisstjórnin hefur boðað. Almennt er ég á móti því að hið opinbera taki ábyrgð á lántökum einstaklinga eða einkafyrirtækja og finnst nóg um hve fyrirferðarmikið hið opinbera er í lífi hvers og eins.

En þó eru mörg sjónarhornin.

Ef hið opinbera gerir kröfu til æ stærri hluta af hagnaði einstaklinga, má til dæmis spyrja hvort ekki sé rétt að það axli hluta af tapinu líka.  Að hið opinbera sé ekki ekki bara "viðskiptafélagi þegar vel gengur".

Sjónarhornin á þetta efni eru mörg og næsta víst að ekki eru allir sammála.

En er leiðréttingin mikil eða lítil?

Eftir því sem ég man eftir að hafa heyrt, er talað um að hámarksleiðrétting verði 4. milljónir.  

Það er vissulega all nokkur upphæð. 

En ef barn er á dagheimili frá 2ja ára aldri og fram að 6 ára afmæli sínu, hafa foreldrar þess fengið hærri upphæð í niðurgreiðslur frá sveitarfélagi sínu.  Þar er ekki spurt um tekjur, eða hvort foreldrar þess hafi "efni á" að greiða fyrir vistina.   

Þannig fer það líklega eftir viðmiðum og í hvaða samhengi upphæðin er sett í, hvort að upphæðin þykir há, eða lág.  

En auðvitað eru 4. milljónir ennþá meira en það sem sumir einstaklingar bera úr býtum á ári og það áður en skatturinn tekur sinn skerf, til að fjármagna eyðslu og "gjafmildi" hin opinbera.

Það er engin leið að komast að hinni einu sönnu niðurstöðu í máli sem þessu.  Einstaklingar hafa hins vegar á því mismunandi sjónarhorn og skoðanir og eðlilegt að tekist sé á.

En það er líklega best fyrir ríkisstjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn að fara að drífa í því að koma þessu í framkvæmd.

Ella er hætt við því að kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna fari að flykkjast á Austurvöll að mótmæla svikum á framkvæmd kosningaloforða. 

 

 

 


mbl.is Leiðréttingafrumvarp á lokametrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að standa að baki bæði sókn og vörn

Þetta mál hljómar allt hið undarlegasta.  Starfsmaður fer í mál við vinnuveitenda sinn.  Vinnuveitandinn ákveður að borga allan kostnað sem starfsmaðurinn ber af málaferlunum, en gerir kröfu um það fyrir dómi að starfsmaðurinn beri allan málskostnað.

Óneitanlega nokkuð sérstakt.  Ber óneitanlega keim af því að reynt hafi verið að koma í veg fyrir að vitneskja um hver bæri kostnaðinn kæmi í ljós.  En skýringin getur líka einfaldlega verið sú að lögmaður bankans hafði ekki hugmynd að hann væri að vinna hjá sama launagreiðanda og mótherji hans.

Sömuleiðis sérstakt að lesa í fréttinni að fyrrverandi stjórnarformður telji að málið hafi notið stuðnings meirihluta í stjórninni.  Lykilorðið hér er telji.

Var þá málið ekki ákveðið með formlegum hætti?  Var það einfaldlega ákveðið "óformlega"?  Voru einhverjir í stjórninni á móti þessari ákvörðun? Vissu allir í stjórninni af henni?

Það er eitthvað sem segir að við séum ekki búin að heyra það síðasta af þessu máli.

 

 


mbl.is Var krafinn um kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ljósi (eða skugga) sögunnar

Það er ekki að undra þó að hrollur fari um íbúa í hinum ýmsu löndum A-Evrópu þegar þessi áform er tilkynnt.

Þegar saman fara tilkynningar um "vernd" sem þarf að veita þjóðernishópum og kosningar þess efnis að ganga í eina sæng með Rússlandi, rifjast upp fyrir mörgum sagan.

Það rifjast upp hvernig Sovétið innlimaði lönd og landsvæði og hvernig kosningar voru skipulagðar í skugga vopnavalds og fals, á árunum fyrir og eftir síðari heimstyrjöld.

Íbúar Eystrasaltslandanna vita hvernig staðið var að innlimun landa þeirra í Sovétið og hvernig staðið var að kosningum í skugga vopnavalds.

Hvernig staðið var að kosningum í A-Evrópu eftir heimstyrjöldina síðari, má til dæmis lesa um hér, dæmið er frá Póllandi. 

Það er því ekki að undra að ýmsar bollaleggingar um framvindu mála fari af stað, rétt eins og má lesa t.d. hér og hér

Margir óttast að útþennsla Rússlands stöðvist ekki á Krímskaga.

Í Eystrasaltslöndunum ýtir hinn stóri Rússneski minnihluti undir áhyggjurnar.  Þar eins og í Krím, voru hundruðir þúsunda fluttir á brott í gripavögnum og tugir þúsunda myrtir og hundruðir þúsunda komu frá Rússalandi og öðrum ríkjum Sovétsins.

Þessir Rússnesku talandi hópar, sem oft voru settir skörinni hærra en þeir innfæddu, hafa oft átt erfitt með að samlagast þeim samfélögum sem þeir búa í og margir þeirra sakna horfinna "velmegunartíma".

Flestir þeirra ákváðu þó á sínum tíma að hverfa ekki aftur "heim", enda beið þeirra þar ekkert nema eymd og vesöld og gerir að miklu leyti enn.

Það er ekki ólíklegt að spenna og ýfingar á milli þjóðernishópa aukist á næstunni og auki vandræðin og óróann sem margir íbúar fyrrum Sovétsins finna.  Þá vill stundum verða stutt í tal um Kvíslinga og sagan stendur ljós sem aldrei fyrr.

Það er því viðbúið að spenna og núningur aukist hratt í A-Evrópu og ekki ólíklegt að upp úr sjóði, þó vonandi verði það aðeins einangruð tilvik.

En það kemur til með að reyna mikið á einstök Evrópuríki, sem og Evrópusambandið.

En það er áberandi að ríki A-Evrópu horfa til Bandaríkjanna og NATO þegar þeim þykir sér ógnað og þaðan kemur fyrsta táknið um auknar varnir þeim til handa

 

 


mbl.is Rússar virða niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsýnið frá Alaska

 

"After the Russian army invaded the nation of Georgia, Senator Obama's reaction was one of indecision and moral equivalence, the kind of response that would only encourage Russia's Putin to invade Ukraine next."

Viðbrögðin voru á þá lund að þetta væri "extremely far fetched scenario".  

Þetta var sagt árið 2008 og það var Sarah Palin sem lét þessi orð falla.  Nú er árið 2012, Senator Obama er forseti, hann veltir því fyrir sér hvað til bragðs skuli taka, nú þegar Rússneski herinn er kominn inn í Ukraínu.  Það eru fáir möguleikar í "yes we can deildinni".  

Aðrir velta fyrir sér hvaða land verði næst fyrir barðinu á Rússum. 

Árið 2012 sagði Mitt Romney í kosningabaráttu við Obama að Rússland væri "US number one geopolitical foe".

Obama svaraði:  "The 1980s are now calling to ask for their foreign policy back because … the Cold War’s been over for 20 years.”

Og tveimur árum seinna  ... ? 

Svona kemur sagan oft aftan að fólki.

Þetta segir auðvitað ekkert um hvort að betra hefði verið að Obama hefði ekki orðið forseti.  En það virðist sannarlega benda til þess að að annað hvort er upplýsingaflæðið ekki nógu gott, eða að ekki eru dregnar réttar ályktanir út frá þeim.

Eða svo hitt, að NSA hafi ekki verið að hlera réttu símana. 

 

 


Er rökrétt að Krím segi skilið við Ukraínu og verði hluti af Rússlandi?

Þessi spurning er ein af þeim sem ekki er til neitt eitt svar við.  Fjöldi siðferðislegra spurninga og álitamála vakna, og rökræða má málið endalaust - án þess að komast að niðurstöðu.

Það er auvelt að segja að ekki ætti að vera flóknara fyrir Krím hérað að yfirgefa Ukraínu, heldur en það var fyrir Ukraínu að yfirgefa Rússland/Sovétríkin.

Sjálfsákvörðunarréttur þjóða ætti að ráða för og eðlilegt er að greitt sé um það atkvæði hvaða landi íbúar Krím héraðs vilja tilheyra, nú eða hvort þeir vilja vera sjálfstæðir.

Það er vissulega fullgilt sjónarmið.

Sé haft í huga að Krím hérað var "gefið" Ukraínu á sjötta áratug síðustu aldar og hafði áður tilheyrt Rússlandi, þá styrkist það sjónarmið.

En þá verður að gera þá kröfu að kosningar séu haldnar undir alþjóðlegu eftirliti, og tími sé gefinn fyrir íbúana að vega og meta kosti og galla, rökræða hlutina og gera upp hug sinn.  Rétti tímin fyrir slíka kosningu, eða aðstæður, er ekki nú þegar landið er á barmi borgarastyrjaldar og rússneskir hermenn hafa hernumið Krím hérað, eða því sem næst.

En svo verður einnig að koma þeirri staðreynd, hvernig stór hluti íbúa Krím héraðs kom þangað.

Er það rökrétt að íbúar Krím héraðs, Rússar að uppruna, sem komu þangað eftir að þeir sem bjuggu þar höfðu verið fluttir nauðugir á brott, ráði því hvaða landi héraðið tilheyrir?

Meðferðin á Krím Töturum af hálfu Sovétsins var skelfileg.  Þeir voru sveltir, drepnir og fluttir á brott í gripavögnum. Sjá hér og hér.

Áfangastaðir flestra þeirra voru Uzbekistan og Síbería. 

Lítill hluti þeirra náði að snúa aftur og eru þeir nú taldir u.þ.b. 250.000, eða á bilinu 12 til 13% af íbúum Krím héraðs og flestir þeirra taldir vilja tilheyra Ukrainu, vegna rótgróins haturs þeirra á Rússum.

Telur þeirra skoðun þá ekki neitt, vegna þess aðgerðir Sovétsins/Rússa sem ganga þjóðarmorði næst, hefur gert þá að minnihlutahóp í eigin landi.

Voðaverkin og "rússlandseringin" hafa þá tryggt Rússum Krím hérað til framtíðar.

Það eru engin ákveðin svör við þessum spurningum, sjálfsagt eru skoðanir enda misjafnar og margar fleir til.

Líklegast skipta þær þegar upp er staðið littlu máli.

Rússland tekur yfir Krím, það verða litlir eftirmálar.

Evrópuríki malda í móinn, Bandaríkin hrista hnefann.  En það mun engu breyta.

Gasið heldur áfram að streyma frá Rússlandi um Ukraínu og Eystrasalt til Evrópu.  Frakkar selja Rússum herskip og kortasölumenn upplifa skammvinna söluaukningu og eftir fáein ár muna fæstir eftir því að Krím hafi ekki alltaf verið hluti af Rússlandi.

Nema Tatararnir. 

 


mbl.is Pútín ræddi tillögu þings Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt fólk vill búa í miðborgum, en ....

Það eru engar fréttir að ungt fólk vilji búa í miðborgum.  Ungt fólk vill gjarna búa á Manhattan, það vill búa í miðborg London, því þykir fínt að búa nálægt Sigurboganum og fúlsar ekki á móti því að búa í nágrenni Leidseplein eða Rembrandtsplein.

Ungt fólk sækir í miðborgir, þar sem stutt er í kaffiús, skemmtistaði o.s.frv.  Dýrar leigubílaferðir, eða langar ferðir í almenningssamgöngum þykja þeim ekki æskilegar.

En reyndin vill oft verða önnur.

Þó að "draumatilveran", sé miðborgarlíf ala "Friends" og "Sex and the City", er raunveruleikinn oft harður húsbóndi.

Íbúðir í miðborgum eru yfirleitt alltof dýrar fyrir ungt fólk.

Þó að erfitt sé að spá um framtíðina í Reykjavík, bendir flest til þess að svo verði einnig þar.  Lóða og íbúðaverð er með þeim hætti í Reykjavík nú að ungt fólk á erfitt með að festa kaup á íbúðum þar, eða leigja.

Flest bendir til að svo verði áfram. 

 

 

 


mbl.is Ungt fólk vill búa í miðborginni en skortur á leiguíbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband