Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Áberandi vandræði Samfylkingar

Ég hef nú ekki fylgst af kostgæfni með skoðanakönnunum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en þær sem ég ef séð eiga það flestar sameiginlegt að þær sýna gríðalega slæma stöðu Samfylkingar.

Ef ég man rétt er það aðeins í Reykjavík sem staðan getur talist ásættanleg fyrir flokkinn.

Á Akureyri, Í Kópavogi og nú í Hafnarfirði, alls staðar á Samfylkingin í vök að verjast.  Björt framtíð virðist vera að taka við forystunni á vinstri vængnum.

Staðan virðist reyndar vera verulega skelfileg í Kraganum, kjördæmi bæði formanns og varaformanns Samfylkingarinnar.  Jafnvel í Hafnarfirði, því gamla höfuðvígi Krata, virðist Samfylking verða að "hornkerlingu" því sem næst, ef marka má skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. 

Vissulega er 20% ekki lítið fylgi, en sé litið til sögunnar yrðu það skelfileg úrslit fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði.

Annað sem vekur athygli í könnunum, er nokkuð sterk staða Sjálfstæðisflokks mjög víða, þó að hann mælist þar jafnvel stærsti flokkurinn.

Endurspeglar ef til vill þann mun sem virðist vera á milli borgarinnar og annara svæða, þar með talið þéttbýliskjarna á Íslandi. 

 


mbl.is Myndi kolfalla í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hinu meinta frjálslyndi

Það eru alltaf allir að tala um frjálslyndi.  Allir virðast vera svo mikið frjálslyndari en pólítískir andstæðingar þeirra.
 
Vissulega er frjálslyndi afar teygjanlegt hugtak.  Margir virðast telja að það feli í sér að umbera allt sem þeim að skapi.  Aðrir virðast helst telja að það feli í sér að banna mest og flest, með "umhyggju" fyrir öðrum að leiðarljósi.
 
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um að frjálslynt fólk sé að yfirgefa flokka.  Á tímabili var til dæmis mikið rætt um að frjálslynt fólk væri að yfirgefa Framsóknarflokkinn.  Nú talar Þorgerður Katrín um að frjálslynt fólk sé að yfirgefa Sjálfstæðiflokkinn.
 
Hverjir eru allt þetta frjálslynda fólk og hvert hefur það og er að fara?
 
Í síðustu kosningum voru tveir áberandi stærstu flokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Reyndar virtist all mikið fylgi "fljóta" á milli þeirra, þó að erfitt sé að fullyrða um slíkt.
 
Er þá Þorgerður Katrín að tala um að frjálslynt fólk hafi yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og kosið Framsókn?
 
Annað sem virðist færast í vöxt er að tala um alla andstæðinga sína sem "harðlínumenn", "öfgafólk", "frekjupunga", nú eða "svartstakka".
 
Líklega þykir þeim sem svo tala það bera vott um mikið umburðar og frjálslyndi.  Því sjálft er það svo "afskaplega frjálslynt".
 
Þegar betur er að gáð, virðist þó hið meinta frjálslyndi eingöngu snúast um að vilja ganga í "Sambandið".  Það víðfeðma musteri meints frjálslyndis og lýðræðis. 
 
Persónulega finnst mér þeir sem svo tala ekki sýna mikinn pólítískan "talent".  Ég myndi ekki "hleypa þeim áfram". 
 
En þar ræð ég ekki, þar ráða flokksmenn og kjósendur.

mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illskiljanlegar afsakanir Samfylkingar

Nú afsakar Samfylkingarfólk það að þjóðaratkvæðagreiðsla hafi ekki verið haldin árið 2009, með því að það hafi verið talið að það gæti skaðað samningsstöðu Íslendinga.

Það hefði auðvitað verið alveg ótækt ef samninganefnd Íslendinga og ríkisstjórnin hefði vitað það fyrir víst að þjóðin væri fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Hvað þá ef "Sambandið" sjálft hefði vitað að umsóknin nyti stuðnings meirihluta Íslendinga.  Það hefði verið hræðilegt.

Líklega var það aðeins sú staðreynd að flestir gerðu sér grein fyrir að Íslenska þjóðin var algerlega andvíg IceSave samningunum, sem gerði samninganefnd Samfylkingar og Vinstri grænna að koma heim með þá "glæsilegu niðurstöðu" sem raun bar vitni.  Líklega var það andstaða þjóðarinnar sem skóp samningsstöðuna. 

Auðvitað er það svo, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var lafhrædd um að umsóknin yrði ekki samþykkt.  Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði einnig hugsanlega getað splundrað VG og þar með ríkisstjórninni.

Þess vegna var ákveðin ómögugleiki að halda þjóðaratkvæði 2009.  Það var enda ekki gert.

Önnur vinsæl afsökun Samfylkingarinnar þessa dagana, er að koma makríls í Íslenska lögsögu, hafi gert það að verkum að ekki náðist að opna sjávarútvegskaflan í aðlögunarviðræðum Íslands og "Sambandsins".

Lítum nú stuttu stund fram hjá endurteknum fulyrðingum síðustu ríkisstjórnar um að makríllinn kæmi ekkert við aðlögunarviðræðunum. 

Var eitthvað erfiðara að gefa eftir forræðið yfir makrílnum, en öðrum fiskistofnum á Íslandsmiðum?

En ef Ísland heldur forræði sínu yfir fiskveiðilögunni, hlýtur það að gilda um makrílinn jafnt sem aðra stofna.

Hvað var þá vandamálið?

En auðvitað mega Íslendingar vera eilíflega þakklætir makrílnum.  Hann synti inn í lögsögu Íslands á hárréttum tima og sýndi þeim sem vilja sjá, hvers virði það er að halda óskertum réttindum og lögsögu strandríkja.

Makríllinn undirstrikar hve aumkunarverðar afsakanir Samfylkingarinnar eru.

Fyrir að leiða það í ljós, geta Íslendingar sömuleiðis verið þessum merkilega fiski þakklátir. 

 


Ukraina í skugga Sovétsins

Það er ógnvænlegt ástandið í Ukrainu og engin leið að geta sér til um hvað gerist næst, eða hvernig það endar.  Þeir sem ég þekki sem eru ættaðir þaðan eru í senn vongóðir og uggandi.

Sumir tala eins og því sem næst óhjákvæmilegt sé að landið brotni í 2 til 3 hluta, en aðrir eru bjartsýnni á það takist að halda landinu saman.

En eystri hluti landsins ásamt Krím héraðinu í suðri urðu að þola harkalega Rússlands/Sovétseringu, bæði á millistríðsárunum og svo aftur að lokinni síðari heimstyrjöldinni. Sovétið myrti, svelti og sendi Úkraínubúa til Síberu í milljónatali. Sömuleiðis voru gríðarlegar hreinsanir í Krím á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. 

Ukraina poli culture divide

 Því er staðan nú að á þessum slóðum býr að stærstum hluta rússneskumælandi fólk.

Vandamálið er að hluta til að margir íbúar Ukraínu, líta jafnvel frekar á sig sem Rússa en Úkraínbúa, og sækja fróðleik sinn og fréttir oft frekar til Rússneskra fjölmiðla en Úkraínskra. 

Það var svo ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar, að Krím var flutt "hreppaflutningum" yfir til Ukraínu, sem flækir málið enn frekar. 

Vesturhlutinn er hinsvegar öðruvísi samansettur, enda komst megnið af honum ekki í hendur Sovétsins fyrr en með innrás þeirra í Pólland 1939 og svo aftur eftir að hernámi nazista lauk.  Borgir ein og Lviv-Lvov eiga sér langa sögu og íbúarnir af blönduðum uppruna.  Hjón sem ég þekki þaðan, líta á sig sem Úkraínubúa, "móðurmál" þeirra er Ukraínska,  en foreldrar hennar hafa Pólsku að móðurmáli, en foreldrar hans Ungversku.

Poland Ukraina

Þannig kasta gjörðir Sovétsins löngum skugga yfir Ukraínu dagsins í dag.  Rússland Pútins hefur reyndar gert það líka eins og viðburðir síðustu daga sýna.

Það sem ef til vill vekur ekki hvað sísta ótta, er tungutakið.  Það er eins og tíminn hafi færst ríflega 75 ár til baka.

Þegar þjóðarleiðtogar tala um að þeir "neyðist" til að vernda minnihlutahóp þjóðar sinnar í öðru landi, vaknar sagan.  Þegar talað er um að nauðsynlegt sé að halda atkvæðagreiðslu svo hluti ríkis, eða ríki,  geti ákveðið hvaða ríki það vilji tilheyra, rifjast sagan einnig upp.

Enda vekja atburðir síðustu daga líklega ekki hvað síst hroll hjá þeim þjóðum sem búa við stóra minnihlutahópa af Rússneskum uppruna, sem Sovétið plantaði hjá þeim.

Það er erfitt að spá um framhaldið og niðurstöðuna, en komandi dagar verða án efa strembnir og fylgst verður með viðbrögðum Bandaríkjanna, Bretlands og einnig Evrópusambandsins.

Í bakgrunninum eru svo hrikalegir efnahagörðugleikar Ukrainu, vaxandi blikur hvað varðar efnahag Rússlands og svo gríðarlegir viðskiptahagsmunir.

Rússland þarfnast peninganna sem þeir fá fyrir gas frá Evrópu og Evrópa þarfnast gassins frá Rússlandi.  Svartahafsfloti Rússlands á Krímskaga, er sömuleiðis ekki eitthvað sem þeir telja sig hafa efni á að "gefa" frá sér.,

Einu sinni enn eru aðeins augnablik í hugsanlega styrjöld í Evrópu. 

P.S.  Kortin sýna annarsvegar póltíska og tungumála skiptingu og Ukraínu og hins vegar þau svæði sem Ukraína/Sovétríkin fengu frá Póllandi í lok síðari heimstyrjaldar, og þau svæði sem Pólland fékk frá Þýskalandi.


mbl.is Gjöfin gæti reynst afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla um blekkingu?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að nú standa uppi miklar deilur um hvert eðlilegt sé að Alþingi samþykki með þingsályktunartillögu að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Stjórnarandstaðan heimtar að slit eða áframhald viðræðna verði lagt í þjóðaratkvæði og í skoðanakönnunum er yfirgnæfandi hluti meðfylgjandi því.

En um hvað á þá að greiða þjóðaratkvæði?  

Á að greiða þjóðaratkvæði um þá blekkingu að "kíkja í pakkann"?

Þá þarf ekki nema að tala við forsvarsmenn "Sambandsins" sjálfs til að komast að að það er ekki nema einn pakki og það þarf ekkert að "kíkja í hann", vegna þess að hann er öllum opinn til að skoða.  Viðræður eru hvernig umsóknarþjóð ætlar að aðlaga sig að "pakkanum".

IPA styrkir sem miklar deilur hafa sömuleiðis verið um á Íslandi, eru ætlaðar til þess að aðstoða umsóknarríki í að aðlaga sig að þeim sama "pakka".  Þeir eru ekki skilyrðislausir styrkir, eins og "Sambandssinnar" vildu margir halda fram, og Íslendingar komust að þegar þeir voru dregnir til baka.

Það væri sömuleiðis fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn myndi spyrja forystumenn "Sambandsins", hvort að eðlilegt sé að þjóð sem hefur ekki áhuga fyrir því að ganga í "Sambandið", sæki um inngöngu í það.  Svona til að sjá hvað það hefur upp á á bjóða.

Það væri ekki síður fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn myndi nú krefja Árna Pál Árnason og Össur Skarphéðinsson skýrra svara um hvað ávannst á þeim 3. árum sem "samningaviðræðum" af Íslands hálfu var stýrt af Samfylkingunni.

Hvaða "glæsilega niðurstöðu" færði samninganefndin Íslendingum í þeim köflum sem var búið að loka?

Hvers vegna tókst ekki að opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað?

Hvers vegna ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinsgri grænna að gera hlé á viðræðunum í Janúar 2013?

Það væri fróðlegt að heyra skýr og hreinskilin svör þeirra félaga um þessi mál.

Það er margir sem undra sig á hve mikil harka er af hálfu "Sambandssinna" við þeiri tillögu að draga umsóknina til baka.  

Staðreyndin er sú að þeir óttast þingmenn framtíðarinnar, og að þurfa að koma málinu aftur í gegnum Alþingi, ef þeir komast einhverntíma aftur í aðstöðu til að fara aftur í viðræður við "Sambandið".  Þá er þægilegra að geta einfaldlega tekið umsóknina aftur upp úr "saltpæklinum" sem Samfylkingin og VG komu henni fyrir í.

Þannig yrði hægt að halda áfram viðræðum "hægt og hljótt" og ljúka þeim á skömmum tíma, ef skoðanakannanir sýndu   

Ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur, þá er eðlilegast að spurt sé hvort Íslendingar vilja ganga í "Sambandið" eður ei.

Það er ekki rökrétt að greiða atkvæði um þá blekkingu "að kíkja í pakkann". 

 


Til hamingju með daginn

Það er full ástæða til þess að óska Íslendingum öllum til hamingju með að 25 ár skuli vera liðinn frá því að banni við sölu á bjór var aflétt.

Ef ég man rétt eru aðeins 2. þingmenn af þeim sem greiddu atkvæði um bjórfrumvarpið svokallaða enn á þingi.  Það eru Steingrímur J. Sigfússon sem sagði nei, og Einar K. Guðfinnsson (þá varaþingmaður ef ég man rétt) sem sagði já.

En ég velti því nokuð fyrir mér hvernig áfengisneysla á íbúa er mæld.  Á þeim 25 árum sem bjór hefur verið löglegur á Íslandi, hefur ferðamannastraumur stóraukist.  Nú þekkja það líklega margir að áfengisneysla er gjarna all nokkur í fríum, ekki hvað síst bjór og léttvínsdrykkja.

Hvernig skyldi neysla ferðamanna vera tekin með í útreikningum um áfengisdrykkju landsmanna, eða er hún það yfirleitt?

Ef einhver kann svar við því, þætti mér fengur af upplýsingum í þá veru, t.d. í athugasemdum hér að neðan. 

 


mbl.is Hrakspár rættust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband