Eðlilegt að Íslendingar vilji tollfrjálsar vörur

Það hefði komið mér verulega á óvart ef meirihluti þeirra sem afstöðu taka vildi ekki tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum.

Reyndar er ég þess nokkuð viss að Íslending viljii toll og álagningarlausan innflutning á flestum vörum.

Hver myndi til til dæmis vera á móti því að innflutningsgjöld og aðrar álögur á bílum lækkaði?

Nú eða á bensíni?

Svona mætti líklega lengi áfram telja.

Ég hef trú á því að býsna margir væru sömuleiðis þeirrar skoðunar að virðisaukaskattur mætti vera lægri.

Þegar kemur svo að útgjaldaliðum hins opinbera, vantar hins vegar ekki hugmyndirnar og "bráðnauðsynlega" útgjaldaliði sem, margir þeir sem myndu þiggja lægri álögur telja nauðsynlegar.

Staðreyndin er sú, að það þarf að skera stórlega niður í ríkisrekstri og framlögum og það ekki eingöngu til landbúnaðar. 

En það breytir því ekki að krafan um aukin innflutning á matvælum nýtur býsna mikils stuðnings, og er líklegra en ekki að sá stuðningur eigi eftir að aukast á komandi árum.

Það er því áríðandi fyrir Íslendinga að fara að huga alvarlega að uppstokkun og endurskipulagningu á landbúnaðarkerfi sínu.

Því lengur sem það dregst, því verður hvellurinn stærri og erfiðleikarnir meiri.

En það er sömuleiðis áríðandi, að Íslendingur geri þær breytingar á eigin forsendum og með eigin hagsmuni í huga.

Einhvern veginn er erfitt að leyfa sér að vera bjartsýnn á að slíkt takist með góðu móti og í víðtækri sátt, en þessi könnun sýnir enn og aftur þann skoðanmun og núning, sem er að verða á milli höfuðborgarsvæðisins og annara hluta Íslands.


mbl.is Tæp 50% fylgjandi tollfrjálsum innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega eðlilegt að þjóðin vilji fá þær landbúnaðarvörur, sem hömlur eru á innflutningi á án þess að þurfa að greiða fáránlega háa dreifbýlisstyrki með hverju kílógrammi. Bæði kemur þar til að heimsmarkaðsverð á landbúnaðarvörum er ekki nema brot af því, sem við þurfum að greiða hér á landi fyrir utan dreifbýlisstyrkina, svo og eru gæði innlendu framleiðslunnar ekki til að hrópa húrra fyrir, hvað sem hver segir og hvað margar kýr eru kysstar af ráðamönnum.

Gormur Hringsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 12:27

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem Íslendingar vilja og það sem Íslendingar fá, er ekki alltaf það sama.

Skoðanakannanir hafa til dæmis um langt árabil sýnt að meirihluti Íslendinga vill ekki að hið opinbera greiði listamannalaun.

Mér er ekki kunnugt um að neinn flokkur hafi tekið þá kröfu upp á arma sína.

Fleira má líklega til telja.

Þau eru ekki mörg ríkin sem ekki veita landbúnaði sínum bæði vernd og stuðning.

Því verður ekki breytt á fáeinum andartökum, en vissulega er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að stokka upp landbúnaðarkerfið.

Það sama má segja um mestallan ríkisbúskapinn.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 13:01

3 identicon

Fólki er talið trú um að matarverðið lækki við innflutning af þeim hinum sömu og flytja inn helminginn af því sem við borðum. 

Það fer minna fyrir því í umræðunni af hverju sá matur sem fluttur er inn og engir verndartollar eru á, er svo miklu dýrari en í ýmsum þeim viðmiðunarlöndum sem menn notast við í samanburðinum.  

Þetta minnir svolítið á ESB þjóðaratkvæðagreiðlsu umræðuna.  Þeir hinir sömu og strönduðu ESB viðræðunum og höfnuðu þjóðaratkvæðagreiðslu tala hæst um nauðsyn þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður.

Svo röltir auðtrúa lýðurinn á eftir!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 13:57

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt hjá þér Bjarni, að það er alls ekki gefið að vöruverð lækki til langframa, þó að tollar verði gefnir eftir.

Fleiri en einni sögu fer til dæmis af vöruverði á Norðurlöndunum, þó að þrjú þeirra séu í "Sambandinu". Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, birti samanburð þar sem matarkarfan var ódýrust á Íslandi.

En það breytir því ekki að krafan um aukin innflutning, og minni tolla á eftir að verða háværari.

Það breytir því heldur ekki, í það minnsta að mínu áliti, að það er tímabært að huga að rótttækum breytingum á Íslensku landbúnaðarkerfi.

Ef rétt er haldið á spöðunum held ég að það gæti orðið öllum til góða, ef til vill væri þó réttara að segja flestum, því við breytingar verða gjarna einhverjir að víkja.

En sársaukinn verður minni, því fyrr sem farið verður af stað.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 15:46

5 identicon

Hvað er landbúnaður og hvað eiga menn við með breytingum á honum? 

Mjólkurframleiðslan hefur síðustu áratugi einkenst af viðbrögðum við offramleiðslu á litlum markaði, þ.e. kvóta, þetta virðist vera að gjörbreytast, líklega að hluta út af gjaldeyrisskortinum og erfiðri skuldastöðu þjóðarbúsins þ.e. lágri krónu. Mögulega stefnir í að kvótakerfið verði afnumið. Hvað sem verður þegar gengið hækkar aftur eftir einhver ár.

Sauðfjárframleiðslan er að hluta eða hefur verið byggðatengdur búskapur þó hún rétti líka úr kútnum við lága krónu.

Vissulega er kúa- og sauðfjárbúskapur með fákeppnissniði en um leið hafa neytendur puttana í endanlegri verðlagningu. Það vill oft gleymast.  

Svína og Kjúklingaframleiðslan hefur búið við skefjalausa samkeppni og "fjálsan" innanlandsmarkað þar sem kennitöluflakk er algengt og samkrull framleiðenda og seljenda liggur inn á gráu svæði. 

Grænmetisframleiðslan er markaðslega a.m.k. stundum í svipuðu frumskógarumhverfi og svína og kjúklingaframleiðslan. 

Hrossaræktin er svo að mestu utan allra kerfa og nýtur sjálfkrafa innflutningsverndar á heilbryggðisforsendum a.m.k. enn þá.

Hinar búgreinarnar eiga það kanski það eitt sameiginlegt að njóta innfluttningsverndar.

Svo er loðdýraræktin sem að því ég best veit er hvorki vernduð fyrir innflutningi né styrkt af skattfé.

Þannig að þegar menn tala um nauðsynlegar breytingar í landbúnaði þá  er ekki alveg gott að átta sig á hvað átt er við.

Trúlega þó oftast að hugsa um framleiðslu í mjólk og kjöti.  En hverju þarf að breyta?  

Auka framleiðni? 

Afnema innflutningsvernd?

Taka út byggðastyrkjaelementið, þ.e. hætta að hugsa um að halda landinu í byggð?

Framleiðniaukningin er alltaf í gangi, t.d. mun færri bændur að framleiða þessa vel rúmu 100 milljón lítra af mjólk en fyrir 20 árum.

Ef innflutningsverndin yrði afnumin þá gæti farið svo væru aðstæður óhagstæðar að kjöt og mjóklurframleiðsla leggðist að mestu af, vilja menn það?

Þyldu dreifðari byggðir landsins að ríkið hætti að hjálpa bændum að hjara? Vilja menn það? 

Meðan hér var hágengisstefna sem safnaði þeim glóðum elds í kvikuhólf hrunsins sem endaði með ósköpum, þá dunduðu hagspekingar sér við að reikna út hvað matvælaframleiðsla hér væri dýr og óhagkvæm, eitthvað hefur dregið úr slíkum reiknikúnstum í seinni tíð. Þó lifnaði aðeins yfir þessu aftur þegar útlit var fyrir að ESB viðræður myndu stranda á landbúnaði, en þær strönduðu bara svo ferlega á sjávarútvegnum að þetta landbúnaðarnýð var óþarft eftir allt saman.

Svo vilja menn gjarnan reikna matvælaverð á Íslandi í samanburð við iðnvædda matvælaframleiðslu í ESB og USA þar sem land er að mengast svo af framleiðslunni að fyrirsjáanlega mun lenda með ósköpum, t.d. í Hollandi.  Vatn til framleiðslunnar er einnig að verða af skornum skamti.   Ég er ekki að segja að hér sé allt í besta lagi í þeim efnum en margt er skárra t.d. varðandi lyfjanotkun og svo er okkar "óhagkvæma" sauðfjárframleiðsla afar nærri því að geta kallast lífræn ræktun.

Svo er á það að líta að í krafti sjávarauðlindarinnar þá getum við Íslendingar flutt út fisk og fengið pening fyrir, ætlum við að nota þennan auðfengna auð okkar til að kaupa mat frá þeim sem minna hafa milli handanna?  Er það ekki siðferðileg skylda okkar í hungruðum heimi að framleiða mat? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 16:30

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega er ég með víða skilgreiningu á landbúnaði. Ég tek ekki undir með þeim sem tala um kjúklinga og svínakjöt sem iðnaðarafurðir.

Merkilegt nokk, hef ég heldur aldrei verið í verslun sem flokkar kjöt í landbúnaðarafurðir og iðnaðarframleiðslu, hvorki á Íslandi né annarsstaðar.

En ég viðurkenni það fúslega að ég tel mig ekki sérfræðing í landbúnðarmálum, þó að vissulega hafi ég áhuga fyrir þeim eins og mörgu öðru.

En stórfelldar niðurgreiðslur, er aldrei æskilegar til lengdar. Lítil þjóð hefur heldur aldrei efni á því að niðurgreiða atvinnugreinar til lengri tíma og fráleitt til útflutnings.

Tækniframfarir gera það að verkum að það sem einu sinni var talið stórbýli, er kotbúskapur í dag.

En mjólkurbændur þurfa líklega að hafa hvað minnstar áhyggjur, því að meðan Íslendingum heldur áfram að fjölga, vex markaður fyrir mjólk.

Hún verður seint flutt til landsins í skipum. En markaður fyrir smjör, jógúrt og aðrar mjólkurafurðir getur vissulega skroppið saman, enda neytendur ekki jafn vandfísnir á hvaðan mjólkurafurðir sem búið er að troða út af sykri, eða jafnvel mis viturlegum sætuefnum kemur.

Að hluta til tel ég einmitt framtíð Íslensks landbúnaðar felast í stærri búum, sem gætu í vaxandi mæli í krafti stærðar sinnar klippt á afurðastöðvar og milliliði og komið landbúnaðarvörum beint til neytenda.

Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér í því, og mér þætti gaman að heyra hvaða framtíðarsýn aðrir hafa.

En ég er nokkuð viss um að núverandi kerfi springur fyrr eða síðar, og hvellurinn verður þeim mun háværari, sem lengra líður.

Hvað varðar gæði framleiðslunar, verð ég að segja að mér þykir gæðum þeirra Íslensku hafa í heild sinni hrakað, rétt eins og víðast hvar um heiminn.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 18:22

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Tómas, Thér hefur verid tídraett um breytingar á landbúnadi, hvada breytingar hefur haft í huga(adrar en staerri bú)?

"Að hluta til tel ég einmitt framtíð Íslensks landbúnaðar felast í stærri búum, sem gætu í vaxandi mæli í krafti stærðar sinnar klippt á afurðastöðvar og milliliði og komið landbúnaðarvörum beint til neytenda." Mig grunar ad thú vinnir ekki vid matvaelaframleidsu en löggjöfin er einstaklega ströng, til daemis er í svína og kjúklingaraegt er matvaelasýkingar stórt vandamál thar sem dýrin sjúga sjúkdómana nánast upp og er thad ástaeda thess ad gidingar og múslimar borda ekki svínakjöt. Einnig er thad stadreynd ad Sterri bú=staerri vandamál, sem og ad hlutir sem eru ekki vandamál á smaerri búum verda ad umtalsverdum vanda thegar búin staekka, thad má ekki gleyma thví ad dýr og plöntur eru lífverur og ef theim lídur illa skila thaer af sér lélegum vörum. Einnig tók ég eftir thví ad thú varst ad tala um ad gera búin baedi staerri og klippa út millilidina en burt sé frá lögum og reglum er thad andstaeda thví staerri bú er meira ad gera og thví minna ad gera. Einnig er "millilidirnir" eins og afurdastövarnar ekki ad taka svo mikid, td er SAH afurdir(sem er afurdarstöd) med hreinan hagnad uppá 30-35 miljónir á ári en veltir yfir 2 miljördum en sá millilidur sem tekur mest af öllum er verslunin en af útsöluverdinu er verslunin ad taka 60-70 % á medan bóndinn og afurdarstödin eru med 30-40%.

En í grunnin höfum vid Íslendingar val um nokkra hluti, td hvort vid höfum störf og hvort vid viljum hafa adgengi ad sjúkrahúsum og skólum, án starfa hefur ríkid engar tekjur.

Ég bíd spentur ad heyra frá thér Tómas hvernig thú vilt breyta landbúnadinum, ég mun laera mikid á gódu svari, ef ekki hvernig sé gott ad gera thad, thá hvernig á ekki ad gera thad

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.3.2014 kl. 20:22

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og ég sagði einhversstaðar hér að ofan, tel ég mig ekki sérfræðing í landbúnaðarmálum, þó að ég hafi gaman og ánægju af því að velta hlutunum fyrir mér.

Þegar ég tala um stærri, bú, er ég ekki að tala um óbreytt fyrirkomulag í formi "eins bónda", heldur að færa búskapinn í ætt að "meðalstóru" fyrirtæki ef svo má að orði komast.

Og já, klippa burt milliliðina í raun bæði afurðastöðvar og verslun, eða jafnvel öllu heldur taka yfir hlutverk þeirra, svo um alla "hlekkina" og standa með sinni vöru alla leið til neytenda. Að einhverju marki má þegar sjá þessa þróun, þó í litlu sé á Íslandi.

Ég hef þó nokkra reynslu af því að kaupa mikið af þeim landbúnaðarafurðum sem ég hef neytt beint frá bónda. Bæði á Íslandi (oft ólöglega) og svo t.d. Í Kanada þar sem möguleikar voru á því að gera það löglega.

Í heildina hef ég verið afar ánægður með viðskiptin.

Hér vil ég svo benda þér á nýlega grein úr Þýska blaðinu Spiegel, þar sem fjallað er um þróun í Þýskum mjólkuriðnaði. http://www.spiegel.de/international/zeitgeist/dairy-farming-in-europe-effiency-paramount-as-eu-quotas-expire-a-954750.html

Þetta rímar ágætlega við það að nýlega keypti ég 250g af Þýsku smjöri, eða markenbutter á 99 eurocent.

Ég held að ef Íslendingar og Íslenskir bændur séu að telja sér trú um að þeir séu með kerfi til framtíðar og það eina sem þurfi til sé að ríkið setji til þeirra meira fé, þá verði það verst fyrir þá sjálfa, raunveruleikinn kemur því harðar fram, þó síðar verði.

Þegar afurðarstöðvarnar eru sjálfar farnar að flytja inn landbúnaðarvörur til að selja til viðskiptavina sinna, sjá líklega flestir að að farið er að hrikta í kerfinu og rökin um hið "hreina, ómengaða og tæra" eru að falla.

Ég hef ekki hér, né hef haldið því fram hér að ofan að ég hafi "patent" lausn á vanda Íslensks landbúnaðar, mér sýnist á öllu að þú hafir það ekki heldur Brynjar, enda ekki rökrétt að krefjast þess.

En ég hygg að æ fleiri sjái að óbreytt kerfi mun ekki endast til framtíðar, og atvinnuvegur sem þarf milljarða stuðning á hverju ári þarf að endurskoða.

En það er alltaf einfaldast að halda í það sem er og breyta engu. En sú lausn er oftast nær ekki til framtíðar.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 21:10

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Ég hef ekki hér, né hef haldið því fram hér að ofan að ég hafi "patent" lausn á vanda Íslensks landbúnaðar, mér sýnist á öllu að þú hafir það ekki heldur ..." Ég get sagt thér thad strax ad í málsgreininni sem ég vitna í er eitt rétt og annad rangt.

"En ég hygg að æ fleiri sjái að óbreytt kerfi mun ekki endast til framtíðar, og atvinnuvegur sem þarf milljarða stuðning á hverju ári þarf að endurskoða." En hvad um adra atvinnuvegi? Thad eru miljardar settir í atvinnulífid almennt, magnid fer eftir thví hvad thú kallar styrk en fyrirtaeki geta sótt um stirf fyrir öllu frá vöruthróun, yfir í nematöku, starfsmannarádningar og mart fleira. Svo er spurning hvort thú kallar framhaldskólana og háskólana sem styrki fyrir atvinnulífid? Hvad kallar thú thad, ég veit hvad ég kalla thad, og ég nota sama ord og fyrir styrkina í landbúnadinum.

"Og já, klippa burt milliliðina í raun bæði afurðastöðvar og verslun, eða jafnvel öllu heldur taka yfir hlutverk þeirra, svo um alla "hlekkina" og standa með sinni vöru alla leið til neytenda." Ertu viss um ad thad borgi sig? ég get skilid ad klippa út verslunina en afurdastödina? SAH td vinnur úr 3000 kindum á dag, thad ad allir "baendur" séu med sitt eigid sláturhús thídir ad thad fara fáar vörur í gegnum fjárfestinguna og thví tharf hver "vara" ad skila meiru til thess ad standa á núlli. Einnig er spurning hvad menn aettu ad gera vid megnid af thessu starfsfólki 10-11 mánudi á ári, eda á ríkid kannski ad styrkja thá thess á milli? En hvernig er thad, é hver bóndi ad byggja sér húsnaedi til thess ad nota stuttan tíma á ári? Og thetta er bara thad sem ég get látid mér detta í hug til ad byrja med. Ég maeli sterklega med ad thú kynnir thér matvaelalöggjöfina til hlýtar ádur en thú heldur áfram med thessa hugsun. Hún er adgengileg á heimasídu MAST.

"En ég hygg að æ fleiri sjái að óbreytt kerfi mun ekki endast til framtíðar, og atvinnuvegur sem þarf milljarða stuðning á hverju ári þarf að endurskoða." Til ad byrja medthá heytir "studningurinn" vid mjólkuridnadinn nidurgreidsla og er ekki aetlad ad stydja vid mjólkurframleidsluna heldur ad laekka verd til neytanda. Hitt er thad ad thad sem ríkisstudningur gerir er ad thad skapar ríkinu meiri tekjur, í stuttu máli er thad sem thetta kerfi skapar er best lýst thannig ad ég laet thig fá á hverum degi 1000 krónur og thú laetur mig fá 5000 krónur til baka, thad er eins og med ad mennta idnadarmenn, tölvufaedinga eda hvad annad, snjalt kerfi. Vandinn sem landbúnadurinn gímir vid sem almennur idnadur glímir ekki vid er léleg nýlidun, hátt jardarverd, jardir sem falla í ard(á marga adilla eda adilla sem vilja bara eiga) og svo óblýda náttúru. Sumir myndu segja ad vid aettum bara ad flytja inn all heila og sleppa thessu en velta ekki fyrir sér td hvernig thad á ad finna gjaldeyrir fyrir allt, sér í lagi thar sem vid flytju ekki nóg út eins og thad er nú thegar.

Thad sem tharf ad mínu mati ad gera er ad draga úr Greidslumarkinu, auka Gaedastýringuna, setja lög sem George Washington lagdi til, skylda jardir til ad vera nýttar, hvort sem er til landbúnadarframleidslu eda annara atvinnuskapandi hluta og koma á nýlidunarkerfi. Í heildina myndu fjárútlat ríkisins til landbúnadarinns dragast saman og tekjur (ríkisins) aukast, hagur baenda batna. Ef verslanir yrdu skyldadar til ad gefa upp hvad thaer leggja á landbúnadarvörur myndir verd til neytenda laekka.

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.3.2014 kl. 23:48

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað gott ef þú hefur "patent" lausn á vanda Íslensks landbúnaðar Brynjar. Ég hreinlega gerði mér ekki grein fyrir því og biðst afsökunar á þeirri einfeldni minni.

Það þarf þá líklega ekki að hafa frekari áhyggjur af málinu. Það er hlýtur einfaldlega að vera tímaspursmál hvenær allir sjá snildina og málið er útrætt.

Það er hins vegar ótrúlegt hvað það eru margar starfsgreinar sem að ríkið er að fá framlag sitt svo margfallt til baka, en samt virðist ríkisbúskapurinn alltaf vera á afturfótum, og skorta fé til flests.

Það að niðurgreiðslur sé til neytenda er umdeilanlegt, eins og svo margt annað. Vissulega gerir hún mjólk ódýrari út úr búð, en það er eingöngu styrkur til þeirra sem neyta hennar. Jafnframt skekkir hún neyslumynstrið enda hefur hún líklega veruleg áhrif á neysluhegðun. Hvort að það er svo til ills eða góðs, eru sjálfsagt til margar mismunandi skoðanir.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2014 kl. 05:45

11 identicon

Lyf eru niðurgreidd, enginn talar um að það sé verið að styrkja lyfjaframleiðsluna, heldur sjúklingninn

Bibbi (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 22:36

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega styrkir niðurgreiðsla lyfja lyfjafyrirtæki, en jafnframt sjúklinginn.

En það eru ekki aðeins niðurgreidd lyf frá innlendum framleiðendum, eða aðeins einum framleiðanda.

Ef markmiðið væri aðeins að hvetja einstaklinga til að drekka mjólk, skipti varla meginmáli hvaðan sú mjólk kæmi, eða frá hvaða framleiðendum?

Það sama gildir reyndar t.d. um menntun.

Nemendur (í t.d. háskólum) fá að velja sér skóla. Þeim er heldur ekki skipað að vinna hjá einu ákveðnu fyrirtæki, né heldur er skilyrt að þeir vinni á Íslandi.

Því er það styrkur til nemandans, en ekki íslensks atvinnulífs.

En hvernig er það með mjólkina?

Þeir sem lifa og hrærast innan "kassans" hættir oft til að missa sjónar á því sem gerist utan hans.

G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2014 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband