Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Framsóknarflokknum hótað með Búsáhaldabyltingunni?

Það er óneitanlega skondið að fylgjast með stuðningmönnum ríkisstjórnarinnar belgja sig út gegn Framsóknarmönnum þessa dagana.

Þeir tala við Framsóknarflokkinn eins og óþægan krakka og ekki verður betur séð en að alls kyns dylgjur og hálffaldar hótanir séu meðölin sem beitt er.  Spurning hvort að Sigmundur verður ekki að koma í blöðin aftur og fara að tala um "herferðir".

En besta (og fyndnasta) hótunin kemur frá Merði Árnasyni, varþingmanni og prófkjörskandidat Samfylkingar, en á vefsíðu hans má lesa eftirfarandi:

Svar strax í dag, Framsóknarmenn. Annars byrja menn að taka búsáhöldin aftur úr úr skápnum!

Það er engu líkara en Mörður telji sig geta sigað "Búsáhaldabyltingunni" á Framsóknarflokkinn.

Hvernig hljómar nú gamla máltækið?  Skipað gæti ég væri mér hlýtt?  Eða er ef til vill betra að nota, á milli manns, hests og hunds liggur leyniþráður?


Lúin ríkisstjórn

Ég verð að viðurkenna að mér þykir samstarf Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks orðið ótrúlega þreytulegt, þó að sá þingmeirihluti sé ekki gamall.

Það er líka merkilegt að sjá að þegar einhver þingmaður vill staldra við, athuga málið betur og vinna málið frekar í þingnefnd (hvar eru þeir nú sem vilja auka sjálfstæði þingsins gegn ráðherrum) þá ætlar allt vitlaust að verða.  Nú virðast margir vilja keyra málin eins hratt í gegnum þingið og nokkur kostur er. 

Nú þurfa þingmenn ekki að hugsa eða hika, nú gildir að rétta upp hönd möglunarlaust.  Eigin sannfæring skiptir engu nú, það á að greiða atkvæði með ríkisstjórninni.

Nú virðist sem svo að ef frumvarp um endurskipulagningu Seðlabankans sé ekki afgreitt í hvelli, þá sé voðinn vís. Og aðrar tillögur ríkisstjórnar Jóhönnu er ekki hægt að ræða eða leggja fram fyrr en búið er að samþykkja Seðlabankafrumvarpið.

Trúir þessu einhver?

Þess vegna var ekki hægt að halda þingfundi í dag.  Það var ekkert að ræða.  Ekki einu sinni um andstöðu við eldflaugavarnarkerfi í A-Evrópu eða hvort að það megi selja áfengi í matvöruverslunum, nú eða kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja (sjá hér).

Nei, það er bara ekki hægt að ræða neitt, heldur situr þingið einfaldlega aðgerðarlaust.

Það skiptir engu máli hvort að menn telji að Davíð Oddsson eigi að víkja úr Seðlabankanum eður ei, það getur ekki skipt öllu máli hvort að lög eru samþykkt í þessari viku eða næstu.  Þeir sem hæst tala um trúverðugleika ættu að hafa það í huga að það er betra að vanda til verka þegar lög eru sett um stofnanir eins og Seðlabankann.  Það má reyndar leyfa sér að efast um trúverðugleika ríkisstjórnar sem lagði fram jafn meingallað frumvarp og núverandi ríkisstjórn gerði í upphafi.

En það breytir því ekki að kórinn er löngu farinn af stað, Höskuldur verður sakaður um að ganga erinda Davíðs Oddsonar og Sjálfstæðisflokkins.  Hann verður settur í gegnum "mulningsvélina", og reynt að gera störf hans sem tortryggilegust.

Allt vegna þess að hann stóð í lappirnar, lét ekki framkvæmdavaldið "rúlla" yfir sig, sagði að það væri betra að bíða og fá frekari upplýsingar.

Og svo afhjúpaði hann að ríkisstjórnin hafði ekkert fram að færa á Alþingi í dag, fyrst að umræðan gat ekki snúist um Seðlabankann og Davíð Oddsson. 

Líklega er það stærsti glæpurinn.

En þessi ríkisstjórn virkar lúin og það á mettíma.  Ef til vill er það vegna þess að Jóhanna og Steingrímur voru orðin svo þreytt á því að bíða eftir að þeirra tími myndi koma.

 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli dagsins um Evrópska efnahagssamvinnu

Ummæli dagsins koma frá Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.  Það er ótrúlegt hve ummæli forseta einhvers áhrifamesta ríkis "Sambandsins" endurspegla þá einingu sem íbúar "Sambandsins" finna fyrir og upplifa.

 "It is justifiable if a Renault factory is built in India so that Renault cars may be sold to the Indians. But it is not justifiable if a factory of a certain producer, without citing anyone, is built in the Czech Republic and its cars are sold in France."

Nicolas Sarkozy

Ummælin eru fengin héðan.

 


Lífið í ERM2 gildrunni

Vandamál Eystrasaltsríkjanna eru gríðarleg.  Horfur eru á gríðarlegum samdrætti þjóðarframleiðslu, útflutningur á í vök að verjast, atvinnuleysi eykst hröðum skrefum og húsnæðisverð fellur eins og steinn. 

Samt hefur svo dæmi sé tekið enginn banki fallið í Eistlandi (það hefur gerst í Lettlandi), enda bankakerfið þar svo til allt í eigu útlendinga.  Samt hefur ásóknin þar í euro verið svo mikil að fyrir hefur komið á engin euro er að fá á einstökum stöðum.

Reyndar eru bankarnir í Eistlandi alls ekki án vandræða, en þau lenda frekar á móðurfyrirtækjum þeirra, fellir hlutabréfaverð þeirra og margir vilja meina að vandræði þau sem Sænskir bankar standa frammifyrir í Eystrasaltslöndunum hafi orsakað sig Sænsku krónunnar að þónokkru leyti.

Eistnesk útflutningsfyrirtæki hafa orðið fyrir því að pantanir eru felldar niður, eða þau hreinlega reyna sjálf að komast út úr samningum, því að þau geta ekki framleitt fyrir það verð sem um var samið.

Eistneska krónan er of há, vegna þess hve gengi eurosins er hátt gegn gjaldmiðlum margra viðskiptalanda Eistlendinga.  Euroið er langt frá því að endurspegla efnahagslegan raunveruleika Eistlendinga.

Launalækkanir hafa verið framkvæmdar og eru skiljanlega ekki vinsælar, en flestir eru sammála um að þær séu langt í frá nógar.  Þeir eru sömuleiðis margir sem telja slíkt aðeins leiða til verðhjöðnunar og þeirra vandræða sem því fylgir.

Margir þeir sem ég heyri í eru sammála um að gengissig sé efnahagslega nauðsyn, en óframkvæmanlegt frá pólítísku sjónarmiði.

Sé gengið fellt eða látið síga, þurfa Eistlendingar að gefa upp drauma sína um að taka upp euro, alla vegna í drjúgan tíma, og það sem verra er, bróðurpartur af þeim lánum sem almenningur og fyrirtæki hafa tekið á undanförnum árum er í euroum.

Góð ráð eru því dýr.

En "fordyri" eurosins, ERM2 er einmitt það sem sumir Íslenskir stjórnmálamenn tala um að sé svo mikilvægt fyrir Íslendinga að komast inn í.

 


mbl.is Viðhalda fastgengisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð Þýskra skattgreiðenda að verða að veruleika?

Þjóðverjar hafa gjarnan verið skeptískir á euro-ið.  Margir þeirra hafa óttast það að vera í samfloti með löndum eins og Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi.  Hafa óttast að gjaldmiðillinn myndi líða fyrir lausung þessarra ríkja í fjármálum.  Hafa einnig óttast að þeir myndu þurfa að koma þessum ríkjum til aðstoðar þegar í harðbakkann slægi - með skattfé sínu.

Nú er útlit fyrir að þessi ótti geti orðið að veruleika og betur stæðari ríki eurosvæðisins þurfi að koma hinum veikari, en nú er fyrst og fremst horft til Írlands, Ítalíu og Grikklands.  Ef til kemur er ljóst að meginþunginn legst á skattgreiðendur Þýskalands, sem sjá þá sína verstu martröð verða að veruleika.  Það er ljóst að vinsældir eurosins og "Sambandsins" munu ekki aukast á meðal Þjóðverja við það.  Um þetta var fjallað í nýlegri grein á vef Spiegel.

Það er þó ljóst að skoðanir eru skiptar, það er enginn einhugur um þessa leið, en að sama skapi eru frammámenn innan stjórnkerfa landanna í fyrsta sinn farnir að tala um það opinberlega að eurosvæðið sé hreinlega í hættu, að sjálfur gjaldmiðillinn geti lent í alverlegri krísu, jafnvel leysts upp, sé ekki gripið til ráðstafana.

Hætta á slíku er þó varla mikil, þar sem mikið er í húfi, en ástandið hefur að margra mati sýnt fram á veikleika eurosvæðisins, sérstaklega hvað varðar yfir eða sameiginlega stjórn.  Ýmsir vilja meina að lausnin sé fólgin í "yfirefnahagsstjórn", sem setji aðildarríkjum stólinn fyrir dyrnar hvað varðar efnahagsstjórn og aðgerðir.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig mál þróast á næstu vikum og mánuðum, hvað verður til bragðs tekið og hvort að einhverjar breytingar verða á "Sambandinu" og uppbyggingu þess.

Það er í mínum huga alveg ljóst að Íslendingum liggur ekkert á að sækja um aðild, það er betra og skynsamara að sitja á hliðarlínunni í það minnsta all nokkra hríð (líklega til eilífðar), því það er í raun ekki hægt að segja um hvers kyns "Samband" er verið að sækja um aðild að.

Hér að neðan er nokkur korn úr grein Spiegel:

 

"Germany's Finance Ministry is currently looking into ways to help struggling euro zone member states. Its ultimate aim is to save Europe's common currency from collapse. Will Germany have to bail out other EU states the way it is rescuing its banks and industry?

The Germany finance minister chose a stage far away from the political hustle and bustle of the German capital Berlin to speak about the unspeakable. "We have a few countries in the euro zone who are getting into difficulties with their payments," Peer Steinbrück told a crowd in Düsseldorf on Monday."

"From Steinbrück's perspective, the coming decade may well be a gloomy one -- at least for some members of the euro zone, the countries that have adopted Europe's common currency. Ireland, especially, is currently in a "very difficult situation," Steinbrück said, confirming what until then only currency market speculators or independent researchers had dared to say. Then the minister went a whole lot further: "If one euro zone gets into trouble, then collectively we will have to be helpful."

 

The concession was tantamount to a complete reversal. Until Monday, not a single representative of the euro zone had been willing to discuss the possibility of aid measures for countries in dire financial straits. Instead they have pointed to the Maastricht Treaty, which provides the foundations for the common currency. The treaty prohibits the community of states from providing financial aid to individual euro zone members. Each government is required to keep its own finances in order so that no country becomes dependent on another."

"Just one week ago, Steinbrück struck an altogether different tone. After a meeting with his fellow euro zone finance ministers, he warned of "horror scenarios." Jean-Claude Trichet, president of the European Central Bank (ECB) had just acknowledged reports of the growing problems a few governments are starting to have in obtaining fresh capital with the comment: "I think these rumors are unfounded."

The truth, though, is that the European Union, central bankers and governments have had concerns about the stability of the currency zone for some time now. Greece, Ireland and Italy, especially, are seen as wobbling. There's already speculation on the markets that these countries will soon be unable to pay their debts, and what used to be the realm of remote places like South America or Asia could soon play out right in the heart of Europe: the bankruptcy of entire countries.

An unpublished European Commission report on the economic and financial situation of each of the member states sheds light on the desolate situation. According to the report, Italy's national debt will grow by 2010 to 110 percent of gross domestic product. Greece will reach a level close to 100 percent.

Under the Maastricht Treaty, the upper ceiling is 60 percent. Germany, too, is set to exceed that limit in 2010, with the deficit growing to 72 percent of GDP. However, because of its economic strength, it is still considered on financial markets to be the most stabile country in the euro zone. "

"The consequences could be disastrous -- not only for individual countries, but also for the euro zone in its entirety. "As deficits and debt rise rapidly and financial sector rescue packages increase contingent liabilities, market concerns about sustainable fiscal development surface, reflected in sharply risen spreads on sovereign bonds," the study further states.

These statements from EU Currency Commissioner Joaquin Almunia's experts may be written in economic jargon, but they are clearly understood by the financial markets, which are already responding. Compared to German government bonds, which are considered the most secure investments in the euro zone, the three countries are being forced to pay investors a significant risk premium. In Greece that premium is 3 percent, 2.5 percent in Ireland and 1.4 percent in Italy.

Only a short time ago, the costs of floating bonds were largely unified across the euro zone. In light of interest rates that are drifting apart, media in some places, particularly in Britain and the United States, have begun speculating about the possible collapse of Europe's common currency. "Once a blessing, now a burden," the New York Times recently wrote in an article detailing the turbulence. "

"The ECB and European Commission are now moving to bring delinquent countries into line. Earlier this week, Currency Commissioner Almunia and ECB President Trichet took Greece to task. They called on the Greek finance minister to clean up his country's finances and introduce economic reforms.

 

In Germany, Finance Minister Steinbrück no longer believes that the heavily indebted countries are capable of pulling themselves out of the mess without outside help. He recently asked his staff to draft scenarios for rescue packages. They've come up with four:

  • The payment problems could be solved by issuing "bilateral bonds." In this case, Germany would issue bonds to raise money for hard up countries. It would be a flexible solution, but it would also place the burden of bailing countries out on a few major EU states.

 

  • As an alternative, a group of several member states could collectively float a bond. The disadvantage for Germany? Interest rates would be higher than if Berlin were to go it alone.

 

  • The European treaties do not include provisions that would allow Brussels to undertake aid measures at the EU level. But the German Finance Ministry believes it would be legal for the EU to do so. According to the ministry's legal analysis, the EU could provide aid if a member state faced extraordinary circumstances. But the procedure would come with complications, since it would represent the first time the EU had taken out its own loans on capital markets.

 

  • The final possibility cited by Steinbrück's staff would be an aid package provided by the International Monetary Fund, which already provides aid to countries in a financial state of emergency around the world. Of course, IMF can issue loans under far stricter conditions than would be possible for the EU or member states. The problem is that an intervention on that scale in Europe would not only be damaging for the country receiving the aid, but also for the entire euro zone.

 

Hardliners like ECB chief economist Stark don't want to hear anything about such proposals. "The ban preventing the EU and its member states from taking responsibility for the debts of partner countries is an important foundation for the currency union to function," he says. Stark fears that additional member states will abandon their fiscal discipline if they know others will bail them out. In his view, countries must take responsibility for cleaning up their own financial messes -- even if it results in the kinds of riots and unrest seen in Greece recently. "

"The euro zone turbulence has shown that procedures so far in place to unify policies and provide checks and balances are insufficient for weathering a serious crisis. The most urgent omission is a provision between governments on the circumstances under which they would be obligated to bail each other out.

Nevertheless, on Wednesday German Finance Minister Steinbrück suggested that the euro zone would still be capable of acting -- even in a worst case scenario. He said it was totally absurd that anyone could believe the collapse of the euro zone was a possibility.

 

Steinbrück's predecessor as finance minister, Hans Eichel, goes a step further, arguing: "We need a European economic government. The economic and finance policies of individual member states need to be coordinated better than they have been up until now."

The nucleus of what could become that "economic government" already exists with the Euro Group, the body that includes the finance ministers of euro zone states. Its work could be enhanced if, from time to time, the countries' leaders would come together and address pressing economic and financial issues.

During his time in office, Eichel tended to reject the calls for an economic government that were championed by the French. Just as Steinbrück is now doing."


Mishá verðbólga á sama myntsvæði

Það er útbreiddur misskilningur að á myntsvæði sé alltaf sama verðbólga.  Þess vegna heyrast gjarna þau rök að ef Íslendingar tækju upp annan gjaldmiðil, þá færðist verðbólga á Íslandi í sama horf og á myntsvæðinu.

Ekkert er fjær sannleikanum.

Þannig er málum t.d. háttað hér í Kanada, að í fylkjum og borgum er mismunandi verðbólga, hún er mæld og nýjustu niðurstöðurnar má lesa á vef Globe and Mail í dag.

Þannig er ástandið í Kanada frá því að verðhjöðnum ríkir í New Brunswick upp á hálft %, en verðbólga í Nunavut er 3.3%.  Það munar sem sé hátt í 4% á milli verðbólgu í einstökum fylkjum.

Þó hafa þessi svæði sömu ríkisstjórn, sama seðlabanka, sama gjaldmiðil og að sjálfsögðu full og tollalaus viðskipti sín á milli, enda í sama landinu.  Rétt er þó að hafa í huga að sjálfsögðu eru mismunandi fylkisstjórnir.

Þegar mismunandi ríkisstjórnir á sama myntsvæði, hafa mismunandi markmið og mismunandi aðferðir til að ná þeim, er auðveldlega hægt að hugsa sér að munurinn sé meiri.


Í leit að lánsfé

Auðvitað er það rétt hjá Gylfa að Íslendingum er nauðsynlegt að vera í eins góðu sambandi við umheiminn og kostur er.  Fáum þjóðum eru milliríkjaviðskipti eins nauðsynleg og Íslendingum.

En að auka lánstraust Íslendinga er ekki auðvelt verk nú um stundir.  Almennt verð ég ekki var við neitt annað en hlýhug til Íslendinga hér í minni heimasveit, en þó myndu líklega flestir svara því til að Íslenskir bankamenn og viðskiptajöfrar væru ekki virði jakkafatanna sem þeir gengu í.

Áhugi á Íslandi og Íslandsferðum er mikill, en ég hygg að fáir myndu treysta Ísleningum til að geyma og ávaxta fé sitt.

Það sem mun auka á vandræði Íslendinga á því að verða sér út um lánsfé án næstu árum er ekki eingöngu að banka og viðskiptajöfrar landsins hafa farið með orðspor sitt niður úr gólfinu, heldur verður trúlega lítið framboð af lánsfé á næstu árum.

Nú þegar bankakerfi margra landa standa á bjargbrúninni (sbr. t.d. þessa frétt) og æ fleiri bankar eru að hluta eða öllu leyti í eigu hins opinbera, er ekki við því að búast að mikill áhugi verði á því að lána til "nýmarkaðslanda" líkt og Íslands.

Bankakerfi Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Grikklands og Svíþjóðar (svo nokkur lönd séu nefnd) eru að taka á sig gríðarlegt högg vegna útlánatapa í A-Evrópu. 

Heildsölumarkaður lána verður því að öllum líkindum ekki mikill eða sterkur á næstu árum.

Einhver lán verður þó líklega hægt að fá, og munu stofnanir s.s. og Norræni fjárfestingarbankinn líklega reynast Íslendingum mikilvægar.

En mikilvægari en nokkru sinni fyrr er innlendur sparnaður.  Það þykir ef til vill skrýtið að reikna með sparnaði í þessu árferði, en staðreyndin er sú að auðvitað er til mikið af fé í landinu, sem sést t.d. á þeirri aukningu sem varð á seðlamagni í umferð og svo t.d. hvaða upphæðir voru á peningamarkssjóðum bankanna.

Það þarf því að grípa til aðgerða sem auka og verðlauna sparnað.  Hið opinbera þarf að gera það aðlaðandi að spara.  Það væri til dæmi hægt með því að hafa reikninga (t.d. með ákveðnu árlegu framlagi) sem væru skattfrjálsir.

Það er nauðsynlegt að verðlauna þá sem spara í stað þess að hegna þeim.

Það er líka nauðsynlegt að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu (sem verður ekki til staðar á meðan gjaldeyrishöftin eru), því lánsfé til verkefna á Íslandi er líklegra til að fást ef erlendir aðilar koma að þeim eru þau séu á þeirra vegu.

En mér þykir það næsta víst að það komi ekki mikið erlent lánsfé til Íslands, sumir myndu líklega segja að það væri heldur ekki á það bætandi, Íslendingar þurfi að læra að lifa af því sem þeir afla.

 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama í heimsókn

Barack Obama er í dag í sinni fyrstu utanlandsför sem forseti Bandaríkjanna.  Heimsóknin er einmitt hingað til Kanada, eða nánar tiltekið til höfuðborgarinnar Ottawa.

Hérlendir fjölmiðlar hafa verið verið uppfullir af heimsókninni undanfarna daga, enda Obama gríðarlega vinsæll hér í Kanada og samkvæmt skoðankönnum er vinsældaprósenta hans mun hærri hér en í Bandaríkjunum.

Ekki er búist við miklum tíðindum af heimsókninni, en samkvæmt fjölmiðlum mun aðal umræðuefnin vera viðskipti, olía og umhverfismál.

Viðskipti landanna eru mikil og mikilvæg og eftir því sem ég kemst næst eru engin landamæri sem meiri viðskipti fara fram yfir, eða u.þ.b. 1.5 milljarðar dollar á dag.  Það eru því gríðarlegir hagsmunir í húfi, ekki síst fyrir Kanadabúa, en u.þ.b. 2/3 af útflutningi landsins fara til Bandaríkjanna.  Það vakti því nokkurn ugg í brjóstum Kanadabúa þegar Obama talaði um það í kosningabaráttunni að eitt af hans fyrstu verkum yrði að endurskoða NAFTA fríverslunarsamningin.  Bílaiðnaðurinn er t.d. gríðarlega samþættur í löndunum og hafa Kanadamenn lagt til mikla aðstoð við Bandarísku bílafyrirtækin.  Fyrir bæði löndin er frjáls viðskipti því gríðarlega mikilvæg og óttast margir um hag landanna ef aukin verndarstefna verður ofaná.

Loftslagsmál eru einnig talin verða framarlega í umræðunni.  Sérstaklega er líklegt að vinnslan á olíusöndunum hér verði í umræðunni, enda umhverfisrask af henni meira en hefðbundinni olíuvinnslu og vilja sumir Bandaríkjamenn hreinlega banna innflutning á henni.

En heimsókn Obama varir ekki í nema nokkrar klukkustundir, en ef það verður eitthvað áþreifanlegt sem kemur út úr henni er helst reiknað með að tilkynnt verði um samstarfsvettvang á sviði umhverfismála.

En Kanadabúar eru almennt glaðir yfir því að Obama skuli velja Kanada sem fyrsta landið til að heimsækja, en mörgum þótti það nálega móðgun þegar George W. Bush fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forseti (sem var þó talin óopinber) til Mexíkó.

 

 


Hver verður endanlegur kostnaður?

Ég get ekki að því gert að það vekur blendnar hugsanir þegar ég les að það eigi að halda áfram með byggingu tónlistarhússins nú í kreppunni.

Annars vegar er auðvelt að gleðjast yfir því að byggingariðnaðurinn fái smá innspýtingu og störf verði til, sem og að hús rísi í stað svöðusárs í miðborginni.

Hinsvegar er ekki hægt að verjast þeirri tilhugsun að Íslendingar gætu sett 13. milljarða í þarfari hluti en tónlistarhús eins og ástandið er á landinu nú.

Reyndar er varasamt að treysta því að áætlun upp á 13. milljarða standist, enda ekki ríki hefði fyrir því á Íslandi að opinberar framkvæmdir haldi áætlun.  Ekki þætti mér ólíklegt að kostnaðurinn ætti efitr að hækka um einhverja milljarða.

Síðast en ekki síst er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að rekstrakostnaður hússins bætist við útgjöld ríkis og borgar um ókomin ár.  Þó að allir voni að kreppan verði ekki langvinn, er hætt við að þröngt verði í búi um all nokkurt skeið, og frekar ástæða til að skera niður en að bæta við útgjöldum.

Tónlistarhúsið verður líklega fyrst of fremst minnismerki um þjóð sem ætlaði sér um of.  Líklega er þarft að slíkt minnismerki rísi, en það mætti vera látlausara, svona til marks um nýja tíma.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf marga ráðherra til að tryggja sér lánafyrirgreiðslu?

Ég fékk í tölvupósti slóð á frétt sem birtist á vefnum eyjunni í gær, 17. febrúar.  Fréttin er að einhverju leiti byggð á frétt sem birtist á vef DV, en líklega þó meira á frétt sem hefur birtst í prentútgáfunni (sem ég hef ekki séð).

Í frétt Eyjunnar er fullyrt að haft hafi verið samband við 5. ráðherra í síðustu ríkisstjórn til að liðka fyrir lánafyrirgreiðslu til Jóns Ólafssonar.

Samkvæmt frétt Eyjunnar var haft samband við eftirtalda ráðherra: Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Árna M. Mathiesen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur

Sá sem upplýsti um málið er Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku og hugsanlegur frambjóðandi Framsóknarflokksins, en hann mun hafa móttekið SMS skeyti og símtöl sem fóru í vitlaust númer.

Jón Ólafsson staðfestir að hann hafi nýlega fengið lánafyrirgreiðlsu hjá Íslenskum banka, en sver fyrir öll pólítísk afskipti.  Árni Mathiesen staðfestir hins vegar að hringt hafi verið í hann í þeim tilgangi að greiða fyrir lánafyrirgreiðslu til Jóns, en segist ekki hafa beitt sér í málinu, telji það ekki hlutverk stjórnmálamanna.

Það þarf að sjálfsögðu ekkki að koma á óvart að slík mál komi upp, nú þegar allir stærstu bankarnir eru í eigu ríkisins og fjárþörf flestra fyrirtækja fyrir lánsfé gríðarleg.

En það vekur samt undrun mína hve litla athygli þetta mál hefur fengið, það er eins og fjölmiðlar sýni því engan áhuga, þó er ekki vegið úr nafnleysi, heldur kemur sá sem upplýsti um málið fram undir fullu nafni.  Hér er enginn ónafngreindur heimildarmaður.

Það er þó varla á hverjum degi sem ýjað er að því að sitjandi forsætiráðherra og sitjandi utanríkis og iðnaðarráðherra komi að óeðlilegri pólítískri lánafyrirgreiðslu. 

Að auki eru nefndir þrír fyrrverandi ráðherrar og núverandi alþingismenn til sögunnar.

Svo að gripið sé til algengs (og ofnotaðs) frasa, hvernig skyldi nú mál sem þetta vera meðhöndlað í nágrannalöndunum?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband