Hvað þarf marga ráðherra til að tryggja sér lánafyrirgreiðslu?

Ég fékk í tölvupósti slóð á frétt sem birtist á vefnum eyjunni í gær, 17. febrúar.  Fréttin er að einhverju leiti byggð á frétt sem birtist á vef DV, en líklega þó meira á frétt sem hefur birtst í prentútgáfunni (sem ég hef ekki séð).

Í frétt Eyjunnar er fullyrt að haft hafi verið samband við 5. ráðherra í síðustu ríkisstjórn til að liðka fyrir lánafyrirgreiðslu til Jóns Ólafssonar.

Samkvæmt frétt Eyjunnar var haft samband við eftirtalda ráðherra: Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Árna M. Mathiesen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur

Sá sem upplýsti um málið er Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólku og hugsanlegur frambjóðandi Framsóknarflokksins, en hann mun hafa móttekið SMS skeyti og símtöl sem fóru í vitlaust númer.

Jón Ólafsson staðfestir að hann hafi nýlega fengið lánafyrirgreiðlsu hjá Íslenskum banka, en sver fyrir öll pólítísk afskipti.  Árni Mathiesen staðfestir hins vegar að hringt hafi verið í hann í þeim tilgangi að greiða fyrir lánafyrirgreiðslu til Jóns, en segist ekki hafa beitt sér í málinu, telji það ekki hlutverk stjórnmálamanna.

Það þarf að sjálfsögðu ekkki að koma á óvart að slík mál komi upp, nú þegar allir stærstu bankarnir eru í eigu ríkisins og fjárþörf flestra fyrirtækja fyrir lánsfé gríðarleg.

En það vekur samt undrun mína hve litla athygli þetta mál hefur fengið, það er eins og fjölmiðlar sýni því engan áhuga, þó er ekki vegið úr nafnleysi, heldur kemur sá sem upplýsti um málið fram undir fullu nafni.  Hér er enginn ónafngreindur heimildarmaður.

Það er þó varla á hverjum degi sem ýjað er að því að sitjandi forsætiráðherra og sitjandi utanríkis og iðnaðarráðherra komi að óeðlilegri pólítískri lánafyrirgreiðslu. 

Að auki eru nefndir þrír fyrrverandi ráðherrar og núverandi alþingismenn til sögunnar.

Svo að gripið sé til algengs (og ofnotaðs) frasa, hvernig skyldi nú mál sem þetta vera meðhöndlað í nágrannalöndunum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband