Lífið í ERM2 gildrunni

Vandamál Eystrasaltsríkjanna eru gríðarleg.  Horfur eru á gríðarlegum samdrætti þjóðarframleiðslu, útflutningur á í vök að verjast, atvinnuleysi eykst hröðum skrefum og húsnæðisverð fellur eins og steinn. 

Samt hefur svo dæmi sé tekið enginn banki fallið í Eistlandi (það hefur gerst í Lettlandi), enda bankakerfið þar svo til allt í eigu útlendinga.  Samt hefur ásóknin þar í euro verið svo mikil að fyrir hefur komið á engin euro er að fá á einstökum stöðum.

Reyndar eru bankarnir í Eistlandi alls ekki án vandræða, en þau lenda frekar á móðurfyrirtækjum þeirra, fellir hlutabréfaverð þeirra og margir vilja meina að vandræði þau sem Sænskir bankar standa frammifyrir í Eystrasaltslöndunum hafi orsakað sig Sænsku krónunnar að þónokkru leyti.

Eistnesk útflutningsfyrirtæki hafa orðið fyrir því að pantanir eru felldar niður, eða þau hreinlega reyna sjálf að komast út úr samningum, því að þau geta ekki framleitt fyrir það verð sem um var samið.

Eistneska krónan er of há, vegna þess hve gengi eurosins er hátt gegn gjaldmiðlum margra viðskiptalanda Eistlendinga.  Euroið er langt frá því að endurspegla efnahagslegan raunveruleika Eistlendinga.

Launalækkanir hafa verið framkvæmdar og eru skiljanlega ekki vinsælar, en flestir eru sammála um að þær séu langt í frá nógar.  Þeir eru sömuleiðis margir sem telja slíkt aðeins leiða til verðhjöðnunar og þeirra vandræða sem því fylgir.

Margir þeir sem ég heyri í eru sammála um að gengissig sé efnahagslega nauðsyn, en óframkvæmanlegt frá pólítísku sjónarmiði.

Sé gengið fellt eða látið síga, þurfa Eistlendingar að gefa upp drauma sína um að taka upp euro, alla vegna í drjúgan tíma, og það sem verra er, bróðurpartur af þeim lánum sem almenningur og fyrirtæki hafa tekið á undanförnum árum er í euroum.

Góð ráð eru því dýr.

En "fordyri" eurosins, ERM2 er einmitt það sem sumir Íslenskir stjórnmálamenn tala um að sé svo mikilvægt fyrir Íslendinga að komast inn í.

 


mbl.is Viðhalda fastgengisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sígandi eða fallandi gengi hækkar vissulega verðbólgu tímabundið, eða þangað til sigið hættir og föstum grunni er náð.

En of hátt gengi gerir starfsemi útflutningsfyrirtækja erfiða ef ekki ómögulega, sem eykur atvinnuleysi og eykur hættu á viðskiptahalla og skort á gjaldeyri, þar sem innfluttar vörur eru hagstæðari þeim sem eru framleiddar í landinu og ryðja burt innlendri framleiðslu, sem enn eykur á atvinnuleysi.

Hljómar þetta kunnuglega?

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rétt að bæta því við að viðskiptahallinn gengur upp svo lengi sem hægt er að fá lánsfé.  Ef ekkert lánsfé er að fá, verður kollsteypa fyrr eða síðar.

Hljómar það kunnuglega?

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband