Framsóknarflokknum hótað með Búsáhaldabyltingunni?

Það er óneitanlega skondið að fylgjast með stuðningmönnum ríkisstjórnarinnar belgja sig út gegn Framsóknarmönnum þessa dagana.

Þeir tala við Framsóknarflokkinn eins og óþægan krakka og ekki verður betur séð en að alls kyns dylgjur og hálffaldar hótanir séu meðölin sem beitt er.  Spurning hvort að Sigmundur verður ekki að koma í blöðin aftur og fara að tala um "herferðir".

En besta (og fyndnasta) hótunin kemur frá Merði Árnasyni, varþingmanni og prófkjörskandidat Samfylkingar, en á vefsíðu hans má lesa eftirfarandi:

Svar strax í dag, Framsóknarmenn. Annars byrja menn að taka búsáhöldin aftur úr úr skápnum!

Það er engu líkara en Mörður telji sig geta sigað "Búsáhaldabyltingunni" á Framsóknarflokkinn.

Hvernig hljómar nú gamla máltækið?  Skipað gæti ég væri mér hlýtt?  Eða er ef til vill betra að nota, á milli manns, hests og hunds liggur leyniþráður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband