Hver verður endanlegur kostnaður?

Ég get ekki að því gert að það vekur blendnar hugsanir þegar ég les að það eigi að halda áfram með byggingu tónlistarhússins nú í kreppunni.

Annars vegar er auðvelt að gleðjast yfir því að byggingariðnaðurinn fái smá innspýtingu og störf verði til, sem og að hús rísi í stað svöðusárs í miðborginni.

Hinsvegar er ekki hægt að verjast þeirri tilhugsun að Íslendingar gætu sett 13. milljarða í þarfari hluti en tónlistarhús eins og ástandið er á landinu nú.

Reyndar er varasamt að treysta því að áætlun upp á 13. milljarða standist, enda ekki ríki hefði fyrir því á Íslandi að opinberar framkvæmdir haldi áætlun.  Ekki þætti mér ólíklegt að kostnaðurinn ætti efitr að hækka um einhverja milljarða.

Síðast en ekki síst er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að rekstrakostnaður hússins bætist við útgjöld ríkis og borgar um ókomin ár.  Þó að allir voni að kreppan verði ekki langvinn, er hætt við að þröngt verði í búi um all nokkurt skeið, og frekar ástæða til að skera niður en að bæta við útgjöldum.

Tónlistarhúsið verður líklega fyrst of fremst minnismerki um þjóð sem ætlaði sér um of.  Líklega er þarft að slíkt minnismerki rísi, en það mætti vera látlausara, svona til marks um nýja tíma.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband