Hvað er þingið að ræða um?

Ég er alveg sammála því að einkasala ríkisins á bjór og léttvíni er ekki mest aðkallandi umræðuefni á Alþingi þessa dagana, en það gildir reyndar um margt annað sem er á dagskrá Alþingis þessa dagana. Reyndar myndi ég setja umræðu um áfengisölu innanlands framar en margt annað sem er á dagskrá Alþingis í dag.

Á vef Alþingis má finna eftirfarandi dagskrá:

1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Vátryggingastarfsemi (heildarlög, EES-reglur) 225. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 1. umræða.
3. Greiðslur til líffæragjafa (heildarlög) 259. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 1. umræða.
4. Sala áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs) 37. mál, lagafrumvarp SKK. 1. umræða.
5. Olíugjald og kílómetragjald (endurgreiðsla gjalds) 40. mál, lagafrumvarp HöskÞ. 1. umræða.
6. Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu 49. mál, þingsályktunartillaga SJS. Fyrri umræða.
7. Tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum) 57. mál, lagafrumvarp JM. 1. umræða.
8. Stjórnarskipunarlög (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra) 58. mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða.
9. Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða 59. mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða.
10. Skipafriðunarsjóður 60. mál, þingsályktunartillaga MS. Fyrri umræða.
11. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu 66. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða.
12. Umferðarlög (forgangsakreinar) 93. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.
13. Fjármálafyrirtæki (kynjahlutföll í stjórnum) 111. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.

Er áríðandi að ræða um andstöðu við eldflaugakerfi í A-Evrópu?  Brenna málefni Skipafriðunarsjóðs á þjóðinni?  Er kynjahlutfall í stjórnum fjármálafyrirtækja það sem er mest aðkallandi hvað varðar fjármálageirann nú um stundir (burtséð frá því hvort menn eru fylgjandi þeirri vitleysu eður ei)? Skiptir prófessorsstaða á sviði byggðasafna og byggðafræða öllu máli í dag?

Er það furða þó að virðingin fyrir Alþingi og alþingismönnum fari þverrandi?

Fyrir þorra þjóðarinnar skiptir engu máli hvort að Alþingi kemur saman í dag eður ei, þingmenn sitja og bíða eftir tillögum ríkisstjórnarinnar og karpa um næsta lítilsverð málefni.

 


mbl.is Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef þetta eru forgangsverkefnin hjá þinmönnum, þá er forgangsverkefni hjá þjóðinni að koma þeim öllum í burtu, ekki seinna en strax.....helst í gær fyrir hádegi.

Er furða að ekki gerist neitt, hvorki hjá þingmönnum eða ráðherrum ef þetta er það sem þeir telja að brýni mest á þjóðinni þessa daga.

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er þetta sem skattpeningarnir fara í, ég gæti afgreitt þetta ókeypis.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband