Í leit að lánsfé

Auðvitað er það rétt hjá Gylfa að Íslendingum er nauðsynlegt að vera í eins góðu sambandi við umheiminn og kostur er.  Fáum þjóðum eru milliríkjaviðskipti eins nauðsynleg og Íslendingum.

En að auka lánstraust Íslendinga er ekki auðvelt verk nú um stundir.  Almennt verð ég ekki var við neitt annað en hlýhug til Íslendinga hér í minni heimasveit, en þó myndu líklega flestir svara því til að Íslenskir bankamenn og viðskiptajöfrar væru ekki virði jakkafatanna sem þeir gengu í.

Áhugi á Íslandi og Íslandsferðum er mikill, en ég hygg að fáir myndu treysta Ísleningum til að geyma og ávaxta fé sitt.

Það sem mun auka á vandræði Íslendinga á því að verða sér út um lánsfé án næstu árum er ekki eingöngu að banka og viðskiptajöfrar landsins hafa farið með orðspor sitt niður úr gólfinu, heldur verður trúlega lítið framboð af lánsfé á næstu árum.

Nú þegar bankakerfi margra landa standa á bjargbrúninni (sbr. t.d. þessa frétt) og æ fleiri bankar eru að hluta eða öllu leyti í eigu hins opinbera, er ekki við því að búast að mikill áhugi verði á því að lána til "nýmarkaðslanda" líkt og Íslands.

Bankakerfi Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Grikklands og Svíþjóðar (svo nokkur lönd séu nefnd) eru að taka á sig gríðarlegt högg vegna útlánatapa í A-Evrópu. 

Heildsölumarkaður lána verður því að öllum líkindum ekki mikill eða sterkur á næstu árum.

Einhver lán verður þó líklega hægt að fá, og munu stofnanir s.s. og Norræni fjárfestingarbankinn líklega reynast Íslendingum mikilvægar.

En mikilvægari en nokkru sinni fyrr er innlendur sparnaður.  Það þykir ef til vill skrýtið að reikna með sparnaði í þessu árferði, en staðreyndin er sú að auðvitað er til mikið af fé í landinu, sem sést t.d. á þeirri aukningu sem varð á seðlamagni í umferð og svo t.d. hvaða upphæðir voru á peningamarkssjóðum bankanna.

Það þarf því að grípa til aðgerða sem auka og verðlauna sparnað.  Hið opinbera þarf að gera það aðlaðandi að spara.  Það væri til dæmi hægt með því að hafa reikninga (t.d. með ákveðnu árlegu framlagi) sem væru skattfrjálsir.

Það er nauðsynlegt að verðlauna þá sem spara í stað þess að hegna þeim.

Það er líka nauðsynlegt að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu (sem verður ekki til staðar á meðan gjaldeyrishöftin eru), því lánsfé til verkefna á Íslandi er líklegra til að fást ef erlendir aðilar koma að þeim eru þau séu á þeirra vegu.

En mér þykir það næsta víst að það komi ekki mikið erlent lánsfé til Íslands, sumir myndu líklega segja að það væri heldur ekki á það bætandi, Íslendingar þurfi að læra að lifa af því sem þeir afla.

 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hjartanlega sammála þér nafni. 

Maður hefur það á tilfinningunni að Sandfylkingin leiti allra leiða og noti hvern sem er til að reyna að hræða þjóðina til inngöngu í ESB.  Sannleikurinn er hinsvegar sá að fólk er farið að sjá í gegnum þennan sandkassa flokk og lætur ekki plata sig. 

Það er lúalegt af Sandfylkingunni að nota svona aðferðir.  En ástæðan er að sjálfsögðu sú að þeir hafa engin haldbær rök er sýna fram á nauðsyn þess að ganga í ESB, en þráhyggjan er alveg að fara með þá.

Bestu kveðjur vestur um haf,

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.2.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband