Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
13.9.2008 | 17:44
Það gerðist eitthvað mjög svo undarlegt
Ég hafði ekkii tök á því að horfa á tímatökurnar í morgun, nú er Eistneski leikskólinn tekinn til starfa og því þurfti ég að skutla Foringjanum þangað og standa í innritun og því um líku.
En það hefur bersýnilega ýmislegt gengið á. Rigningin hefur svo sannarlega stokkað upp í ráspólskeppninni.
Þetta þýðir að keppnin á morgun verður ótrúlega spennandi. Það verður gaman að sjá hvernig "minni" liðunum gengur að að vinna úr góðri stöðu sinni. Fyrirfram ætti staða Kovalainens að vera mjög vænleg. Hann hefur yfir hörku bíl að ráða og er á fremstu línu, þó að hann hafi ekki náð pólnum.
Staða Massa er sömuleiðis góð, þegar litið er til keppninnar um titil ökumanna, hinir (og þá sérstaklega Hamilton) eru langt fyrir aftan hann. Massa á því góðan möguleika á því að ná efsta sætinu með góðri frammistöðu í keppninni á morgun.
Síðan verður líka fróðlegt að sjá hvernig baráttan verður á milli Raikkonen og Hamilton, þar sem þeir ræsa í 14. og 15. sæti. Það verður fróðlegt að vita hvað þeir setja mikið bensín á bílana en þeir eru óvanir því að mega bæta á þá.
Spurning líka hvort að Kimi leggjur allt í sölurnar til að halda Hamilton fyrir aftan sig, og hjálpa þannig Massa til að ná fyrsta sætinu.
En ég get ekki sagt annað en að ég hlakka til morgundagsins.
Vettel yngsti ráspólshafi sögunnar og fyrsti póll Minardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 00:24
Bull í Gulla
Verð að segja að mér þykir skrýtið að lesa um að Ríkiskirkjan hafi eittvað meira að segja um almenna lagasetningu í heilbrigðismálum á Íslandi en hver annar.
Er eitthvað meira áríðandi að Ríkiskirkjan komi að þessu máli en aðrir trúarsöfnuðir?
Það má líka spyrja hvers vegna Ríkiskirkjan ætti að ákveða hvernig þessum málum er háttað fyrir þá sem eru ekki meðlimir í þeim klúbbi?
Er það vegna þess að ólagfært eru alþingismenn þeirrar skoðunar að það sé ekki til neitt siðgæði nema "kristið siðgæði"?
Auðvitað á ríkið að standa að lagasetningu. Trúarsöfnuðir geta síðan gefið út frekari leiðbeiningar til sinna meðlima.
Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og svo framvegis.
Á að leyfa staðgöngumæðrun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2008 | 00:02
Fyrrverandi seðlabankastjóri
Fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada David Dodge, er í viðtali sem sjá má á vefsíðu Globe and Mail. Hann kemur víða við og margt fróðlegt kemur þar fram.
Þar segir hann meðal annars um lánsfjárkreppuna:
Many of the world's central bankers saw signs of a credit crisis five years ago, said former Bank of Canada governor David Dodge, but no one foresaw the period of great financial danger and unrest that followed the meltdown in credit markets last summer.
We've known for a long time, going back to 2003 and 2004, that we were building up to a global problem that needed to be resolved, Mr. Dodge said during an interview to mark his new career as an Ottawa-based senior adviser to one of Canada's largest law firms, Bennett Jones LLP.
En það sem hann segir um húsnæðismarkaðinn er ef til vill það sem ætti að vekja mesta athygli Íslendinga, en þar er ég sannfærður um að hann hittir naglann á höfuðið:
It was very hard to get reform because there was the perception that if you make mortgages more accessible, you are helping homeowners, but what you're really doing is driving up home prices.
En þó að viðtalið sé frekar grunnt, er fróðlegt að lesa hvað Dodge hefur að segja.
12.9.2008 | 03:21
Hver myndi vilja útiloka stríð við Rússa?
Ég verð að segja að mér þykir þessi frétt nokkuð skrýtin, oft finnst mér reyndar fréttir mbl.is af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum bera þess merki að miðilinn sé vilhallur Demókrötum en fyrirsögn fréttarinnar er að mínu mati, svona "ekki frétt", sem hefur þann eina tilgang að gefa í skyn að Frú Palin (og líklega þá Republikanar) sé "haukur". Fylgjandi stríði.
Hefur einhver útilokað stríð við Rússa? Hefur Obama eða Biden, nú eða McCain útilokað stríð við Rússa?
Síðan segir í fréttinni: "Palin sagðist styðja aðild Georgíu og Úkraínu að NATO þrátt fyrir andstöðu rússneskra stjórnvalda. Þegar Charles Gibson, fréttamaður, spurði Palin hvort Bandaríkin myndu fara í stríð við Rússa ef þeir réðust inn í Georgíu og Georgía væri komið í NATO, svaraði hún: Hugsanlega.
Það gildir það samkomulag, ef þú átt aðild að NATO, að ef ráðist er á annað aðildarríki þá er ætlast til að þú bregðist við og komir til aðstoðar," sagði hún."
Er það óeðlilegt, eða sérstaklega fréttnæmt að Palin útiloki ekki stríð vð Rússa ef þeir réðust inn í Georgíu og Georgía væri komið í NATO? Er yfirleitt ástæða til að lýsa því yfir að stríð við Rússa sé útilokað? Persónulega get ég ekki séð það.
Ég vil taka það fram að ég hef ekki séð viðtalið sem er verið að fjalla um hér, en þar sem ég hef séð fjallað um viðtalið hefur það verið á öðrum og faglegri nótum en sjá má í þessarri frétt mbl.is, t.d. hér.
Palin vill ekki útiloka stríð við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 21:40
Mikið fagnaðarefni, en hvaðan kemur álið?
Það eru margar ástæður til þess að fagna því að aflþynnuverksmiðja (einhvern tíma var þetta kallað álþynnur, en iðnaður sem tengist áli þykir víst ekki góð latína á Íslandi) rísi í grennd við Akureyri. Mér skilst meira að segja að margir sem hafi barist gegn orkufrekum iðnaði á Íslandi, séu nokkuð sáttir við þessa framkvæmd. Hún sé með öðrum orðum "umhverfisvæn".
Í fyrsta lagi fagna ég aukinni iðnaðaruppbyggingu á Íslandi og ekki síst á Eyjafjarðarsvæðinu sem veitir ekki af að fleiri stoðum sé skotið undir atvinnu á svæðinu.
Í öðru lagi er ástæða til að fagna því að fleiri "egg" komi í körfuna og auki fjölbreytileika Íslensks atvinnulífs.
Í þriðja lagi er ástæða til að fagna því að hátækniiðnaður af þessu tagi taki til starfa á Íslandi.
Fjórða ástæðan gæti svo verið ef að álið sem notað er í þynnurnar kemur frá þeim álbræðslum sem starfa á Íslandi og þannig aukist fullvinnsla á áli á Íslandi.
En það leiðir aftur hugann að því hvert er aðalhráefnið í framleiðslu verksmiðjunnar? Er það ekki ál?
Hvar er nú betra en að framleiða það á Íslandi? Eða væri það æskilegra að álið væri framleitt einhversstaðar úti í heimi, jafnvel þar sem raforkan er framleidd með kolum? Væri það óskastaðan?
Vilja tvöfalda framleiðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 06:14
Varalituð svín
Það er ekki hægt að segja annað en að varalitur hafi verið ofarlega í stjórnmálaumræðunni í Bandaríkjunum (og líklega víðar) í dag og telst það líklega óvenjulegt. Svín hafa einnig verið fyrirferðarmikil í umræðunni, en það telst ekki til jafn mikilla tíðinda.
En ummæli Obama þess efnis að svín sé ennþá svín, þó að varalit sé skellt á það hafa vissulega vakið athygli.
Það er auðvelt að halda því fram að ummælin hafi verið mistúlkuð og blásin upp, meira en efni standa til. En hvað þýðir það að setja varalit á svín?
lipstick on a pig | ||
Urban Dictionary hafði eftirfarandi til málanna að leggja:
lipstick on a pig
slang for when someone tries to dress something up, but is still that something. usually used on ugly broads, when they put on a skirt and some lipstick and well, they still look like the same digusting pig."You put lipstick on a pig, it's still a pig"
"Putting lipstick on a pig" is a slang rhetorical expression, used to convey the message that making superficial or cosmetic changes is a futile attempt to disguise the true nature of a product.
10.9.2008 | 13:42
Fullveldi og Sambandið
Aftur og aftur heyri ég umræðu um það að ekkert fullveldi tapist við það að Ísland gangi í "Sambandið". Margir ganga svo langt að segja að það aukist við inngöngu.
Ég ætla mér ekki að meta það hvort að á einhverjum sviðum aukist fullveldi við það að ganga undir erlent vald. Það er hugsanlegt ef svo mikið hefur tapast áður.
En hitt er ljóst að ríki sambandsins hafa ekki óskorað fullveldi. Skýrasta dæmið um það er að þau geta ekki gert samninga við önnur ríki án heimildar "Sambandsins".
Fríverslunarsamningar ríkja á milli eru t.d. ekki mögulegir, eða því sem næst. Þannig varð Bretland t.d. að afnema samninga sem það hafði gert við "commonwealth löndin" eins og t.d. Kanada og Ástralíu.
Ekkert hindrar hins vegar Íslendinga í að gera slíka samninga og hefur Ísland t.d. fríverslunarsamning við Kanada (í gegnum EFTA) og til þess að gera nýlegan loftferðarsamning sömuleiðis. Þessir samningar væru ekki mögulegir væri Ísland í "Sambandinu".
Hitt er svo annað mál, að sjálfsagt eru margir þeirrar skoðunar að fullveldisframsal, að hluta eða fullu sé réttlætanlegt vegna einhvers ávinnings sem það bjóði. Það er sjónarmið út af fyrir sig.
En það verður að ræða hlutina eins og þeir eru. Tala um galla og kosti, ekki halda því fram að ekki sé um neitt fullveldisframsal að ræða.
Þegar menn eru að tala um að fullveldisframsalið sé þegar orðið svo mikið, vegna EES samningsins að Íslendingar eigi þann bestan kost að ganga í "Sambandið" til að endurheimta það, dettur mér alltaf í hug það sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði þegar þeirri samningagerð var lokið.
Eftir honum var haft í fjölmiðlum: Við fengum allt fyrir ekkert.
Skyldi hann hafa haft fullveldisframsal í huga þegar hann talaði um "ekkert"?
10.9.2008 | 04:46
Hitler, lundi og afsakanir.
Það er oft skrýtið að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Kanada. Það er eins og það vanti aldrei spaugilegu atvikin.
Þessi barátta sem nú er nýhafin virðist ekki ætla að vera nein undantekning.
Í dag kom afsökunarbeiðni frá Íhaldsflokknum, þess efnis að vefsíða þar sem lundi sást drita á Stéphane Dion, formann Frjálslyndaflokksins hefði gengið of langt og væri ósmekkleg. Lundinn fékk samt að halda sér, en heldur í sér nú.
Frjálslyndi flokkurinn lét sitt ekki eftir liggja og baðst einn frambjóðandi þeirra afsökunar á því að hafa í tölvupóstum líkt Stephen Harper við Hitler. Þetta hafði frambjóðandinn gert í tveimur tölvupóstum árið 2007.
Íhaldsflokkurinn í fylkisstjórn í Nýfundnalandi hefur fyrir þessar kosningar ákveðið að berjast gegn Íhaldsflokkinum á landsvísu. Herferð þeirr heitir því skemmtilega nafni "Allt nema Íhaldsflokkinn", eða "Anything-but-Conservative".
Það var svo sömuleiðis í dag sem fyrsti frambjóðandinn dró framboð sitt til baka. Það gerði einn frambjóðandi Íhaldsmanna í Halifax. Ekki er enn vitað um ástæður þess.
Ekki alslæmur dagur.
Um þetta og ýmislegt fleira má lesa á vefsíðu The National Post.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 15:15
Blessaðar kosningarnar
Eitt af því fyrsta sem gerist þegar boðað er til kosninga hér í Kanada er að lóðir þeirra sem eru virkir í pólítíkinni fara að fyllast af skiltum sem lýsa yfir stuðningi við einn eða annan frambjóðenda.
Fyrstu skiltin komu einmitt upp hér í hverfinu í gærdag. En staðan er svolítið skrýtin hér í Kanada núna að ég tel. Í fyrsta lagi er hætta á því að kosningarnar hér hreinlega falli í skuggann af baráttunni sunnan við landamærin.
En ég held að margir hér séu orðnir nokkuð þreyttir á þessum endurteknu kosningum, en mér heyrist þó á mörgum að þeir skilji að það sé nauðsynlegt að fá sterkari stjórn, stjórn sem geti starfað af krafti.
En Harper hefur sagt að hann sjái ekkert nema klemmur framundan, og hann geti ekki starfað með stjórnarandstöðunni, ekki náð við hana samkomulagi.
Harper hefur þó líklega litist vel á að keyra í kosningar nú, vegna þess hve veik stjórnarandstaðan er. Íhaldsflokkurinn á því góða möguleika á því að styrkja sig, þó að þeir þurfi verulega hagstæð úrslit til þess að ná meirihluta. Líklegasta niðurstaðan úr kosningunum er sterkari minnihlutastjórn Íhaldsmanna.
Eins og víðast hvar um heiminn verða það næsta örugglega efnahagsmálin sem verða ráðandi í kosningunum. Efnhagurinn er mjög mismunandi í Kanada. Vestursvæðin, Alberta, Saskatchewan og jafnvel Manitoba eru á frekar góðri siglingu, en BC, Ontario, Quebec og austur svæðin eiga í nokkrum vandræðum.
En umhverfismál munu líka verða nokkuð fyrirferðarmikil, Græni flokkurinn sækir verulega í sig veðrið í skoðanakönnunum, er með á bilinu 9 til 10% fylgi og tekur það einna helst er virðist frá Frjálslynda flokknum (Liberal Party). NDP (New Democratic Party) er síðan til vinstri við þá Frjálslyndu og sækja sömuleiðis á þá.
Í hverju kjördæmi (riding) eru oftast nær 4 eða fleiri flokkar í framboði. Það gerir það að verkum að þingsætið vinnst gjarna á fylgi sem er á milli 35 og 40%. Einmenningskjördæmaskipunin gerir það því að verkum að meirihluti kjósenda í viðkomandi kjördæmi er án þess að hafa fulltrúa á þinginu.
En svo eru líka dæmi um að flokkar bjóði ekki fram í öllum kjördæmum. Frjálslyndi flokkurinn hefur t.d. gert samning við Græna flokkinn um að bjóða ekki fram í kjördæmi því sem formaður Græna flokksins býður fram í. Skrýtin ráðstöfun, en ekki óalgengt að slíkt gerist í Kanadískum stjórnmálum, þar sem flokksræðið er miklu sterkara en t.d. Íslendingar eiga að venjast.
Boðað til kosninga í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 05:59
Hlessa
Ég verð að viðurkenna að þessi úrskurður kom mér í opna skjöldu. Ég ætti ekki von á að nokkuð yrði aðhafst, enda atvikið ekki þess gerðar að auðvelt sé að skera úr um.
Ég hefði haldið að eins og í öðrum dómsmálum, þá ætti allur vafi að vera "sakborningnum" til bóta.
Vissulega má deila um hvort að Hamilton hafi hagnast á brotinu eður ei. En persónulega finnst mér alltof mikill vafi ríkjandi til þess að þessi úrskurður sé rökréttur.
Það væri fróðlegt að sjá frekari rökstuðning fyrir þessum dómi.