Hver myndi vilja útiloka stríð við Rússa?

Ég verð að segja að mér þykir þessi frétt nokkuð skrýtin, oft finnst mér reyndar fréttir mbl.is af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum bera þess merki að miðilinn sé vilhallur Demókrötum en fyrirsögn fréttarinnar er að mínu mati, svona "ekki frétt", sem hefur þann eina tilgang að gefa í skyn að Frú Palin (og líklega þá Republikanar) sé "haukur".  Fylgjandi stríði.

Hefur einhver útilokað stríð við Rússa?  Hefur Obama eða Biden, nú eða McCain útilokað stríð við Rússa?

Síðan segir í fréttinni:  "Palin sagðist styðja aðild Georgíu og Úkraínu að NATO þrátt fyrir andstöðu rússneskra stjórnvalda. Þegar Charles Gibson, fréttamaður, spurði Palin hvort Bandaríkin myndu fara í stríð við Rússa ef þeir réðust inn í Georgíu og Georgía væri komið í NATO, svaraði hún: Hugsanlega.

„Það gildir það samkomulag, ef þú átt aðild að NATO, að ef ráðist er á annað aðildarríki þá er ætlast til að þú bregðist við og komir til aðstoðar," sagði hún."

Er það óeðlilegt, eða sérstaklega fréttnæmt að Palin útiloki ekki stríð vð Rússa ef þeir réðust inn í Georgíu og Georgía væri komið í NATO?  Er yfirleitt ástæða til að lýsa því yfir að stríð við Rússa sé útilokað?  Persónulega get ég ekki séð það.

Ég vil taka það fram að ég hef ekki séð viðtalið sem er verið að fjalla um hér, en þar sem ég hef séð fjallað um viðtalið hefur það verið á öðrum og faglegri nótum en sjá má í þessarri frétt mbl.is, t.d. hér.

 

 

 


mbl.is Palin vill ekki útiloka stríð við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki gefa atkvæði mitt manneskju sem hugsanlega færi með mig í stríð við kjarnorkuveldi eins og Rússland er.Sú manneskja er varla heil sem telur það koma til greina.

Jon Mag (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað má segja að allir vildu geta útilokað stríð við Rússa og reyndar líklega stríð yfirleitt.

En sé raunsæið notað er flestum ljóst að það er ekki hægt að útiloka slíkt.  Útilokunin er aðeins möguleg ef ætlunin væri að leyfa Rússum að gera hvað sem er án þess að gefa andsvar eða veita mótspyrnu.

Ég hefði ekki áhuga á því að greiða einstaklingi sem boðaði slíkt atkvæði mitt.

"Peace in our times", er eitthvað sem er óþarfi að endurtaka, þó að friðurinn sé æskilegur.

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 13:03

3 identicon

Sammáæa þér. Asnalega upp sett frétt og til þess gerð að gera Palin að stríðsæsingarmanneskju. Í raun hefði það verið frétt ef hún hefði neitað stríði við Rússa. Við getum snúið þessari spurningu við og spurt; myndi hún útiloka stríð við Rússa ef Rússar réðust á Ísland sem er aðildarríki NATO.

Gotti (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að allir viti að stríð milli kjarnorkuveldanna mun ekki eiga sér stað hvað sem tautar og raular. Eina ástæða þess að Rússar ráðast ekki á NATÓ-ríki er að það stuðlar ekki að hagsmunum þeirra ekki vegna þess að þeir halda að Bandaríkin myndu svara með hernaðaríhlutun. Þess vegna væri nær að spurja Palin hvort hún væri tilbúin að hætta að kaupa olíu af Rússum ef þeir t.d. ekki fara frá Georgíu.

Héðinn Björnsson, 12.9.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er nokkuð sammála því að beint stríð á milli USA og Rússa er afar líklegt, en það er alls ekki ólíklegt að þau "þreifi" á hvort öðru í "óbeinum" styrjöldum.

En trompið sem Rússar hafa núna er orkan og ég held að USA sé að vakna upp við vondan draum, hvað orkuþörf sína varðar.  Þess vegna er áríðandi fyrir USA að velta hverjum stein hvað það varðar, auka boranir, auka "öðruvísi" orku og þar fram eftir götunum.

Ég er einnig sammála því að NATO er öflug fæling hvað Rússana varðar.  Þess vegna er NATO alls ekki á leið á haug sögunnar. Þess vegna lögðu ríki eins og Eystrasaltslöndin og Póllands svo dæmi séu tekin svo mikla áherslu á að komast í NATO og reyndar "Sambandið" líka.

G. Tómas Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband