Mikið fagnaðarefni, en hvaðan kemur álið?

Það eru margar ástæður til þess að fagna því að aflþynnuverksmiðja (einhvern tíma var þetta kallað álþynnur, en iðnaður sem tengist áli þykir víst ekki góð latína á Íslandi) rísi í grennd við Akureyri.  Mér skilst meira að segja að margir sem hafi barist gegn orkufrekum iðnaði á Íslandi, séu nokkuð sáttir við þessa framkvæmd.  Hún sé með öðrum orðum "umhverfisvæn".

Í fyrsta lagi fagna ég aukinni iðnaðaruppbyggingu á Íslandi og ekki síst á Eyjafjarðarsvæðinu sem veitir ekki af að fleiri stoðum sé skotið undir atvinnu á svæðinu.

Í öðru lagi er ástæða til að fagna því að fleiri "egg" komi í körfuna og auki fjölbreytileika Íslensks atvinnulífs.

Í þriðja lagi er ástæða til að fagna því að hátækniiðnaður af þessu tagi taki til starfa á Íslandi.

Fjórða ástæðan gæti svo verið ef að álið sem notað er í þynnurnar kemur frá þeim álbræðslum sem starfa á Íslandi og þannig aukist fullvinnsla á áli á Íslandi.

En það leiðir aftur hugann að því hvert er aðalhráefnið í framleiðslu verksmiðjunnar? Er það ekki ál?

Hvar er nú betra en að framleiða það á Íslandi?  Eða væri það æskilegra að álið væri framleitt einhversstaðar úti í heimi, jafnvel þar sem raforkan er framleidd með kolum?  Væri það óskastaðan?

 

 


mbl.is Vilja tvöfalda framleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn fletti upp upplýsingum um verksmiðjur Becromal og eftir að hafa lesið mengunartölurnar þar er hann virkilega feginn að ekki skuli verið að reisa þannig verksmiðju í bakgarðinum hjá honum.

Hér (sjá þennan hlekk) eru tölur um losun eiturefna frá einni þéttaverksmiðju Becromal, en einna athygliverðast eru þau tonn af ammoníaki sem hún losar út í andrúmsloftið. 

Það er hins vegar minni mengun af því að framleiða bara álþynnurnar sjálfar heldur en af framleiðslu þéttanna.

Púkinn, 11.9.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: NizzPizz

Já held að það gæti verið óskastaða. Er þetta spurning hálfviti

NizzPizz, 11.9.2008 kl. 22:38

3 identicon

Kæri púki. 24200 lbs/year er sama og 10 tonn á ári. Ekki er það mikið. Til samanburðar gefur venjulegur jeppi frá sér 10 tonn af co2 á ári ef honum er ekið 40.000 km. Vona að þessi verksmiðja gefi af sér verðmæti sem eru á við þúsundir jeppa.

ghj (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef engan grunn til að gera samanburð á verksmiðju þeirrar sem vísað er á í Tennessee og þeirri sem er að rísa á Akureyri.  Það er mikil einföldun að spyrða saman tvær verksmiðjur, þó að þær kunni að vera í eigu sama aðila.

En er ekki hægt að gera ammoníakið að vökva, er það ekki einföld aðgerð?  Einhvern veginn stóð ég í þeirri meiningu að þetta væri ennþá notað hér og þar?

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband