Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Góð þjóðnýting

Ég var að horfa á Kastljósið í Sjónvarpinu.  Þar var rætt við Tryggva Herbertsson, sem fyrir stuttu hóf störf sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og þar með líklega ríkisstjórnarinnar allrar.

Tryggvi kom afar vel fyrir í þessu viðtali, talaði rólega og augljóslega af þekkingu um málin, og það sem var ef til vill best á almennu og góðu máli.  Ekkert óþarfa orðskrúð og tækniheiti.

Hann svaraði hreinskilnislega, þó að hann færðist undan að ræða einstök mál stöðu sinnar vegna.  Hann svaraði eins og rétt er að það þarf að ná tökum á efnahagsmálum Íslendinga hver sem myntin er og í raun órökrétt að velta því fyrir sér hvort tímabært er að skipta um mynt, því Íslendingar hafa ekkert val í þeim efnum.  Krónan er þeirra mynt og verður það um ófyrirséða framtíð.

Þá fyrst EF Íslendingar ákveða að ganga í ESB, og hafa náð þeim tökum á efnahagsmálum að þeir uppfylli skilyrði til að taka upp euro, er endanlega ákvörðun tekin, metið hvort að það verði til heilla.  Allt þar til er aðeins um fjarlægan draum að ræða.

Nú þegar hafa ýmis ríki innan "Sambandsins" þurft að fresta upptöku euro, þar sem þau hafa ekki uppfyllt skilyrði til þess, þó hefur gjaldmiðill í það minnsta sumra þeirra verið bundinn eruo-inu.

En mér fannst eins og áður sagði Tryggvi standa sig vel í viðtalinu og tel að "þjóðnýtingin" á honum hafi tvímælalaust verið af hinu góða.


Illa skrifuð (þýdd) frétt

Auðvitað er þetta spaugilegt.  Alltaf þegar mistök af þessu tagi gerast má og á að hlægja.  Vissulega skiptir þetta ekki miklu máli og það var vissulega ekki McCain sem reyndi að halda því fram að hann hefði komið að þróun BlackBerry heldur aðstoðarmaður hans.

En það er lokaklausan í fréttinni sem gerir hana svo ranga.  Þar segir:

„Ef John McCain hefði ekki sagt að undirstöður efnahags bandarísku þjóðarinnar væru styrkar sama dag og þjóðin gengur í gegnum eina sinni verstu krísum á fjármálamörkuðunum þá hefði sú staðhæfing að hann fann upp BlackBerry tækið verið það fáránlegasta sem hann sagði þessa vikuna," hafði fréttavefur CNN eftir Matt McDonald talsmanni Barack Obama.

Berum þetta svo saman við nokkuð sömu klausuna í frétt Globe and Mail, þar segir:

In a statement, Democratic candidate Barack Obama's campaign spokesman Bill Burton said: “If John McCain hadn't said that ‘the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week.”

Ekki alveg sambærilegt, eða hvað?

Þegar fréttin á mbl.is er lesin, er skilningur minn að Matt McDonald, talsmaður Obama hafi haldið því fram að McCain hafi sagt sjálfur að hann hafi komið að þróun BlackBerry.  Sú er ekki raunin þegar lesin er frétt Globe and Mail, þar sem haft er Bill Burton að sú fullyrðing að McCain hafi komið nálægt þróun BlackBerry "would have been the most preposterous thing said all week.”, ef ekki hefði komið til sú yfirlýsing hans að grunnur Bandarísks efnahagslífs væri traustur.

Á þessu er mikill munur.  En þar sem ég var farinn að stúdera þetta og mbl.is vitnar í CNN, ákvað ég að skreppa á vefinn þeirra og lesa þar.

Þar má lesa í fréttinni:

"The Obama campaign responded to the McCain adviser's comments Tuesday shortly after they were reported.

"If John McCain hadn't said that 'the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week," said Obama campaign spokesman Bill Burton.

Meanwhile, McCain senior aide Matt McDonald said that the senator "laughed" when he heard the comment.

"He would not claim to be the inventor of anything, much less the BlackBerry. This was obviously a boneheaded joke by a staffer," McDonald said."

Þar er aftur vitnað í sama Bill Burton talsmann Obmaa og gert er hjá Globe and Mail, en Matt McDonald er orðin aðstoðarmaður McCain, en er ekki lengur talsmaður Obama, eins og hann er í frétt mbl.is

Hér hefur því sitthvað skolast til.

 

En upprunalegur orðaskiptin voru á þessa leið:

The adviser, Douglas Holtz-Eakin, was briefing reporters on Mr. McCain’s prescriptions for the meltdown on Wall Street, and citing his experience as the chairman of the commerce committee, when he was asked what Mr. McCain had done on the commerce committee that would show Americans that he understands financial markets.

“He didn’t have jurisdiction over financial markets, first and foremost,’’ Mr. Holtz-Eakin said, before wandering into more politically perilous ground.

“But he did this,’’ he said, holding up what looked like a BlackBerry. “The telecommunications of the United States, the premier innovation of the past 15 years, comes right through the commerce committee. So you’re looking at the miracle that John McCain helped create. And that’s what he did.’’

 


mbl.is Uppfinningamaðurinn John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sama tíma fyrir ári

Það er hægt að taka undir með Bernie.  Það verður að segjast eins og er að Hamilton hefur bestu stöðuna, nú þegar aðeins 4. keppnir eru eftir.

Ekki aðeins það að hann er efstur í keppni ökumanna, þó að þar muni aðeins einu stigi (svo á eftir að sjá hvernig dómsmálið fer, en eins og staðan er nú, reikna ég meða að ákvörðun dómaranna haldi), heldur virðist "mómentið" vera með honum.

Ferrari ökumennirnir hafa ekki náð að notfæra sér þau tilvik sem Hamilton og McLaren hafa gefið höggstað á sér.  Það sást hvað best í Monza um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að hefja aksturinn í 15. sæti náði Hamilton að vinna sig upp í það 7., en Massa hóf keppni í 6. sæti og endaði þar sömuleiðis.  Alls ekki viðunandi úrslit.

Staðan hefði verið allt önnur, ekki síst sálfræðilega ef Massa væri nú með nokkurra stiga forskot, áður en haldið er í "úti" keppnirnar.

Á hitt ber þó að líta að á sama tíma fyrir ári síðan hefðu flestir líklega talið það væri aðeins spurning hvor McLaren ökuþórinn, Hamilton eða Alonso bæri sigur úr býtum, en öllum að óvörum náði Raikkonen að kreysta fram sigur á síðustu metrunum.

Það er lang líklegast að svipað verði upp á teningnum í ár, það verði ekki ljóst fyrr en á síðustu metrunum hver verður heimsmeistari, Hamilton eða Massa, ég held að aðrir eigi ekki raunhæfa möguleika í ár.

En til að Massa nái titlinum, þarf Ferrari að þétta skipið, útrýma mistökum, bæta keppnisáætlanir og Massa þarf að sýna meiri grimmd og hörku í akstrinum.

En það er hægt.


mbl.is Bernie veðjar á Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varhugaverður fréttaflutningur?

Ekki leið á löngu eftir að ég hafði sett inn síðustu færslu að ég sá frétt sem talaði á móti hugmyndinni.  Hún er sömuleiðis á vef RUV.

Reyndar þykir mér fréttin veruleg slæm og illa unnin.

Hér er fréttin í heild:

"Virkjun í Mývatnssveit varhugaverð

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, telur mjög varhugavert að gerð verði 50 megavatta virkjun í Mývatnssveit, eins og Félag landeigenda í Reykjahlíð vill gera, reynist næg jarðvarmaorka í eignarlandi þeirra skammt vestan og norðan lóðar fyrrverandi Kísiliðju.

Þeir hafa sótt um rannsóknarleyfi og forgang að nýtingarleyfi til iðnaðarráðherra, en viðamiklar rannsóknir hafa farið fram austan fyrirhugaðs svæðis á vegum Landsvirkjunar í tengslum við svonefnda Bjarnarflagsvirkjun.

 

Kostnaður við fyrirhugaða virkjun er á bilinu 5-8 miljarðar, en landeigendur segja að nú þegar séu kaupendur að raforkunni, en ekki fæst uppgefið að svo stöddu hverjir þeir eru. Gangi allt að óskum er talið að raforkuframleiðsla geti hafist innan 5 ára. "

Það er eiginlega með eindæmum að fjölmiðill á við Ríkisútvarpið skuli birta frétt þar sem segir að hugsanleg virkjun sé varhugaverð.  Og svo ekkert meir.

Ekkert er í fréttinni hvers vegna virkjunin sé varhugaverð, ekkert um einhverjar hættur sem hugsanlega fylgja byggingu hennar.  Ekkert um að merkileg náttúra hverfi, eða dýralífi, eða gróðri stafi hætta af byggingu hennar.  Engin rök.  Ekkert.

Lesendur eiga betra skilið en að vera skildir eftir með ótal spurningar og engin svör.  Því er slegið fram að virkjunin sé varhugaverð, en ekkert gert til að útskýra hvers vegna, hvað valdi.

Líklega flokkast þetta undir varhugaverðan fréttaflutning.

 


Frumkvæði heimamanna

Þessi frétt á vef RUV finnst mér allrar athygli og ánægju verð.

Þarna hafa heimamenn frumkvæði að virkjun jarðhita, hyggjast standa sjálfir að uppbyggingu virkjunar og selja raforkuna.  Virðast hvergir bangnir og haf líklega þreifað fyrir sér með raforkusölu áður en þeir hyggjast hefja uppbyggingu.

Það er gott að heimamenn hafi frumkvæði í þessum efnum, markar nokkur tímamót, ef af verður, í sögu orkufyrirtækja á Íslandi, þó að margar virkjanir séu og hafi verið í einkaeigu.

En orkuöflun og áætlanir þar að lútandi hefur oft verið umdeildar í Mývatnssveit, að er vonandi að þessar fyrirætlanir njóti stuðnings í sveitinni.

 

 


Fyrirheitna landið

Það er ekkert nýtt að mikið sé reynt og lagt á sig til þess að komast til Kanada.  Hingað kemur enda drjúgur fjöldi ólöglegra innflytjenda á ári hverju, og er talið að í landinu séu nokkrir tugir þúsunda ólöglegra innflytjenda, sumar ágiskanir telja þá á annað hundrað þúsund.

Löglegir innflytjendur eru einnig margir, árið 2007 komu ríflega 230.000 löglegir innflytjendur til Kanada, að stærstum hluta frá Asíu, en umtalsverðir hópar frá öðrum svæðum, s.s. Bandaríkjunum og Bretlandi.

Um alllangt árabil hefur fjöldi innflytjenda verið svipaður, þ.e. í kringum 250.000 einstaklinga.

Hér ríkir almenn sátt um þessa innflytjendastefnu.  Ef ég man rétt eru yfir 30 hópar innflytjenda sem telja yfir 100.000 einstaklinga og hafa 10 þeirra yfir 1.000.000 í sínum hóp.  Ríflega 13% Kanadabúa koma úr svokolluðum "visible minorities" hópum.

Fáar ef nokkrar þjóðir hafa á undanförnum árum tekið við hlutfallslega fleiri innflytjendum en Kanada.

En hvers vegna vill allt þetta fólk koma til Kanada?

Auðvitað á opin innflytjendastefna sinn þátt í því, en auðvitað spilar margt annað þar inn í.  Gott almennt atvinnuástand, raunar vinnuaflsskortur á sumum svæðum, margir eiga annað hvort vini eða ættingja sem búa þegar í Kanada, erfitt ástand heima fyrir og von um betri lífskjör spila líklega stærstan partinn.

En þó að almenn sátt ríki um innflytjendastefnuna þýðir það ekki að ólöglegir innflytjendur séu velkomnir.  Reglulega má lesa um brottvísanir og handtökur, jafnvel stórra hópa.  Oft eiga hinir ólöglegu sér þó einhverja "málsvara" og jafnvel kemur til mótmæla.  Heyrast þá oft rök eins og að þeir séu í vinnu, Kanada hvetur innflytjendur til að koma hér, og svo framvegis.

Mótrökin eru þau, að allir eiga að sitja við sama borð, allir eiga að koma löglega.  Undantekningar frá því eiga ekki rétt á sér.

 

 


mbl.is Fangaklefar fullir af fólki með fölsuð vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillarious

Er það ekki það sem á best við, eigum við ekki bara að kalla þetta Hillarious


Mesta einstaka bensínhækkunin

Þessa varð vart strax á föstudag hér í Kanada.  Gríðarleg hækkun á heildsöluverði bensíns varð til þess að hér varð mesta einstaka hækkunin sem nokkru sinni hefur orðið, það er alla vegna það sem ég heyri hér í kringum mig.

Algengasta hækkunin hér var um 13. cent.  Verðið hafði lækkað nokkuð og var á bilinu 124 til 125 cent, en á föstudag rauk verðið langt yfir 130 cent og algengt verð var 137 til 138 cent.

Eitthvað skilst mér að verðið hafi verið að leita niður á við aftur, en er víðast hvar enn yfir 130 cent.

En ef framboðið minnkar og eftirspurnin helst óbreytt, getur ekki nema eitt gerst.

 


mbl.is Varað við eldsneytisskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monzoon kappakstur er góð skemmtun

Það er ekki hægt að segja annað en að kappaksturinn í Monza hafi verið skemmtilegur.  Spenna, skrik, framúrakstur og snertingar.  Endalausar þreifingar og "viðreynslur".

Stórkostlegur dagur fyrir Vettel, stórkostlegur dagur fyrir Toro Rosso (Minardi) og stórkostlegur dagur fyrir Formúluna.

En við Ferrari aðdáendur höfðum ekki svo mikið til að gleðjast yfir.  Árangur Massa náði því varla að vera ásættanlegur og um Raikkonen þarf ekki að hafa mörg orð. Það var ekki hægt að merkja á akstri hans í morgun að þar færi launahæsti ökumaður Formúlunnar.  Aðeins lifnaði yfir honum í lokin, en of lítið of seint.

Massa átti þolanlegan dag, náði að minnka forskot Hamilton um eitt stig.  En sé litið til þess að Massa ræsti úr 6. sæti en Hamilton úr því 15. (fyrir aftan Raikkonen) fer allur glans af árangri Ferrari manna.  Eihvern veginn virtist keppnisáætlun hans vera í molum og fór hann afar illa út úr þjónjustuhléunum.  Forskot í keppni bílsmiða minnkaði líka verulega.  Það var því ekki margt sem gladdi Ferrari aðdáendur.

En hey, við áttum þó sigurmótorinn, það verður að reyna að líta á björtu hliðarnar.

Kovalainen átti ágætis dag, hélt sínu sæti, en ég hélt þó fyrirfram að hann yrði Vettel skeinuhættari.  Kubica átti merkilegan kappakstur, sást varla að heitið gæti, en skilaði sér í 3. sætið að lokum, kom mér á óvart.

Vettel er að sjálfsögðu maður keppninnar, en þar á eftir kemur líklega Hamilton.  Hann sýndi á meiriháttar og á köflum afar grimman akstur (ég bíð eftir að allir McLaren aðdáendurnir sem gagnrýndu Schumacher sem harðast gegnum árin, tjái sig um hvernig hann fór með Webber).  Það skilaði honum þegar upp var staðið í 7. sætið og gerði tjón hans gagnvart Massa því sem næst að engu.  En líklega hefur hann ekki eignast neina vini á brautinni (sögur segja hann ekki eiga þá neina) með akstri sínum í dag, en þetta er ekki keppni um vinsældir, heldur að komast fyrstur í mark.

En skemmtigildið var hátt, þetta var snilldarkappakstur og keppnin um titlana galopin sem aldrei fyrr.

Næst er svo næturkappakstur í Singapore, það er ekki hægt annað en að hlakka til þarnæsta sunnudags.


mbl.is Snilldarsigur hjá Vettel í erfiðri Monzabrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðindi af Bjórá

Það er allt bærilegt að frétta af Bjórárfólkinu.  Eftir gott og skemmtilegt sumar er haust og vetrartakturinn tekinn að færast yfir.

Foringinn er nú búinn að vera í skólanum eina viku og er yfir sig ánægður.  Eistneski leikskólinn byrjaði í dag, þannig að nú er hann í "námi" 6. daga vikunnar.

Jóhanna er ekki alveg sátt við að fá ekki að fara í "dólann", en sættir sig þó við sitt hlutskipti.  Er þó sáttust þegar hún labbar með okkur í skólann og fær ef til vill að "taka örlítið í", á leikvellinum við skólann.  Vera með hinum krökkunum.

Núna er afi frá Eistlandi í heimsókn, það vekur alltaf lukku og kátínu.

En annars er ekki frá miklu að segja, en allt eins og það á að vera.  Hitinn ennþá yfirleitt í kringum tuttugu stigin, en skelfilega rakt undanfarna daga og nokkuð um rigningar.

Hér fylgja svo með nokkrar myndir af Flickr, smella má á myndirnar til að sjá þær stærri.  Þeir sem áhuga hafa fyrir fleiri myndum er bent á:  http://www.flickr.com/photos/tommigunnars

Boy in Sunset Playground Ready For Tell Riding The Whale

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband