Það gerðist eitthvað mjög svo undarlegt

Ég hafði ekkii tök á því að horfa á tímatökurnar í morgun, nú er Eistneski leikskólinn tekinn til starfa og því þurfti ég að skutla Foringjanum þangað og standa í innritun og því um líku.

En það hefur bersýnilega ýmislegt gengið á.  Rigningin hefur svo sannarlega stokkað upp í ráspólskeppninni.

Þetta þýðir að keppnin á morgun verður ótrúlega spennandi.  Það verður gaman að sjá hvernig "minni" liðunum gengur að að vinna úr góðri stöðu sinni.  Fyrirfram ætti staða Kovalainens að vera mjög vænleg.  Hann hefur yfir hörku bíl að ráða og er á fremstu línu, þó að hann hafi ekki náð pólnum.

Staða Massa er sömuleiðis góð, þegar litið er til keppninnar um titil ökumanna, hinir (og þá sérstaklega Hamilton) eru langt fyrir aftan hann.  Massa á því góðan möguleika á því að ná efsta sætinu með góðri frammistöðu í keppninni á morgun.

Síðan verður líka fróðlegt að sjá hvernig baráttan verður á milli Raikkonen og Hamilton, þar sem þeir ræsa í 14. og 15. sæti.  Það verður fróðlegt að vita hvað þeir setja mikið bensín á bílana en þeir eru óvanir því að mega bæta á þá.

Spurning líka hvort að Kimi leggjur allt í sölurnar til að halda Hamilton fyrir aftan sig, og hjálpa þannig Massa til að ná fyrsta sætinu.

En ég get ekki sagt annað en að ég hlakka til morgundagsins.


mbl.is Vettel yngsti ráspólshafi sögunnar og fyrsti póll Minardi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband