Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
22.7.2007 | 05:18
Gleðiefni
Það er óneitanlega gleðiefni að Raikkonen skuli vera á ráspól. Það er heldur ekki hægt annað en að vera sáttur með 3ja sætið hjá Massa, þó að auðvitað ætti Alonso ekki að vera á milli þeirra.
En þetta er ágætis árangur úr tímatökunum og útliti fyrir þokkalega spennandi keppni á morgun. Hamilton endaði illa í dag, en það sem mér þykir þó undarlegast hvað hann varðar er að McLaren hafa gefið þá yfirlýsingu að sami mótorinn verði notaður.
Það segir ef til vill meira en margt annað um hve Formúlan er að breytast í einhvern undarlegan þolakstur, en snýst ekki um að bestu ökumenn, með bestu hugsanlegu bíla sé att saman. Þetta er miður góð þróun.
En það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn fyrir morgundaginn, ég held að við fögnum sigri með Raikkonen, en það er meiri spurning hvort að Massa nær að skilja Spánverjann eftir í kjalsoginu, en vissulega þurfum við á 1 - 2 sigri að halda.
En 3ji sigur Raikkonen í röð er vel ásættanlegt eins og staðan er í dag.
Räikkönen sér fram á erfiða keppni þrátt fyrir ráspólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2007 | 04:18
Samstaða?
Ég fagna því auðvitað ef fylgi við lækkun áfengisskatts er að aukast á Alþingi. Það er löngu tímabært að ríkið slaki á klónni hvað áfengið varðar.
En það er eitthvað sem segir mér að það sé sömuleiðis "pólítísk samstaða" um að hafa álögurnar óbreyttar eða hækka þær. Áfengismál hafa löngum gengið þvert á flokkslínur og hafa þingmenn gjarna ákveðnar skoðanir í þessu efni.
En áfengisverð á Íslandi er alltof hátt, og finnst mörgum Íslendingum þetta vera óþarfa áþján sem á þá er lögð.
Það þekkist líklega ekki víða að þegar menn ræði um sumarleyfi sitt, þá komi áfengisverð á sumarleyfisstaðnum sterkt inn í umræðuna.
Ennfremur má nefna að hið opinbera sem stendur jú fyrir þessari álagningu, þykir sjálfsagt að selja þeim sem hafa tök og efni á því að ferðast erlendis áfengi með lægri álagningu við heimkomuna.
Það væri vissuleg fróðlegt að sjá tölur yfir hvað mikið áfengi kemur til Íslands með þeim hætti.
Lægra áfengisverð gæti sömuleiðis dregið úr smygli og heimabruggi og væri hvoru tveggja tvímælalaust til bóta.
Nú er bara að vona að "pólítíska samstaðan" sé víðtæk og sú fylking sem vill lækka verðið, sé stærri en sú sem vill halda í horfinu.
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2007 | 04:07
Veit vonandi á gott
Við Ferrari menn þurfum á 1 - 2 sigri að halda um helgina. Kimi virðist í fantaformi þessa dagana og er líklegur að taka sigur, en það er spurningin hvað Massa gerir.
En eins og ég hef áður sagt er það athyglivert hvernig gæfan er að snúast okkur í hag á sama tíma og tekst að stöðva "upplýsingaflæðið" frá liðinu.
En ég bíð spenntur eftir keppni helgarinnar. Þó að það geti verið örlítið erfitt að rífa sig á fætur, er fátt meira hressandi í morgunsárið en Ferrari sigur.
Räikkönen hafði sætaskipti við Hamilton á seinni æfingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2007 | 03:16
447 metrar
Fór í túristagírinn í dag með systrum mínum og Foringjanum. Nú lá leiðin niður í bæ. Hoppað upp í strætó, svo um borð í neðanjarðarlestina og skroppið í bankann, en síðan þangað sem leið flestra sem til Toronto koma liggur, eða í CN Tower.
Mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað, enda ekki á hverjum degi sem ég stend í 447 metra hæð og horfi yfir borgina. Dagurinn í dag var enda kjörin til þess að njóta útsýnisins, bjartur og fagur. Það sást enda vel yfir, glitti í Rochester hinum megin við vatnið og Toronto lá fyrir fótum okkar.
Þetta var þó erfiður dagur, enda mikil aðsókn að turninum, vel á annan tíma í bið til að komast upp í lyftunum, sem vissulega reyndir á taugar Foringjans.
En þegar upp var komið fengum við okkur snarl, og útsýnið er það gott að Foringinn mátti varla vera að því að borða ísinn sem kom á borðið.
Það segir allt sem segja þarf um gæði útsýnisins.
Síðan gekk okkur betur að komast "á toppinn" upp í "SkyPod", ekki nema tæplega 20 mínútna bið.
En það gekk heldur ver að komast niður, eftir að við höfðum "leikið" okkur nokkuð á glergólfinu. Heljarlöng röð og svo þegar 2. lyftnanna duttu út tímabundið varð allt að "einni kássu". En allt sem fer upp kemur niður á endanum og gilti það að sjálfsögðu um okkur.
Lestin heim og síðan strætó.
En þegar Foringinn var spurður hvað væri eftirminnilegast frá deginum, þá stóð ekki á svari. 447m hæð komst ekki á toppinn, ís og sleikipinni ekki heldur.
Það hafði verið lang skemmtilegast að vera í lestinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 15:45
Ákafur fögnuður
Ég verð að segja að þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í þó nokkurn tíma. Nú verður svo mikið auðveldara og þægilegra að ferðast "heim" og aftur "heim".
Það er nefnilega leiðinlegasti hluti hverrar ferðar til Íslands, þegar lagt er upp hér í Toronto, að fara yfir til Bandaríkjanna og upplifa vegabréfaeftirlitið. Nú lítur út fyrir að bjartari tímar séu framundan. Ég reikna líka með að Kanadabúar fagni þessari nýjung, enda er þó nokkur áhugi fyrir Íslandi hér.
Ég veit þó ekki hvort að markaður verði til að fljúga til margra borga hér í næsta nágrenni (Ottawa og/eða Montreal) sömuleiðis, en þó er vissulega hægt að gera þetta í "einu flugi", en ég veit þó nokkur dæmi þess að flugfélög millilendi í Montreal á báðum leiðum til og frá Toronto. Þó að það sé ef til vil örlítið pirrandi, vega önnur þægindi það upp. Það væri líka möguleiki að millilenda eingöngu suma daga.
En ég fagna þessari ákvörðun Icelandair ákaflega og mun án efa útbreiða fagnaðarerindið á næstu dögum og vikum.
Nú verður einfalt að skreppa til Íslands sem og Evrópuborga með "stop over".
Ég efa heldur ekki að beinu flugi til Winnipeg yrði fagnað ákaflega, enda "þéttleiki" "Íslendinga" líklega hvergi meira en þar, að Íslandi frátöldu.
Icelandair hefur áætlunarflug til Toronto næsta vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2007 | 04:22
Niagara
Það var skotist að Niagara fossunum með systrum mínum og Foringjanum í dag. Siglt með Maid of the Mist, keyptir minjagripir og skyndifæði, ís og allar græjur.
Konan og heimasætan voru eftir heima.
Góður dagur hjá Foringjanum sem fannst dagurinn ákaflega skemmtilegur.
Fiðrildabúgarður heimsóttur og víngbúgarðar sömuleiðis. Þar hefur vínið ótvírætt vinninginn, þó að fiðrildin séu litrík og vingjarnleg.
Komum heim klyfjuð víni og minjagripum. Uppsveifla í efnahagnum í Niagara.
Fyrir þá sem hafa áhuga á umhverfismálum má svo nefna að eingöngu um helmingur af vatninu sem færi niður fossana fer þar niður nú, hitt er notað til raforkuframleiðslu, án þess að nokkur sé með hávaða, svo að ég hafi heyrt til.
Græn og góð orka, framleidd af bæði Kanada og Bandaríkjunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 18:22
Ofbeldisfullt "hugsjónafólk" ?
Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna sumt fólk telur það vænlegt til að vekja athygli á einhverju eða að vinna einhverjum málstað fylgi, að fara með ofbeldi á hendur samborgurum sínum.
Slíkt á ekkert skylt eða sameiginlegt með mál- eða tjáningarfrelsi.
Að sjálfsögðu á lögregla að taka slíkt framferði föstum tökum frá upphafi. Dómstólar eiga síðan að taka við.
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2007 | 22:12
Evrópuverð?
Það sem stendur upp úr í þessari frétt, er eins og ég hef reyndar minnst á áður, að ekki er rétt að tala um "Evrópuverð".
Ef marka má þessi frétt kostar "karfa" sem kostar 1000 kr að meðaltali í ESB löndunum 1200 kr í Svíþjóð og Finnlandi, 1390 í Danmörku, 1560 í Noregi og 1610 á Íslandi.
Það telst í sjálfu sér ekki til tíðinda að matvælaverð sé hæst á Íslandi og það má gefa sér að við núverandi ástand myndi verðið lækka við inngöngu í ESB. En lækka niður í hvað?
Ekki hafa Danir "Evrópuverð" á matvælum ef miðað er við þessa frétt? Hvaða trygging er þá fyrir því að Íslendingar myndu njóta þess, jafnvel þó að til inngöngu kæmi?
Það er ljóst að í sumum "meðaltalslöndunum" er "karfan" langt undir 1000 kr., samt kostar hún 1390 í Danmörku. Hvað veldur? Hvers vegna njóta Danir ekki ESB aðildarinnar?
Hvað færi matvælaverðið langt niður á Íslandi, eða er það ef til vill ekki öruggt að það færi niður svo nokkru næmi?
Hitt er svo líka sjálfsagt að Íslendingar eiga að stefna að því að fella niður tolla og vörugjöld, nema úr gildi innflutningsgjöld og stórlækka á landinu matvælaverð.
En það tengist ekk (eða þarf ekki að tengjast) á nokkurn hátt inngöngu í ESB, það er einfaldlega ákvörðun sem Íslensk stjórnvöld geta tekið og þurfa ekki leyfi eða leiðsögn frá einum eða neinum.
Það væri sterkur leikur.
Matvæli dýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2007 | 18:59
Kínamatur, nei takk?
Það er vaxandi umræða hér í Kanada um Kínversk matvæli. Fréttir að undanförnu hafa ekki verið uppörvandi og ég heyri það víða í kringum mig að fólk er að reyna að sneiða hjá matvælum með Kínverskum uppruna, og spáir mun meira í uppruna matvæla og innihald en áður.
Eitraður gæludýramatur, tannkrem blandað frostlegi, "blandaður" fiskur og aðrar slíkar fréttir hafa fengið fólk hér til að staldra við. En fólk hefur líka áhyggjur af þeim mat, þar sem sagan er ekki öll sögðu, þ.e.a.s. hvaðan hráefnið kemur, þó að maturinn sé ef til vill framleiddur í Kanada.
Það eru ýmsir sem róa undir, sjálfsagt ekki síst þeir sem eiga hagsmuna að gæta að koma sínu að, en ég hef fulla trú á því að þetta geti reynst Kínverjum erfitt á næstu misserum og árum, enda hafa vinnubrögð þar verið langt í frá boðleg.
Það var ágætis grein um þetta efni í Globe and Mail fyrir nokkrum dögum, þar mátti m.a. lesa eftirfarandi:
"Goodbye, tinned salmon. So long, mandarin oranges. Farewell, frozen fish.
"Anything at all that comes from China that's edible we are not going to eat now," said Ms. Wood, a retired secretary in Lac-des-Îles, Que. She's even nervous about putting leftovers in made-in-China plastic containers.
She's not alone. More consumers are taking a hard look at "Made in China" labels after a string of recalls and publicity over deplorable safety standards in China. But it's nearly impossible to get out of the supermarket without food from China in your cart.
The good news is that avoiding products labelled "Made in China" won't crimp your grocery list, unless you really like frozen seafood - including shrimp, pollock, sole, haddock and salmon.
The bad news is that food labels don't tell the whole story. A host of Chinese imports are hiding behind "Made in Canada" labels, from the freeze-dried strawberries in your cereal to the wheat gluten in your hamburger buns.
"Made in Canada" simply means that 51 per cent of the production cost was incurred in Canada; the ingredients could come from anywhere, and increasingly they come from China. For example, manufacturers can import apple juice concentrate from China - for about one-fifth the cost of Canadian concentrate - add water to it in Canada, and mark it "Made in Canada."
"We eat food from China every day, we just don't know about it," says Dr. Keith Warriner, an assistant professor of food science at the University of Guelph.
Canadians ate $430-million worth of food from China last year, and as China's economic power grows so does its reach into our supermarkets, our kitchens - even our churches. Canada imported $9.5-million worth of communion wafers from China last year, along with $113-million worth of frozen fish fillets and $28-million worth of apple juice."
"This spring, thousands of dogs and cats fell ill or died after eating pet food containing wheat gluten from China that was contaminated with melamine.
Since then, consumers have been warned about seafood, including shrimp and catfish, that doesn't meet safety standards; contaminated toothpaste and juices, and "Veggie Booty" snack food tainted by salmonella - all from China.
Meanwhile, Chinese officials have insisted their exported food is safe.
But this week, Beijing acknowledged that one-fifth of the goods made and sold in China are substandard, and the former head of China's food and drug administration, Zheng Xiaoyu, was recently sentenced to death for accepting bribes."
"Dr. Warriner says that he avoids some made-in-China products, such as frozen fish, but that there's "no cause for alarm" about the myriad ingredients from China that fill our bellies daily.
Not everyone is so sanguine.
Canada's growing gluttony for Chinese imports is a disaster waiting to happen, says Bruce Cran, president of the Consumers Association of Canada. Other than writing to their MPs or buying only locally grown food, Mr. Cran says, there's not much Canadian consumers can do about it.
"Consumers are handicapped because we don't have the information we need on the labels," says Mr. Cran, whose family has sworn off all apple juice, regardless of its country-of-origin label, because so much of it comes from China.
Ms. Wood feels similarly skeptical. "We just don't think it's safe," she says. She wishes food labels were more specific. For instance, she has a jar of olives that says "Product of Canada" on it.
"Now, we know we don't have olive trees in Canada," Ms. Wood says. "So where does it come from?"
Made in China
The top 10 foods in volume Canada imported from China in 2006 (in millions of kilograms).
Mandarins, clementines and similar citrus hybrids, fresh/dried | 33.9 |
Frozen fish fillets | 24.4 |
Apple juice | 21.7 (millions of litres) |
Pears and quinces, fresh | 13.6 |
Raw peanuts | 10.6 |
Frozen shrimps and prawns | 10.4 |
Pasta | 10.3 |
Mushrooms | 8.9 |
Other citrus fruits | 8.8 |
Shrimps and prawns, prepared or preserved | 7.3" |
14.7.2007 | 18:43
On The Road Again
Skutlaðist til Montreal á fimmtudaginn, fram og til baka sama daginn, ríflega 1100 km. Þetta var 11/11 ferð, það er að segja tók akkúrat 12 tíma, þar af ríflega 10 á keyrslu.
En með þessari ferð lauk veru mömmu/ömmu í Kanada. Foringinn var ekki alls kostar ánægður, en þegar ég kom heim hafði hann hreiðrað um sig í "ömmurúmi" og svaf þar svefni hinna réttlátu, rétt eins og hann hafði gert svo oft á meðan hún var hér.
En frænkur hans eru hér ennþá þannig að það dró verulega úr sársaukanum.
En ferðin til Montreal var tíðindalítil, en seinkun var á brottförinni þó, ca. 1 og 1/2 tíma. Það hefur því verið seinkun bæði við komu og brottför hjá mömmu, spurning hvort að það er regla frekar en undantekning í Montreal fluginu?
Hitti nokkra Íslendinga á flugvellinum, allir báru Kanada vel söguna, sérstaklega þó verslununum hér, enda líklega ekki erfitt að kæta ferðalanga frá "dýrasta" landi heims.