Ákafur fögnuður

Ég verð að segja að þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í þó nokkurn tíma.  Nú verður svo mikið auðveldara og þægilegra að ferðast "heim" og aftur "heim".

Það er nefnilega leiðinlegasti hluti hverrar ferðar til Íslands, þegar lagt er upp hér í Toronto, að fara yfir til Bandaríkjanna og upplifa vegabréfaeftirlitið.  Nú lítur út fyrir að bjartari tímar séu framundan.  Ég reikna líka með að Kanadabúar fagni þessari nýjung, enda er þó nokkur áhugi fyrir Íslandi hér.

Ég veit þó ekki hvort að markaður verði til að fljúga til margra borga hér í næsta nágrenni (Ottawa og/eða Montreal) sömuleiðis, en þó er vissulega hægt að gera þetta í "einu flugi", en ég veit þó nokkur dæmi þess að flugfélög millilendi í Montreal á báðum leiðum til og frá Toronto.  Þó að það sé ef til vil örlítið pirrandi, vega önnur þægindi það upp.  Það væri líka möguleiki að millilenda eingöngu suma daga.

En ég fagna þessari ákvörðun Icelandair ákaflega og mun án efa útbreiða fagnaðarerindið á næstu dögum og vikum.

Nú verður einfalt að skreppa til Íslands sem og Evrópuborga með "stop over".

Ég efa heldur ekki að beinu flugi til Winnipeg yrði fagnað ákaflega, enda "þéttleiki" "Íslendinga" líklega hvergi meira en þar, að Íslandi frátöldu.


mbl.is Icelandair hefur áætlunarflug til Toronto næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikill léttir á mínu heimili og hjá minni fjölskylu á íslandi

þegar við fluttum til Winnipeg sá Canada 3000 um beint flug frá Íslandi hingað. Nokkrum mánuðum síðar fóru þeir í gjaldþrot og hefur enginn tekið þeirra flug upp aftur. Ef það verður flogið aftur beint til Winnipeg væri það fyrir mig eins og að eignast fjölskyldu mína og vini aftur. Ég bíð spennt eftir því að byrja að fagna.

Inga Sif Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband