447 metrar

Fór í túristagírinn í dag með systrum mínum og Foringjanum.  Nú lá leiðin niður í bæ.  Hoppað upp í strætó, svo um borð í neðanjarðarlestina og skroppið í bankann, en síðan þangað sem leið flestra sem til Toronto koma liggur, eða í CN Tower.

CN TowerMér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað, enda ekki á hverjum degi sem ég stend í 447 metra hæð og horfi yfir borgina.  Dagurinn í dag var enda kjörin til þess að njóta útsýnisins, bjartur og fagur.  Það sást enda vel yfir, glitti í Rochester hinum megin við vatnið og Toronto lá fyrir fótum okkar.

Þetta var þó erfiður dagur, enda mikil aðsókn að turninum, vel á annan tíma í bið til að komast upp í lyftunum, sem vissulega reyndir á taugar Foringjans.

En þegar upp var komið fengum við okkur snarl, og útsýnið er það gott að Foringinn mátti varla vera að því að borða ísinn sem kom á borðið.

Það segir allt sem segja þarf um gæði útsýnisins.

Síðan gekk okkur betur að komast "á toppinn" upp í "SkyPod", ekki nema tæplega 20 mínútna bið.

En það gekk heldur ver að komast niður, eftir að við höfðum "leikið" okkur nokkuð á glergólfinu.  Heljarlöng röð og svo þegar 2. lyftnanna duttu út tímabundið varð allt að "einni kássu".  En allt sem fer upp kemur niður á endanum og gilti það að sjálfsögðu um okkur.

Lestin heim og síðan strætó.

En þegar Foringinn var spurður hvað væri eftirminnilegast frá deginum, þá stóð ekki á svari.  447m hæð komst ekki á toppinn, ís og sleikipinni ekki heldur. 

Það hafði verið lang skemmtilegast að vera í lestinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband