Ofbeldisfullt "hugsjónafólk" ?

Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna sumt fólk telur það vænlegt til að vekja athygli á einhverju eða að vinna einhverjum málstað fylgi, að fara með ofbeldi á hendur samborgurum sínum.

Slíkt á ekkert skylt eða sameiginlegt með mál- eða tjáningarfrelsi.

Að sjálfsögðu á lögregla að taka slíkt framferði föstum tökum frá upphafi.  Dómstólar eiga síðan að taka við.


mbl.is Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það bara var ekkert ofbeldi í þessum mótmælum þar til að lögreglan vildi fara að draga bílstjóra bíls Saving Iceland úr bílnum.  Þeim líkaði ekki að hann læsti sig inní í bílnum og fóru að nýða og berja á mótmælendum.  Auðvitað í hita leiks svara fólk fyrir sig, sérstaklega þegar það eru 5 lögreglumenn á einn mótmælanda!

Steinn (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 18:59

2 identicon

Hvað er að því að vekja athygli á einhverjum málstað ef þér þykir hann verðugur? 

Starf lögreglunar er farið að vera ansi grátt á að líta. Þeir misnota vald sitt alltof oft. Það þarf að fara að setja þessari starfsstétt skýrari reglur.                         Þetta var allt saman mjög friðsælt og skemmtilegt þangað til að einhverjir lögregluþjónar sem fengu adrenanlínkast eftir að hafa séð skeggjaðan pönkara og rauðhærðan trúð hía á sig.

Sigurður A (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 19:52

3 identicon

Hafði lítinn áhuga sem íbúi að hafa trúða og háfaða hér við "dyrnar". Ef hann hefði ekki læst sig inn í bíl hefði ekki þurft að brjóta rúðuna.  Hópurinn hefði getað gert þetta að almennilegum mótmælum, skipulögðum. Hefðu þá fengið sjálfsagt fleiri í þetta götupatý.

jóna (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 21:56

4 identicon

Hvenær ætla mótmælendur á borð við þá í Saving Iceland að átta sig á því að þeir ávinna sér og sínum málstað enga samúð með ofbeldi og yfirgangi? Ef þessi mótmæli hefðu farið fram án þess að valda ónæði þá hefðu mótmælendur getað öðlast aukna virðingu sér og málstað sínum til handa og, vonandi, meiri stuðning meðal almennings.

Virkjana- og stóriðjuandstæðingar voru búnir að ávinna sér traust og stuðning stórs hluta þjóðarinnar mánuðina fyrir kosningar, sérstaklega í kjölfar Draumalands Andra Snæs. Saving Iceland virðist ganga ágætlega að rífa þann árangur niður.

Andrés Böðvarsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 03:09

5 identicon

Mér finnst nú að nefndur rithöfundur, og raunar fleiri slíkir, hafi ekki beinlínis hækkað í sér hlutabréfin með því að spyrða sín nöfn við þetta Saving Iceland pabbastrákapartýhald og sýniþörf (héldu erindi á merkri "ráðstefnu" þessa liðs fyrir rúmri viku).

Gústaf (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 09:29

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Mótmælendur spurðu ekki um leyfi, en það tíðkast þegar fólki á að smala á göturnar.

Mótmælendur tóku ekki tilboði lögreglu um að ganga niður Laugarveginn og héldu sig við fjölfarnar umferðargötur, sennilega af því þeir vildu gera aðsúg að höfuðstöðvum lögreglunnar.

Málstaður Saving Iceland kemur lögreglunni ekkert við, en ásetningurinn var sá að ögra lögreglunni og reyna fá samúð þegar lögreglan byrjar að svara áreitinu.

Um er að ræða nokkra tugi manns sem stífluðu umferðargötu og gerðu aðsúg að lögreglunni án þess að mikið væri gert í því. Veldur það engum áhyggjum að lögreglan sé svona máttlaus og hendur hennar bundnar svona mikið?

Geir Ágústsson, 16.7.2007 kl. 10:27

7 identicon

Jamm, ekkert af lýðræðisríkjum heimsins hefur orðið til með ofbeldi, ekki Frakkland, ekki Bandaríkin, ekki ...

Hux Jón (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:32

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst nú allt í lagi að fólk mótmæli, það er ákveðin menning og ef ekki eru notuð vopn eða eitthvað eyðilagt, þá finnst mér bara sjálfsagt að allir megi leggja áheyrslu á mál sitt með þessum hætti.

Málefnið er líka bara gott, mætti kannski ræða betur um það á annan hátt og svo má líka alveg hafa gaman af þessu.  Svolítið eins og götuleikhús

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2007 kl. 13:04

9 identicon

Að stöðva umferð er ekki ofbeldi.

Keli (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 13:57

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núna er ég miðaldra kallskurfur en þegar ég var ungur sat ég á göngunum í menntamálaráðuneytinu og hindraði starfsemi þess og meira að segja náði Sveinn Rúnar að stoppa sjálft Alþingi um stund. 

Ungdómurinn sýnir ávallt merkilegt vit í þá átt að berjast gegn status quo. Hausinn er víst ekki enn að fullu mengaður.  Við þurfum umræðu en alls ekki bælingu. Umræðu, umræðu, umræðu. Við getum ekki notað smjörklípur.

Baldur Fjölnisson, 16.7.2007 kl. 18:01

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega lít ég svo á að ef ég er hindraður eða tafinn við það að komast leiðar minnar, þó sé verið að beita mig obeldi, þ.e.a.s. ef ég á leið um almennar leiðir og engar haldbærar ástæður eru fyrir því að fólk leggi "steina" í götu mína.  Ég lít að svo sé í þessu tilviki.

Því er tilefnislaus hindrun umferðar obeldi að mínu mati.

Hlutverk lögreglu er m.a. að tryggja að umferð gangi sem best fyrir sig og að landslög séu haldin.  Til þess hefur hún að vissu marki "einkaleyfi á ofbeldi", ef svo má að orði komast.  Ef einhverjir neita að fylgja lögum og tilmælum lögreglu, á hún fá andsvör, nema að beita áðurnefndu ofbeldi og á í raun að gera það.

G. Tómas Gunnarsson, 17.7.2007 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband