Samstaða?

Ég fagna því auðvitað ef fylgi við lækkun áfengisskatts er að aukast á Alþingi.  Það er löngu tímabært að ríkið slaki á klónni hvað áfengið varðar.

En það er eitthvað sem segir mér að það sé sömuleiðis "pólítísk samstaða" um að hafa álögurnar óbreyttar eða hækka þær.  Áfengismál hafa löngum gengið þvert á flokkslínur og hafa þingmenn gjarna ákveðnar skoðanir í þessu efni.

En áfengisverð á Íslandi er alltof hátt, og finnst mörgum Íslendingum þetta vera óþarfa áþján sem á þá er lögð. 

Það þekkist líklega ekki víða að þegar menn ræði um sumarleyfi sitt, þá komi áfengisverð á sumarleyfisstaðnum sterkt inn í umræðuna. 

Ennfremur má nefna að hið opinbera sem stendur jú fyrir þessari álagningu, þykir sjálfsagt að selja þeim sem hafa tök og efni á því að ferðast erlendis áfengi með lægri álagningu við heimkomuna.

Það væri vissuleg fróðlegt að sjá tölur yfir hvað mikið áfengi kemur til Íslands með þeim hætti. 

Lægra áfengisverð gæti sömuleiðis dregið úr smygli og heimabruggi og væri hvoru tveggja tvímælalaust til bóta.

Nú er bara að vona að "pólítíska samstaðan" sé víðtæk og sú fylking sem vill lækka verðið, sé stærri en sú sem vill halda í horfinu.


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að áfengisgjaldið verði bara 0 kr á öllu áfengi.

Ég er almennt á móti neyslustýringu... ef drykkjuhegðun einhvers versnar við lækkandi verð þá verður bara að hafa það. Einstaklingurinn verður að bera ábyrgð á eigin neyslu og eigin líkama. Ef það er réttlætanlegt að vernda fólk frá sjálfu sér þá er endalaust hægt að færa línuna alla leið í einhverskonar lögregluríki.

Mín reynsla er líka sú að alkar þurfa sinn skammt og redda honum óháð verðlagi. Hátt verðlag setur alkann bara einnig í meiri fjárhagsvandræði og jafnvel gjaldþrot. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 05:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mikið til í því, en það verður líka að taka með í reikningin og umræðuna að neyslustýringin er oft aðeins tylliástæða fyrir hreinni tekjuöflun. 

Áfengisgjaldið er því að mörgu leyti aðeins enn einn skatturinn sem er lagður á, í því tilfelli á vinsæla vöru, sem þó margir hafa horn í síðu á.

Það hefur því ekki verið vinsælt að vera "talsmaður" áfengis á Íslandi, enda hefur það ekki haft á sér góða ímynd.

En það ber að hafa í huga að áfengið hefur aldrei gert nokkrum neitt að að fyrra bragði.

G. Tómas Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband