Gleðiefni

Það er óneitanlega gleðiefni að Raikkonen skuli vera á ráspól.  Það er heldur ekki hægt annað en að vera sáttur með 3ja sætið hjá Massa, þó að auðvitað ætti Alonso ekki að vera á milli þeirra.

En þetta er ágætis árangur úr tímatökunum og útliti fyrir þokkalega spennandi keppni á morgun.  Hamilton endaði illa í dag, en það sem mér þykir þó undarlegast hvað hann varðar er að McLaren hafa gefið þá yfirlýsingu að sami mótorinn verði notaður.

Það segir ef til vill meira en margt annað um hve Formúlan er að breytast í einhvern undarlegan þolakstur, en snýst ekki um að bestu ökumenn, með bestu hugsanlegu bíla sé att saman. Þetta er miður góð þróun.

En það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn fyrir morgundaginn, ég held að við fögnum sigri með Raikkonen, en það er meiri spurning hvort að Massa nær að skilja Spánverjann eftir í kjalsoginu, en vissulega þurfum við á 1 - 2 sigri að halda.

En 3ji sigur Raikkonen í röð er vel ásættanlegt eins og staðan er í dag.


mbl.is Räikkönen sér fram á erfiða keppni þrátt fyrir ráspólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ferrari rúllað upp á lokasprettinum...ekki nógu góðir bílstjórar þegar upp er staðið og á reynir...Massa rúllað upp í rigningunni. Finninn farinn að slátra vélum eins og hann var svo góður í hjá MacLaren

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband