Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Framsókn í norðri

Það er varla hægt að segja að listi Framsóknarmanna sem hér er tengdur við færsluna sé í NorðAustur kjördæminu, hann er eiginlega bara í norðrinu.

En ég held að þetta verði erfitt fyrir Framsókn, jafnvel í þessu trausta vígi.  Stórsigur þeirra í síðustu kosningum, þar sem þeir komu jafnvel sjálfum sér á óvart og fengu fjóra þingmenn verður ekki endurtekinn.  Ég tel raunhæft að reikna með að þeir nái að krafsa inn tveimur þingmönnum, og þá verða að vera góðar heimtur frá "Kanaríeyjum".

En þetta er erfitt kjördæmi að stilla upp í, erfitt að ná góðri dreifingu kynja, búsetu og þar fram eftir götunum, svona eins og flestir virðast vilja hafa það í dag.  Austfirðingum virðist hafa vantað freklega góðan frambjóðenda, Dagný og Jón skilja eftir sig gríðarlegt tómarúm hjá flokknum á Austurlandi.

Þeir eru hins vegar til sem segja að búseta skipti engu máli, lögheimilin gildi ekkert þegar komið er í "baráttuna".  Þeir hinir sömu hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna frambjóðandinn í 3ja sætinu, Höskuldur Þór Þórhallsson er þá skráður á þennan lista frá Akureyri, þegar öllum ber saman um að hann búi og hafi lögheimili á Langholtsveginum.


mbl.is Gengið frá framboðslista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af dauðarefsingum

Ég bloggaði stuttlega um aftöku Saddams um daginn og sagði að þó ég væri almennt á móti dauðarefsingum þá treysti ég mér ekki til að segja að þær gætu aldrei átt rétt á sér.  Nú hafa fleiri aftökur verið framkvæmdar í Írak, og koma fordæmingar víða að, eina af þeim má lesa hér.

En það eru fjölmargar aftökur sem fara fram víða um heim, sem gjarna vekja litla athygli.  Um eina af þeim má lesa í fréttinni sem tengd er við þessa færslu.  Ekki hef ég séð neina fordæmingu á henni.  Ekki hafa verið neinir fjöldafundir, engir hafa svo ég veit komið saman til að mótmæla henni, engum blöðrum hefur verið sleppt til að minnast fórnarlamba klerkastjórnarinnar í Íran.

En tugir manna eru teknir af lífi í Íran á ári hverju, þó að tölum beri ekki saman.  Þeir sem eru teknir af lífi geta sumir hverjir ekki einu sinni talist sekir, alla vegna ekki eftir þeim stöðlum sem við oftast kjósum að nota.  Þeir hafa afneitað trúarbrögðum, eru "fundnir sekir" um hórdóm eða samkynhneigð svo dæmi séu tekin.

Svipaða sögu má segja frá Kína, þar eru tugir eða hundruðir manna teknir af lífi á hverju ári, aftökurnar virðast jafnvel vera skipulagðar í samræmi við eftirspurn eftir líffærum þeirra sem hafa verið dæmdir til dauða.  Ég man ekki í svipinn eftir mörgum þjóðarleiðtogum sem hafa fordæmt þetta athæfi, alla vegna ekki opinberlega.

Flestir ættu að kannast við þann fjölda aftakna sem framkvæmdur er í Bandaríkjunum á hverju ári, það má nefna til sögunnar mörg fleiri ríki.

Mér þykir það skrýtin staðreynd, ef Saddam Hussein og böðlar hans eru þau dæmi sem menn helst velja sér þegar þeir fordæma og berjast gegn dauðarefsingum.

Kaldhæðnin er líklega að aftaka böðlanna mætti meiri andstöðu og var fordæmd víðar, en flestar ef ekki allar þær aftökur sem þeir stóðu fyrir.
mbl.is Mannræningi hengdur á torgi í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking - Endurtekur sagan sig?

Menn  eru mikið farnir að spá fyrir um hvernig stjórn verði mynduð að loknum kosningunum í vor.  Kaffibandalagið er með meirihluta í könnunum, en æ fleiri hafa trú á því að sá "bolli" verði ekki drukkinn í botn.

Þá er líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn geti valið hvorum hann starfi með, Samfylkingu eða Vinstri grænum.  Hvor um sig er nokkuð líklegur til að vilja legga nokkuð á sig til að verða fyrir valinu. "Eyðimerkurgangan" er búin að vera það löng.  Margir leggja ennfremur á það áherslu að Samfylkingin væri líklega tilbúin að leggja mikið í sölurnar, formaðurinn megi ekki við því að koma flokknum ekki í ríkisstjórn, að öðrum kosti verði henni ekki lengi til setunnar boðið.  Sumir hafa jafnvel tekið það sterkt til orða í mín eyru að segja að ef Samfylkingin komist ekki í ríkisstjórn sé stór hætta á að flokkurinn klofni niður.

Mér er sagt að í viðtali í Morgunblaðinu í dag, viðurkenni Ingibjörg Sólrún að viðræður hafi verið á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  Það eykur vissulega líkurnar á því að einhverjum öðrum svelgist á kaffinu.  En Samfylking og VG keppast um það þessa dagana að láta hvorir aðra vita, að kaffi fáist á fleiri stöðum.

Hitt er svo vissulega möguleiki að Framsókn fái "herbergi" í parhúsinu sem VG og Samfylking búa í þessa dagana.  Það væri þá endurtekning á því sem gerðist 1978, þegar A-flokkarnir unnu glæstan sigur, gátu ekki komið sér saman um hvor þeirra ætti að fá forsætisráðherraembættið (hljómar kunnuglega ekki satt?) og sem málamiðlun varð úr að Framsókn fékk embættið.  En þessi ríkisstjórn fékk snautlegan endi, þannig að það er ekki ólíklegt að sporin hræði.  En þetta er auðvitað dæmi um það að það hefur engan vegin verið órjúfanleg hefð að stærsti flokkurinn í samstarfi fái forsætisráðuneytið.

Í þessum vangaveltum hef ég látið Frjálslynda flokkinn liggja "utangarðs". Ég tel hann enda ekki "stjórnarmateríal", ekki nú um stundir.  Enn það er vissulega enn langt til kosninga.


Uppgangur í Írak

Það er ekki hægt að segja að jákvæðar fréttir frá Írak hafi tröllriðið fjölmiðlum undanfarin ár og misseri.  Landið virðist vera í kaldakoli og engar líkur á því að ástandið fari batnandi á næstunni.

Á föstudaginn las ég hinsvegar dálk í Globe and Mail sem fjallaði um efnahaginn hjá Írökum.  Eins og kemur fram í dálkinum gerir uppgangur í efnahagslífinu hörmungarnar í landinu ekki bærilegri, uppgangur í efnahagslífinu dregur ekki úr hörmungunum sem dynja þar á almenningi daglega, en uppgangurinn sýnir að stærstur hluti íbúanna styður engan stríðsaðilann, heldur vill lifa lífinu og byggja upp landið, auðga líf sitt og meðborgara sinna. 

En það gladdi mig, alla vegna um stund, að lesa jákvæðar fréttir frá Írak.

En smá brot úr dálkinum í Globe and Mail, sem er ritaður af Neil Reynolds:

"Retail and wholesale trade sectors are thriving. Real estate prices are soaring -- up by several hundred per cent in the past couple of years. Iraqi oil production (at two million barrels a day) approaches Venezuelan production (2.4 million barrels a day) and could easily double in the next few years. On average, Iraqis earn 100 per cent more, in real terms, than they did under Saddam Hussein.

Public opinion surveys indicate that Iraqis are now, in economic expectations, at least, expansively optimistic."

"None of this lessens the horrors of the savage insurgency in the infamous Sunni Triangle. But none of it warrants suppression of Iraq's economic boom, either, yet it remains an "invisible" story, as Newsweek puts it, in most international coverage. Take unemployment as a single example. Are Iraqis underemployed? Inefficiently employed? Dangerously employed? Absolutely. But are 50 per cent of Iraqis unemployed -- or indeed, as some reports have it, 70 per cent? Newsweek itself says that Iraq's unemployment rate "runs between 30 per cent and 50 per cent." Yet this kind of guesswork was disproved in mid-2005 when a comprehensive research study, using International Labour Organization definitions and standards, put Iraq's unemployment rate at 10.1 per cent.

In an assessment of Iraqi unemployment for the U.S. Congress, Rand Corporation researchers declared that bloated estimates of Iraqi unemployment were "seriously flawed," that the country possessed "an economically active, albeit poor, male citizenry." The report calculated the labour force participation rate for Iraqi men at 69 per cent. (By comparison, the rate for Canadian men is 73 per cent.) The participation rate for Iraqi women, however, was 13 per cent -- a similar percentage, the report noted, "to the participation rate [for women] in all of the Arab countries of the Middle East and North Africa."

Contrary to the TV image of Iraqis men loitering around the wreckage of bombed cars, the Rand report described an enterprising people with an almost heroic work ethic. By far, it observed, most Iraqis were self-employed in private sector work, many holding more than one job. "The problem in Iraq isn't unemployment," the report said. "It's poverty." "

"Iraqi government, which has endeavoured, slowly and awkwardly, to liberate the country's highly centralized, bureaucracy-bound economy. (The ousted Baathists -- Arabic for "Resurrectionists" -- were, after all, national socialists.) Among all these liberal, market-driven reforms, the most important has been Iraq's cautious momentum toward world market prices for gasoline and diesel fuel.

A year ago, Iraq still sold gasoline to Iraqis for a penny a litre. Smuggled into Turkey, the penny-worth of gas became an asset worth a dollar, producing a hundredfold return. The long lineups for gas across Iraq became an apparently permanent symbol of the country's inability to pump enough gas for its own consumption. By some estimates, the gas price subsidy, along with the corruption it induced, cost Iraq as much as 40 per cent of its oil production and more than 10 per cent of its entire GDP. But criminal profits, as much as righteous profits, can drive economic growth.

Iraq now has its domestic gas price up to 14 cents a litre. It still has a way to go."

Dálkinn má finna hér.

Þar sem vitnað var til greinar í Newsweek, þá leitaði ég hana uppi á vefnum. 

Í greininni í Newsweek mátti meðal annars lesa eftirfarandi:

"In what might be called the mother of all surprises, Iraq's economy is growing strong, even booming in places."

"It may sound unreal, given the daily images of carnage and chaos. But for a certain plucky breed of businessmen, there's good money to be made in Iraq. Consider Iraqna, the leading mobile-phone company. For sure, its quarterly reports seldom make for dull reading. Despite employees kidnapped, cell-phone towers bombed, storefronts shot up and a huge security budget—up to four guards for each employee—the company posted revenues of $333 million in 2005. This year, it's on track to take in $520 million. The U.S. State Department reports that there are now 7.1 million mobile-phone subscribers in Iraq, up from just 1.4 million two years ago. Says Wael Ziada, an analyst in Cairo who tracks Iraqna: "There will always be pockets of money and wealth, no matter how bad the situation gets."

"Civil war or not, Iraq has an economy, and—mother of all surprises—it's doing remarkably well. Real estate is booming. Construction, retail and wholesale trade sectors are healthy, too, according to a report by Global Insight in London. The U.S. Chamber of Commerce reports 34,000 registered companies in Iraq, up from 8,000 three years ago. Sales of secondhand cars, televisions and mobile phones have all risen sharply. Estimates vary, but one from Global Insight puts GDP growth at 17 percent last year and projects 13 percent for 2006. The World Bank has it lower: at 4 percent this year. But, given all the attention paid to deteriorating security, the startling fact is that Iraq is growing at all.

How? Iraq is a crippled nation growing on the financial equivalent of steroids, with money pouring in from abroad. National oil revenues and foreign grants look set to total $41 billion this year, according to the IMF. With security improving in one key spot—the southern oilfields—that figure could go up.

Not too shabby, all things considered. Yes, Iraq's problems are daunting, to say the least. Unemployment runs between 30 and 50 percent. Many former state industries have all but ceased to function. As for all that money flowing in, much of it has gone to things that do little to advance the country's future. Security, for instance, gobbles up as much as a third of most companies' operating budgets, whereas what Iraq really needs are hospitals, highways and power-generating plants.

Even so, there's a vibrancy at the grass roots that is invisible in most international coverage of Iraq. Partly it's the trickle-down effect. However it's spent, whether on security or something else, money circulates. Nor are ordinary Iraqis themselves short on cash. After so many years of living under sanctions, with little to consume, many built up considerable nest eggs—which they are now spending. That's boosted economic activity, particularly in retail. Imported goods have grown increasingly affordable, thanks to the elimination of tariffs and trade barriers. Salaries have gone up more than 100 percent since the fall of Saddam, and income-tax cuts (from 45 percent to just 15 percent) have put more cash in Iraqi pockets. "The U.S. wanted to create the conditions in which small-scale private enterprise could blossom," says Jan Randolph, head of sovereign risk at Global Insight. "In a sense, they've succeeded.""

" A government often accused of being no government at all has somehow managed to take its first steps to liberalize the highly centralized economy of the Saddam era. Iraq has a debt-relief deal with the IMF that requires Baghdad to end subsidies and open up its gas-import market. Earlier this year the government made the first hesitant steps, axing fuel subsidies—and sending prices from a few cents a liter to around 14. "This has become one important way of institutionally engaging with Iraq," says economist Colin Rowat at the University of Birmingham. "If you lose that engagement, then that means a lot more people have given up on Iraq."

It goes without saying: real progress won't be seen until the security situation clears up. Iraq still lacks a functioning banking system. Though there's an increasing awareness of Iraq as a potential emerging market, foreign investors won't make serious commitments until they are assured a measure of stability. Local moneymen are scarcely more bullish on the long term. In Iraq's nascent bond market, buyers have so far been willing to invest in local-currency Treasury bills with terms up to six months, max."

Greinina í heild má finna hér

 


Af Akureyringum

Það er eitthvað skrýtið að fylgjast með fréttum af Akureyringum þessa dagana.  Það sem helst vekur athygli er ekki beint jákvætt.

Einn vill kaupa sér sæti á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir 2 milljónir, en annar lýsir því yfir að:

"Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra. Ég hef verið með íþróttafélögin í bænum meira og minna inni á gafli hjá mér í 20 ár – að mestu leyti endurgjaldslaust – og mér finnst að forráðamenn þeirra hefðu átt að styðja mig í þessu máli. Þeir hafa þagað þunnu hljóði og ég er mjög ósáttur við þá," sagði Sigurður í gær."

Þetta má alla vegna lesa í fréttinni sem þessi færsla er tengd við.

Jákvæðar fréttir eins og að fyrsta konan tók við sem bæjarstjóri á Akureyri nú nýverið falla í skuggann af þessu.

Líklega vantar tilfinnanlega góð "PR" fyrirtæki í höfuðstað Norðurlands, sem frambjóðendur og fyrirtækjaeigendur geta leitað til.

 


mbl.is Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rækta kjöt á diski

Fyrir nokkru bloggaði ég hér um afurðir klónaðra dýra og hugsanlega sölu á þeim.  Nú er er hins vegar næsta skref þar á eftir að koma til sögunnar, ef marka má fréttir.  Það virðist sem sé að það sé farið að styttast í það við þurfum ekki nema agnarögn af dýrunum, til að geta boðið upp á dýrindis steikur. 

Næsta skref verður sem sé að rækta kjöt á án þess úr frumum, án þess að leita liðsinnis blessaðra dýranna við verknaðinn.

Ef til getur maður keypt sér örlítinn kjötbita og fylgst með honum vaxa og dafna í ísskápnum, þangað til tímabært er að bjóða vinum sínum yfir í kvöldmat.  :-)

En þetta mátti lesa á vef The Times:

"Winston Churchill, a carnivore to the core, saw the future of meat back in 1936. “Fifty years hence,” he wrote, “we shall escape the absurdity of growing a whole chicken in order to eat the breast or wing, by growing these parts separately under a suitable medium.”

Churchill’s timing was out by at least three decades, but his prediction is steadily moving closer to reality. While governments chew over the science of meat production — from the US Food and Drug Administration’s recent backing for the consumption of meat and milk from cloned animals to this week’s revelation of a calf born to a cloned cow in Shropshire — scientists are now working feverishly on a third solution.

In different parts of the world, rival research teams are racing to produce meat using cell-culture technology. Several patents have been filed. Scientists at Nasa has been experimenting since 2001 and the Dutch Government is sponsoring a $4 million (£2 million) project to cultivate pork meat.

The idea may be stomach-turning, but the science for making pork in a Petri dish already exists.

Put simply, the process relies on a muscle precursor cell known as a myoblast, a sort of stem cell preprogrammed to grow into muscle. This cell is extracted from a living animal, and encouraged to multiply in a nutritional broth of glucose, amino acids, minerals and growth factors — Churchill’s “suitable medium”. The cells are poured on to a “scaffold” and placed in a bioreactor, where they are stretched, possibly using electrical impulses, until they form muscle fibres.

The resulting flesh is then peeled off in a “meat-sheet”and may be ground up for sausages, patties or nuggets.

Those readers now choking on their morning fry-ups will be relieved to learn that it is not quite that easy. For a start, the process is prohibitively costly. Growing one kilo of “meat” costs about $10,000, making this by far the most expensive fillet steak in the world. Merely creating a commercially viable growth medium for the cells is a monumental challenge.

Proponents of cultured meat argue that if the hurdles can be overcome then the implications for the human food chain are revolutionary – in terms of animal ethics, environmental protection, and human health. “The effect would be enormous, because there are so many problems associated with meat production,” says Jason Matheny, director of New Harvest, a non-profit group in the US promoting such research.

Meat that has never been part of an entire living animal is potentially far cleaner and healthier. Free from growth hormones and antibiotics, cultured meat could be made healthier by removing the harmful fats and introducing “good” fats such as omega-3."

"It has even been suggested that laboratory meat could expand the gastronomic possibilities for carnivores, since scientists could harvest myoblasts from rare animals without killing anything. Leopard sausages? Coelacanth kedgeree? The issue of cultured meat may, finally, be more philosophical than scientific (or culinary). Would lab-meat represent a step away from the cruelties of much animal production, or yet more disastrous tinkering with the food chain? Would humans be prepared to eat a meat that had never breathed?

Even though he had the idea, Winston Churchill would never have replaced old-fashioned meat with high-protein, health-giving, artificial substitute. When an adviser wanted to reduce the wartime meat ration, Churchill refused to countenance it, declaring: “Almost all food faddists I have ever known — nut-eaters and the like — have died young after a long period of senile decay.”"

Sjá fréttina í heild hér 

Hér má svo sjá skýringarmynd sem er nauðsynlegt að skoða í þessu samhengi.


Eru það ekki akkúrat svona menn....

... sem eru ekki vel til þess fallnir að gerast innflytjendur og væri betra að þeir héldu sig á uppvaxtarslóðunum?


mbl.is Múslímaklerkur segir brjálæðislegt frelsi ríkja í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af sauðfé

Það er löng saga að segja frá hvernig það lambakjöt sem Íslendingar og nokkrir útlendingar snæða er greitt.  Raunar verð ég að viðurkenna að ég þekki þá sögu ekki frá upphafi til enda.  Það krefst líklega enda langrar og strangrar rannsóknarvinnu að finna út hvernig verðið á kjötinu er fundið út, hvað skuli greitt af þeim sem kaupir kjötið og hvað skuli greitt af hinum ýmsu sjóðum sem skattgreiðendur á Íslandi eru látnir fjármagna.

Í fréttinni sem þessi færsla er tengd við má finna eftirfarandi setningu:

"Samkvæmt fjárlögum þessa árs renna 3,2 milljarðar til sauðfjárframleiðslunnar, þar af fara um 1,7 milljarðar í beingreiðslur til bænda."

Það fylgir ekki sögunni hvað framleiðslan er mikil og þar af leiðandi hve mikið skattgreiðendur greiða með þessum hætti fyrir hvert kíló af kjöti.  Hitt veit ég að ég gæti keypt um það bil 5925 tonn af lambalærum fyrir þessa upphæð hér út í búð, það er að segja á smásöluverði.  Þau lambalæri koma hins vegar frá Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þá reikna ég dollarann á 60 krónur og kílóið af lambalærinu á 9 dollara, sem er ekki óalgengt verð hér.

En setningin hér að ofan sýnir einnig að bændur fá aðeins 1.7 milljarða af þessari upphæð, eða rétt ríflega helmingin.  Það væri vissulega fróðlegt að sjá það sundurliðað hvernig afgangurinn, einn og hálfur milljarður skiptist.  Það er árlegur kostnaður, en hvernig skiptist hann?

Ég velti því stundum fyrir mér hvort að þeir "sauðir" sem skili bændum mestu fé og bestum arði, séu ekki alfarið án ullar?

 


mbl.is Krefjast afnáms útflutningsskyldu lambakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandfundir vextir - Hvar eru þeir 3% eða lægri?

Í haust skrifaði ég hér á bloggið 2. innlegg um vexti í evrulöndunum. Þau má sjá hér og hér. Kveikjan að þessum skrfum voru greinar sem Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður birti á vef sínum og lesa má hér og hér.

Nú nýverið fékk ég svo tölvupóst þar sem kunningi minn sagði mér að nú væri ný grein kominn á vef Björgvins þar sem lesa mætti eftirfarandi, sama dæmið og áður:

"Fyrr á árinu birti ég grein sem byggði á dæmi sem Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, bjó til um mun á húsnæðisláni á Evrukjörum og íslenskum. Niðurstaðan er afgerandi enda skeikar litlum 50 milljónum á því sem greitt er meira af íslenska láninu en láni í Evrum.

Íslenski húsnæðiskaupandinn þarf í þessu dæmi að borga heilum 50 milljónum króna meira á 40 ára lántökutíma af 15 milljóna láni en sambærilegu láni á Evrusvæðinu. Dæmið rek ég hér á eftir. Gengisdýfur, hátt matvælaverð og vaxtaokur hafa vakið marga af værum blundi um stöðu mála og því er vert að taka ítarlegri umræðu um samskiptin við Evrópu á næstu misserum.

Til að framkvæma samanburð á því hvernig er að vera á húsnæðislánamarkaði á Íslandi og á Evrusvæðinu þá er það hægt með einfölfum hætti í reikningsvél Frjálsa fjárfestingabankans www.frjalsi.is.  Slegið er inn í reiknivélina lán sem eru á vöxtum og verðbólgu Evrusvæðisins, merkt við jafnar afborganir efst til vinstri, setjið t.d. 15 milljónir í næsta reit og því næst 3% vexti (hægt að fá lægri vexti), veljið óverðtryggt lán og 480 gjalddaga. 

Neðst kemur upp íslenska lánsins sjálfkrafa.  Veljið t.d. 3.5% verðbólgu, gætið þess að velja 40 ár, ýtið á reikna og þá blasir munurinn við:

                                                       Evrópskt lán            Íslenskt lán
Meðalgreiðsla næstu 12 mánuði         68.321 kr.              75.092 kr.
Meðalgreiðsla yfir allan lánstímann    50.040 kr.              154.547 kr.
Afborgun                                            15.000.000 kr.    15.000.000 kr.
Vextir og verðbætur                           9.018.990 kr.           59.184.215 kr.
Samtals greitt:                                  24.018.990 kr.        74.184.215 kr.

Það munar semsagt 50 milljónum króna í kostnaði fyrir húsnæðiskaupandann eftir því hvort verslað er húsnæði á Íslandi eða í Evrópu. Hálfum mánaðarlaunum afborganirnar á mánuði að jafnaði yfir allan lánstímann." 

Greinina í heild má finna hér.  Sem fyrr eru ekki nefndar til sögunnar nokkrar lánastofnanir sem bjóða upp á 3% vexti eða lægri.  Mér hefur reynst það ómögulegt að finna lánastofnanir sem bjóða slíka vexti á evrusvæðinu, en það getur auðvitað verið vegna vanþekkingar minnar á þeim markaði.Þó virðist mér það vera nokkuð algengt að bankar bjóði húsnæðislán með ákveðnu álagi á Euribor vexti (www.euribor.org), en hvernig þeir vextir hafa verið það sem af er ári má sjá t.d. hér.  Það vantar þó nokkuð upp á að slíkt fyrirkomulag hafi skilað vöxtum í kringum 3% eða lægri nú um töluvert skeið.Ég skoðaði þó sem áður vextina sem Bank of Ireland býður upp á og skoðaði líka vexti hjá Allied Irish Bank.  Það er augljóst af þeim tölum að ef 3% vexti á húsnæðislánum er einhversstaðar að finna á evrusvæðinu, er það ekki á Írlandi. 

Það má þá líklega líka segja að þó að einhversstaðar væri að finna 3% vexti á Evrusvæðinu, væri enginn trygging fyrir því að Íslendingar nytu þeirra (væru þeir meðimir) frekar en Írar gera það.

En ef einhver veit um banka á Evrusvæðinu sem er að bjóða 3% vexti eða lægri, væri gott að fá link á þá hér í athugasemdum.

Ég athugaði líka stuttlega vexti í Danmörku, en krónan þeirra er fastbundin við evruna þó að þeir hafi tekið þann kost að vera ekki í evrusamstarfinu, sömu sögu er að segja af Eistnesku krónunni, en vexti þar má sjá hér. Hér má svo sjá vexti í Noregi, en það má auðvitað segja að gott sé að bera þá saman við Íslenska vexti, þar sem þeir eru ekki í Evrusamstarfi, en eru þó auðvitað mikið stærra hagkerfi en Ísland.

Því verður ekki á móti mælt að vaxtakjör til húsnæðiskaupa eru víða betri en á Íslandi, en munurinn er alls ekki eins mikill og margir stuðningsmenn ESB vilja vera láta.  Það ber einnig að hafa í huga að ég hef ekki rekist á banka á Evrusvæðinu sem býðst til að lána með föstum vöxtum til 40 ára, og einnig þá staðreynd að þó að vextir hafi verið lágir á Evrusvæðinu á árunum 2004, 2005 og fyrri part 2006, þá voru vextir til húsnæðiskaupa mun hærri árin á undan og byrjuðu að stíga aftur á seinnihluta 2006.

Vextir voru lágir, enda efnahagslífið í hægri siglingu, atvinnuleysi mikið og þörf á því að örva hagkerfið.  Nú horfir heldur til betri vegar og því eru vextirnir á uppleið.

En auðvitað væri það gott ef einhver fjölmiðilinn  tæki sig til og bæri saman heildarkostnað við húsnæðislán á Íslandi og í öðrum löndum, en það væri auðvitað nauðsynlegt að bera saman aðrar hagstærðir sömuleiðis, svo sem atvinnuleysi, kaupmáttaraukningu, hagvöxt og annað slíkt. 

Það getur nefnilega gefið villandi mynd, ef aðeins eitt atriði s.s. vaxtastig er tekið út úr, ég tala nú ekki um ef að það er gefið upp þó nokkuð lægra heldur en raunin er.

Það getur verið verulega villandi.


Tæknibyltingin

Já, ég held að þetta sé rétt hjá Gates, líklega varir þetta þó lengur en áratug, og byrjaði fyrir þó nokkru.   Tækniframfarirnar hafa verið ótrúlegar.  Maður verður ekki síst var við framþróunina þegar maður býr fjarri "heimahögum".

Dagblöð þurfa ekki pappír, ég sæki þau á PDF á netinu, að hlusta á útvarp frá Íslandi er auðvelt mál, sama gildir um sjónvarp (þó er ekki allt aðgengilegt á netinu).  Ég sendi myndir í prentun í gegnum netið og þá skiptir engu máli hvort ég sendi þær til Costco hér í Toronto, eða til Pedromynda á Akureyri.

Hver sem er tekur upp myndbönd slengir þeim á YouTube eða álíka servera og getur þannig dreift efni til allra sem kæra sig um að sjá.  FlckR gegnir sama hlutverki fyrir ljósmyndara.

Það má þó ekki gleyma því í öllum hamaganginum, að það er alltaf innihaldið sem skiptir máli, ekki aðgangurinn.

Núna hringi ég flest mín símtöl beint úr tölvunni, ýmist fyrir lítið fé eða ekki neitt, það er engin smá breyting.

Ekkert mál er að sinna verkefnum heima fyrir (þó ekki öllum) og senda hvert á land sem er. 

Stafræna samfélagið er vissulega komið vel á legg, pappírslausa samfélagið lætur þó vissulega á sérs standa.  En þessi tækni sparar samt bæði tíma og hráefni og er að því leyti til umhverfisvæn.  Eins og áður sagði er hægt að lesa blöð án pappírs, ekki þarf "framkallara", "fixera" og "stoppböð" fyrir stafrænar "filmur", líklega eru færri myndir prentaðar út en ella, segulbönd eru óþörf og svona mætti lengi telja.

Síðast en ekki síst gefur tæknin kverúlöntum eins og mér tækifærir til að koma skoðunum mínum á framfæri án töluverðar fyrirhafnar.  Það getur þó verið að mörgum þyki það ekki teljast til framfara.


mbl.is Bill Gates fagnar „stafræna áratugnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband