Framsókn í norðri

Það er varla hægt að segja að listi Framsóknarmanna sem hér er tengdur við færsluna sé í NorðAustur kjördæminu, hann er eiginlega bara í norðrinu.

En ég held að þetta verði erfitt fyrir Framsókn, jafnvel í þessu trausta vígi.  Stórsigur þeirra í síðustu kosningum, þar sem þeir komu jafnvel sjálfum sér á óvart og fengu fjóra þingmenn verður ekki endurtekinn.  Ég tel raunhæft að reikna með að þeir nái að krafsa inn tveimur þingmönnum, og þá verða að vera góðar heimtur frá "Kanaríeyjum".

En þetta er erfitt kjördæmi að stilla upp í, erfitt að ná góðri dreifingu kynja, búsetu og þar fram eftir götunum, svona eins og flestir virðast vilja hafa það í dag.  Austfirðingum virðist hafa vantað freklega góðan frambjóðenda, Dagný og Jón skilja eftir sig gríðarlegt tómarúm hjá flokknum á Austurlandi.

Þeir eru hins vegar til sem segja að búseta skipti engu máli, lögheimilin gildi ekkert þegar komið er í "baráttuna".  Þeir hinir sömu hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna frambjóðandinn í 3ja sætinu, Höskuldur Þór Þórhallsson er þá skráður á þennan lista frá Akureyri, þegar öllum ber saman um að hann búi og hafi lögheimili á Langholtsveginum.


mbl.is Gengið frá framboðslista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, voðalega eru þetta nú innantómar vangaveltur.  Og svo það komi fram þá er Höskuldur Akureyringur í húð og hár, þrátt fyrir að hann hafi neyðst til að flytja til Reykjavíkur til að stunda vinnu.  

Hilmar Vilberg Gylfason

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hef aldrei gert kröfu um að litið sé á vangaveltur mínar sem sérlega djúpar eða innihaldsríkar.  En þeir eru vissulega margir Akureyringarnir sem hafa "neyðst" til að flytja frá Akureyri.  Svo er það spurning hvenær og hvort menn hætta að vera Akureyringar, ef það er þá hægt? 

En það sem ég var að benda í í lokasetningunni, er að ef menn eru þeirrar skoðunar að hvar frambjóðendur séu búsettir, skipti engu máli, þá sé varla ástæða til þess að fela það, en venjan hefur verið hvað varðar framboðslista að nefna lögheimili, en ekki upprunastað.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2007 kl. 14:47

3 identicon

Svo það komi fram þá hefur Höskuldur aldrei verið að fela það að hann væri búsettur í Reykjavík enda stóð það á opinberum framboðslistum fyrir prófkjörið. 

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það segir sig nokkuð sjálft, enda samþykkja kjörstjórnir ekkert annað en lögheimili.  Það er því því skrýtnara að nota það ekki í tilkynningu sem send er til fjölmiðla, eins og sjá má í fréttinni sem þessi færsla er hengd við.  Ég hef ekki trú á því að mbl.is hafi tekið upp á því að breyta þessu, þannig að það hlýtur að vera Framsóknarflokkurinn.  Hvað þeir telja sig svo vinna með því verður hver og einn að dæma fyrir sig, nema sá Framsóknarmaður sem breytti þessu vilji upplýsa það?

G. Tómas Gunnarsson, 20.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband