Er ennþá hægt að fá undir 3% vexti til húsnæðiskaupa í Evrópusambandinu?

Fyrir nokkru bloggaði ég hér, um grein sem alþingismaðurinn Björgvin Sigurðsson hafði ritað á heimasíðu sína og bar saman vexti til húsnæðiskaupa á Íslandi og í Evrópusambandinu.

Í dag fékk ég svo tölvupóst þar sem mér var bent á að Björgvin hefði skrifað nýja grein, þar sem sama dæmi er tekið.  Þar er hann að fjalla um hve krónan sé íslendingum dýr og nefnir enn og aftur að vextir í ESB séu 3% og jafnvel lægri.

Sem fyrr nefnir Björgvin engin dæmi máli sínu til stuðnings, og mér hefur reynst ómögulegt að finna dæmi um vexti til húsnæðiskaupa sem eru 3% eða lægri.

Vextir hafa enda verið á uppleið í ESB, enda hagvöxtur allur að koma til eins og kemur fram í frétt mbl.is, sem hér er tengd við, og eftirspurn eftir vörum og fjármagni að aukast.

Því langar mig enn og aftur að biðja þá sem þetta kunna að lesa, að setja inn tengingar hér í athugasemdir, ef þeir hafa upplýsingar um vexti á þessum nótum.


mbl.is Hagvöxtur ekki meiri í sex ár á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Mjög góð greinin þín frá 8. ágúst, ég var einmitt að velta því sama fyrir mér. Svo ég bendi á aðra "blekkingu" hjá Björgvin, þá er heldur vafasamt að skella 3,5% verðbólgu ofan á lánsvextina og bera saman við "evrópska" vexti. Það er einfaldlega verið að bera saman epli og appelsínur, enda má fastlega gera ráð fyrir því að kaupmáttur launa haldi amk í við verðlagsþróun, þ.e.a.s. laun landsmanna ættu líka að hækka um amk 3,5% á ári. Fyrir vikið skekkir það allan samanburð. Annars má til gamans geta að skv. skýrslu frá Hagfræðistofnun frá 2004 (að mig minnir), má gera ráð fyrir því að raunvextir lækki um 0,2 til 1% ef Evra yrði tekin upp. Vissulega ávinningur, en hvergi nærri eins ýktur og af er látið.

Agnar Freyr Helgason, 15.8.2006 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband