Af sauðfé

Það er löng saga að segja frá hvernig það lambakjöt sem Íslendingar og nokkrir útlendingar snæða er greitt.  Raunar verð ég að viðurkenna að ég þekki þá sögu ekki frá upphafi til enda.  Það krefst líklega enda langrar og strangrar rannsóknarvinnu að finna út hvernig verðið á kjötinu er fundið út, hvað skuli greitt af þeim sem kaupir kjötið og hvað skuli greitt af hinum ýmsu sjóðum sem skattgreiðendur á Íslandi eru látnir fjármagna.

Í fréttinni sem þessi færsla er tengd við má finna eftirfarandi setningu:

"Samkvæmt fjárlögum þessa árs renna 3,2 milljarðar til sauðfjárframleiðslunnar, þar af fara um 1,7 milljarðar í beingreiðslur til bænda."

Það fylgir ekki sögunni hvað framleiðslan er mikil og þar af leiðandi hve mikið skattgreiðendur greiða með þessum hætti fyrir hvert kíló af kjöti.  Hitt veit ég að ég gæti keypt um það bil 5925 tonn af lambalærum fyrir þessa upphæð hér út í búð, það er að segja á smásöluverði.  Þau lambalæri koma hins vegar frá Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þá reikna ég dollarann á 60 krónur og kílóið af lambalærinu á 9 dollara, sem er ekki óalgengt verð hér.

En setningin hér að ofan sýnir einnig að bændur fá aðeins 1.7 milljarða af þessari upphæð, eða rétt ríflega helmingin.  Það væri vissulega fróðlegt að sjá það sundurliðað hvernig afgangurinn, einn og hálfur milljarður skiptist.  Það er árlegur kostnaður, en hvernig skiptist hann?

Ég velti því stundum fyrir mér hvort að þeir "sauðir" sem skili bændum mestu fé og bestum arði, séu ekki alfarið án ullar?

 


mbl.is Krefjast afnáms útflutningsskyldu lambakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband