Vandfundir vextir - Hvar eru þeir 3% eða lægri?

Í haust skrifaði ég hér á bloggið 2. innlegg um vexti í evrulöndunum. Þau má sjá hér og hér. Kveikjan að þessum skrfum voru greinar sem Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður birti á vef sínum og lesa má hér og hér.

Nú nýverið fékk ég svo tölvupóst þar sem kunningi minn sagði mér að nú væri ný grein kominn á vef Björgvins þar sem lesa mætti eftirfarandi, sama dæmið og áður:

"Fyrr á árinu birti ég grein sem byggði á dæmi sem Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, bjó til um mun á húsnæðisláni á Evrukjörum og íslenskum. Niðurstaðan er afgerandi enda skeikar litlum 50 milljónum á því sem greitt er meira af íslenska láninu en láni í Evrum.

Íslenski húsnæðiskaupandinn þarf í þessu dæmi að borga heilum 50 milljónum króna meira á 40 ára lántökutíma af 15 milljóna láni en sambærilegu láni á Evrusvæðinu. Dæmið rek ég hér á eftir. Gengisdýfur, hátt matvælaverð og vaxtaokur hafa vakið marga af værum blundi um stöðu mála og því er vert að taka ítarlegri umræðu um samskiptin við Evrópu á næstu misserum.

Til að framkvæma samanburð á því hvernig er að vera á húsnæðislánamarkaði á Íslandi og á Evrusvæðinu þá er það hægt með einfölfum hætti í reikningsvél Frjálsa fjárfestingabankans www.frjalsi.is.  Slegið er inn í reiknivélina lán sem eru á vöxtum og verðbólgu Evrusvæðisins, merkt við jafnar afborganir efst til vinstri, setjið t.d. 15 milljónir í næsta reit og því næst 3% vexti (hægt að fá lægri vexti), veljið óverðtryggt lán og 480 gjalddaga. 

Neðst kemur upp íslenska lánsins sjálfkrafa.  Veljið t.d. 3.5% verðbólgu, gætið þess að velja 40 ár, ýtið á reikna og þá blasir munurinn við:

                                                       Evrópskt lán            Íslenskt lán
Meðalgreiðsla næstu 12 mánuði         68.321 kr.              75.092 kr.
Meðalgreiðsla yfir allan lánstímann    50.040 kr.              154.547 kr.
Afborgun                                            15.000.000 kr.    15.000.000 kr.
Vextir og verðbætur                           9.018.990 kr.           59.184.215 kr.
Samtals greitt:                                  24.018.990 kr.        74.184.215 kr.

Það munar semsagt 50 milljónum króna í kostnaði fyrir húsnæðiskaupandann eftir því hvort verslað er húsnæði á Íslandi eða í Evrópu. Hálfum mánaðarlaunum afborganirnar á mánuði að jafnaði yfir allan lánstímann." 

Greinina í heild má finna hér.  Sem fyrr eru ekki nefndar til sögunnar nokkrar lánastofnanir sem bjóða upp á 3% vexti eða lægri.  Mér hefur reynst það ómögulegt að finna lánastofnanir sem bjóða slíka vexti á evrusvæðinu, en það getur auðvitað verið vegna vanþekkingar minnar á þeim markaði.Þó virðist mér það vera nokkuð algengt að bankar bjóði húsnæðislán með ákveðnu álagi á Euribor vexti (www.euribor.org), en hvernig þeir vextir hafa verið það sem af er ári má sjá t.d. hér.  Það vantar þó nokkuð upp á að slíkt fyrirkomulag hafi skilað vöxtum í kringum 3% eða lægri nú um töluvert skeið.Ég skoðaði þó sem áður vextina sem Bank of Ireland býður upp á og skoðaði líka vexti hjá Allied Irish Bank.  Það er augljóst af þeim tölum að ef 3% vexti á húsnæðislánum er einhversstaðar að finna á evrusvæðinu, er það ekki á Írlandi. 

Það má þá líklega líka segja að þó að einhversstaðar væri að finna 3% vexti á Evrusvæðinu, væri enginn trygging fyrir því að Íslendingar nytu þeirra (væru þeir meðimir) frekar en Írar gera það.

En ef einhver veit um banka á Evrusvæðinu sem er að bjóða 3% vexti eða lægri, væri gott að fá link á þá hér í athugasemdum.

Ég athugaði líka stuttlega vexti í Danmörku, en krónan þeirra er fastbundin við evruna þó að þeir hafi tekið þann kost að vera ekki í evrusamstarfinu, sömu sögu er að segja af Eistnesku krónunni, en vexti þar má sjá hér. Hér má svo sjá vexti í Noregi, en það má auðvitað segja að gott sé að bera þá saman við Íslenska vexti, þar sem þeir eru ekki í Evrusamstarfi, en eru þó auðvitað mikið stærra hagkerfi en Ísland.

Því verður ekki á móti mælt að vaxtakjör til húsnæðiskaupa eru víða betri en á Íslandi, en munurinn er alls ekki eins mikill og margir stuðningsmenn ESB vilja vera láta.  Það ber einnig að hafa í huga að ég hef ekki rekist á banka á Evrusvæðinu sem býðst til að lána með föstum vöxtum til 40 ára, og einnig þá staðreynd að þó að vextir hafi verið lágir á Evrusvæðinu á árunum 2004, 2005 og fyrri part 2006, þá voru vextir til húsnæðiskaupa mun hærri árin á undan og byrjuðu að stíga aftur á seinnihluta 2006.

Vextir voru lágir, enda efnahagslífið í hægri siglingu, atvinnuleysi mikið og þörf á því að örva hagkerfið.  Nú horfir heldur til betri vegar og því eru vextirnir á uppleið.

En auðvitað væri það gott ef einhver fjölmiðilinn  tæki sig til og bæri saman heildarkostnað við húsnæðislán á Íslandi og í öðrum löndum, en það væri auðvitað nauðsynlegt að bera saman aðrar hagstærðir sömuleiðis, svo sem atvinnuleysi, kaupmáttaraukningu, hagvöxt og annað slíkt. 

Það getur nefnilega gefið villandi mynd, ef aðeins eitt atriði s.s. vaxtastig er tekið út úr, ég tala nú ekki um ef að það er gefið upp þó nokkuð lægra heldur en raunin er.

Það getur verið verulega villandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vextir á Evrusvæðinu eru mjög breitilegir. Þeir hafa hækkað all verulega hér í Svíþjóð í haust t.d. Voru í lok sumars 2,9% en eru í dag í rúmum 4%. Mismunurinn á lánakosnaði á Íslandi og á Evrusvæðinu lyggur fyrst og fremst í verðtryggingunni sem íslenskir neytendur verða að borga sínum bönkum. Ef hún yrði afnumin myndi dæmið líta öðruvísi út. Byrjum á að afnema hana áður en við förum í Evrópusambandið og sjáum hvað gerist!

Daníel (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 08:34

2 identicon

Best að leiðrétta mig aðeins. Frá 3,7% í Svíþjóð og 3,5% í Finnlandi! Það munar nú smá og á þeim 5% Glitnir bíður + verðbætur!

Daníel (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 08:42

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér sýnist að þú sért að skoða vexti í Noregi til skemmti tíma sem bera hér á landi mun hærri vexti með verðtryggingu nú um c.a. 15% í það minnsta.  Það eru mun lægri vextir á lengri lánum þar. Eitthvað um 3,5% óverðtryggt

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2007 kl. 10:54

4 identicon

Ég verð að gera athugasemd við athugasemd Ingvars hér að ofan. Í fyrsta lagi, hvað er slæmt við að vextir séu breytilegir? Í öðru lagi, hversu miklu hærri en verðbólgan eru verðtryggðir vextir?

Sverrir Þór (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 12:58

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vil byrja á því að þakka þeim sem hér hafa komið með athugasemdir.  Best væri þó ef hægt væri að koma með "hlekki" á mismunandi vaxtakjör, beint á síður viðkomandi banka.  Það er svo mikið betra en frásagnir. 

Þetta er auðvitað engin úttekt á vaxtamálum í Evrópu.  Þessu er einfaldlega skotið hér inn, vegna þess að mér finnst það svo mikil einföldun og einfaldlega rangt gefið til kynna að vextir á Íslandi verði 3% eða hugsanlega lægri með því einu að ganga í ESB og taka upp evruna. 

Enginn hefur enn skotið innn "hlekk" sem sýnir að vextir á Evrusvæðinu séu 3% eða lægri, það þýðir auðvitað ekki að slíkir vextir séu ekki hugsanlega til, en ég hef ekki fundið þá.  "Hlekkirnir á Írsku bankana sýna hins vegar að slíkir vextir eru alla vegna ekki gegnum gangandi á Evrusvæðinu.

Sjálfur kynnti ég mér nokkuð vel vaxtakerfið hér í Kanada í sumar, þegar við keyptum okkur húsnæði.  Þumalputtareglan er auðvitað að lengri binding vaxta% þýðir hærri vexti.  Breytilegir vextir bjóða yfirleitt upp á betri kjör.  Þá verður hver og einn að meta hverja hann telur þróunina verða.

En mér finnst hins vegar vera einum of algengt, rétt eins og gert er í grein Björgvins, að það er fullyrt að hitt og þetta verði svona eða hinsegin, ef gengið er í ESB.  Engin rökstuðningur, engin dæmi sem sýna hvar er boðið upp á 3% vexti eða lægri eru hins vegar lögð fram.  Engin rökstuðningur fyrir því að slíkt vaxtastig myndi halda innreið sína á Íslandi ef gengið er í ESB.

Slíkur málflutningur er í besta falli varasamur, stundum hreint út hættulegur.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband