Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Stofnfrumur í naflastreng

Persónulega er ég ákaflega fylgjandi stofnfrumurannsóknum, þó að vissulega sé rétt að setja þeim siðferðisreglur.  En stofnfrumur er eins og kemur fram í fréttinni að finna víðar en var haldið í fyrstu. 

Ég er fullviss um að stofnfrumurannsóknir eru gríðarlega mikilvægar fyrir framþróun í læknavísindum og eiga eftir að verða lykill að lausn fyrir marga sjúklinga.

Bæði börnin mín eiga blóð úr naflastreng í "bankanum" ef svo má að orði komast.  Þó að við höfum verið heppin og þau séu bæði heilbrigð og hraust, lít ég á þetta sem nokkurs konar tryggingu og við hugsuðum okkur ekki lengi um þegar okkur var kynntur þessi valkostur.  Auðvitað leysir "inneignin" ekki öll vandamál sem kunna að koma upp, en eykur hins vegar valkostina sem verða til staðar ef málin snúast á verri veg.

Það á alls ekki að láta fordóma hindra framgang læknavísindanna á þessu sviði.

Hér má svo lesa frétt Globe and Mail um sama efni.


mbl.is Stofnfrumur fengnar úr legvatni veita von um frekari rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta tækni og vísindi

Það er alltaf gaman að lesa um Íslenskt hugvit og Íslenska tækni sem er að gera það gott.

Þetta virðist vera fantatæki og nýtilegt til hinna ýmsu hluta.

Það getur svo varla verið nema dagaspursmál hvenær svokallaðir "aktívistar" hlekkja sig við húsnæði fyrirtækisins og krefjist þess að fyrirtækið verði hrakið úr landi eða lagt niður.

Fyrir marga hlýtur það að vera slæm tilhugsun að Íslenskt fyrirtæki sé að að framleiða hluti sem geta nýst í hernaði.

En ég segi til hamingju með árangurinn og megi fyrirtækið vaxa og dafna.


mbl.is Íslenskur kafbátur hlýtur viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgir kommúnismans, sorgir uppljóstrarana

Þetta hljómar auðvitað skelfilega, sálusorgari fólksins var hendbendi kommúnista og hugsanlega framseldi eða sagði frá fólki í söfnuði sínum.  En þetta er langt í frá einsdæmi.  Það eru mýmörg dæmi um að prestar hafi verið í þjónustu leyniþjónusta í kommúnistaríkjunum.

En því miður var þetta snar þáttur í lífi í ríkjum sósialista/kommúnista.  Börn voru hvött til að segja til foreldra sinna, eiginmenn njósnuðu um konur sínar, vinnufélagar fylgdust með hvor öðrum.  Engin var óhultur.  Enginn vissi hver var uppljóstrari, enginn vissi hverjum var treystandi.

Ef til vill var það stærsti glæpur sósialistanna, það að etja þegnunum endalaust á móti hverjum öðrum, fjölskyldumeðlimum gegn fjölskyldumeðlimum, vinum gegn vinum, samlöndum gegn samlöndum, vinnufélögum gegn vinnufélögum.  Þannig brutu þeir vísvitandi og kerfisbundið niður samfélagsmynstrið, vináttu og fjölskyldubönd.

Þess vegna hefur uppgjörið við þessa helstefnu verið svo erfitt, þess vegna hefur það í svo mörgum löndum ekki farið fram, vegna þess að svo stór partur var samsekur, vegna þess að svo stór partur viðkomandi þjóða skammast sín, vegna þess að hann er samsekur, stundum vegna frjáls vilja, oft vegna kúgunar, en skömmin situr jafn stór eftir.

En það er líka erfitt að dæma þetta fólk, sem sumpart lifði í eilífum ótta, óttaðist um líf sitt og sinna nánustu.  Fólkið sem langaði í stöðuhækkun, bara að færast upp um "eina tröppu", langaði að tryggja börnunum sínum menntun, langaði til að komast af.

Ég tengi þessa frétt við grein sem ég las nýverið við grein sem ég las á vef The Times.  Þar sagði frá eiginmanni sem njósnaði um eiginkonu sína.

Þar mátti lesa m.a. eftirfarandi:

"There can be few marriages quite as strange or as burdened by history as that of the German politician Vera Lengsfeld and her former husband, who spied on her for the East German secret police. “I have forgiven him,” the 54-year-old former dissident said. But she made it clear that personal forgiveness was as complex as the uneasy unification of Germany.

This, after all, was no conventional marital betrayal — no fling with a neighbour or office romance. Every halfway political conversation, every dinner with friends became the subject of a report to the Stasi. "

"“Now we have to see if he wants to meet me again,” she said. We are sitting in a corner of the high-walled Hohenschönhausen prison in Berlin, one of the most notorious of Stasi jails that is now an open museum. Ms Lengsfeld has just shown me her old cell and the exercise yard, seven paces long, five paces wide. Prisoners were deliberately subjected to radiation. “Thousands were psychologically destroyed,” she added.

“When we were fingerprinted, we had to sit on a piece of fabric. This was later placed in an airless jar because they wanted to capture our smell. Can you tell me why?” The jars were later discovered in the Stasi cellars. Ms Lengsfeld’s husband, Knud Wollenberger, codenamed Donald by the Stasi, had tried to warn her not to attend a peace rally in 1988. Today it is clear that he knew from his Stasi masters that the woman he claimed to love, the mother of his two children, was about to be arrested.

After a humiliating month in the jail, Ms Lengsfeld was expelled from the country and spent time as a philosophy student in Cambridge. Only after the Berlin Wall collapsed did she discover that her husband had been informing on her during much of their marriage. They divorced and have not spoken since. "

"The old East German state refuses to lie down and die, and that angers the likes of Vera Lengsfeld. She may be ready to make her peace with a husband who was manipulated by the regime — but not with her former jailers.

Watching you, watching me

  • The Ministerium für Staatssicherheit, the Stasi, was founded in 1950 with the motto “Shield and Sword of the Party”

     

  • In its 40-year history it employed 274,000 people; it had a staff of 102,000 in 1989 and infiltrated almost every part of East German life

     

  • After the collapse of the Berlin Wall in 1989 angry citizens stormed its offices and arrested officials, who had by then shredded hundreds of thousands of incriminating documents

     

  • Thousands of archivists have attempted to piece together the documents

     

  • A decade after the fall of Communism, 3.4 million citizens had asked to see their files

     

  • Since 1989, 180,000 people have been identified as informers, although the real figure is likely to be higher"
  • Greinina í heild má finna hér


mbl.is Pólskur biskup viðurkenndi að hafa átt samstarf við leyniþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man einhver eftir því að að ....

.... Guðni frá Brúnastöðum hafi ekki verið sannfærður um ávinning þess að eyða skattfé almennings til styrktar landbúnaði á Íslandi eða markaðsetningar á afurðum hans?


mbl.is Sannfærður um ávinning af markaðsátaki vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að virkja eða ekki virkja

Þetta er vissulega frétt sem vert er að gefa gaum.  Ég man ekki eftir öðrum raunverulegum áhuga á Íslenskri orku til annars en stóriðju.  Þetta kann að vera fyrsta skrefið í því sem hefur stundum verið rætt, að í framtíðinni geti Íslendingar selt raforku til Evrópu í gegnum sæstreng.

Það hlýtur að vera hið besta mál að athuga þetta mál til hlýtar, en jafnframt vekur þetta mál ákveðnar spurningar.  Á að virkja eða ekki virkja?  Er andstaðan fyrst og fremst gegn notkun stóriðjunar á orkunni, eða er andstaðan gegn virkjunum?

Á að nýta orkuauðlindir Íslands eður ei, ef svo, þá með hvaða hætti, upp að hvaða marki og hvernig markaðssetjum við orkuna.


mbl.is Áhugi í Færeyjum á raforkukaupum frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalir listamanna

Við hjónin hér að Bjórá fengum margt skemmtilegra gjafa um þessi jól.  Sú gjöf sem mér þykir hvað vænst um (ef til vill vegna þess að ég vélaði að þó nokkru leyti til um þessa gjöf) er útskorinn lítill selur.  Hann er ekki mikill vexti, en haganlega útskorinn og innrammaður á smekklegan máta.  Með þessum litla listgrip fékk ég lítið plagg með mynd af listamanninum og smá klausu sem útskýrði þetta allt saman.

Listamaðurinn er frá Nunavut og selurinn er skorinn út samkvæmt hefðum þar um slóðir.  En það er ef til vill merkilegast í hvað varðar tengsl við þá frétt sem er hér tengd við bloggfærsluna að selurinn er skorinn út úr hvalskíði.  Ég verð því að vona að ég þurfi ekki að skreppa yfir landamærin til Bandaríkjanna fljótlega, þar sem hætta að ég yrði handtekinn vegna þátttöku í verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu.

Þessi frétt, um urðun "hvalaafganga" er því slæm að því leiti að "Hvalsmenn" ættu auðvitað að bjóða Íslenskum handverks- og listamönnum að nýta sér það hráefni sem þarna var urðað. 

En það er með hráefni listamanna, hér í Kanada og Bandaríkjunum veiða frumbyggjar árlega þónokkuð af hvölum, og eru Bandaríkjamenn með mestu hvalveiðiþjóðum heims, veiða mun meira en Íslendingar.  Segir það ekki sína sögu um hvað hvalirnir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Hitt er svo til fyrirmyndar að frumbyggjarnir leggja sig fram um að nýta hvalina út í hörgul.  Þannig er ég því orðinn stoltur eigandi af smá bút af stórum hval.

 
mbl.is Bandaríkjamenn hætta við aðstoð við endurskoðun á flokkun langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðmenn vítis

Nú er að styttast að hefjist réttarhöld yfir Rauðu Khmerunum í Kambódiu.  Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað kemur út úr þessum réttarhöldum, ef það verður þá eitthvað.  En það var ágætis grein sem ég las nú nýverið á vef Spiegel sem fjallaði um þessi réttarhöld.

Eins og þar kemur fram eru þessi réttarhöld ef til vill ekki síst merkileg fyrir þær sakir að líklega eru þetta fyrstu réttarhöldin þar sem reynt að taka með lagalegum hætti á framferði kommúnisma einhversstaðar í heiminum.  En það er í raun ekki síður eftirtektarvert hvað Sameinuðu Þjóðirnar og hið svokallaða "alþjóðasamfélag" er ófært um að taka á málum sem þessu.  Þetta er   "Alþjóðadómstóll", en samningaferlið sem fara þurfti í til að fá einhverja lögsögu er það flókið og erfitt að úr verður einhver óskapnaður.  Nafnið á dómstólnum segir líklega flest það sem segja þarf, en það er: Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia for the Prosecution of Crimes Committed during the Period of Democratic Kampuchea."

Svo ég reyni að snara þessu yfir á Íslensku, "Sérstök réttarhöld fyrir dómstólum Kambódiu, vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð lýðræðisríkisins Kampútseu".

Það má því segja að dómstóllinn viðurkenni stjórn Pols Pots sem lýðræðisstjórn.  Hvað meinar fólkið með þessu?

En hér eru nokkir bútar úr grein Spiegel:

"Pol Pot and his minions committed mass murder against their own people. Now, an international tribunal is to judge the regime -- what some people call the first legal reckoning with communism. Can justice be served, 30 years on?"

"A year ago, authorities came to his yard and told Nhem Sal he'd been chosen to serve as a witness for the international human rights tribunal, officially known as the Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia (ECCC). Finally, in early 2007, after years of difficult talks between the government of Hun Sen and the United Nations, the last survivors from the so-called "Democratic Kampuchea," the regime of the communist mass murderer Pol Pot, will stand before an international court in Phnom Penh. For a quarter century, state prosecutors have been sifting through trial documents, and now they want to take depositions from the first witnesses.

The crimes committed were monstrous. Almost half of Cambodia's population of 7 million died in Pol Pot's barbaric attempt to turn his country into the ultimate communist society, says Prime Minister Hun Sen.

Foreign experts consider 1.7 million to be a more probable figure for the number killed. Nhem Sal's visitors said only seven of the approximately 20,000 inmates of S-21 survived the torture camp. Five are still living, and Nehm Sal is one of them."

"White letters announce over the entrance: "Genocide Museum." On the ground floor are long rows of boards affixed with photos. All prisoners had been photographed by Pol Pot's guards upon their arrival at this tropical gulag, and their personal data noted.

Nhem Sal spends some time examining the walls of photos, searching in vain for his own image. Suddenly his memories overwhelm him and he runs outside.

Why did the Khmer Rouge exhibit such barbarity? Who gave the order to commit mass murder of their own people? French scholar Philippe Peycam has tried to answer such questions. "Indirectly, the catastrophe began with us, the French," says the director of the Center for Khmer Studies in Siem Reap, which is located near the world-famous site of the temple Angkor Wat, which also had housed the Khmer Rouge."

"When the French colonial army crossed into Indochina in the middle of the 19th century, Cambodia was under the rule of Thailand and Vietnam. In 1863, the colonial rulers turned it into a protectorate. The French first permitted Cambodia's independence in 1953 under King Sihanouk. But by the end of the 1960s the country became entangled in the Vietnam War. Under the leadership of Pol Pot, left-wing guerrillas emerged -- the Khmer Rouge -- which fought against the government and finally came to power in 1975.

The communists combined their ideology with an extreme xenophobia, says Peycam. The more people they killed, the surer they felt that they would rid themselves of every foreign influence. A murderous nationalism had taken over.

Nhem En, 46, a member of the staff of S-21, lives near Siem Reap, in the border region of Anlong Veng. He took most of the photos now on display at the Genocide Museum. He, too, joined the Khmer Rouge as a child soldier. It was a decision he has never regretted. "The B-52 bombers shattered our country," he says."

"The tribunal will begin its work at the start of this year. The trial is likely to take years, and it must be limited to handling human rights violations committed during the period of the Pol Pot dictatorship between April 17, 1975, and Jan. 6, 1979.

Most Khmer Rouge leaders have already been pardoned; others have reached high positions in Cambodia's current government. The contract between the UN and Hun Sen's Cambodian People's Party determines who can be charged: "Upper ranks of leaders and those who bear the greatest responsibility for the crimes." Pol Pot, "Brother No. 1," bore the greatest responsibility.

In July, Ta Mok, military head of the Khmer Rouge, died at age 80 in the military hospital of Phnom Penh. Nuon Chea, 79, "Brother No. 2," lives in the last retreat for the former communists. Both the former foreign minister, Ieng Sary, and head of state Khieu Samphan also live there in luxurious villas. Only Duch, the feared head of the torture center S-21, is sitting in jail.

Claudia Fenz, 48, is one of 13 international judges and attorneys who will sit on the 30-member court. The Viennese attorney is no longer sure whether the case is more about justice or politics. Cambodian judges can overrule their UN colleagues at all levels of jurisdiction. Then, of course, there is the court's unusually cumbersome name: "Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia for the Prosecution of Crimes Committed during the Period of Democratic Kampuchea."

Even so, expectations are high. At the opening reception for the diplomatic corps, the South Korean ambassador summoned the foreign judges and urged them to take their historical responsibility seriously, "because the trial is the first legal reckoning with communism."

Gregory Stanton, law professor at the University of Mary Washington in Virginia, is skeptical. He's been dealing with the genocide in Cambodia for years. He first came to the country in 1980 as a member of a humanitarian organization, just after the arrival of troops from Hanoi. At the time, there were only 30,000 people still living in Phnom Penh: The capital was like a ghost town.

Stanton saw rice fields overflowing with corpses. He heard stories of how babies were smashed against trees; he heard about mothers asphyxiated with plastic bags.

When Stanton returned to the United States, though, no one was interested in Cambodia. Says Stanton: "It was none other than Vietnam, which had delivered a shameful defeat to the USA, that would liberate Cambodia from the mass murderer Pol Pot, with help from its vassal, Hun Sen."

He was trained as a photographer in 1976 in China, and then assigned to Tuol Sleng. "I heard the people screaming, but my hair grew on my head." In other words: To survive, worry about yourself first. "Every day they brought in new ones," he says. "We had to take drastic measures." When Pol Pot fled in 1979, pursued by Vietnamese troops, Nhem En followed him and became his private photographer. "He was not a bad man," he says of the dictator. "He always took care of his comrades. Without him, we would have been an American province.""

""This court will never bring justice," says Youk Chhang, 46. He's a kind of Cambodian Simon Wiesenthal. If he and his documentation center had not sought written documents on the mass murder, and if they hadn't preserved eyewitness testimony about the horrors, the tribunal would not have been established.

Pol Pot's minions murdered many members of Chhang's large extended family. They slit his older sister's belly open -- before her children's eyes -- after she was accused in the work camp of stealing rice. When one of her daughters wouldn't stop crying, an executioner handed over her mother's rice bowl and said, "If you keep this, your mother will one day return to you from heaven."

The child is now grown and has her own children in the United States. When they ask about the meaning of the bowl, she usually says: "Ask your uncle in Cambodia."

To this day, Youk Chhang has not yet managed to tell the story. But he won't keep it from the judges."

Feitletranir eru blogghöfundar.

Greinina í heild má finna hér.


Jólin í janúar

Það eru býsna margir kunningjar mínir sem eru að halda jól núna og er auðvitað tilhlýðilegt að óska þeim gleði á þessum degi.  Þeir eru flestir af Úkraínskum eða Serbneskum uppruna en tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.

Margir þeirra halda reyndar einnig upp á jólin í desember, það er aldrei hægt að ofgera góðum hlutum segja þeir, en fullyrða þó að "aðaljólin" séu í janúar.

Svo bæta þeir við hálfhlægjandi að þetta sé líka gríðarlega hagkvæmt.  Allar búðir hér eru löngu komnar með útsölur, gjafir fást á hálfvirði og stressið og lætin séu liðin.  Líklega mikið til í því. 

 


mbl.is Rússneskum jólum fagnað í Friðrikskapellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínslegt réttlæti

Það er vissulega að verða vandlifað í heiminum.  Það er erfitt að stíga til jarðar án þess að eiga á hættu að vera talinn vera að mismuna einum eða öðrum.  Þá er auðvitað ekki einu sinni byrjað að velta því fyrir sér hvort að það eigi að teljast óeðlilegt að mismuna einhverjum?  Persónulega finnst mér Frakkar ganga alltof langt með því að banna að gefa svínasúpu, afurð sem er seld, sumsstaðar dýru verði um landið allt.

Ég ætla mér ekki að dæma hvort að annarlegt hugarfar hafi búið að baki þessum súpugjöfum, ég hef ekkert af þessu máli heyrt nema þessa frétt.  En það að súpueldhús geti ekki eldað svínakjöt, jafnvel þó að sé í öll mál, er of langt gengið í rétthugsuninni.

En hvað með veitingastaði sem selja ekkert annað en vörur sem innihalda svínakjöt, eru þeir ekki þá sekir um sömu mismunina? 

Mér dettur fyrst í hug þeir mýmörgu pylsuvagnar sem selja pylsur sem margar hverjar innihalda svínakjöt.  Verða þeir bráðum skyldugir til að selja jafnframt pylsur sem innihalda eingöngu nautakjöt eða lambakjöt?

Það er auðvitað sjálfsagt að taka tillit til annara trúarbragða, en varla hefur neinn verið tilneyddur til að leita til þessa súpueldhúss og varla er það eina súpueldhúsið í Parísarborg, því hljóta þeir sem ekki hugnast svínasúpa að geta leitað annað.


mbl.is Franskir öfgamenn fá ekki að gefa fátækum svínasúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru viðskiptin við Whole Foods þá "hvalræði"?

Þetta er ákaflega merkileg frétt og gott innlegg í umræður undanfarinna vikna.  Þessi frétt svarar líka þeirri spurningu sem ég hef kastað fram oftar en einu sinni hér á bloggi mínu um hvers virði útflutningur Íslendinga á landbúnaðarafurðum til Bandaríkjanna væri. 

Það er þó rétt að taka fram að hér er eingöngu verið að ræða um lambakjöt, enn vantar tölur fyrir skyr og eitthvað annað smálegt, sem óskandi er að komi fram á næstunni.

Hvar eru þeir nú sem töluðu sem hæst um að hvalveiðar stofnuðu þessum mikilvægu viðskiptum í hættu?  Þessum viðskiptum er í raun sjálfhætt alla vegna hvað lambakjöt varðar, hvalveiðar eða ekki hvalveiðar, það er ekki ástæða til að rækta viðskiptasambönd sem endalaust tap er á.

Hitt er svo augljóst að ef ekki næst að vinna markað fyrir hvalkjötið hljóta veiðar að hætta sjálfkrafa, ég hef ekki trú á því að nokkur hafi áhuga á að stunda hvalveiðar og borga með þeim ár eftir ár.

Að lokum væri gaman ef fjölmiðlamenn fylgdu þessu eftir og upplýstu almenning um hvernig hið opinbera hefur komið að útflutningi og kynningu á Íslenskum landbúnaðarvörum og hver hefur verið kostnaður almennings á þeim tíma sem hér er nefndur, þ.e. 2001 til 2006.  Það væru vissulega fróðlegar upplýsingar.


mbl.is Tap á viðskiptum við Whole Foods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband