Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Hryðjuverk í Toronto? Er það spurning um hvort eða hvenær?

Það er ekki hægt að segja að maður kætist þegar maður les fréttirnar í dag.  Að staðið hafi til að fremja hryðjuverk hér í borginni sem maður kallar heima, er ekki eitthvað sem gleður og kætir.  Það er auðvitað þakkarvert að svo virðist sem tekist hafi að stöðva ódæðismennina í tæka tíð.  En það eru margar hugsanir og spurningar sem fljúga í gegnum hugann þessa stundina.

Ef marka má fréttir eru flestir þeirra handteknu (17 manns hafa verið handteknir) ungir menn, undir 25 ára aldri, og fimm þeirra ennþá unglingar. Þessir menn hafa alist upp í Kanada, en virðast vera reiðubúnir til að myrða samborgara sína, allt í nafni einhverrar trúar.  Lögreglan lagði hald á 3. tonn af ammonium nitrat, áburði sem er víst blandað saman við díselolíu til að búa til sprengju, sömu efni voru notuð þegar Alríkisbyggingin í Oklahoma var sprengd.

Lengi hefur verið talað um hættu á hryðjuverkum í Kanada og hefur sú hætta líklega ekki minnkað, nú þegar þátttaka kanadískra hermanna í Afghanistan hefur verið mikið í fréttum, en þar hafa harðir bardagar á milli þeira og talibana átt sér stað undanfarnar vikur.  Þessar fréttir virðast líka sanna að það er til nóg af kanadabúum til að framkvæma hryðjuverk hér.

En hvaða áhrif mun þetta hafa til lengri tíma litið?  Verður einhver breyting á borgarlífinu?  Verður tortryggnin alls ráðandi næstu daga?  Bætist þetta í hóp þeirra áfalla sem Toronto hefur orðið fyrir undanfarin ár (SARS, rafmagnsleysi) og hafa leikið ferðamannaiðnaðinn illa?

Það er ekki gott að segja, en óneitanlega held ég að þetta eigi eftir að "dóminera" umræðuna hér næstu daga. Það er líka spurningin hvernigað "pólítíski rétttrúnaðurinn" sem hefur verið sterkur hér tekur á þessu. Hér er smá klausa af vef National Post:

"Canadians should not be surprised to see terrorism coming so close to home, said former RCMP jihadism expert Tom Quiggin, now a university researcher in Singapore.

"A clear sense of denial exists in Canada about the degree to which terrorism activity occurs," said Mr. Quiggin, who is Canada's only court-recognized expert on jihadism.

"Political correctness is wielded as a weapon against anyone who dares to speak out. Yet some of the world's most infamous terrorists have operated in Canada almost unhindered for years.

"Even direct threats against Canada and attacks against Canadians with multiple deaths have not broken this denial. As a result of the highly suppressed political discourse in Canada, the domestic response to this growing problem has been limited."

En lífið heldur áfram.

Fyrir þá sem vilja frekari fréttir bendi ég á stærstu kanadísku blöðin Globe and Mail, Toronto Star og National Post.


mbl.is Sautján handteknir í Kanada vegna skipulagningar hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Ísland breytti heiminum - ofurlítið.

Það gladdi mig að lesa þetta, og minningarnar frá þessum árum urðu sterkar. Ég man ennþá eftir þessum atburðum sem gerðust fyrir u.þ.b. 15 árum síðan þegar Sovétríkin voru að syngja sitt síðasta.

Ég veit ekki hvernig þessi ákvörðun, að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, var tekin í íslensku ríkisstjórninni, en það hefur þurft hugrekki til.  En sem betur fer þó höfðu íslenskir ráðamenn, með Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, í fararbroddi, það hugrekki. Það er erfitt að dæma um hvað þetta hafði mikið að segja, sjálfstæðið hefði orðið að veruleika án þessa stuðnings íslendinga.  En það hafði samt gríðarlega þýðingu, og fólkið sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar fann að það stóðu einhverjir með þeim, studdu þá og voru reiðubúnir, rétt eins og það sjálft að bjóða Sovéska heimsveldinu byrginn.

Seinna ferðaðist ég um Eistland, þvert og endilangt.  Það var sama hvar við komum, allir höfðu heyrst minnst á Ísland, töluðuðu um það með aðdáun og margir vildu þakka fyrir þennan stuðning.  Tendgaforeldrar mínir sýndu mér stolt "Íslandstorgið" í Tallinn og mér líður seint úr minni vodkastaupið sem ég drakk með gömlum frænda konunnar, á eynni Muhuu, þar sem skálað var fyrir Íslandi.

Tendgapabbi sýndi mér líka staðinn sem hann sagði að sovéski herinn hefði stöðvað á, á leið sinni til Tallinn, það er ekki langt að fara í littlu landi.

En það er ekki hægt annað en að dást að þessum littlu þjóðum, sem tvisvar á sömu öldinni þurftu að sækja sjálfstæði sitt frá stórum nágranna sínum. 

Auðvitað eru ekki öll vandamál leyst, en eistlendingum hefur vegnað býsna vel og hefur velmegun þar aukist hröðum skrefum. 

Það er óhætt að hvetja alla til að heimsækja Eystrasaltslöndin ef tækifæri er til.  Einfaldasta leiðin er líkega að fljúga til Helsinki og taka þaðan ferju yfir til Tallinn.  Það ætti enginn að verða svikinn af því.

 

 


mbl.is Íslendingum færðar þakkir með undirskriftarsöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnur Halldór sig ekki lengur?

Það væru óneitanlega nokkuð stór pólítísk tíðindi ef Halldór Ásgrímsson er að hætta.  Ennþá er þetta þó bara sögusögn, og ekki einu sinni skýr sögusögn, um hverju Halldór ætlar að hætta.  Ætlar hann að hætta sem formaður Framsóknarflokksins, ætlar hann að hætta sem forsætisráðherra, ætlar hann að hætt sem þingmaður, eða ætlar hann að hætta þessu öllu saman?

Og hver er eftirmaðurinn?  Þar er varla á VÍSan að róa, eða hvað? Hver er erfðaprins Framsóknarflokksins?  Í fréttinni eiga þeir þó í litlum vandræðum með að finna Finn.  En hvernig gerast "hrossakaupin á þeirri eyri"?

En það er ekki ólíklegt að það gæti reynst Framsóknarflokknum vel að hverfa aðeins úr sviðsljósinu, láta Sjálfstæðisflokknum (Geir H. Haarde) eftir forsætisráðherraembættið og "safna liði" fram að næstu kosningum, það er nú ekki nema ár þangað til.

En hverja aðra má finna en Finn?  Siv? Guðna? Valgerði?

VÍSar þá ekki allt á Finn?

En allt eru þetta bara vangaveltur, en eigum við eftir að sjá hvaða leið Framsókn velur.  Ef nýliðnar sveitastjórnarkosningar hafa kennt okkur eitthvað, er það að Framsókn lendir yfirleitt á fjórum fótum, rétt eins og íslenski kötturinn, jafnvel þó að okkur sýnist hann vera í nokkuð frjálsu falli.

 

 

 


mbl.is Halldór sagður ætla að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að fagna þessu?

Jú, það held ég.  Það er mikið betra að meint kosningasvik séu kærð, heldur en að látið sé nægja að skrifa blaðagreinar og hafa það í umræðunni, en aðhafast ekki frekar.

Þetta er því betra fyrir alla aðila.  Málið verður leitt til lykta og enginn ætti að þurfa að vefjast um sannleikinn, hann kemur þá í ljós.

Þó að smalamennska í kosningum sé líklega eins gömul og kosningar, og ekkert út á hana að setja,  þá á það ekki að líðast að fé sé borið á kjósendur með skipulegum hætti.  Ef slíkt hefur átt sér stað verður að stöðva slíkt athæfi og refsa þeim sem ábyrgð bera.

Persónulega hef ég ekki trú á því að þessar sögusagnir séu sannar, en auðvitað hef ég litlar forsendur til að fara eftir, eingöngu það sem ég hef séð í fjölmiðlum og heyrt frá kunningjum.  Ef til vill er ég of trúaður á heiðarleikann?

En það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli, og ég velti því fyrir mér, hvað gerist ef yfirvöld finna maðk í mysunni?  Hver eru viðurlögin, hvað er gert?


mbl.is Þjóðarhreyfingin kærir kosningarnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefurðu keypt kínverska jólatrésseríu nýlega?

Á vefútgáfu Globe and Mail má lesa í dag viðtal við kínverskan andófsmann.  Hann var fangelsaður fyrir u.þ.b. 17 árum, þegar andófið á torgi Hins himneska friðar stóð sem hæst.

Það er hálf átakanlegt að lesa þetta en samt er þetta lesning sem ég mæli með, það ættu eiginlega allir að lesa viðtalið.

Hér er nokkri punktar:

"I have no regrets," Mr. Lu said softly in Chinese in his first in-depth interview. "In a repressive dictatorship, if no one has a spirit of sacrifice, we will never achieve democracy. This is China's tragedy."

"He was 25 then. He's 42 now, with scars from prison beatings, a broken marriage and an uncertain future in Canada. After authorities released him — after 10 years — he slipped into Myanmar and then Thailand, hoping to attract attention for his friend serving life. Instead, Thai authorities arrested him. Canada granted him refugee status, and in April, he arrived in Calgary."

"At noon, they bought 30 eggs from a sidewalk fast-food vendor, lopped off the tops, and asked him to make their last meal: omelettes. They filled the shells with paint. While Yu Zhijian prevented people from walking through the gate under the portrait, Mr. Lu and Yu Dongyue began hurling eggs as fast as they could. It was a stunning act of lèse-majesté.

"I remember bystanders started applauding," Mr. Lu said. "Some people disapproved, but I felt the majority were with us."

"Student security guards grabbed the trio. Mr. Lu and his friends went willingly and answered questions. Later that afternoon, the students called a press conference where he answered questions. Back in Hunan, Mr. Lu's father saw the evening news and fell to the floor, crying: "It's all over, it's all over." Mr. Lu's wife had a nervous breakdown.""

""I never thought the students would turn us in," Mr. Lu said yesterday, when I told him what I knew. He also doesn't understand why he and his friends received such harsh sentences when many student activists got two to four years.

In jail in Hunan, Mr. Lu shared a cell with 20 others, mostly common criminals. Some curried favour with the guards by beating him. He was subjected to brainwashing. He and other inmates toiled 14 to 16 hours a day making Christmas tree lights for sale in the West.

"We had production quotas. If we didn't finish, we'd get a warning. After two warnings, they'd handcuff us to the bars and beat us.""

"Meanwhile, his wife wants to join him. So far, authorities have refused to issue her a passport. "They told her, 'From the day you married Lu Decheng, you have forfeited the right to a passport.'" He hopes to return to a democratic China one day."

En viðtalið í heild má finna hér


Stærsta ástæðan?

Ég hef oft komið inn á það hér að ég hefði talið gott ef myndaður hefði verið meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í Reykjavík.

En ef til vill má sjá hér í viðhengdri frétt stærstu ástæðuna fyrir að slíkur meirihluti er ekki á dagskrá? Er þetta ef til vill ástæðan fyrir því að Vinstri grænir, sem komu víða mjög vel út úr kosningunum, eru að koma svo illa út úr meirihlutaviðræðum?  Er afstaða sem þessi ef til vill stór hluti þess að þeir fara svo illa út úr kosningum í eina sveitarfélaginu sem þeir voru í meirihluta upp á eigin spýtur?

Vilja Vinstri grænir frekar sitja á bekkjum stjórnarandstöðu en að gefa eftir.  Eða eru þeir hræddir um að tapa fylgi í alþingiskosningum, ef þeir ljá máls á málamiðlunum í sveitarstjórnum?

Það er allavegna ljóst að það er ekki víða sem Vinstri grænir ná að nýta sér fylgisaukningu sína til að setjast í meirihluta.


mbl.is VG í Reykjavík mótmælir aðild Orkuveitunnar að viljayfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir og slæmar fréttir...

Ef við byrjum nú á þeim góðu, þá eru það auðvitað góðar fréttir að tekjur ríkissjóðs hafi aukist og gjöldin hafi minnkað.  Sérstaklega að gjöldin hafi minnkað. Svo þegar betur er skoðað, eru það auðvitað frábærar fréttir að skuldabyrði ríkisins hafi minnkað svo mikið að vaxtagreiðslur hafi lækkað um 7.6 milljarða. Það sýnir betur en flest annað hvað skuldir ríkisins hafa lækkað umtalsvert undanfarin ár. 

Það er vissulega frábært að geta notað tekjur ríkisins til annarra hluta en að borga vexti.  Það er stórkostlegur ávinningur af fjármálastjórnum núverandi ríkisstjórnar.

Slæmu fregnirnir eru hins vegar að heildarútgjöld lækka ekki um þessa sömu 7.6 milljarða, þau lækka aðeins um 2.7 milljarða. Þannig fer stærstur partur af því sem áður fór í vaxtagreiðslur í "gömlu hítina". Það hefur með öðrum orðum ekki tekist áð ná tökum á útgjaldaaukningunni. Það er aðeins tekjuaukning ríkissjóðs sem stendur að baki bættum ríkisbúskap.

Það er því áríðandi að reyna að ná tökum á útgjöldunum, þau mega ekki halda áfram að aukast.  Bæði er það svo, að skattgreiðendur eiga skilið að skattar haldi áfram að lækka og varasamt er að treysta á að tekjuaukningin haldi endalaust áfram.

Það er þó sérstaklega jákvætt að sjá þá aukningu sem er í fjármagnstekjuskattinum, sá skattur er með lágri %, en skilar sívaxandi tekjum, sýnir að sem betur fer er sívaxandi fjármagnshagnaður í þjóðfélaginu og er það vel.

Það sem þarf að stefna að á næstu árum, eru frekari skattalækkanir og lækkun á ríkisútgjöldum, veit ekki hversu bjartsýnn ég er á það.

P.S.Þessi færsla átti að vera  blog um frétt mbl.is, sem einhverra hluta vegna hefur ekki tengst, en fréttina má lesa hér.


"Stafsetningarbýflugan" - "Orðasmiður".

Þegar ég var að skondra á milli vefmiðla í dag, sá ég umfjöllum um "Spelling Bee" keppnina hér í Norður-Ameríku.  Þetta virðist vera nokkuð merkileg keppni, ég hef reyndar aldrei séð hana í sjónvarpi, en börnin spreyta sig á orðum sem ég er ekki viss um að ég myndi stafsetja rétt á hverjum degi, en það er annað mál.  Ekki man ég eftir að hafa heyrt af nokkru svipuðu á Íslandi, enda telst það ábyggilega ekki "pólítíkst rétt" á landinu bláa, að börn keppi í einhverju sem viðkemur náminu.  Það getur varla verið gott að nokkur skari fram úr.

En ef einhver vill forvitnast um þetta frekar má finna frétt í National Post, heimasíðu hjá Spelling Bee keppninni, og loks er hér smá ensk stafsetningarþraut, ef einhver hefur gaman af því að reyna sig.

En þetta leiddi til þess að ég fór að hugsa um orð og orðaforða.  Sjálfur er ég innflytjandi hér og þó enskukunnáttan sé þokkaleg, lendi ég þó í því að þegar ég spjalla við innfædda að ég skil ekki öll orð, eða er ekki alveg viss um merkingu þeirra, sérstaklega þegar spjallið er á sérhæfðari sviðum.

En ég hef um all nokkurt skeið verið áskrifandi að þjónustu wordsmith.org.  Ég er skráður á póstlista og fæ sent eitt orð á dag ásamt tilheyrandi útskýringum.  Þetta er eins og gengur, stundum þekki ég orðin frá fyrri tíð, en oft er þetta skemmtilegur og fræðandi lestur.  Hvað situr svo eftir er erfitt að fullyrða, en eitthvað er það.  En þetta er einföld og þægileg leið til þess að auka orðaforðann og fræðast um leið.

Sem dæmi leyfi ég mér að birta hér póstinn sem ég fékk í dag:  "This week's theme: adjectives used postpositively.

emeritus (i-MER-i-tuhs) adjective, plural emeriti, feminine emerita

   Retired but retaining an honorary title.

[From Latin emeritus (one who has served his time), past participle of
emerere (to serve out one's term), from merere (to deserve, serve, earn).]

Today's word in Visual Thesaurus:
http://visualthesaurus.com/?w1=emeritus

-Anu Garg (gargATwordsmith.org)

  "Seeger has been singing out like this since the Great Depression. The
   earnest troubadour who either co-wrote or popularized canonical songs
   like 'If I Had a Hammer' and 'John Henry' has become something like
   America's folkie emeritus."
   Michael Hill; Pete Seeger Still Singing at 87; Associated Press;
   May 17, 2006."

Ef einvher hefur áhuga á því að notfæra sér þessa þjónustu, er slóðin www.wordsmith.org

"Pólítísk rétthugsun" í öngstræti - hvert liggur leið?

Rétt áður en ég sá þessa frétt á mbl.is, hafði ég verið að lesa grein eftir Flemming Rose, á spiegel.de, en Flemming þessi mun vera ábyrgur fyrir birtingu Jyllands Posten á skopmyndunum sem ollu svo miklu írafári nú fyrir skömmu.

Í greinnini segir hann frá því hvers vegna hann birti skopmyndirnar, en það er margt athyglisvert sem kemur þar fram, s.s.:

"Europe today finds itself trapped in a posture of moral relativism that is undermining its liberal values. An unholy three-cornered alliance between Middle East dictators, radical imams who live in Europe and Europe's traditional left wing is enabling a politics of victimology. This politics drives a culture that resists integration and adaptation, perpetuates national and religious differences and aggravates such debilitating social ills as high immigrant crime rates and entrenched unemployment."

"As one who once championed the utopian state of multicultural bliss, I think I know what I'm talking about. I was raised on the ideals of the 1960s, in the midst of the Cold War. I saw life through the lens of the countercultural turmoil, adopting both the hippie pose and the political superiority complex of my generation. I and my high school peers believed that the West was imperialistic and racist. We analyzed decaying Western civilization through the texts of Marx and Engels and lionized John Lennon's beautiful but stupid tune about an ideal world without private property: "Imagine no possessions/ I wonder if you can/ No need for greed or hunger/ A brotherhood of man/ Imagine all the people/ Sharing all the world.

It took me only 10 months as a young student in the Soviet Union in 1980-81 to realize what a world without private property looks like, although many years had to pass until the full implications of the central Marxist dogma became clear to me.

 

That experience was the beginning of a long intellectual journey that has thus far culminated in the reactions to the Muhammed cartoons."

"Now, in Europe's failure to grapple realistically with its dramatically changing demographic picture, I see a new parallel to that Cold War journey. Europe's left is deceiving itself about immigration, integration and Islamic radicalism today the same way we young hippies deceived ourselves about Marxism and communism 30 years ago. It is a narrative of confrontation and hierarchy that claims that the West exploits, abuses and marginalizes the Islamic world. Left-wing intellectuals have insisted that the Danes were oppressing and marginalizing Muslim immigrants."

"Europe must shed the straitjacket of political correctness, which makes it impossible to criticize minorities for anything -- including violations of laws, traditional mores and values that are central to the European experience."

Greinina má finna í heild sinni hér og mæli ég sterklega með henni.

Aðrar greinar á spiegel.de, sem tengjast efninu, þó á neikvæðari máta sé, má finna hér og hér.

Í þessum greinum er fjallað um uppgang stjórnmálaflokka sem byggja á kynþáttahatri í Þýskalandi, svæði sem enginn ætti að heimsækja nema hann sé hvítur og möguleikann á að það sjóði upp úr á meðan á Heimsmeistarkeppninni í knattspyrnu stendur.


mbl.is Höfuðslæður íslamskra kvenna bannaðar í Norður Rín - Vestfalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snákar í jakkafötum - "sækópatar" á vinnustaðnum

Rakst á nokkuð áhugaverða grein um nýútkomna bók sem fjallar um "sækópata" á vinnustöðum.  Tveir "sálar" að gera úttekt á málinu og hafa saman bók, "Snakes In Suits: When Psychopaths Go To Work".

Ef hlutfall "sækóa" sem þeir telja að sé í Bandaríkjunum og Kanada er fært yfir á Ísland, þá eru um það bil 3000 "sækóar" á landinu, og það sem meira er, flestir þeirra líklega á vinnumarkaðnum.  Segir í greininni að miðað við fjöldan, þá sé líklegt að flest okkar hitti einn af þeim á hverjum degi.

Spurningin hvort að "Spot The Psycho", verði ekki vinsælasti leikurinn á vinnustöðum á næstunni.

En greinina í Macleans má finna hér, kynningu á bókinni hér og hér.

Það er aldrei að vita nema maður eigi eftir að skella sér á þessa bók.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband