Þegar Ísland breytti heiminum - ofurlítið.

Það gladdi mig að lesa þetta, og minningarnar frá þessum árum urðu sterkar. Ég man ennþá eftir þessum atburðum sem gerðust fyrir u.þ.b. 15 árum síðan þegar Sovétríkin voru að syngja sitt síðasta.

Ég veit ekki hvernig þessi ákvörðun, að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, var tekin í íslensku ríkisstjórninni, en það hefur þurft hugrekki til.  En sem betur fer þó höfðu íslenskir ráðamenn, með Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, í fararbroddi, það hugrekki. Það er erfitt að dæma um hvað þetta hafði mikið að segja, sjálfstæðið hefði orðið að veruleika án þessa stuðnings íslendinga.  En það hafði samt gríðarlega þýðingu, og fólkið sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar fann að það stóðu einhverjir með þeim, studdu þá og voru reiðubúnir, rétt eins og það sjálft að bjóða Sovéska heimsveldinu byrginn.

Seinna ferðaðist ég um Eistland, þvert og endilangt.  Það var sama hvar við komum, allir höfðu heyrst minnst á Ísland, töluðuðu um það með aðdáun og margir vildu þakka fyrir þennan stuðning.  Tendgaforeldrar mínir sýndu mér stolt "Íslandstorgið" í Tallinn og mér líður seint úr minni vodkastaupið sem ég drakk með gömlum frænda konunnar, á eynni Muhuu, þar sem skálað var fyrir Íslandi.

Tendgapabbi sýndi mér líka staðinn sem hann sagði að sovéski herinn hefði stöðvað á, á leið sinni til Tallinn, það er ekki langt að fara í littlu landi.

En það er ekki hægt annað en að dást að þessum littlu þjóðum, sem tvisvar á sömu öldinni þurftu að sækja sjálfstæði sitt frá stórum nágranna sínum. 

Auðvitað eru ekki öll vandamál leyst, en eistlendingum hefur vegnað býsna vel og hefur velmegun þar aukist hröðum skrefum. 

Það er óhætt að hvetja alla til að heimsækja Eystrasaltslöndin ef tækifæri er til.  Einfaldasta leiðin er líkega að fljúga til Helsinki og taka þaðan ferju yfir til Tallinn.  Það ætti enginn að verða svikinn af því.

 

 


mbl.is Íslendingum færðar þakkir með undirskriftarsöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góðan texta, Tómas. Það er gott að minnast þessara spennufylltu, en vonar- og gleðiríku daga Eystrasaltsþjóðanna. -- Sjá einnig um aðra viðleitni hérlendis til að sýna þeim samstöðu: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=48388 -- Ég mun væntanlega skrifa ýtarlegar um það mál á bloggsíðu minni bráðlega, hún er á http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/ -- en heimasíða mín á http://www.kirkju.net/index.php/jon

Jón Valur Jensson, 3.6.2006 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband