Góðar fréttir og slæmar fréttir...

Ef við byrjum nú á þeim góðu, þá eru það auðvitað góðar fréttir að tekjur ríkissjóðs hafi aukist og gjöldin hafi minnkað.  Sérstaklega að gjöldin hafi minnkað. Svo þegar betur er skoðað, eru það auðvitað frábærar fréttir að skuldabyrði ríkisins hafi minnkað svo mikið að vaxtagreiðslur hafi lækkað um 7.6 milljarða. Það sýnir betur en flest annað hvað skuldir ríkisins hafa lækkað umtalsvert undanfarin ár. 

Það er vissulega frábært að geta notað tekjur ríkisins til annarra hluta en að borga vexti.  Það er stórkostlegur ávinningur af fjármálastjórnum núverandi ríkisstjórnar.

Slæmu fregnirnir eru hins vegar að heildarútgjöld lækka ekki um þessa sömu 7.6 milljarða, þau lækka aðeins um 2.7 milljarða. Þannig fer stærstur partur af því sem áður fór í vaxtagreiðslur í "gömlu hítina". Það hefur með öðrum orðum ekki tekist áð ná tökum á útgjaldaaukningunni. Það er aðeins tekjuaukning ríkissjóðs sem stendur að baki bættum ríkisbúskap.

Það er því áríðandi að reyna að ná tökum á útgjöldunum, þau mega ekki halda áfram að aukast.  Bæði er það svo, að skattgreiðendur eiga skilið að skattar haldi áfram að lækka og varasamt er að treysta á að tekjuaukningin haldi endalaust áfram.

Það er þó sérstaklega jákvætt að sjá þá aukningu sem er í fjármagnstekjuskattinum, sá skattur er með lágri %, en skilar sívaxandi tekjum, sýnir að sem betur fer er sívaxandi fjármagnshagnaður í þjóðfélaginu og er það vel.

Það sem þarf að stefna að á næstu árum, eru frekari skattalækkanir og lækkun á ríkisútgjöldum, veit ekki hversu bjartsýnn ég er á það.

P.S.Þessi færsla átti að vera  blog um frétt mbl.is, sem einhverra hluta vegna hefur ekki tengst, en fréttina má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband