"Stafsetningarbýflugan" - "Orðasmiður".

Þegar ég var að skondra á milli vefmiðla í dag, sá ég umfjöllum um "Spelling Bee" keppnina hér í Norður-Ameríku.  Þetta virðist vera nokkuð merkileg keppni, ég hef reyndar aldrei séð hana í sjónvarpi, en börnin spreyta sig á orðum sem ég er ekki viss um að ég myndi stafsetja rétt á hverjum degi, en það er annað mál.  Ekki man ég eftir að hafa heyrt af nokkru svipuðu á Íslandi, enda telst það ábyggilega ekki "pólítíkst rétt" á landinu bláa, að börn keppi í einhverju sem viðkemur náminu.  Það getur varla verið gott að nokkur skari fram úr.

En ef einhver vill forvitnast um þetta frekar má finna frétt í National Post, heimasíðu hjá Spelling Bee keppninni, og loks er hér smá ensk stafsetningarþraut, ef einhver hefur gaman af því að reyna sig.

En þetta leiddi til þess að ég fór að hugsa um orð og orðaforða.  Sjálfur er ég innflytjandi hér og þó enskukunnáttan sé þokkaleg, lendi ég þó í því að þegar ég spjalla við innfædda að ég skil ekki öll orð, eða er ekki alveg viss um merkingu þeirra, sérstaklega þegar spjallið er á sérhæfðari sviðum.

En ég hef um all nokkurt skeið verið áskrifandi að þjónustu wordsmith.org.  Ég er skráður á póstlista og fæ sent eitt orð á dag ásamt tilheyrandi útskýringum.  Þetta er eins og gengur, stundum þekki ég orðin frá fyrri tíð, en oft er þetta skemmtilegur og fræðandi lestur.  Hvað situr svo eftir er erfitt að fullyrða, en eitthvað er það.  En þetta er einföld og þægileg leið til þess að auka orðaforðann og fræðast um leið.

Sem dæmi leyfi ég mér að birta hér póstinn sem ég fékk í dag:  "This week's theme: adjectives used postpositively.

emeritus (i-MER-i-tuhs) adjective, plural emeriti, feminine emerita

   Retired but retaining an honorary title.

[From Latin emeritus (one who has served his time), past participle of
emerere (to serve out one's term), from merere (to deserve, serve, earn).]

Today's word in Visual Thesaurus:
http://visualthesaurus.com/?w1=emeritus

-Anu Garg (gargATwordsmith.org)

  "Seeger has been singing out like this since the Great Depression. The
   earnest troubadour who either co-wrote or popularized canonical songs
   like 'If I Had a Hammer' and 'John Henry' has become something like
   America's folkie emeritus."
   Michael Hill; Pete Seeger Still Singing at 87; Associated Press;
   May 17, 2006."

Ef einvher hefur áhuga á því að notfæra sér þessa þjónustu, er slóðin www.wordsmith.org

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Óskarsson

Snjallt!

Takk fyrir að benda á þetta. Í Hafnarfirði komu menn á lestrarkeppni, sem hefur vaxið og dafnað og er nú m.a. haldin í grunnskólum í Reykjavík. Það væri þrælgaman að reyna að starta svona stafsetningarkeppni.

Valur Óskarsson, 3.6.2006 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband