Finnur Halldór sig ekki lengur?

Það væru óneitanlega nokkuð stór pólítísk tíðindi ef Halldór Ásgrímsson er að hætta.  Ennþá er þetta þó bara sögusögn, og ekki einu sinni skýr sögusögn, um hverju Halldór ætlar að hætta.  Ætlar hann að hætta sem formaður Framsóknarflokksins, ætlar hann að hætta sem forsætisráðherra, ætlar hann að hætt sem þingmaður, eða ætlar hann að hætta þessu öllu saman?

Og hver er eftirmaðurinn?  Þar er varla á VÍSan að róa, eða hvað? Hver er erfðaprins Framsóknarflokksins?  Í fréttinni eiga þeir þó í litlum vandræðum með að finna Finn.  En hvernig gerast "hrossakaupin á þeirri eyri"?

En það er ekki ólíklegt að það gæti reynst Framsóknarflokknum vel að hverfa aðeins úr sviðsljósinu, láta Sjálfstæðisflokknum (Geir H. Haarde) eftir forsætisráðherraembættið og "safna liði" fram að næstu kosningum, það er nú ekki nema ár þangað til.

En hverja aðra má finna en Finn?  Siv? Guðna? Valgerði?

VÍSar þá ekki allt á Finn?

En allt eru þetta bara vangaveltur, en eigum við eftir að sjá hvaða leið Framsókn velur.  Ef nýliðnar sveitastjórnarkosningar hafa kennt okkur eitthvað, er það að Framsókn lendir yfirleitt á fjórum fótum, rétt eins og íslenski kötturinn, jafnvel þó að okkur sýnist hann vera í nokkuð frjálsu falli.

 

 

 


mbl.is Halldór sagður ætla að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband