Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Stjórnarandstaðan fattaði ekki að það var verið að greiða atkvæði

Fjárlagafrumvörp eru yfirleitt talin með mikilvægari frumvörpum.  Það hefur því vakið nokkra athygli að stjórnarandstaðan hér virðist hafa verið það "sofandi" að þeir hreinlega uppgötvuðu ekki að verið var að greiða atkvæði um fyrsta fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar íhaldsmanna.

Auðvitað breytir þetta engu, búið að var að ná meirihluta fyrir frumvarpið, og hér tíðkast ekki að beita "munnlegu ofbeldi" til þess að hindra að frumvörp verði að lögum, alla vegna hef ég ekki heyrt um það.

En þetta er dulítið skondið, og svolítið vandræðalegt fyrir stjórnarandstöðuna, en kemur líklega ekki fyrir þá aftur.  En frumvarpið telst formlega samþykkt af öllum flokkum.

En hér eru fréttir National Post og Globe and Mail um þetta.


Að eima upp verðið?

Er þetta ekki til fyrirmyndar?  Af hverju eru landbúnaðarafurðir til vandræða í svona mörgum löndum? Hvers vegna virðast stjórnvöld hafa svona miklar áhyggjur af því að landbúnaðarframleiðsla lúti markaðslögmálum?

Ekki þar fyrir að ég hef verið að drekka þó nokkuð af ljómandi ítölskum rauðvínum undanfarnar vikur, en þau hafa einmitt verið á frekar góðu verði hér undanfarið.  Líklega er það að taka enda eða hvað?

En þessa 1.5 milljón hektólítra af frönsku gæðavíni hefði ég gjarna viljað sjá á niðursettu verði í áfengisverslunum nálægt mér.

En hvernig er það, er ekki eitthvað batterí sem hefur fylgst með samkeppni innan ESB og látið í sér heyra þegar skortur hefur verið talinn á henni?  En líklega fylgjast þeir ekki með bændum og hinu opinbera.


mbl.is Eima á milljónir hektólítra af frönsku og ítölsku víni vegna offramboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið ljúfa, en rólega líf....

Það er ekki hægt að segja annað en að við lifum ljúfa lífinu.  Ekki svo að skilja að lífið sé eitt samfellt samkvæmi, en ljúft er það.  Jafnvel þó að heilsan sé ekki upp á það besta, er ekki hægt að kvarta.  Þegar hitinn er mikill, og maður fer inn og út úr loftkælingu, er hætta á sumarkvefi.  Foringinn hefur líka verið með ofurlítið nefrennsli, en er að vinna sig út úr því.

Við keyptum handa honum hjálm um helgina, nú er hann á hjólinu, stoltur með hjálminn, en á þó eftir að ná góðu valdi á því enn.  Við fórum út í garð og grilluðum fyrr í kvöld, hann hjólaði í hringi í garðinum, á meðan ég BBQaði svínarif.  Klassamatur, ég reyndar man þá tíð að svínarif voru ekki seld á Íslandi, heldur var þetta svona "afgangur" sem starfsfólk kjötvinnsla skipti á milli sín, já það hefur ýmislegt breyst í tímans rás.  Það hefur samt ekkert breyst að mér finnst rif ákaflega góð, og foringinn tók sömuleiðis vel til matar síns.

En svona rétt eins ég átti von á gerðist ekkert sérstakt í dag, á þessum "degi dýrsins".  Reyndar sá ég einhverjar grein um daginn, þar sem talað var um að "666" væri á misskilning byggt, þegar rýnt væri í gamla texta, þá kæmi í ljós að "tala dýrsins" væri "616", en ég skipti mér nú ekki af þessum ágreiningi.

Það er orðið frekar heitt hérna, og fer líklega hlýnandi.  Spáð er afar heitu sumri, vonandi þó ekki eins heitu og síðasta sumar, en það er ekki gott að segja.  En þetta er erfiður tími, og ekki hægt að fara víða, nema þá að bjóða býsna mörgum flugum í mat, en það er ekki auðvelt fyrir mig, ég tek því að öllu jöfnu ekki mjög vel að vera snæddur, bólgna upp og hlýt af því mikil óþægindi.

En það styttist í 17. júni, þá verður samkoma hér í High Park, grillað og sitthvað gert til gamans.  Svo er heldur ekki langt í það að við fáum húsið okkar afhent, ca. 3. vikur núna.  Líklega verð ég að fara að pakka á fulllu.


Tvær stökur

Það er nú ekki oft sem ég yrki, og ég geri ekki kröfu til þess að teljast skáld, hvað þá gott.  En eins og svo mörgum íslendingum þá dettur út úr mér staka stöku sinnum.

Í dag duttu úr munni mér tvær stökur, þær fyrstu í langan tíma.  Báðar eru þær um Framsóknarflokkinn, enda hann eins og stökur ákaflega þjóðlegur.  Ef menn vilja tjá sig um kveðskapinn, eða leiðbeina mér eitthvað með hann, er það ákaflega vel þegið, og verður ekki tekið illa upp.

En hér koma stökurnar:

Sögðust ætla að sækja Finn
sækja fram í hvelli.
En Guðni stóð við garðinn sinn
gaf ei tommu af velli.

Segjast ætla að sækja Fram
sóknar kraft finna.
Best er þó að við þetta bram
bolt fram sókn mun linna.

 


Hryðjuverkamenn í Toronto - dagur fjögur.

Eins og gefur að skilja hefur ekkert lát verið á umfjöllun um meinta hryðuverkamenn í fjölmiðlum hér.  Meira að segja tap Edmonton gegn Carolina er varla fréttamatur og ekkert pláss er hér í fjölmiðlum til að segja frá því að Halldór Ásgrímsson, hafi sagt af sér.

Fréttasíður eru uppfullar af svipuðum fréttum, en það er oft ekki síður áhugavert að lesa hina ýmsu pistla og skoðanir sem koma þar fram.  Þar eru eins og gefur að skilja skiptar skoðanir.

Irshad Manji, höfundur bókarinnar "The Trouble with Islam Today: A Wake-Up Call For Honesty and Change.", skrifar t.d. mjög áhugaverðan pistil í Globe and Mail í dag.  Þar segir  m.a.:

"The twenty-something prayer leader, was speaking into a microphone. His topic: holy war, and not just in Iraq.

"The jihad does not start there, brothers," he assured the faithful. "It starts here. But if you cannot contribute with yourselves and your sons, then contribute with your money.""

"What I found most telling is that the imam incited his followers transparently in a public building at a busy time of day. No need for secret societies or code-talk. He and his sympathizers figured they could get away with shamelessness. Shamefully, they were right.

With the bust of a suspected terror plot in Toronto, amateur jihadists should expect more questions. For example, if they're so outraged by images of Muslim corpses in the dusty streets of Baghdad, where's their fury over black Muslims dying at the feet of Arab militias in Darfur? Or democracy activists being clubbed by Mubarak's riot police in Cairo?

In the past 50 years, more Muslims have been raped, imprisoned, tortured and murdered by other Muslims than by any foreign imperial power. Does that matter to the would-be jihadists? If not, aren't they doing exactly what they claim the West does -- demeaning Muslim victims of oppression?"

"Above all, non-Muslims in Canada should ask themselves a basic question: What makes so many of us afraid to ask about what's happening in the Muslim community? The easy answer is multiculturalism, according to which all cultures and religions are equal and off-limits to scrutiny.

Greinina í heild má finna hér (en hún er ekki á "opnum vef" heldur þarf að borga fyrir hana).

But multiculturalism, like any belief system, becomes a stale orthodoxy if taken literally. By definition, orthodoxies anesthetize our brains, deny our consciences, suppress our voices and compel us to abandon the critical spirit that keeps any open society open. This past weekend, Canadians received a wake-up call. Let us all re-discover our spines -- and our minds."

Á vef Globe and Mail má líka finna spurningar og svör þegar lesendum bauðst að spyrja tvo þekkta borgara úr múslimasamfélaginu hér, spurninga, sjá hér.  Þar má t.d. lesa eftirfarandi:

"Hussein Hamdani: The mood among Canadian Muslims is a combination of fear, anger, apprehension, gratitude and disappointment.

Fear — of potential backlash against the community, that there may be some out there who will wrongfully blame the whole community for the alleged actions of a tiny few. The mosques that I attend in Burlington and St. Catharines were fire-bombed after 9/11 and I pray that the vandalism seen in Toronto does not spread to other cities."

"Kate Steele, Moose Jaw, Sask.: How do both or either of you respond to the suggestions by a few Muslim leaders that the timing of these arrests seems suspicious and may have been timed to coincide with Supreme Court hearings that could give Canadian authorities the power to detain any suspect without charge?

Aly Hindy: I say it is very suspicious — especially when there was no imminent attack and when the evidence [revealed so far] seems not complete enough to support a good case.

Salman Haq, Toronto: I am a young Muslim, born and raised in Canada. I only went to mosques on special holidays when I was younger. When I grew older, I wanted to be more spiritual, but was completely turned off by the language and the invectives that I heard by imams at mosques. There are very, very few mosques that actually speak out about tolerance, diversity, and yes, practising your faith in a secular society. I often heard things like "stand up for your brothers and sisters oppressed in Palestine, Russia, etc." Why didn't I ever hear "stand up for people who are oppressed EVERYWHERE in the world?" That's the true message of Islam, and nobody at a mosque will say it. And that is the problem. Moderate Muslims like myself do not have a place in mosques because they are largely controlled by conservatives.

Hussein Hamdani: Salman, I agree with you 100% that many talks at the mosque need to be more spiritually inclined and give a better, holistic understanding of Islam. I, too, get upset at what I hear at the mosques."

En það er ljóst að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en þetta mál verður að fullu upplýst, og það er erfitt að segja á þessari stundu hver áhrif þess verða til lengri tíma litið. 


mbl.is Sagður hafa lagt á ráðin um að hálshöggva forsætisráðherra Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti fíllinn í herberginu? - Fyrirfram sakfelling?

Ég held að samborgarar mínir hér í Toronto séu að jafna sig á fréttunum um hryðjuverkamennina.  Það var enda stórleikur í hokkíinu nú í kvöld, og fátt er líklegra til að draga að athygli hér heldur en hokkí.  Edmonton tapaði fyrir Carolina, sem er líklega með því alvarlegra sem hefur gerst hér undanfarna daga.

Ég er þó ekki orðinn meiri kanadabúi en það að ég fylgist meira með fréttum af meintum hryðjuverkum heldur en hokkíinu.  Hef ekki alveg náð að falla inn í það sport.

En fréttirnar og umfjöllunin um hryðjuverkamennina er sem betur fer frá ýmsum sjónarhornum.

Sumir ásaka lögregluna um að hafa sett á svið "show", ýkja hættuna og sakfella þar með þá ákærðu í huga almennings, án réttarhalda.  Það er líka talað um að nafnbirting jafngildi næstum því sakfellingu á þessu stigi málsins. Ég get nú tekið undir það að mestu leyti, nafnbirting á þessu stigi er að mínu mati fremur varasöm, en sinn er siður í landi hverju.

Aðrir benda á það að lögreglan geri sig hálf hlægilega þegar þeir leggja mikla áherslu á að meintir hryðjuverkamenn séu með margvíslegan bakgrunn.  Segja að vísu að það sé að nokkru leyti rétt, en það þýði ekki að líta fram hjá því að þeir séu allir múslimir, og í það minnsta helmingur þeirra hafi sótt sömu mosku.

Christie Blatchford, dálkahöfundur hjá Globe and Mail, skrifaði meðal annars eftirfarandi í dálk sinn í dag:

"I drove back from yesterday's news conference at the Islamic Foundation of Toronto in the northeastern part of the city, but honestly, I could have just as easily floated home in the sea of horse manure emanating from the building.

So frequent were the bald reassurances that faith and religion had nothing -- nothing, you understand -- to do with the alleged homegrown terrorist plot recently busted open by Canadian police and security forces, that for a few minutes afterward, I wondered if perhaps it was a vile lie of the mainstream press or a fiction of my own demented brain that the 17 accused young men are all, well, Muslims.

But no. I have checked. They are all Muslims."

"Such is the state of ignoring the biggest, fattest elephant in the room in this country that at one point Chief Blair actually bragged -- this in answer to a question from the floor -- "I would remind you that there was not one single reference made by law enforcement to Muslim or Muslim community" at the big post-arrest news conference on Saturday."

"But what came clear at that meeting yesterday, which was an odd mix of community venting and news conference, is that many of those people who went to the microphone to ask questions, and some of those who answered them from the podium, are far more concerned about a possible anti-Muslim backlash to the arrests than they are about the allegations that a whole whack of their young people were bent on blowing something up in the city; that they are generally worked up about Canadian soldiers in Afghanistan and the Americans in Iraq, and that even as they talk about Islam being a religion of peace, they do not sound or appear particularly peaceable.

Only one question from the floor, this from a young man, really dared to depart from the convention of deploring the supposed coming anti-Muslim backlash and the idea of Muslim as victim.

He asked what the imams were doing to ensure that the sort of violent views that allegedly motivated the homegrown terrorists were not allowed to "become entrenched in our community."

Sheikh Husain Patel answered him. "It is important we educate our young brothers," he said.

He mentioned a series of conflicts overseas, including Iraq and Palestine, then said: "You cannot justify a legal goal by using illegal means. The politics of overseas should not be addressed in a violent manner in Canada."

That did not ring in my ears as a renunciation of violence per se, but as a renunciation of violence in this country."

Þetta finnst mér að sumu leyti enduróma viðhorf sem ég hef heyrt hér, það að þó að flestir geri sér grein fyrir því að langstærstur hluti þeirra múslima sem hér búa, er jafn friðelskandi og hverjir aðrir, þá geri þessir "hófsömu" múslimar, eins og fjölmiðlar eru gjarnir á að nefna þá, ekki nægjanlega mikið til að koma upp um og helst uppræta öfgamennina sem eru innan um.

En að lokum er rétt að benda á eins og margir aðrir hafa gert, að hinir ákærðu eru saklausir, nema að þeir verði fundnir sekir af dómstólum, en málarekstur þessi getur tekið afar langan tíma.


Fram sótt hvert?

Það eru vissulega alltaf mikil pólítísk tíðindi þegar forsætisráðherra ákveður að yfirgefa embætti sitt á miðu kjörtímabili.  Þessi ákvörðun Halldórs kemur því á óvart (ekki nákvæmlega í dag, miðað við aðdragandann), en að mörgu leyti er hún þó afar skiljanleg.  Þó er þessi atburðarás frekar skrýtin, og myndi líklega einhver segja að hún væri illa "hönnuð", eins og tíðkast víst í nútímastjórnmálum.  Hvers vegna að segja af sér sem forsætisráðherra fyrst hann ætlar að sitja sem formaður til haustsins?  Hvers vegna ekki að gera þetta allt í einu í haust?  Þetta hljómar eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis.

En ef Halldór hefur verið búinn að taka þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum, er það sterkara fyrir flokkinn að skipta um forystu nú, frekar en að gera það stuttu fyrir kosningar, nú eða eftir þær.  Það sem vekur upp miklar vangaveltur er hver tekur við af Halldóri sem formaður Framsóknarflokksins í haust? Þar hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar, en ekki get ég sagt að ég treysti mér til að kveða upp úr um að einhver þeirra kosta sé góður, hvað þá bestur.

En það lýtur út fyrir að komandi misseri verði erfið fyrir Framsóknarflokkinn, forystuskiptin gæti dregið dilk (hljómar það ekki framsóknarlega?) á eftir sér.  Þau vandræði gætu vissulega valdið erfiðleikum fyrir ríkisstjórnina sömuleiðis, en vissulega væri það flokknum sem heild ekki til hagsbóta, enda þarf hann fyrst og fremst á því að halda að endurskipuleggja sig með nýrri forystu.  Til þess þarf hann allan þann tíma sem hann getur fengið.

  En vandræði í ríkisstjórn gætu þó nýst einstökum þingmönnum vel.


mbl.is Halldór segist hafa ákveðið að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamenn í Toronto - dagur þrjú.

Fjölmiðlar hér hafa auðvitað verið uppfullir af fregnum af og um meinta hryðjuverkamenn sem handteknir voru hér um helgina.  Það er reyndar ekki að undra, enda þetta mál málanna hér í borg (Globe and mail og National Post koma ekki út sunnudögum og þetta eru því fyrstu útgáfur þeirra, sem ná að fjalla ýtarlega um málið).

En það eru margar fréttir, sumar staðfestar, aðrar staðfestar og allt þar á milli.  Ef marka má fréttir munu hinir ákærðu koma fyrir rétt á morgun, sumir gætu dregist fram á miðvikudag, þar sem fjallað verður um hvort þeir verði látnir lausir gegn tryggingu.  Það er eitthvað sem segir mér að niðurstaðan verði að svo verði ekki.  En lögreglan rekur málið "eftir bókinni", ef svo má segja og er það vel.

Það hefur líka komið fram í fréttum að líklega hafi lögreglan verið búin að skipta um innihald í áburðarpokunum, þegar hinir ákærðu fengu þá afhenta (hættan hafi því ekki verið raunveruleg, þó að ætlanirnar hafi verið það).

Fjölmiðlar halda áfram að birta "prófíla" af hinum ákærðu (ég get ekki neitað því að það kemur mér dálítið á óvart hve fljótt nöfn þeirra voru birt).  En þeir eru flestir í svipuðum stíl, ungir menn sem vöktu ekki á sér neina sérstaka athygli.  Höfðu verið vel liðnir, gengið þokkalega í skóla og ekkert sérstaklega trúnhneigðir, en það virðist hafa breyst hjá mörgum þeirra síðastliðin 2 til 3 ár.

Það virðist, ef marka má fréttir, sem að internetið hafi spilað stórt hlutverk, bæði í undirbúningi hjá meintum hryðjuverkamönnum, og ekki síður í því að lögreglan komst á snoðir um áformin. En þetta mál mun víst teygja sig yfir u.þ.b. 2. ár, það er tíminn sem lögreglan hefur fylgst með sakborningunum.

En lífið heldur áfram.


mbl.is Kanadíska lögreglan segir að búast megi við fleiri handtökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamenn í Toronto, dagur tvö.

Víða hvar maður kemur er fólk að ræða atburði gærdagsins, þegar 17 manns voru handteknir hér í Toronto, ásakaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk.  Meðal annara hluta sem gerðir voru upptækir voru 3. tonn af ammónium nítrati.  Fjölmiðlar eru líka, líklega eðlilega, uppfullir af fréttum af atburðum og viðbrögðum ýmissa aðila.

Fólk sem ég hef heyrt í er sumt nokkuð slegið, jafnvel meira yfir þeirri staðreynd að þessir meintu hryðjuverkamenn hafi einfaldlega búið í friðsælum, rólegum hverfum, hafandi alist hér upp og fallið vel inn samfélagið, frekar en þeirri staðreynd að hér hafi átt að fremja hryðjuverk.  Eins og einn sagði, "... þarf maður nú að fara að líta á sinn næsta nágranna sem hugsanlegan hryðjuverkamann?".  Þess má geta að þegar í gær, voru nöfn allra, nema þeirra 5 sem eru undir 18 ára aldri, birt í fjölmiðlum hér og í sunnudagsblaðinu hjá Toronto Star, eru birtar myndir af heimilum margra þeirra, ásamt viðtölum við nágranna. 

En viðbrögðin hafa vissulega verið á ýmsa vegu, sumir hafa sagt þetta enn eina árásina á múslimi, aðrir fullyrða að þetta sé rangar sakargiftir.  Flestir eru þó sammála um að þetta megi ekki túlka sem sakfellingu á múslimska samfélaginu hér, sem er risastórt.  En vandræðin eru líklega að einhverju marki byrjuð, því að rúður voru brotnar í mosku hér, annaðhvort í nótt, eða snemma í morgun.

En hinir ákærðu komu fyrir dómara í gær, og var gríðarlegur viðbúnaður við réttarsalinn, leyniskyttur á nærliggjandi þökum og þar fram eftir götunum.

Eftirfarandi klausu mátti lesa á vef Globe and Mail: 

"Defence lawyer Rocco Galati, who was representing some of the suspects, protested the intense security measures at the court. He asked that security be diminished when the accused next make their next court appearance on Tuesday.

Outside the courtroom, Mr. Galati a veteran of terrorism cases, scoffed at the allegations.

"I've seen fertilizer for the last eight years," he said, commenting on the strength of previous cases by the government that he has fought against.

In court, Mr. Galati was accompanied by Aly Hindy, a Toronto imam and friend of the highly-controversial Khadr family, who have well-established connections to al-Qaeda.

Mr. Hindy, a controverisial Iman, leads an Islamic centre in Scarborough, said he knew several of the accused because they prayed at his mosque but said they were not terrorists.

"He said the charges are to keep George Bush happy, that's all."

Lögreglan hefur ekki gefið upp neinar upplýsingar um hver hugsanleg skotmörk hafi verið, en eingöngu sagt að almenningssamgöngur hafi ekki verið á meðal þeirra.  Á meðal þeirra skotmarka sem nefnd eru í "óstaðfestum fréttum" eru þinghúsið í Ottawa, CN turninn í Toronto (hæsta bygging í heimi), og hús kanadísku "leynilögreglunnar", en það er í sjálfu sér enginn skortur á háhýsum í Ontario.

Þó svo að hinir handteknu séu heimamenn, er því haldið fram að handtökurnar tengist handtökum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Bosníu, Danmörk, Svíþjóð og Bangladesh.

En þetta er óneitanlega mál málanna hér í borg þessa dagana.

 


Hver ætti nú að passa fólk fyrir sjálfu sér, ef ríkisins nyti ekki við?

Stundum er eins og hjörtu Íslands og Kanada slái saman, eða það finnst mér.  Ef til vill er það aðallega út af því að á báðum stöðum hefur hið opinbera afskaplega gaman af því að hafa vit fyrir þegnunum.  Ef til vill er það líka af því að á báðum stöðum láta þegnarnir það yfir sig ganga án þess að mótmæla, alla vegna ekkert sem heitir.

 Þegar ég las þessa frétt á mbl.is, og hafði stuttu áður lesið dálk Margaretar Wente í Globe and Mail, þá fannst mér þetta augljósara en áður.  Ég hef reyndar áður hér á blogginu lýst því yfir hvað Margaret er skemmtilegur dálkahöfundur og óhrædd við að höggva heilög vé.  Það gerir hún í þessum dálki eins og oft áður.

"I couldn't have known it at the time, but I was blessed to be a youth during those fleeting years when nothing was forbidden and all things were permitted. We smoked. We drank. We had unprotected sex with strangers. We ingested illicit substances, and when we got the munchies, we gorged ourselves on jelly doughnuts. We even seduced our professors, and vice versa. The dark cloud of AIDS was not yet on the horizon. We never gave a thought to secondhand smoke, sexual harassment, or our cholesterol. "

"Personally, I detest cigarette smoke. I believe that everyone has an inalienable right not to be exposed to it against their will. The arrival of the smoke-free workplace was a triumph for human rights and simple common sense. But our creeping prohibitionism has long since crossed a line. Smoking bans are no longer about protecting non-smokers from the (highly exaggerated) dangers of secondhand smoke, although that is what we're told. They are really about punishing smokers. Instead of doing the honest thing, and just banning smoking altogether, the state will simply harass and marginalize the deviants until they quit."

"By the way, there's one big exception to this official demonizing of tobacco. And that's native tobacco. "Commercial tobacco is a KILLER! Traditional tobacco is a HEALER," announces the website of the Aboriginal Tobacco Strategy (http://www.tobaccowise.com), which is sponsored by Health Canada. The difference between commercial tobacco and traditional tobacco is that traditional tobacco is sacred. It can be used to communicate with the Spirit World. You can also use it to offer prayers and treat illnesses.

I, too, used to use tobacco to communicate with the Spirit World, especially on deadline. But I guess that didn't count, because my tobacco wasn't sacred."

Sjálfur reyki ég ekki lengur, hef ekki gert það í u.þ.b. þrjú og hálft ár, ég hata þó ekki tóbaksreyk og get vel unnt öðrum þess að reykja.

Eitthvert það skrýtnasta við ný tóbakslög, bæði hér í Kanada og á Íslandi, er að hið opinbera hefur engar vöflur við að ákvarða hvernig eigendur veitinga og skemmtistaða ráðstafa eignum sínum, og hvað þeir geta leyft innan þeirra, jafnvel þó að umræddur verknaður stangist ekki á við lög að öðru leyti. 


mbl.is Reykingar verði leyfðar á afmörkuðum svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband