Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Hugsanlegt að "bóluefni" gegn Kórónaveirunni verði tilbúið í haust?

Mál málanna þessar vikurnar er auðvitað Kórónavírusinn og síðan vangaveltur um hvenær bóluefni gætu, hugsanlega, kannski, ef til vill orðið tilbúið.

Hvenær það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, er að sjálfsögðu rétta svarið við slíkum spurningum.

En við vitum að gott fólk vinnur baki brotnu út um allan heim og leitar að lausninni og sjálfboðaliðar hér og þar eru sprautaðir í tilraunaskyni.

Við öll getum verið þakklát bæði vísindafólkinu og sjálfboðaliðunum.

En þessi frétt Bloomberg frá því í gær, vakti athygli mína og ef til örlittla bjartsýni. En bjartsýni er mikils virði á þessum "síðustu og verstu".

Í fréttinni segir m.a.:

"A coronavirus vaccine trial by University of Oxford researchers aims to get efficacy results by September, and manufacturing is already underway.

A team led by Sarah Gilbert, a professor of vaccinology, has recruited 500 volunteers from the ages of 18 to 55 for the early- and mid-stage randomized controlled trial. It will be extended to older adults and then to a final stage trial of 5,000 people. Gilbert said that the timing is ambitious but achievable.
 
...
 
“We would hope to have at least some doses that are ready to be used by September,” she said in an interview. “There won’t be enough for everywhere by then, but the more manufacturing we can do starting from now, then the more doses there will be.”"
 
"The group’s experimental immunization is among the first to enter clinical trials. The World Health Organization counts 70 vaccine candidates in development, with three others in human testing. They are from CanSino Biological Inc. and the Beijing Institute of Biotechnology; Inovio Pharmaceuticals Inc.; and Moderna Inc. along with the National Institute of Allergy and Infectious Diseases."
 
Það virðist ríkja bjartsýni og þegar hafinn undirbúningur að framleiðslu bóluefnisins.
 
Það er hins vegar of snemmt að fagna, enginn veit hvað framhaldið verður, Kórónuveiran getur líka snúið á þá sem vinna að bóluefnum.
 
Enn smá bjartsýni sakar ekki heldur.
 
P.S.  Ég hef verið að velta fyrir mér Íslensku orðunum, bóluefni og bólusetning upp á síðkastið.
 
Skrýtin orð.
 
Eru einhver önnur orð notuð um slíkt?
 
Ef svo er ekki þurfum við ekki að finna "jákvæðari orð"?
 
 

 


Hér hagar Trump sér eins og forseti 50 ríkja á að gera

Ég gladdist við það að lesa þetta. Trump ákveður að sætta sig við að ákvörðunin um afléttingu "hafta" sé í höndum ríkisstjóra hvers ríkis.  Hann gefur út punkta, sem er ágætt, slík forysta af hálfu alríkisins er ágæt.

En það er ljóst hvar valdið liggur.  Rétt eins og heilbrigðismálin eru á höndum hvers ríkis, þá fer best á því að ákvarðanir um aðgerðir séu í höndum ríkjanna.

Ástandið er enda mjög misjafnt á milli ríkja, eins og viðbúið er. Það er bæði líklegt og óskandi að ríkin sammælist við sína næstu nágranna hvernig verður staðið að málum og samvinna ríki.

Alríkið á svo að styðja að aðstoða ríkin eftir þörfum og getu.

Hver sá, eða hverjir þeir sem hafa fengið Trump til að fara þessa leið er nauðsynlegt að fái fullt starf í Hvíta húsinu, ef þeir hafa það ekki nú þegar.

Hann er í þörf fyrir PR/diplómasíu ráðgjöf af "dýrari sortinni". (Ég skrifa ef til vill meira um það fljótlega).

Ef til vill spilar inn í að ég hef ekki mikla trú á því að stór hluti stuðningsmanna hans hafi mikinn áhuga á því að heyra mikið um að alríkið hafi öll völd á hendi sér gagnvart ríkjunum sem þeir búa í.

Þeir vilja ekki sjá völdin færast til "fensins" í Washington borg.

 

 

 

 


mbl.is Ákvörðunin í höndum ríkisstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig "símarnir ferðast" - myndbönd

Það er hreint ótrúlegt hvað finna má á netinu nú til dags. Tækninni fleygir fram og hún er bæði heillandi og ógnandi.

Nú þegar "faraldsfræði" er tómstundagaman þó nokkurs hluta jarðarbúa, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig "fólksflæði" er háttað.

Það sýnir ennfremur að stórar samkomur geta haft gríðarleg áhrif og þátttakendur dreifast víða á örskommum tíma.

Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um hugsanleg áhrif viðburða á við "Mardi Gras" og "Spring Break" við útbreiðslu Kórónavírussins.

Það komu líka upp deilur í Bandaríkjunum hvort að rétt væri að loka "innri" landamærum ríkja, t.d. hvort að rétt væri að "einangra" New York, New Jersey og Connecticut ríki.

Ég rakst á þessi myndbönd frá fyrirtækinu Tectonix GEO .

Þau sýna hvernig farsímar sem staðsettir eru á einum stað (s.s. í  strandpartýi í Florida eða New York borg) dreifast síðan um Bandaríkin og síðan heiminn.

 

 

 

 

 

Þessir símar eru raktir nafnlaust, en vissulega er tæknin til staðar að tengja þá við nöfn, alla vegna flesta þeirra. 

Það þarf bara að hafa rétta "aðganginn" og "tengja". Ef eftirlitsmyndavél er svo staðsett þar sem síminn þinn er staðsettur, má með "andlitsgreiningarbúnaði" og símum þeirra sem er í nágrenninu sjá hverjir þeir eru.

En þetta sýnir hvers tæknin er megnug nú á dögum en sömuleiðis hversu mikla erfiðleika "fólksflæði" getur skapað á faraldstímum.

En líka möguleikana til að rekja ferðir einstaklinga, hvort sem er á faraldstímum eður ei.

 

 


Veiran, stjórnlyndið og eftirlit þess

Það hefur eins og eðlilegt er mikið verið rætt um kórónuveiruna á undanförnum vikum, frá ýmsum sjónarmiðum.

Eins og oftast sýnist sitt hverjum þegar rætt er um viðbrögð við sjúkdómnum og hvaða viðbrögð "séu hin einu réttu". Hvaða ríki hafi staðið sig vel og hvort að ekki ætti að taka þau sér til fyrirmyndar.

Eitt af þeim ríkjum sem oft hafa verið nefnd sem fyrirmynd er Suður Kórea. 

Það má til sanns vegar færa að frammistaða þeirra er með ágætum.  Þegar þetta er skrifað eru smit tilfelli rétt ríflega 10.500, og dauðsföll aðeins 235.

Rétt er að hafa í huga að í Suður Kóreu búa ríflega 51. milljón einstaklinga.  Eftir að hafa lent í vandræðum með "endurfæddan Jesú" í upphafi, virðist baráttan hafa gengið vel.

En ef við segjum að aðrar þjóðir ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar, hvað þýðir það?

Þeir hafa verið mjög duglegir að skima, en hafa ekki gert það af handahófi. Skimunin hefur verið hnitmiðuð, líklega að stórum hluta byggð á smitrakningum. Síðustu tölur sem ég hef séð eru rúmlega 527.000 skimanir. Það er ekki langt frá því að vera 1% þjóðarinnar, en Íslendingar eru í kringum 10%.

Hvernig fór Suður Kórea að því að standa sig vel í smit rakningum?  Það er ekki auðvelt hjá svo fjölmennri þjóð.

Þar kemur eftirlitið til staðar.

"The aim is to work out where known patients have been and test anyone who might have come into contact with them. There are three main ways people are tracked.

First, credit and debit cards. South Korea has the highest proportion of cashless transactions in the world. By tracking transactions, it’s possible to draw a card user’s movements on the map.

Second, mobile phones can be used for the same purpose. In 2019, South Korea had one of the world’s highest phone ownership rates (there are more phones than people).

Phone locations are automatically recorded with complete accuracy because devices are connected to between one and three transceivers at any time. And there are approximately 860,000 4G and 5G transceivers densely covering the whole country.

Crucially, phone companies require all customers to provide their real names and national registry numbers. This means it’s possible to track nearly everyone by following the location of their phones.

Finally, CCTV cameras also enable authorities to identify people who have been in contact with COVID-19 patients. In 2014, South Korean cities had over 8 million CCTV cameras, or one camera per 6.3 people. In 2010, everyone was captured an average of 83.1 times per day and every nine seconds while travelling.

These figures are likely to be much higher today. Considering the physical size of the country, it is safe to say South Korea has one of the highest densities of surveillance technology in the world."

Heimild.

Er það þetta sem við eigum að læra af Suður Kóreu og taka til fyrirmyndar? Yrði þetta samfélagið sem væri vert að stefna að þegar faraldrinum líkur, bara til að vera viðbúin?

Gæti auðvitað gagnast vel gegn alls kyns brotastarfemi, allt niður í reiðhjólaþjófnaði. Og einhver störf skapast við að horfa á skjáina og rekja ferðir þegar slíkar beiðnir koma.

Jákvæðari og til eftirbreytni þykir mér sú frétt að nefnd í Eistneska þinginu hafi fellt út tillögu ríkisstjórnar um að heimilt yrði að tilkynna nöfn smitaðra einstaklinga til lögreglu.

En Eistlendingum er mörgum í fersku minni hvernig alræði og lögreglueftirlit virkar.

"Chancellor of Justice" þeirra Eistlendinga (ekki auðvelt að þýða þetta, en helsta verkefni er að standa vörð um stjórnarskrá Eistlands og réttindi íbúanna), Ülle Madise, hafði varað við þessu ákvæði og það stangaðist á við stjórnarskrá.

Áður hafði Ivo Pilving hæstaréttardómari í Eistlandi varað við því að neyðarlög án tímatakmarkana væru í andstöðu við stjórnarskrá Eistlands.

Hann taldi að andi stjórnarskrár landsins væri að viðbrögð við neyðarástandi mætti ekki valda meira tjóni en það sem brugðist væri við.

Slíkt er í flestum tilfellum erfitt að meta og má líta á frá mörgum sjónarhornum.

En það er vert að hafa í huga að ríkisstjórn Eistlands tók það skref að upplýsa Evrópuráðið um að mannréttindi í landinu yrðu skert, í samræmi við 15. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sú tilkynning var send 20. mars og voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að skýra ekki frá því fyrr en viku síðar.

Af biturri reynslu standa Eistlendingar vörð um mannréttindi sín og fylgjast grannt með stjórnvöldum.

Skyldu öll aðildarríkin hafa sent inn tilkynningu?

En merkilegt nokk þá hefur Mannréttindadómstóllinn nýverið gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um túlkun á grein 15.  Þær eru síðan 31. desember 2019 og má finna hér.

En þetta er eitt af mörgum atriðum sem þörf er á að ræða á næstu mánuðum og er reyndar víða byrjað að ræða.

Hvað má ganga langt?

Hvar drögum við mörkin?

Hvernig á að "reikna" þetta allt út og hver á að gera það?

Eins oft áður mun sitt sýnast hverjum.

Ég hef stundum orðað það á þann veg að alltof margir séu ekkert á móti "sovéti". Þeir séu bara á móti "þessu sovéti".  Þeir vilja "sovét" eftir eigin höfði.

En vonandi hef ég rangt fyrri mér eins og oft áður.

P.S. Því má bæta við til gamans að Suður Kóreubúar ganga til kosninga í dag og er eðlilega mikill viðbúnaður. Frétt BBC má lesa hér.

 


Er ríkið sem næstum enginn vill viðurkenna að standa sig hvað best?

Ekki vill ég ræna þær heiðurskonur sem nefndar eru í fréttinni hér á mbl.is hrósinu eða heiðrinum.

Þær hafa staðið sig almennt vel, ekki eingöngu hvað varðar baráttuna gagnvart Kórónuveirunni, heldur einnig í mörgu öðru.

Það er samt rétt að taka það fram að það er ekki tímaritið Forbes, sem er að hrósa leiðtogunum, heldur er um að ræða það sem oft er kallað dálkahöfundur (Forbes kallar það "contributor) að nafni Avivah Wittenberg-Cox.

Hún er ráðgjafi, markþjálfi, rithöfundur og fyrirlesari.

Forbes tekur það fram að skoðanir í slíkum dálkum séu dálkahöfundanna (ekki blaðsins), rétt eins og fjölmiðlar gera gjarna.

Þetta er því ekki grein viðskiptatímaritsins Forbes, heldur grein í viðskiptatímaritinu Forbes.

Hér stendur mbl.is þó mjög vel miðað við ruv.is, sem slær því upp í fyrirsögn: "Forbes mærir Katrínu og kvenleiðtoga í COVID-faraldri."

Í fréttinni eru skrifin síðan eignuð blaðamanni Forbes.

Ég geri mér grein fyrir því að mörgum þykir þetta vera tóm leiðindi af minni hálfu, en ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að vandaðir fjölmiðlar hafi staðreyndir í heiðri og segi rétt frá.

En þetta var útúrdúr.

Það sem mér kom í hug þegar ég las þessa frétt og svo síðar dálkinn í Forbes, er sú staðreynd að öll þessi ríki (nema eitt auðvitað) sem stjórnað er af þessum skörulegu konum eiga það sameiginlegt að viðurkenna ekki eitt ríkið sem fjallað er um.

Taiwan.

Það eru aðeins í kringum 15 ríki sem viðurkenna Taiwan og ekkert þeirra "vestrænt" ef ég man rétt.

Taiwan fær ekki aðild að Sameinuðu þjóðunum, né undirstofnunum þess, eins og vel hefur komið í ljós í samskiptum þess við WHO á undanförnum vikum.

Þó varð Taiwan einna verst af öllum ríkjum í SARS faraldrinum 2003, ég held að einungis Kína og Hong Kong hafi orðið verr úti. Ef til vill er það hluti af skýringunni á því hvað það stendur sig vel nú.

Í upphafi stóðu Taiwan og Kína andspænis hvort öðru og hvort ríkið taldi sig eiga að ráða yfir hinu.

En Taiwan hefur breytt um stefnu í viðleitni sinni til að verða viðurkennt í samfélag og þjóðanna og en hefur lítið miðað áleiðis.

En eftirtektarverð undantekning er á, en Taiwan, undir skráningunni Chinese Tapei (er samt undir T í stafrófsröðinni), er meðlimur í WTO (Alþjóða viðskiptastofnuninni), þó að Kína sé það sömuleiðis.

Það var einmitt núverandi forseti sem leiddi samninganefnd Taiwans við það tækifæri, en þá hafði hún ekki hafið stjórnmálaþátttöku.

Þar hafa bæði Kína og Taiwan tekið þátt í starfseminni frá því snemma á þessari öld.

Það er óskandi að svo geti orðið í fleiri alþjóðlegum stofnunum og ríkin semji sín á milli.

Hér má lesa ágætis skrif um Taiwan og diplómatískar tilraunir  þess.

P.S. Líklega hafa margir tekið eftir ónákvæmni í dálkaskrifunum í Forbes, þegar talað er um að undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, standi öllum Íslendingum til boða ókeypis skimun.

Þar er ekki við Forbes að sakast, heldur dálkahöfundinn.

Þannig gerast þó hlutirnar oft, og ég varð margsinnis var við slíkt t.d. hvað varðaði fréttaflutning um Ísland í kringum bankahrunið. 

Fékk mig virkilega til að velta því fyrir mér hversu mikið ég gæti treyst fréttum, sérstaklega frá fjarlægari löndum.

 


mbl.is Kvenleiðtogar ná hvað bestum árangri gegn veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar tölur sem ég hef rekist á

Undanfarna daga hef ég, líklega eins og margir aðrir, eytt of miklum tíma á netinu. En það er þó hægt að hugsa sér verra hlutskipti.

Þar fljúga tölur og samanburður um allt og stundum er eins á "nýjustu tölur" um dauðsföll eða smit minni á kosningasjónvarp eða verðbréfa "tickera".

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að samanburður á milli landa sé fánýtur enn sem komið er, tölulegar upplýsingar eru af misjöfnum gæðum, safnað á mismunandi máta, mis áreiðanlegar o.s.frv.

En það breytir því ekki að ég hef rekist á margar fróðlegar tölulegar staðreyndir.  Þá er ég fyrst og fremst að tala um tölur frá fyrri árum, en eitthvað af nýjum. Sumt hafa kunningjar mínir sent mér í tölvupósti.

En það er oft fróðlegt að sjá eldri tölur og hafa þær í huga þegar nýjustu "æsifregnirnar" eru lesnar í fjölmiðlum dagsins.

Ég birti hér nokkrar tölulegar upplýsingar. Ég hef eftir fremst megni reynt að velja áreiðanlegar vefsíður og fjölmiðla.

Samt er rétt að hafa í huga að tölulegar upplýsingar eru misáreiðanlegar og "hinn endanlegi sannleikur" er oft lengi að koma í ljós, ef hann gerir það nokkurn tíma.

Hvað deyja margir Bandaríkjamenn af völdum "venjulegrar" influensu á hverju ári?  CDC segir að frá 2010, hafi 10.000 til 60.000 dáið af völdum flensu árlega. Flensutímabilið 2017 til 2018 var slæmt og áætlar CDC að u.þ.b. 61.000 einstaklingar hafi látist og í kringum 800.000 Bandaríkjamenn lagst á sjúkrahús af völdum flensu.  Rétt er að hafa í huga að enn er um áætlanir að ræða. En þann vetur áætlar CDC að 45 milljónir Bandaríkjamanna hafi smitast af flensunni.

Finnska ríkisútvarpið sagði frá því í fréttum að tilfelli "venjulegrar" influensu væru 5.000 færri en í fyrra.

Áætlað er að fast að 11.000 einstaklingar deyji á Ítalíu á hverju ári af völdum svo kallaðra "ofur baktería".  Ýmis önnur lönd eru ekki langt undan. Heildartalan fyrir Evrópusamabandið er líklega í kringum 33.000.

Sambærileg tala fyrir Bandaríkin er líklega rétt undir 30.000.

Ísland kemur afar vel út úr þessum samanburði.  Það sama gildir t.d. um Kanada.

Ég hef séð greinar þar sem talað er um að þetta tengist, meðal annars, óhóflegri notkun sýklalyfja í dýraeldi.  Ég hef ekki séð það sannað með óvéfengjanlegum hætti, en tölur yfir sýklalyfjanotkun nokkurra Evrópuríkja í þessum tilgangi má sjá hér.

Árið 2009 söfnuðu Íslendingar ullarfatnaði til að gefa ellilífeyrisþegum í Bretlandi.  Þá fullyrtu Íslenskir fjölmiðlar (ég er ekki að draga það í efa) að á frá desember árið 2007 fram í mars 2008, hefðu 25.000 breskir ellilífeyrisþegar dáið úr kulda. Það eru þá ríflega 6.000 í hverjum mánuði.

Árið 2016 dóu ríflega 421.000 einstaklingar vegna öndunarfærasjúkdóma í Evrópusambandslöndunum (þá með Bretlandi). 

Árið 2015 fengu 10.4 milljónir manna í heiminum berkla. 1.4 milljónir af þeim dóu.

Línuritið hér að neðan fékk ég sent í tölvupósti frá tímaritinu Spectator fyrir nokkrum dögum.  En það nær ekki lengra en ca. til enda mars og síðan hafa dauðsföll aukist verulega. Línuritið er byggt á gögnum héðan.

 

Covid   Deaths in England and Wales by month since 2010

 

 

 

Hér er svo annað línurit frá Bretlandi, sem sýnir tölur fyrir árið í ár, og samanburð við meðaltal síðustu 5. ára.

Enn vil ég vekja athygli að þetta nær aðeins yfir fyrstu 13. vikur ársins og síðan hefur syrt í álinn í Bretlandi. Tölurnar gætu ennfremur breyst í hvora átt sem er þegar fram líða stundir.

En línuritið er fengið héðan.

UK influ covid all deaths


Finnar ætla að hefja framleiðslu á hlífðargrímum fyrir heilbrigðisstarfsfólk - í Finnlandi, til frambúðar. Skandall hjá Finnsku "Neyðarbirgðastofunni".

"Neyðarbirgðastofa" Finnlands hefur skrifað undir samning við Finnska fyrirtækið Lifa Air  um að framleiða hlífðargrímur í Finnlandi.

Segist fyrirtækið ætla að framleiða allt að 100 milljónir hlífðargríma í Finnlandi árlega.

Þá er bæði talað um öndunargrímur (respirators) og hefðbundnari hlífðargrímur (surgical masks).  Muninn á þessu tvennu má sjá hér, en ég veit ekki hvaða Íslensku orð eru notuð sem lýsa þessum mun.

Fyrst í stað mun fyrirtækið frameleiða hlífðargrímurnar í verksmiðju sinni í Kína, en fljótlega verður framleiðslan flutt til Finnlands.

Þannig hyggjast Finnar leysa sín vandræði hvað varðar hlífðargrímur til frambúðar.

En ég bloggaði hér áður um frétt Yle, um hlífðargrímur frá Kína sem komu til Finnlands og stóðust ekki kröfur.

Nú hefur það mál heldur betur undið upp á sig samkvæmt frétt Yle. Virðist sem að "Neyðarbirgðastofa" Finnlands hafi heldur betur hlaupið á sig og borgað út 5. milljónir euroa, til frekar vafasamra viðskiptaaðila.

Hreint ótrúlegt að innkaupastofnun á vegum hins opinbera hlaupi svona á sig.  Ráðherra hefur þegar fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu og ekki ólíklegt að það gæti orðið að nokkuð stórum skandal.

5. milljón euro eru ekki smáaurar.

Það verður því að lesa bloggfærslu mína og þá frétt Yle sem hún fjallaði um, frá breyttu sjónarhorni.


Sálfræði- og vísindahliðin á brauðbakstri

Út um allan heim er verið að baka í heimahúsum, það er eiginlega fordæmalaust :-)

Gerskortur er víða.  Eftirspurn eftir "súrdeigsmömmum" hefur einnig aukist. Hveiti selst sem aldrei fyrr. (þar sem sykur virðist ekki seljast jafn mikið og hveiti má  draga þá ályktun að fólki ætli frekar að baka en brugga :-)

Og vísindamenn segja að á erfiðum tímum, sæki fólk í  einfalda hluti sem láta okkur líða betur og styrki trú okkar á því að við getum séð um okkur sjálf.

Fátt er eins vel til þess fallið og vatn, hveiti,ger, og salt, sem myndar brauð og er ódýrt og ilmandi, þegar það kemur út úr ofninum (eldinum).

Að borða kolvetnaríkan mat (carbohydrates) eins og brauð, örvar insulin, sem hækkar upptöku heilans af miklvægri aminosýru, Tryptophan, segir Harvey Anderson, prófessor í næringarfræði við háskólann í Toronto.

Aukið Tryptophan í heilanum eykur framleiðslu á á Serotonin, sem róar, og hjálpar að ná góðum svefni á stresstímum.

Að sjá fjölskyldunni fyrir heitum mat er partur af frumhvötum okkar og hjálpar til að finna fyrir öryggi, og að læra eittvað nýtt (ef bakstur hefur ekki verið algengur) vekur upp vellíðan.

Á erfíðum og streitufullum tímum eykst þörfin fyrir slíkar tilfinningar.

Að búa til mat "með hjartanu og höndunum" og sjá árangurinn er verðlaun í sjálfu sér á þessum óvissutímum.

Það er rétt að taka fram að þessi texti (eða þær rannsóknir sem hann byggir á) er ekki minn eigin, ég er ekki þetta vísindalegur, né hef ég lagst í þessar rannsóknir.  Hann er byggður á þessari grein í The Globe And Mail, sem ég naut að lesa.

Sjálfur baka ég pizzur (alla leið, vatn, hveiti, ger og salt) og hamborgarabrauð.  Ég hef ekki hætt mér mikið lengra á þessari braut.

Baka einstaka sinnum "Spænskt sveitabrauð", en það tekur óþægilega langan tíma.


mbl.is Fundu þurrger í 500 g pakkningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hlífðarbúnaði frá Kína hreint ekki treystandi?

Ég bloggaði fyrir nokkru um hvernig hlífðargrímur sem keyptar höfðu verið til Hollands frá Kína voru dæmdar ónothæfar.

Nú hafa Finnar lent í svipuðu máli.  Eitthvað í kringum 2. milljónir andlitsgríma sem komu til Finnlands frá Kína, er ekki af nægilegum gæðum fyrir sjúkrahús.

Finnar telja þó að hægt verði að nota grímurnar við minna krefjandi aðstæður s.s. á dvalarheimilum.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar með gæða staðla sem framfylgt er við framleiðslu og hvernig staðið sé að slíkum viðskiptum.

Nú gerist allt hratt, en það má ekki leiða til þess að gæði búnaðar standist ekki kröfur.

Þetta hlýtur að verða einn af þeim þáttum sem verður tekinn til endurskoðunar víða um lönd þegar faraldurinn er yfirstaðinn.

Það hljóta að koma upp kröfur um styttri aðfangaleið og betra gæðaeftirlit.

Það hlýtur að koma upp efi um getu Kínverska framleiðenda til að standa undir þeim kröfum.

 

 

 


Kúrfan í mismunandi löndum

"Kúrfan" hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hlýtur ásamt "samkomubanni" og "fordæmalaust" að koma til greina við útnefningu á orði ársins.

Reuters fréttastofan hefur nú tekið saman kúrfur hinna ýmsu landa.

Þær eru að mörgu leyti svipaðar, en þegar betur er að gáð er mismunurinn mun meiri en við fyrstu sýn.

En það þarf að hafa í huga að allar kúrfur byggjast á tölum.  Og það er flestum orðið ljóst að tölum um kórónuveiruna er safnað og settar fram á mismunandi máta eftir ríkjum.

Gríðarlegur munur er á því hvað mikið af skimunum búa að baki fjölda smit tilfella.

Það kann einnig að vera munur á hvernig dauðsföll eru talinn o.frv.

Það er í fyllilega óraunhæft að bera saman á milli ríkja, enn sem komið er.  Margir óttast að langt muni líða þangað til áreiðanlegar tölur fást, ef það verður nokkurn tíma.

Upplýsingar t.d. um fjölda smitaðra verða víða ekki áreiðanlegar fyrr en rannsóknir um hve margir hafa þegar mótefni gegn veirunni verða gerðar.  Slíkt er í undirbúningi hér og þar.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband