Færsluflokkur: Heilbrigðismál
5.5.2020 | 15:22
Hvenær var upphaf Kórónuveirunnar?
Það eru ótal margir hlutir sem eru ákaflega á reiki varðandi Kórónuvírusinn. Einn af þeim sem hefur vaknað upp vaxandi spurningar um er hvenær upphaf faraldursins var.
Ein og kemur fram í viðhengdri frétt er næsta víst talið að hún hafi verið til staðar í Frakklandi í desember síðastliðnum. Ef einstaklingur er lagður inn sjúkrahús 27. desember hefur hann að öllum likindum smitast all nokkru fyrr.
Lengi hafa verið á sveimi fréttir um svæsna lungabólgu sem hafi geysað á Ítalíu, jafnvel svo snemma sem í október.
Nú koma Svíar fram og telja möguleika á því að Kórónuveiran hafi verið komin þangað í nóvember.
Sömuleiðis hafa verið fréttir um að fyrsta tilfellið hafi verið í það minnsta rúmum mánuði fyrr en áður var talið í Bandaríkjunum. Fyrsta tilfellið hafi verið í endan janúar.
Þannig virðist sem svo að Kórónaveiran hafi tekist að komast undir "radar" í að minnsta kosti 4. þróuðum og tæknivæddum ríkjum.
Er það ef til vill vegna þess að engum kemur á óvart að lungnabólga og dauðsföll eigi sér stað á flensutímum?
Ekki er hægt að fullyrða neitt um það en vekur upp spurningar.
En það var búið að vara við að "flensutíðin" yrði erfið þennan vetur.
Til dæmis mátti lesa í Bandarískum fjölmiðli þann 21. febrúar síðastliðinn að 26. milljónir Bandaríkjamanna hefðu veikst með "flu like symptoms". Sama frétt sagði 14.000 hafa dáið, þar af yfir 100 börn og að 450. þúsund hefðu verið lögð inn á sjúkrahús.
Samt töldu margir að "hápunktur flensutíðarinnar" ætti eftir að koma.
Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvernig þessir tveir faraldrar sem geysa á sama tíma tvinnast saman.
En þeirri spurningu verður líklega ekki svarað fyrr en eftir all langan tíma.
En ef eitthvað er að marka þessar tilkyninningar um að Kórónuveiran hafi verið mun fyrr á ferðinni en áður var talið er ekki hægt annað en að velta hlut Kína fyrir sér.
Ef þetta er rétt, hvernig gátu Kínverjar rakið "upphaf" veirunnar til "blautmarkaðar" í Wuhan, seint í desember?
Hvernig getur það upphaf staðist?
Einhvern veginn fæ ég þetta ekki til að ganga upp í huganum.
Vangaveltur um yfirhilmingu og feluleik Kínverskra stjórnvalda gera það hins vegar frekar.
Þvermóðska þeirra og hótanir gagnvart þeim sem vilja ítarlega alþjóðlega rannsókn á "tímalínunni", styrkir slíkar vangaveltur og grunsemdir.
En mun "sannleikurinn" einhvern tíma koma í ljós?
Ólíklega.
Þannig virka einræðisstjórnir.
Var veiran í Evrópu í desember? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2020 | 06:36
Gætu nálægt 1.8 milljón Þjóðverja hafa smitast af Kórónuveirunni?
Hvað hafa margir smitast af Kórónaveirunni? Það veit enginn og enn sem komið er eru allar tölur ágiskanir.
Nú eru byrjaðar svokallaðar "mótefnamælingar" hér og þar um heiminn. Enn sem komið er hafa þær verið takmarkaðar við afmörkuð svæði, og jafnvel ekki fyllilega handahófskennd í vali á þátttakendum.
En hægt og rólega koma fleiri og fleiri rannsóknir.
Ég bloggaði um rannsókn í New York ríki fyrir stuttu síðan. Það birtist frumniðurstaða úr rannsókn sem var gerð í Lombardia á Ítalíu sem sýndi að allt að 61% íbúa á ákveðnum svæðum hefðu smitast. En niðurstöður eru ekki komnar, og ekkert hægt að fullyrða enn. En hér er hlekkur á staðarblað í Bergamo, fyrir þá sem vilja spreyta sig á Ítölskunni. En rétt að ítreka að ekki er um endanlegar niðurstöður að ræða.
Nú hefur háskólinn í Bonn birt "frumútgáfu" af rannsókn sem framkvæmd var í Þýska bænum Gangelt. Hann er nálægt landamærunum að Hollandi og var faraldurinn býsna skæður þar. Mikið af smitum hefur verið rakið til "kjötkveðjuhátíðar" sem haldin er árlega í bænum.
Hér má lesa "frumútgáfuna" eða hlaða niður á PDF.
En miðað við þessar niðurstöður eru u.þ.b. 14% íbúa á svæðinu með mótefni, eða sjöundi hver þeirra.
Deutsche Welle er með frétt um rannsóknina og leiðir að því getur að allt að 1.8 milljón Þjóðverja hafi smitast af Kórónaveirunni og fast að fjórðungur þeirra hafi verið einkennalaus.
En eins og kemur fram í fréttinni þarf að enn að taka niðurstöðunni með fyrirvara, og það er ekki hægt að segja að hún gildi fyrir allt landið hvað þá önnur lönd.
En æ fleiri vísbendingar benda í þá átt að faraldurinn hafi sýkt mun fleiri en talið var og einnig að hann hafi byrjað verulega fyrr en staðfest smit komu til sögunnar.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir því sem ég heyri er daglegur fundur Almannavarna eitthvert alvinsælasta sjónvarpsefni á Íslandi.
Sjálfur hef ég aðeins horft á einn fund (ekki í beinni útsendingu, heldur á vefnum) og að sjálfsögðu aldrei verið viðstaddur.
En eigi að síður hafa vaknað hjá mér spurningar sem ég vildi óska að einhver myndi spyrja á fundinum.
Sjálfsagt er ég ekki einn um að hafa spurningar, og ef til vill vantar vettvang fyrir þær.
En hér eru nokkrar af þeim spurningum sem hafa vaknað hjá mér, ef til vill mun ég birta fleiri síðar.
Mjög stór hluti af þeim sem hafa greinst með smit upp á síðkastið hafa verið í sóttkví og hefur hún augljóslega reynst vel.
En hvað hafa margir af þeim hafa reynst smitaðir t.d. í apríl verið í "eðlilegri" vinnu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa haft undanþágu frá samkomubanni?
Hafa smit komið upp hjá þeim sem starfa í matvöruverslunum? Ef einhver, hvað hefur mátt rekja mörg smit til slíkra verslana?
Margir sakna þess að geta farið í sund.
Hefur einhver rannsókn farið fram á því hvort að klórblandað vatn, s.s. í sundlaugum dugi til þess að drepa Kórónuveiru?
Er eitthvað sem bendir til þess að veiran geti dreifst í vatni?
Er sú ákvörðun að "Tveggja metra reglan" þurfi ekki að gilda í strætó byggð á vísindaniðurstöðum, eða er þetta pólítísk ákvörðun?
Ef einhver blaðamaður tekur þessar spurningar upp á arma sína, væri ég þakklátur.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.5.2020 | 07:42
Sannleikurinn um Kórónavírusinn - "Made in China" útgáfan
Áróðurinn sem nú má víða finna varðandi Kórónavírusinn er mikill og mismunandi. Líklega gerist hann þó vart fáranlegri en "nýjasta útspil" Kínverja.
Yfirlýsingar þeira eigin ríkisstjórnar eins og lesa má hér rata ekki inn í "heimildamyndina". En þegar þau féllu voru "opinber" smittifelli í Kína u.þ.b. 17.000:
"Chinese foreign ministry spokesperson Hua Chunying said the US actions "could only create and spread fear" instead of offering assistance.
She said the US was the first country to impose a travel ban on Chinese travellers and the first to suggest a partial withdrawal of its embassy staff.
"It is precisely developed countries like the US with strong epidemic prevention capabilities... that have taken the lead in imposing excessive restrictions contrary to WHO recommendations," Ms Hua said, according to a Reuters report."
Ótal margt fleira mætti týna til. En ekki hvað síst er sú staðreynd að Kínverjar fyrtast við í hvert sinn sem lagt er til að alþjóðleg rannsókn á uppruna veirunnar fari fram, finnst mér styðja að þeir hafi ekki hreinan skjöld í málinu
En nú þegar fréttir af yfirgangi, hótunum og yfirhilmingu yfirvalda í Kína aukast dag frá degi, má reikna með að áróðursstríðið harðni.
Það er erfitt að sjá leið sem mun gera Kínverjum kleyft að "halda andlitinu" (sem mér er sagt að sé gríðarlega mikilvægt í menningu þeirra) ef marka má fréttir.
En þeir munu vissulega leita hennar.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2020 | 08:30
Er hættulegt að fólk fari yfir landamæri?
Kórónuveiran hefur vissulega breytt heiminum. En eins og oft gerist í storminum miðjum koma upp alls konar skoðanir sem í raun er erfitt að sjá séu rökréttar.
En hvað er rökrétta samhengið og hvaða mælistikur á að nota?
Hversu hættuleg er Kórónuveiran? Hvaðan kemur hættan? Er óhætt að einstaklingar ferðist á milli landa?
Tölfræðilega má líklega segja að Vestmannaeyar og Vestfirðir hafi verið með sýktustu svæðum í heimi, miðað við hina margfrægu höfðatölu.
Hins vegar hafa smit á Norðausturlandi og Austurlandi verið afar fá.
Má þá ekki segja að meiri ástæða hafi verið til þess að vernda íbúa Austurlands á ákveðnum tímapunkti gegn komu Vestfirðinga og Vestmanneyinga, en því að einhverjir Norðmenn, Danir eða Þjóðverjar komi með ferju til Seyðisfjarðar?
Hvort voru hærri tölfræðilegar líkur til að smitast af Dana, eða Vestfirðingi eða Vestmanneyjabúa?
Þessum skrifum er ekki ætlað að virka sem hvatningu til þess að setja hefði átt alla Vestfirðinga og Vestmanneyinga í einangrun, loka þjóðvegum og leggja Herjólfi.
En tölfræðilega er ekki hægt að segja að það sé marktækt meiri munur á hættunni af því að smitast af t.d. Norðmanni en af Íslendingi.
Það sama gildir t.d. um Pólverja, sem eru með lægra dánarhlutfall/íbúa en Íslendingar.
Svipað gildir um Finna, Eistlendinga, Letta og Litháa, svo nokkur lönd sem við þekkjum ágætlega til séu nefnd.
En næstu vikur munu skipta miklu máli og munu líklega sýna hvar á "kúrfunni" lönd eru stödd.
En það er líklegt að skynsamlegt sé að "aftengja" Schengen um all nokkurn tíma, gera hins vegar samninga við einstök lönd, sem byggðist þá á nýgengi smita og hvaða ráðstafanir þær myndu gera á flugvöllum.
Einnig þyrfti að fara varlega varðandi farþega frá "þriðja" landi og fá mun meiri upplýsingar en nú tíðkast.
Meira að segja Austurríki sem hefur fengið á sig "pestarbælisstimpil", þar Kórónuveiran er sögð hafa grasserað óhindrað all nokkra hríð er með ótrúlegar lágar tölur, bæði um andlát/milljón íbúa, eða 65 og virk smit undir 2000. En þeir gætu vissulega hafa staðið betur í skimunum (eru þó með þokkalega háa tölu/á milljón), en það gildir um ótal þjóðir.
Það er rétt að taka fram að auðvitað þarf alltaf að taka tölulegum upplýsingum með fyrirvara, en samt komust við oft ekki hjá því að byggja á þeim við ákvarðanatöku.
En í heild sinni er engin ástæða til þess að trúa því að meiri hætta sé á því að smitast af útlendingum en Íslendingum, nema þeir komi frá svæðum þar sem smit eru mjög útbreidd.
Ekki frekar en ástæða er til að trúa því að minni hætta sé á smiti í strætó en á öðrum fjölförnum stöðum.
P.S. Allar tölur sem nefndar eru í pistlinum eru fengnar frá Worldometers.
Vitum ekki hvort botninum sé náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2020 | 09:55
Misjafnir eggjasiðir eftir löndum
Ég vona að ég verði ekki sakaður um að stuðla að "upplýsingaóreiðu" en eftir því sem ég kemst næst skiptir meginmáli í hvaða landi egg eru keypt, hvort beri að geyma þau í kæli eður ei.
Í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum eru egg þvegin með sápu og heitu vatni áður en þau eru send í verslanir.
Það eyðir náttúrulegri "verndarhúð" sem er á eggjunum. Því er nauðsynlegt að hafa þau í kæli.
Það má lesa fróðleik þessu tengdu víða, svo sem á eggsafety.org, og hjá NPR.
Hvernig þessum málum er háttað á Íslandi hef ég ekki hugmynd um.
Hvort á að geyma egg í kæli eða við stofuhita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2020 | 16:31
Svipmyndir frá Svíþjóð
Rakst á þetta myndband frá BBC Newsnight, þar sem farið er í heimsókn til Svíþjóðar og rætt um aðgerðir (eða aðgerðaleysi) Svía við Kórónufaraldrinum.
Rætt er við bæði vísinda- og stjórnmálamenn.
Þetta er ekki djúp greining á ástandinu, en samt nokkuð upplýsandi. En hvernig þetta allt fer og hver verður niðurstaðan að faraldri loknum á eftir að koma í ljós.
Eins og kemur fram í myndbandinu er Svíþjóð með verulega fleiri dauðsföll/höfðatölu miðað við hin Norðurlöndin. En ef miðað er við önnur lönd í Evrópu er niðurstaðan önnur. En það kemur fram í þættinum að faraldurinn sé lang sterkastur í Stokkhólmi. Það er eins og í ýmsum öðrum löndum, að stærri borgirnar verði verst úti. En eins og svo margt annað sem tengist Kórónuvírusnum, er ekki hægt að segja að neitt sé regla.
Alla vegna ekki enn þá.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2020 | 16:36
20% allra íbúa New York borgar smitaðir af Kórónuvírusnum?
Þessi frétt (og reyndar margar aðrar sem hafa birtst undanfarna daga) er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.
Ef til vill fyrst og fremst vegna þess að hún sýnir okkur hvað lítið er vitað um þennan veirusjúkdóm enn sem komið er og hvað tölulegar upplýsingar geta verið misvísandi.
Það að mótefnamæling í New York borg sýni að 20% hafi smitast á einum eða öðrum tíma er sláandi. Bendir til þess að mun fleiri hafi smitast en áður var talið, en þarf samt sem áður að taka með miklum fyrirvara.
Líklega er úrtakið "gallað" og ýkir fjölda þeirra sem hafi smitast.
"State researchers sampled blood from the approximately 3,000 people they had tested over two days, including about 1,300 in New York City, at grocery and big-box stores."
Úrtakið er ekki slembiúrtak.
Það má telja líklegra að þeir sem eru í matvöru- og öðrum stórverslunum séu þeir sem síður eru hræddir við sjúkdóminn og þannig líklegri til að smitast. Einstaklingar í áhættuhópum og þeir sem eru smithræddir og fara ekki út fyrir hússins dyr (og hafa jafnvel ekki gert það svo vikum skiptir) eru ólíklegri til að hafa smitast og hafa mótefni.
En sú vísbending sem könnunin gefur að mótefni finnist í mun hærra hlutfalli í íbúum New York borgar, en almennt í ríkinu, er einnig vert að gefa gaum.
"In New York City, about 21 percent tested positive for coronavirus antibodies during the state survey. The rate was about 17 percent on Long Island, nearly 12 percent in Westchester and Rockland Counties and less than 4 percent in the rest of the state."
Þessar tvær tilvitnanir eru fengnar úr frétt NYT.
Það bendir til þess að smit hafi orðið algengari í New York borg en öðrum hlutum New York ríkis (enn og aftur er ekki rétti tíminn til þess að fullyrða).
Hvað veldur þvi?
Fyrstu vangaveltur snúast um meira þéttbýli og aukið vægi almenningssamgangna.
Eðlilega er nálægð varla meiri en í stórborgum á við New York. Það er sömuleiðis erfitt að hugsa sér "betri vettvang" fyrir smit en yfirfulla strætisvagna og neðanjarðarlestir. "Social distancing" er frekar erfið hvað varðar almenningssamgöngur.
En margar fréttir hafa verið að berast um að smit hafi hugsanlega borist til Bandaríkjanna og einnig Evrópu mun fyrr en áður hefur verið talið. Það er umhugsunarvert.
Einnig hafa fréttir um að ákveðnir lykilþættir smits hafi verið í kringum atburði s.s. íþróttakappleiki, trúaratburði og aðrar fjöldasamkomur vakið athygli og vekja upp vangaveltur um hvort rétt sé að beina sjónar meira að slíkum atburðum en "almennum aðgerðum".
Svo er svarti bletturinn sem verður æ dekkri, en það eru dánartölur frá dvalarheimilum víðs vegar um heiminn.
En ég veit ekki hversu dánartölur í "venjulegu árferði" t.d. frá hjúkrunarheimilum eru aðgengilegar, en þær sem ég hef séð eru engin skemmtilesning.
20% hafa myndað mótefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2020 | 09:07
Verða það "forréttindi" að hafa mótefni gegn Kórónaveirunni?
Þetta er áhugaverð frétt frá fleiri en einu sjónarhorni. Í fyrsta lagi að einstaklingur hafi lagt á sig ferð (þó ekki mjög langa eða erfiða) með því markmiði að smitast af Kórónuveirunni.
Það kemur ekki fram í fréttinni hvers vegna honum þótti það æskilegt, en það má leyfa sér vangaveltur í þá átt að hann hafi talið að "illu væri best aflokið" og eftir veikindin væri hræðsla úr sögunni og hann gæti lifað eðlilegu lífi án ótta. Ferðast hvert sem er o.s.frv., hann væri ónæmur.
Sjónarmið sem er hægt að skilja.
En svo er spurningin hvers vegna hann hélt sig ekki heimavið þangað til ljóst væri hvort hann hefði smitast eður ei?
En mér þætti líka fróðlegt að vita hvernig hann bar sig að við að reyna að fá smit? Heimsótti hann einhvern sem staðfest var að væri smitaður eða sat hann bara og drakk öl á veitingastöðum?
Það er líka spurning hvort að einhver hætta hafi stafað af honum, ef sveitarstjórnin hefur virt allar reglur um fjarlægð og annað slíkt? Var einhver meira hætta af þessum einstakingi en öðrum sem hefur ef til vill farið til Stokkhólms, en í venjulegri tilgangi?
Ef svo hefur verið gert, hvernig er þá hægt að neita einstaklingi sem lítur út fyrir að vera heilbrigður að sitja fund?
En sá fyrirvari er hér að ég þekki ekki nógu vel þær reglur sem settar hafa verið í Svíþjóð.
En þá kemur að vangaveltum í þá átt hvort að það geti verið eftirsóknarvert að hafa mótefni gegn Kórónaveirunni.
Getur það komið sér vel og jafnvel skapað forréttindi þangað til bóluefni verður fundið upp og komið í almenna útbreiðslu? Fá þeir einstaklingar fullt ferðafrelsi, svo dæmi sé tekið.
Sjá hefur mátt vangaveltur í þá átt hér og þar, en ekkert hefur verið ákveðið.
Til dæmis sagði nýlega í frétt hér á mbl.is: "Þá gæti jafnvel farið svo að óskað verði eftir því að fólk geti sýnt fram á að það sé með mótefni við veirunni áður en það ferðast á milli landa."
Svipaðar vangaveltur má sjá í nýlegri grein í Kanadíska blaðinu National Post.
En sitt sýnist hverjum og andstæðar skoðanir koma fram. Ýmsir eru á þeirri skoðun að slík "flokkun" gæti skapað mikið stærri vandamál en hún leysir.
Í greininni má m.a. lesa:
"For years, decades, weve been writing about stigma in infectious disease and how its problematic and now people are thinking of actually employing something that is by definition stigmatizing as a way out, said University of Toronto bioethicist Dr. Ross Upshur, of the Dalla Lana School of Public Health."
...
"Its nice to think of an immunity passport if youre the one immune, Upshur added. Because that means there is at least the possibility that some of us would be able to freely move in the environment.
But how to do the testing fairly and equitably? You would need a regimen to give everybody the fair opportunity to have the test, and look at how well weve been rolling out testing in Ontario in the first place, he said.
The plan would also be premised on the idea that the non-immune would remain largely sheltered until vaccines become available. But Upshur, who has been on multiple meetings with top scientific minds on World Health Organization teleconferences, says the probability that there will be a vaccine in the near future with over 90 per cent efficacy and available in seven billion doses is almost non-existent."
...
"Its likely that people exposed to the pandemic virus in the past would have some reasonable degree of immunity. One hundred percent immunity? Probably not. One hundred per cent of the time? Definitely not. But better than nothing, said Amir Attaran, a professor of law and medicine at the University of Ottawa who has a PhD in immunology.
However, in our shelter-in-place isolation, we didnt magically develop immunity, Attaran noted. Weve been sitting on the couch watching Netflix and drinking beer."
...
"Attaran said we ought to consider immune passporting, giving those who are thought to be immune a bill of health that says they can circulate more extensively in society without risking the health of others.
But what level of immunity makes someone passport worthy? How would it work?"
Sem leiðir mig að næstu vangaveltum.
Hvað gerist þegar/ef bóluefni verður á boðstólum?
Hvað gerist þegar/ef einstaklingar/fjölskyldur/hópar neita bólusetningu?
Verður það gert refsivert? Mega "slíkir einstaklingar" sækja skóla, vinnu, vera í strætó, sækja tónleika, ferðast, fara í klippingu o.s.frv?
Viljum við að þeir verði auðkenndir á einhvern hátt?
Það er ekki komið að ákvörðunum um slík mál. En líklega er tímabært að fara að velta þeim fyrir sér.
Gleðilegt sumar.
Fór til Stokkhólms til að smitast af veirunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.4.2020 | 11:51
Grímur eða ekki grímur?
Það er mikið rifist um alla heimsbggðina hvort það borgi sig að vera með grímu fyrir vitunum eður ei.
Stutta svarið hlýtur að vera að það marg borgar sig.
Ella væri heilbrigðisfólk ekki að hafa fyrir því að nota þær.
En svarið, eins og svo oft áður er mikið flóknara en það.
Líklega er betra en ekkert að hafa eitthvað fyrir vitunum, það er erfitt að sjá að það geti beinlínis skaðað nokkurn.
En það er margt sem er vert að gefa gaum.
Fyrst ber að nefna að grímur eru misjafnar að gæðum N95 eða ekki N95 er stór spurning og svo eru til fleiri flokkar.
En flestar grímur vernda þann sem notar þær ekki mikið lengur en klukkutíma, ef eitthvað af veirum eða bakteríum eru í umhverfinu.
Önnur hætta er ef einstaklingar kunna ekki að setja andlitsgrímur á sig, eða taka þær af sér.
Ef veirur eða bakteríur hafa safnast í grímuna þarf að sýna fyllstu varúð við að taka hana af sér og setja á sig nýja.
Þannig að ef gríman hefur "virkað" þarf að passa sig í umgengni við hana.
Þegar ég fer í búðina er staðan sú nú að líklega eru u.þ.b. 70% af viðskiptavinum með grímu og jafnvel hærra hlutfall af starfsfólki.
Það er augljóst að grímurnar eru misjafnar að gæðum, en margar þeirra eru þó af góðum "medical standard".
Hér hafa grímur enda verið seldar í apótekum og mátti sjá langar biðraðir þegar sendingin var auglýst.
Það var samt augljóst að margir höfðu lítt hirt um að vanda sig við að setja grímuna á sig og aðrir gefist upp, vegna þess að til lengdar getur verið þungt að anda í gegnum grímu, og höfðu grímuna undir nefinu en yfir munninn. Slíkt gerir næsta lítið gagn.
Það getur því vissulega verið falskt öryggi að vera með grímu.
Sjálfur set ég orðið á mig grímu núna, ef ég sé að flestir eru með grímu. Ég lít eiginlega á það sem nokkurs konar kurteisi og það eru færri hornaugu gefin. Klagar ekkert upp á mig að nota grímu fyrst ég á þær.
Það getur líka verið varasamt að bæta við fjölda notenda, ef svo má að orði komast, á meðan framboðið er takmarkað.
En ef að tekst að tryggja framboð hef ég trú á því rétt sé til að hvetja til aukinnar grímunotkunar.
Það getur hjálpað til að auka öryggi þegar einstaklingar byrja að hittast aftur, t.d. til að ná sér í persónulega þjónustu.
En það þyrfti að gera gera stuttar leiðbeiningar hvernig á að nota þær og gefa besta vörn.
Grímur skylda hjá Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |