Sálfræði- og vísindahliðin á brauðbakstri

Út um allan heim er verið að baka í heimahúsum, það er eiginlega fordæmalaust :-)

Gerskortur er víða.  Eftirspurn eftir "súrdeigsmömmum" hefur einnig aukist. Hveiti selst sem aldrei fyrr. (þar sem sykur virðist ekki seljast jafn mikið og hveiti má  draga þá ályktun að fólki ætli frekar að baka en brugga :-)

Og vísindamenn segja að á erfiðum tímum, sæki fólk í  einfalda hluti sem láta okkur líða betur og styrki trú okkar á því að við getum séð um okkur sjálf.

Fátt er eins vel til þess fallið og vatn, hveiti,ger, og salt, sem myndar brauð og er ódýrt og ilmandi, þegar það kemur út úr ofninum (eldinum).

Að borða kolvetnaríkan mat (carbohydrates) eins og brauð, örvar insulin, sem hækkar upptöku heilans af miklvægri aminosýru, Tryptophan, segir Harvey Anderson, prófessor í næringarfræði við háskólann í Toronto.

Aukið Tryptophan í heilanum eykur framleiðslu á á Serotonin, sem róar, og hjálpar að ná góðum svefni á stresstímum.

Að sjá fjölskyldunni fyrir heitum mat er partur af frumhvötum okkar og hjálpar til að finna fyrir öryggi, og að læra eittvað nýtt (ef bakstur hefur ekki verið algengur) vekur upp vellíðan.

Á erfíðum og streitufullum tímum eykst þörfin fyrir slíkar tilfinningar.

Að búa til mat "með hjartanu og höndunum" og sjá árangurinn er verðlaun í sjálfu sér á þessum óvissutímum.

Það er rétt að taka fram að þessi texti (eða þær rannsóknir sem hann byggir á) er ekki minn eigin, ég er ekki þetta vísindalegur, né hef ég lagst í þessar rannsóknir.  Hann er byggður á þessari grein í The Globe And Mail, sem ég naut að lesa.

Sjálfur baka ég pizzur (alla leið, vatn, hveiti, ger og salt) og hamborgarabrauð.  Ég hef ekki hætt mér mikið lengra á þessari braut.

Baka einstaka sinnum "Spænskt sveitabrauð", en það tekur óþægilega langan tíma.


mbl.is Fundu þurrger í 500 g pakkningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þurrger er hráefni í fleira en bara brauð.

Sumir eru kannski að baka, en aðrir að brugga. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2020 kl. 19:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta.  Vissulega er möguleiki á því að nota þurrger til að brugga. Ég mæli þó ekki með því.  Það er til betra ger til slíkra nota, sem gefur skemmtilegri niðurstöðu :-)

En eins og ég segi í færslunni, hefur sykur eftirspurnin ekki rokið upp, heldur hveitisalan.

Það bendir til að það eigi að baka.

En fræðilega er hægt að brugga úr hveiti en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2020 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband