Finnar ætla að hefja framleiðslu á hlífðargrímum fyrir heilbrigðisstarfsfólk - í Finnlandi, til frambúðar. Skandall hjá Finnsku "Neyðarbirgðastofunni".

"Neyðarbirgðastofa" Finnlands hefur skrifað undir samning við Finnska fyrirtækið Lifa Air  um að framleiða hlífðargrímur í Finnlandi.

Segist fyrirtækið ætla að framleiða allt að 100 milljónir hlífðargríma í Finnlandi árlega.

Þá er bæði talað um öndunargrímur (respirators) og hefðbundnari hlífðargrímur (surgical masks).  Muninn á þessu tvennu má sjá hér, en ég veit ekki hvaða Íslensku orð eru notuð sem lýsa þessum mun.

Fyrst í stað mun fyrirtækið frameleiða hlífðargrímurnar í verksmiðju sinni í Kína, en fljótlega verður framleiðslan flutt til Finnlands.

Þannig hyggjast Finnar leysa sín vandræði hvað varðar hlífðargrímur til frambúðar.

En ég bloggaði hér áður um frétt Yle, um hlífðargrímur frá Kína sem komu til Finnlands og stóðust ekki kröfur.

Nú hefur það mál heldur betur undið upp á sig samkvæmt frétt Yle. Virðist sem að "Neyðarbirgðastofa" Finnlands hafi heldur betur hlaupið á sig og borgað út 5. milljónir euroa, til frekar vafasamra viðskiptaaðila.

Hreint ótrúlegt að innkaupastofnun á vegum hins opinbera hlaupi svona á sig.  Ráðherra hefur þegar fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu og ekki ólíklegt að það gæti orðið að nokkuð stórum skandal.

5. milljón euro eru ekki smáaurar.

Það verður því að lesa bloggfærslu mína og þá frétt Yle sem hún fjallaði um, frá breyttu sjónarhorni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband