Á viðsjárverðum tímum er þörf á traustum aðföngum

Það er mikið talað um að heimurinn muni ekki verða samur eftir að ógnir Kórónu vírussins hafa gengið yfir.

Líklega er margt til í því.

Ein af kröfunum sem mjög líklega mun koma fram er ríki tryggi framboð af lyfjum, tækjum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Hvernig það verður gert á eftir að koma í ljós, en líklega munu margar þjóðir auka framleiðslu innanlands (eða byrja á framleiðslu innanlands), þó að hún kunni að vera dýrari og einnig er ekki ólíklegt að birgðir verði almennt auknar.

Faraldurinn nú hefur leitt í ljós að útflutningur getur verið stöðvaður með skömmum fyrirvara og einnig að ekki er hægt að treysta gæðum búnaðar sem t.d. kemur frá Kína.

Þessi frétt um hlífðargrímur sem Hollendingar hafa dæmt ónothæfar, sem og fréttir um gölluð veirupróf sem notuð voru á Spáni, hlýtur að verða til þess að þetta verður einn af þeim þáttum sem verður ræddur og endurskoðaður þegar faraldurinn hefur gengið yfir.

Skortur á nauðsynlegum búnaði er nægilega slæmur svo ekki bætist við að ekki sé hægt að treysta þeim búnaði sem fæst keyptur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband