Færsluflokkur: Matur og drykkur
25.9.2009 | 03:58
Prince Polo Caffe Latte
Ég er fastagestur í ýmsum Pólskum verslunum hér í Toronto. Það er gott að versla við Pólverjana. Afbragðs pylsur og aðrar kjötvörur, alls konar skrýtið góss og síðast en ekki síst þá bjóða þeir yfirleitt upp á Prince Polo.
Þegar ég skrapp að versla í morgun varð á vegi mínum ný tegund af þessu gæða súkkulaðikexi. Prince Polo Caffe Latte.
Það varð úr að ég keypti 2. stk og síðan 2. stk af Classic, svona til öryggis.
Niðurstaðan er nokkuð fyrirsjáanlega að því leyti til að öll stykkin eru etin, og það upp til agna. En bragðið?
Ég myndi líklega frekar velja að borða Classic með góðum og sterkum uppáhellingi en Latteið er ágæt tilbreyting, en ég held að það nái ekki að ryðja hinu klassíska Prince Pólói út af mínum milli mála matseðli.
15.8.2009 | 19:31
Humar sveppir
Var að þvælast á bændamarkaði á fimmtudaginn þegar ég sá í einum básnum til sölu humar sveppi (lobster mushrooms). Þetta var nýlunda fyrir mér, ég hafði aldrei heyrt talað um þessa sveppi áður.
Let slag standa þó að þeir væru dýrir, fékk rétt rúmlega 100 gr fyrir 9 dollara, og keypti.
Steikti sveppina á pönnu í gærkveldi, kryddaði þá með salti og pipar og ýrði smá sherryi yfir.
Herramannsmatur. Afar ljúffengir og ákveðið bragð, þó að það sé frekar milt.
Fór svo í dag að leita mér frekari heimilda um sveppi þessa. Komst þá að því að ekki er um sveppi að ræða, heldur sýkil (eða hvaða orð á hér vel við) sem leggst á sveppi og breytir litarhafti þeirra, gerir þá líka humri í útlit (rauða að utan og hvíta innvið).
En meindýr, sýklar eða eitthvað annað, ég kvarta ekki þar sem bragðið var gott og sveppirnir fóru vel í maga.
25.7.2009 | 15:26
Á markaði
Á fimmtudaginn fór Bjórárfjölskyldan á markað. Það var haldið til St. Jacobs, lítils bæjar sem í er u.þ.b. í klukkutíma akstursfjarlægð frá Toronto.
Markmiðið var að kaupa "Sumarpylsur", grænmeti, ávexti og eitt og annað sem væri á boðstólum. Þetta er rótgróinn markaður, bæði innandyra í veglegum húsum og utandyra. Það sem setur ef til vill mestan svip á markaðinn eru mennónítarnir, sem þarna koma og selja framleiðslu sína. Margir þeirra rækta enn allt sitt með "gamla laginu" og koma þá nýtísku ræktunaraðferðir eða bensínknúnar dráttarvélar ekkert við sögu. En þeir eru eins og margir aðrir trúflokkar mismunandi "harðir", eða "réttrúaðir" og sumir skera sig ekki frá fjöldanum.
En það er ekki hægt að neita því að afurðir þeirra eru yfirleitt í háum gæðaflokki og vel þess virði að borga ofurlítið hærra verð fyrir þær. Bragðgóðar og ekkert "rusl" í þeim.
En fjölskyldan kom heim með 3. stórar "sumarpylsur, kirsuber, plómur, grænar baunir, mikið af hvítlauk, rauðrófur, hlynsýróp og eitthvað annað smávegis.
Síðan var haldið inn í bæinn sjálfan og rölt um og fengið sér kaffi og meððí.
Í bænum næsta nágrenni setja hestvagnar mennónítanna sérstakan og skemmtilegan blæ á umferðina. Flestir þeirra eru yfirbyggðir kassalaga vagnar, en "hefðbundnari" útgáfur sjást einnig.
Set inn hér nokkrar myndir frá markaðnum.
23.10.2008 | 05:06
Humar var það heillin
Ef menn hafa ekki verið sannfærðir um það hve samþættur efnahagur heimsins er ætti þessi frétt sem ég rakst á á vefsíðu Forbes að sannfæra þá um það.
Aðalefni fréttarinnar er að verð á humri sem veiddur er undan ströndum Maine ríkis í Bandaríkjunum hefur hrunið. Veldur það verulegum vandræðum í efnahag svæðisins, en humarveiðar þar hafa verið stór ríkur þáttur í efnahagnum og humar eftirsóttur og í háu verði.
Ástæðan fyrir þessari snörpu verðlækkun er tvíþætt. Í fyrsta lagi er um að ræða minnkandi eftirspurn frá veitingahúsum, þar sem neytendur halda að sér höndum (og hnífapörum) vegna óvissu í efnahagsmálum.
En önnur ástæða er sú að Kanadískir verkendur humarsins, (en stór hluti humarsins sem veiddur er í Maine hefur venjulega verið seldur til Kanadískra verkenda) hafa lent í fjármögnunarerfiðleikum. Því haf humarbirgðir safnast upp hjá veiðimönnum í Maine.
Og hvers vegna eru Kanadískir humarhöndlarar í fjármögnunarerfðiðleikum?
Jú það er vegna þess að þeir hafa treyst á fjármögnun frá Íslenskum bönkum, sem nú er ekki lengur til staðar af ástæðum sem ættu að vera Íslendingum vel kunnar.
Án þess að ég þekki til þessa, þá reikna ég með að hér sé um að ræða "gamla" Landsbankann og "gamla" Glitni, sem báðir voru með starfsemi á austurströnd Kanada, báðir í Halifax að mig minnir.
Þannig að ef þú átt leið um Bandaríkin á næstu dögum og snæðir humar á hagstæðu verði, hugsaðu þá hlýtt til "gömlu" Íslensku bankanna. Það er þeim að "þakka" hvað verðið er hagstætt.
23.10.2008 | 03:08
Bestustu kokkar í heimi?
Þetta er auðvitað frábær árangur og undistrikar þær framfarir sem Íslenskir matreiðslumenn hafa sýnt á undanförnum árum.
Það er enda svo að mér er það til efs að miðað við höfðatöluna margfrægu megi finna jafn marga, jafn góða veitingastaði í nokkkurri borg og Reykjavík.
Nú ættu Íslensk ferðmálayfirvöld að notfæra sér þessa sigra og auglýsa með kokkunum. Til dæmis með stórri mynd af viðkomandi matreiðslumanni, his name is ..... and he won a gold medal at the Culinary Olympics (eða hvað þetta heitir) , he works at the restaurant ..... in downtown Reykjavik, Iceland.
And he is ready to cook for you (as long as your name is not Gordon Brown).
Það hefur aldrei verið ódýrara að ferðast til Íslands og að borða úti á Íslandi (fyrir útlendinga).
Nú er lag.
Kokkalandsliðið sigursælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2008 | 18:07
Athygliverð tilraun
Þetta finnst mér athyglivert. Aldrei hef ég smakkað vín sem bruggað hefur verið úr birkisafa, en hef smakkað sýróp sem soðið var úr slíku og þótti ágætt, þó að það léki ekki alveg jafn ljúflega við bragðlaukana og hlynsýrópið.
En þetta er athygliverð nýjung og spurning hvort að einhver fari út í framleiðslu, en það vakna auðvitað spurningar eins og hvað fæst mikill safi úr meðaltré og þvíumlíkt.
En ég myndi tvímælalaust kaupa flösku ef mér stæði hún til boða.
Birkivínið ljúffengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 17:21
Skippy Burgers
Þetta er í sjálfu sér ekki verri hugmynd en hver önnur. Reyndar hef ég sjálfur ekki smakkað kengúrukjöt, en hef heyrt vel af því látið.
Það gæti því verið prýðileg hugmynd fyrir andfætlingana að markaðssetja kengúruborgara. Ekki er heldur ólíklegt að rækta megi kengúrur á fleiri stöðum.
En hvort að þessi hugmynd verði einhvern tíma að veruleika er annar handleggur.
Eitt af því er að kengúrur hafa góða ímynd. Þær eru vinalegar og líta skemmtilega út og hafa þó nokkuð aðdráttarafl t.d. í dýragörðum.
Þeir sem komnir eru aðeins á aldur muna líklega eftir "Skippý" framhaldsmyndaflokknum sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir all löngu. Hann gerðist einmitt í Ástralíu og lék kengúra ein (nema að þær hafi verið fleiri) eitt af aðalhlutverkunum.
Slíkt er auðvitað hættulegt fyrir kjötframleiðslu og gæti staðið í vegi fyrir neyslu kengúruborgara.
Alla vegna þangað til "ofurhetja" af kýrkyni kemur til sögunnar.
Kengúruborgarar til bjargar jörðinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 19:20
Að venja fólk af flöskunni
Það eru alltaf fleiri og fleiri sem kjósa flöskuna, það þekki ég vel sjálfur enda ber ég flöskurnar eins og múlasni hingað heim að Bjórá. Þegar ég vil fá gott kaffi þá teygi ég mig í flöskuna (geri það nánast alltaf).
En yfirvöld vilja spyrna við fótum og nú er komin upp þó nokkur hreyfing hér í Kanada sem vill gera flöskuna útlæga úr skólum og opinberum stofnunum.
Plastið og einnota umbúðir eru víða gerðar útlægar. Nú er til dæmis ekki neinir plastpokar í LCBO (ríkinu) lengur, heldur aðeins bréfpokar.
Næst á dagskrá er að venja börnin af því að drekka vatn úr flöskum og koma þeim á kranann.
Persónulega held ég að það verði seint sem ég á eftir að drekka eingöngu kranavatn hér að Bjórá. Klórbragðið eitt og sér er eitthvað sem mér gengur seint að venja mig við.
Hitt er annað mál að ég hef aldrei getað skilið hvernig hægt er að selja vatn á flöskum á Íslandi.
Í nýlegri grein í National Post sagði m.a.:
"Bottled water could be removed from hundreds of school vending machines as early as next year as school boards raise concerns about the environmental impact of all those billions of disposable flasks that don't end up in the recycle bin.
The Toronto and Ottawa-Carleton school districts are following the example recently set by the Waterloo Region District School Board and will vote this year on whether to phase out the bottles by 2009. In Toronto 104 secondary and 106 elementary schools have vending machines. Last year, schools sold about 8,545 cases of water."
"Andrea Harden-Donahue with the Ottawa based think-tank Polaris Institute says the trend of drinking designer "purified" water is reversing back to tap water.
"A lot of people are looking at water as a fundamental right like education is a fundamental right."
But Griswold argues that more attention should be placed on recycling programs. "Schools are losing out on a real opportunity to teach students about recycling."
Universities, often considered hotbeds for social change, have also joined the effort to get rid of the bottle.
Memorial University in Newfoundland, Thompson Rivers University in B.C., the University of Ottawa and the University of Guelph are just some of the campuses that now have what students call "bottle free zones."
"The idea is to get rid of bottles one space at a time," said Harden-Donahue, who runs a campaign to lobby schools to join the program.
The United Church of Canada is also urging its 590,000 members to stop purchasing bottled water, calling water a "sacred gift for all life."
Lynn Scott, chair of the Ottawa-Carleton School District said the idea has gained momentum but added that parents have concerns that would need to be addressed before they move forward."
"Gordon Dewis, a research analyst for the federal agency, says 16 per cent of households preferred bottled water in 1994. That rose to 22 per cent in 1999 and then to 30 per cent in 2006.
"There could be any number of reasons why people might be drinking more bottled water from marketing, to perceived negative incidents like Walkerton. We don't know why those people chose to drink bottled water."
Last week both London, Ont., and the southeastern B.C. city of Nelson voted in favour of banning the water bottle in all city offices, parks and other recreational areas.
Charlottetown decided to stop buying bottled water in 2007."
29.5.2008 | 04:20
Marlin var það heillin
Það var grillað að Bjórá í kvöld, sem oft áður. En nú var það "marlin" sem var settur á grillið. Ég er nú ekki viss um Íslenska heitið á honum, en spjótfiskur (ég held að sverðfiskur nái ekki yfir hann) gæti það verið.
En þetta voru stórar og miklar steikur, þverhandarþykkar og langar.
Þar sem ég hafði aldrei smakkað slíkan fisk áður, kryddaði ég þær ákaflega hóflega, smá salt og pipar og nuddaði inn örlitlu fiskkryddi. Pennslaði örlítið með olívuolíu og slengdi á heitt grillið. haft rétt um 4 mínútur á hvorri hlið, en líklega mætti stytta tímann örlítið, en alla vegna máttu steikurnar ekki við lengri tíma.
Í stuttu máli sagt er þetta fiskur sem ég get mælt með. Þéttur, bragðgóður en mildur. Minnir örlítið á túnfísk og Foringinn hélt því reyndar fram að þetta væri svínakjöt. En útlitið er ekki ósvipað, hvítt kjöt, og þéttleikinn svipaður.
P.S. Það er að sjálfsögðu vel þegið ef einhver hefur Íslenska heitið á "marlin".
18.5.2008 | 04:10
Slæmur sonur
Það er erfitt að þurfa að játa það, en líklega verð ég að teljast slæmur sonur. Raunar allt að því forhertur. Guðhræddir menn myndu jafnvel segja að ég væri hatrammur. Hvers kyns sonur er það sem teflir lífi móður sinnar í hættu dag eftir dag? Til að bæta gráu ofan á svart, er það svo í eintómu eiginhagsmunaskyni.
Í stað þess að drífa mig heim til Íslands með fjölskylduna og leyfa börnunum að hitta ömmu sína og hafa þá jafnframt tækifæri á því að gefa þeim almennilegan mat, þá lokka ég móður mína hingað í útlandið.
Þegar hún er hingað komin hefst ég svo handa við að troða ofan í hana hættulegu keti, sem ég kaupi í þokkabót hrátt út í búð, en veit þó full vel að það er stórhættulegt Íslendingum.
Þetta lætur hún yfir sig ganga, brosir framan í börnin, kyssir þau og kjassar og lætur sem ekkert sé.
Ég hef jafnvel gengið svo langt að láta hana éta útlent lambakjet. Grimmdin gerist nú varla meiri. Svo hefur hún þurft að þola stórhættulegt svínakjöt, og allir vita nú hvað hættulegir kjúklingarnir eru hérna.
Ég hef meira segja gefið henni tómata sem eru ekki einu sínni ræktaðir í gróðurhúsi.
Í kvöld gaf ég henni svo nautakjöt, sem líklega hefur verið fullt af einhverjum hroða og kórónaði athæfið með því að hafa spælegg með.
En línuna dreg ég við linsoðin egg. Ég er nú ekkert skrýmsli.