Færsluflokkur: Matur og drykkur
17.5.2008 | 15:43
Á plankann
Grillmeti er gríðarlega vinsælt hér í Kanada. Hægt er að grilla flest sem að kjafti kemur og að sjálfsögðu með ýmsum aðferðum.
Sérstaklega er auðvitað gott að grilla yfir sumartímann til að eldmennskan hiti ekki upp húsið og reyni meira á loftkælinguna en þörf er á. Eitt af þeim "trikksum" sem Kanadamenn nota gjarna þegar þeir grilla er sedrusviðarplanki.
Þessu hef ég velt nokkuð fyrir mér en ekki orðið af því að þessu sé beitt fyrr en í gærkveldi.
Þá var þessu dýrindis laxaflaki slengt á sedrusviðarplanka sem legið hafði í bleyti í nokkrar klukkustundir. Kryddað með salti, pipar, dilli og sítrónusneiðar lagðar ofan á. Fleygt á grillið og látið dúsa þar í u.þ.b. 20. mínútur.
Niðurstaða: Hrein snilld.
Afar einfalt, ekkert þarf að stússast í kringum þetta. Létt reykbragði kemur í laxinn og borinn fram með salati og Kanadísku gewurztraminer er þetta hreint sælgæti.
Plankinn er kominn til að vera.
5.5.2008 | 04:16
Koli
Í kvöld var koli í kvöldmatinn að Bjórá. Ættaður af Íslandsmiðum og fluttur frosinn hingað að Bjórá með viðkomu í Florida.
Sannkallaðu herramannsmatur sem lítið sem ekkert sá á eftir þessa dvöl í frystikistunni hér. Grillaður eldsnöggt og snæddur með jógúrtsósu, hérlendum kartöflum, salati og hæfilegum skammti af Áströlsku hvítvíni.
Börnin þó ennþá á þeim aldri að þeim þótti tómatsósan betur við hæfi. Gefur líka meiri litadýrð á diskinn.
30.4.2008 | 23:47
Lifi byltingin - í smásölu
Það styttist í það að "stúdentaóeirðirnar í París" eigi 40. ára afmæli. Líklega mun hin svokallaða "68 kynslóð" sömuleiðis telja sig eiga afmæli í ár.
Það hafa margir sagt að engin kynslóð hafi "umturnast" sem sú "kynslóð". Öngvir "byltingarmenn" hafi orðið meiri "kapítalistar" en einmitt "68 kynslóðin".
Það er ef til vill í þeim anda sem Fauchon, eitt af höfuðvígjum Franskrar borgarastéttar býður upp á sérstaklega framleiddan "tebauk" af tilefni af þessu 40 ára afmæli.
En það hefur reyndar komið fram í fréttum að þetta þyki nokkuð kaldhæðnislegt, því að Maósistar réðust einmitt inn í verslun Fauchon í miðborg Parísar, í maí 1970, og dreifðu gæsalifrarkæfu og öðru góðgæti til "alþýðunnar" í nafni byltingarinar.
En stundum étur byltingin börnin sín, í öðrum tilfellum býðst börnunum að drekka byltinguna - í teformi.
19.4.2008 | 18:55
Heimshornapizza
Þó að börnin hér á Bjórá séu ekki gömul, aðeins 1og hálfs og fjögurra ára, þá vita þau vel hvað pizza er. Foringinn er sérstaklega umhugað um að slíkur matur sé á boðstólum hér með ekki of löngu millibili.
Þegar pizza er á boðstólum merkir það aðeins eitt. Pabbi býr til pizzu. Svo var það í gærkveldi og vakti pizzan mikla lukku.
Deigið var keypt hér í verslun, flatt út eftir kúnstarinnar reglum og síðan sett á heimatílbúin sósa, sem að grunninum til er úr Kanadískum tómötum. Síðan var bætt við Spænskri skinku, ferskum ananas frá Costa Rica, banana frá einhverju Suður-Ameríkulandi sem ég man ekki hvert var, Kanadískum (eða öllu heldur Quebeskum) og Dönskum osti, kalkúnapepperóni frá Kanada (Bresku Kolumbíu) örlittlu af Kanadískum lauk og svo stráð yfir pínu littlu af svörtum pipar frá Malabar á Indlandi.
Með þessu drakk Foringinn Kanadískt vatn en heimasætan bergði á geitamjólk frá Quebec. Faðirinn jók á stemmninguna með því að láta það eftir sér að opna eina Ítalska rauðvínsflösku.
Eins og ég segi stundum, er það ekki stórkostlegt að allur þessi matur skuli koma saman, akkúrat hér svo að ég geti notið hans.
7.4.2008 | 19:22
Að neyðast til að éta útlent kjet
Ég er einn af þeim Íslendingum sem neyðast til að éta "útlent" kjöt því sem næst alla daga. Þó að vinir og ættingjar hafi fært mér annað slagið Íslenskt kjöt, harðfisk og aðrar hreinar vörur. Sömuleiðis hef ég flutt með mér Íslenskan fisk í þó nokkru magni þegar ég hef átt tök á.
En vissulega neyðist ég til þess að éta "útlent" kjöt flesta daga.
Það er vissulega erfitt hlutskipti, ekki nóg með að ég þurfi að borga sáralítið fyrir þetta, heldur er þetta oftast nær betra undir tönn heldur en það Íslenska, en það er mengað, stórlega mengað. Sömu sögu er reyndar oft að segja af öðrum landbúnaðarafurðum svo sem ostum og grænmeti.
Auðvitað er það erfið byrði að borga ekki nema rétt ríflega 1200 krónur fyrir kíló af nautalund, nú eða þá bara 420 krónur fyrir kílógramm af grísalund. Að geta keypt kjúklingaupplæri fyrir 280 krónur kílóið er sömuleiðis auðvitað verulega íþyngjandi. Kíló af nautahakki sem kostar ekki nema 250 krónur leggst þungt á sinnið og af því að það þarf ekki að spara við sig í mat, er þetta ekki bara sálarlega íþyngjandi, heldur líka þyngjandi.
Auðvitað reiknar maður með að vera meira og minna rúmliggjandi vegna þess hve "mengað" kjötið er, börnin verði föl á vangann og framtíð þeirra óviss.
Ég veit reyndar ekki hvað það tekur langan tíma á þessu mataræði að verða algert flak, en ég bý mig undir það. Ekkert amar reyndar að mér ennþá, en örlögin verða ekki umflúin.
Og svo verð ég ábyggilega settur í sóttkví þegar ég lendi á Íslandi i sumar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 01:58
Kornið sem fyllir ....
Það hefur verið mikið rætt um skort á matvælum undanfarnar vikur, hækkanir á kornvöru og sumir heimsendaspámenn hafa gengið svo langt að segja að Íslendingar verði að vera þakklátir fyrir það að bændur vilji selja þeim mat, og láta þá hafa meiri pening.
En vissulega eru kornvörur að hækka. Ekki þó svo að ég hafi fyllt kjallarann af hveiti og hrísgrjónumo og reikni með því að "meika killing" á svartamarkaðnum, en matvara kemur til með að hækka, alla vegna í nokkur ár.
En ef framleiðendur verða látnir í friði, þá nær markaðurin jafnvægi, heimurinn á mikið inni hvað varðar matvælaframleiðslu.
Það er hins vegar mikil ógn, sérstaklega fyrir þá jarðarbúa sem hafa minna á milli handanna, þegar opinberir aðilar byrja að stýra framleiðslunni og beina henni þangað sem sefar samvisku þeirra. Það hækkar verð og skekkir myndinar.
Þá fer að verða spurning hvort að kornið fyllir magann, eða fyllir á tankinn, eða verður hreinlega kornið sem fyllir mælinn.
Það var ágætlega fróðleg grein um kornvörunar á vef The National Post, nú fyrir nokkrum dögum.
"The global rice shortage has forced prices of the grain to record highs, pushing one of the world's most important staple foods out of reach for those that depend on it most.
"The international rice market is currently facing a particularly difficult situation with demand out stripping supply and substantial price increases," Concepcion Calpe, senior economist for the Food and Agriculture Organization of the United Nations said in Rome.
The FAO predicts the international rice supply available for trade to drop 3.5% to 29.9 million tonnes this year as some rice-growing countries hoard their crops amid droughts in China and Australia and production declines in the United States and Japan.
China, India, Egypt, Vietnam and Cambodia have either imposed minimum export prices, export taxes or export quotas and, as is the case in India, bans. As a result, demand has surged in countries that rely largely on rice imports, such as Bangladesh, Indonesia, and Iran.
The fall in exports is expected despite a 1.8% increase in rice production. Ms. Calpe said higher rice production may help reduce some of the price pressure, however, population growth would offset much of the gain.
In 2007, global rice paddy production rose 1% to 650 million tonnes, the second consecutive year production fell short of population growth, resulting in a drop in per capita output.
The supply shortage has caused the price of rice -- the staple food for half the world's population -- to soar. Rough rice surged 2.7% to close at US$20.20 per 100 pounds on the Chicago Board of Trade Thursday, and is now up 77% since October, when it traded at US$11.40 per 100 pounds.
Ms. Calpe said the very tight supply conditions may last until the end of this year."
"Production is predicted to decline in Australia, with a report by the Australian Bureau of Agricultural and Resource Economics forecasting the 2008 rice crop to decline by almost 90% due to water shortages. Meanwhile, production in the United States, the world's 4th largest rice exporter, is expected to decline due to mounting competition for more profitable crops, the FAO said.
Kenrick Jordan, senior economist at BMO said U.S. stockpiles of coarse grain, which consists largely of rice and corn, are at 125.6 million metric tonnes for the 2007/08 fiscal year -- the lowest levels since about 1983. He said part of the recent increase in rice prices was related to the soaring prices of other commodities, such as corn, which jumped amid competing demand for the commodity as a source of food and for ethanol production.
The price of wheat futures on the CBOT closed at US$9.37 a bushel, up about 25% from October last year. Prices peaked at US$12.80 on Feb. 27, 71% higher than the October level. Meanwhile, corn futures closed at US$6 a bushel, up 75% since October.
"A lot of the agriculture markets are interrelated," Mr. Jordan said. "They compete for some of the same resources to produce, which would be land, fertilizer, labour."
Mr. Jordan said production will eventually catch up with demand, but that could take a few years. In the meantime, the situation had the possibility to intensify."
"Mr. Zoellick said there needed to be an overhaul of the global food policy, with the world's agricultural trading system stuck in the past.
"If ever there is a time to cut distorting agricultural subsidies and open markets for food imports, it must be now," he said. "The poor need lower food prices now." "
6.4.2008 | 01:09
Svínakjöt á 22.000 kall kílóið
Skinkuunnendur hér í Kanada eru farnir að hlakka til, rétt eins og lítil börn til jólanna, því nú er farið að hilla undir að "æðsta stig" skinku fari nú að fást í verslunum hér.
Um er að ræða hvorki meira né minna en "jamon iberico" frá La Alberca. Þetta er ekkert venjulegt svínakjöt og fer í flokk með "trufflum" og "beluga" þegar rætt er um mat.
Verðið er enda í takt við slíkt og mun skinkan kosta u.þ.b. 300 Kanadíska dollar hingað komin, eða svona 22.000 krónur Íslenskar kílóið. Lærið leggur sig þá á svona eins og 100.000 kall.
Ég hef einu sinni smakkað örlíttla flís af þessu kjöti og get tekið undir að þetta er einstakt sælgæti, bráðnar í munni og þarf lítt að tyggja. Þó get ég ekki reiknað með að þetta verði oft á borðum hér að Bjórá, en reikna þó með að kaupa mér svona eins og 100 - 200 grömm, ef þetta kemur í verlun hér nálægt mér.
Það sem gerir þessa skinku svona einstaka, er það að í svínin ganga laus, og éta mikð af "akornum" í skógi, og svo hitt að erfðagalli gerir það að verkum að fitusprengingin hjá þeim er ekki eins og hjá neinum öðrum svínum.
Flesk á diskinn minn....
Hér má svo sjá frétt Globe and Mail, um skinkuna væntanlegu.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 03:00
Grænmetishugmynd
Þessi hugmynd er allrar athygli verð, og auðvitað á að nýta kælivatnið frá verksmiðjunni ef þess er nokkur kostur.
Eb eitt þykir mér merkilegt í fréttinni. Hugmyndin virðist eingöngu snúast um að flytja framleiðsluna út. Ekki virðist stefnt á innanlandsmarkað.´
Þá velti ég því fyrir mér hvort að það sé vegna þess að Íslendingar séu ekki reiðubúnir til þess að borga jafn hátt verð fyrir lífrænt ræktað grænmeti og fæst erlendis (þrátt fyrir að flytja þurfi það með flugvél á markað).
Eða hitt að grænmetið sé ekki samkeppnishæft við niðurgreitt Íslenskt grænmeti.
Nú er mikið magn af grænmeti flutti til Íslands, ætti það ekki að vera eðlilegra markmið að metta innanlandsmarkaðinn heldur en að innflutningurinn haldi áfram og Ísland byrji að flytja út grænmeti? Sparar það ekki flutningskostnað og þar með er grænmetið ekki með þann kolefnisbagga á sér sem Íslenskt grænmeti hefði með sér erlendis og erlent hefur á Íslandi. Er það ekki hluti af "lífræna pakkanum".
En ég held að hugmyndin sé athygli verð.
Orkan notuð til að kynda gróðurhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2008 | 14:37
Grísirnir eru þess virði - Stattu með skinkunni (Stand By Your Ham)
Af tilefni af bændaþingi og þeim heimsendaspám sem þar komu fram, þá er auðvitað tilvaið að skjóta hér inn myndbandi frá Bretlandi. Þar sem víða annarsstaðar eru svínabændur í miklum vandræðum, fóðurkostnaður rýkur upp úr öllu valdi, en erfiðlega gengur að koma á hækkunum til neytenda (þeir vilja reyndar meina að verslanir hafi hækkað, en þær hækkanir ekki skilað sér til bænda), enda samkeppni á kjötmarkaði hörð og nægt framboð.
Líklega er því ekki mikið svigrúm fyrir Íslenska bændur að koma vöru sinni á markað þar, þó að þeir séu í þann veginn að gefast upp á því að framleiða matvæli ofan í vanþakkláta Íslendinga.
Markaðurinn virðist ekki kaupa það að ógnvænlegur fæðuskortur sé yfirvofandi.
En framtakið hjá Breskum svínabændum er gott og sjálfsagt að þeir reyni að berjast fyrir sínu. Hér að neðan er hið stórgóða lag þeirra "Stand By Your Ham", nýr texti við klassískt lag Dolly Parton. Heimasíða þeirra er svo: http://www.pigsareworthit.com/
Ætli ég reyni ekki að hafa svínakjöt í matinn í kvöld, svona til þess að hjálpa Kanadískum svínabændum í baráttunni, en svínakjöt hefur lækkað allt að 35% í verði á fáum vikum hér. Í gær var naut á borðum, sirloin steik á, verð CAD 6.59. En hlustið á lagið, það er vel þess virði og svo er textinn hér að neðan og svo að Íslenskir bændur geti tekið undir.
Lifi skinkan!
Sing along to Stand By Your Ham:
Right now it's hard to make a living
Rearing all your pigs for pork and Ham
Supermarkets make all the money
We dont make any money
And thats quite hard to understand
But if they gave us a little more money
Gave us farmers, a fairer share.
Coz we take good care of our pigs
Were so proud of them
To us theyre more than pork and ham
Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Help us to stay in business
Because, our pigs, are worth it.
Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Keep givin' all the help you can
Stand by your ham
So if you love your British breakfast
The crackling on your Sunday roast
Keep asking for local produce
We work hard to bring it to you
Look for our Mark on pork and ham
Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Help us to stay in business
Because, our pigs, are worth it.
Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Look for the Mark whenever you can
Stand by your ham
Stand by your ham.
Sau-sa-ges, Pork And Bacon
Look for the Mark whenever you can
Stand by your ham
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 19:16
Heimsendaspámenn á bændaþingi
Það er merkilegt að lesa um og heyra frá umræðum á bændaþingi um svokallað "fæðuöryggi" og nú megi Íslendingar fljótlega þakka fyrir ef Íslenskir bændur selji þeim afurðir sínar á "okurverði", því nógir kaupendur séu.
Nú sé því áríðandi að hyggja að "fæðuöryggi" Íslendinga, þvi það sé það ljóst að ekki sé hægt að brauðfæða alla jarðarbúa.
Fyrst þarf að spyrja "heimsendaspámennina" hvað þeir eiga við þegar þeir tala um fæðuöryggi? Vilja þeir stórauka niðurgreidda kornrækt á Íslandi? Auka grænmetisræktun í Íslenskum gróðurúsum? Eða er fyrst og fremst verið að tala um að "landinn" hafi aðgang að mjólk og kjeti?
Það er flestum ljóst að verð á kornvöru hefur verið að hækka ört að undanförnu og hefur það jafnvel leitt af sér "fæðuóeirðir" eins og ég bloggaði til dæmis um fyrir nokkru. Ég held þó að Íslendingar geti verið nokkuð rólegir yfir þeim fréttum, þar sem verði og kaupmætti er ekki alveg saman að jafna.
Reyndar er það svo að hækkun á kornvöru hefur ekki skilað sér í hækkun á kjöti, í það minnsta ekki ennþá, sem hefur hríðlækkað í verði hér í Kanada. Þannig hefur svínakjöt lækkað um allt að 45% á fáeinum vikum (lundir sem kostuðu gjarna CAD 9.99 eru núna á CAD 5.39) og kalkúnninn sem ég keypti í gær kostaði aðeins CAD 2.20, sem er um helmings lækkun frá því sem gjarna er, en þar var þó um að ræða tilboð.
Lambalærið sem fjölskyldan hér að Bjórá snæddi á sunnudaginn, var Nýsjálenskt og kostaði CAD 6.59 kg. Það er u.þ.b. 35% lægra en algengast var fyrir nokkrum vikum.
Verðlagið á hveiti er reyndar ekki svo slæmt enn, í gær keypti ég 10 kíló sekk fyrir CAD 8, en það er þó vissulega hækkun frá því sem verið hefur.
En hvað veldur þessum hækkunum á kornmetinu?
Fyrst er jú aukin eftirspurn, sérstaklega til eldsneytisframleiðslu (sem "heimsendapsámennirnir hafa hvatt til, vegna annarrar hættu, sem sé "loftslagsvánni". Líklega munum við öll deyja úr hita eða hungri, nema hvoru tvegga sé.). Eftirspurn er einnig að aukast vegna mannfjölgunar og aukinnar velgmegunar, sérstaklega í þeim mannmörgu ríkjum, Kína og Indlandi.
Þessi aukning eftirpurnarinnar (með tilheyrandi niðurgreiðlsum hins opinbera) kemur í kjölfar afar slakrar uppskeru síðast liðið sumar.
Síðan má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að stór partur landbúnaðarframleiðslu heimsins hefur verið í "bakkgír", ef svo má að orði komast undanfarna áratugi. Það er að segja að keppikeflið hefur verið að framleiða ekki, heldur reyna að borga bændum fyrir að draga úr framleiðslu og/eða koma umframframleiðslu í lóg með undarlegum aðferðum.
Heimurinn á því mikið inni í matvælaframleiðslu, þó að ef til vill muni taka einhvern tíma að ná jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, sérstaklega ef þrjóskast verður við síaukna eldsneytisframleiðslu. Þá er ekki byrjað að taka í reikninginn framfarir s.s. erfðabreytt matvæli og enduruppbyggingu landbúnaðar t.d. í A-Evrópu sem er rétt að byrja, en kornræktarsvæði t.d. í Ukrainu eiga mikið inni.
Nei, líkurnar á því að Íslendingar vinnií Eurovision, eru miklu mun meiri heldur en að Íslenskir bændur geti keppt á heimsmarkaði. Þó hef ég ekki mikla trú á Eurvision sigri.
Hitt er svo að ef menn vilja gera eitthvað í "fæðuöryggi" er líklega best til lengri tíma litið að vinna hörðum höndum að því að eignast fiskiskipaflota sem brennir vetni og gerir Íslendinga óháða erlendu eldsneyti, geyma hvalveiðiskipin á öruggum stað og hald þeim vel við og síðan væri líklega til þess að gleyma ekki bændunum rétt að tryggja kartöflurækt og mjólkurframleiðslu í landinu.
Hitt er svo nokkuð ljóst að ef svo færi Íslenskir bændur koma framleiðslu sinni á "alþjóðlegan" markað, þá kæmist "alþjóðlegi" markaðurinn til Íslands og fæðuskortur þá varla í myndinni.
Fyrst bændur eru svo að verða það mannalegir að þeir þykjast geta tekið selt framleiðslu sína á alþjóðlegum markaði, þá er auðvitað rétt að leyfa þeim það. Fyrsta skrefið til þess er auðvitað að klippa af þeim alla styrki og fríðindi.
Mitt heilræði til bænda væri þó að byrja á því að venja sig við markaðskerfið á smærri skömmtum, t.d. með því að leyfa framboði og eftirspurn að ráða verðlagi innanlands.
Persónlulega gef ég ekki mikið fyrir þennan málflutning og finnst hann bændum ekki samboðinn.
P.S. Sá að Friðjón er þegar búinn að skrifa færslu um þetta sem vel er þess virði að lesa.
P.S.S. Hvernig væri nú að einhver fjölmiðillinn birti tölur um það hvað Íslenskar afturðir myndu kosta á nokkurra styrkja og niðurgreiðslna. Hvað myndi mjólkurlítri kosta í Bónus, ef engar niðurgreiðslur væru? Hvað er kílóverð á óniðurgreiddu lambakjöti o.s.frv.
Það mætti svo fylgja með hvað heimsmarkaðsverð á sömu vörum værri.