Marlin var það heillin

Það var grillað að Bjórá í kvöld, sem oft áður.  En nú var það "marlin" sem var settur á grillið.  Ég er nú ekki viss um Íslenska heitið á honum, en spjótfiskur (ég held að sverðfiskur nái ekki yfir hann) gæti það verið.

En þetta voru stórar og miklar steikur, þverhandarþykkar og langar.

Þar sem ég hafði aldrei smakkað slíkan fisk áður, kryddaði ég þær ákaflega hóflega, smá salt og pipar og nuddaði inn örlitlu fiskkryddi.  Pennslaði örlítið með olívuolíu og slengdi á heitt grillið.  haft rétt um 4 mínútur á hvorri hlið, en líklega mætti stytta tímann örlítið, en alla vegna máttu steikurnar ekki við lengri tíma.

Í stuttu máli sagt er þetta fiskur sem ég get mælt með.  Þéttur, bragðgóður en mildur.  Minnir örlítið á túnfísk og Foringinn hélt því reyndar fram að þetta væri svínakjöt.  En útlitið er ekki ósvipað,  hvítt kjöt, og þéttleikinn svipaður.

P.S. Það er að sjálfsögðu vel þegið ef einhver hefur Íslenska heitið á "marlin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skv. því sem best verður séð á Wikipediu er Marlin ekki talinn neitt sérlega góður matfiskur.

Pétur Pálsson í Hátækni er eini maðurinn sem ég man eftir sem hefur veitt bláan Marlin og var með slíkan fisk uppstoppaðan á veggnum hjá sér og var mjög hreykinn af honum. Hann var líka sérstaklega fallegur.

Ég sé ekki frekar en þú að til sé íslenskt heiti á Marlin, trúlega hefur hann bara verið kallaður sverðfiskur líka vegna útlitsskyldleika þótt rangt sé. Skyldleiki við sverðfisk og túnfisk er þó ekki dreginn í efa eins og þú a.m.k. upplifir í bragðinu af honum. 

Haukur Nikulásson, 29.5.2008 kl. 07:04

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Í Hugtakasafni Utanríkisráðuneytisins nefnist fiskur þessi oddnefur en Orðabanki Íslenskrar málstöðvar gefur að auki samheitin marlín, merlingur og spjótnefur.

Tek undir með þér að því er varðar Toronto-flugið. Dálítið skrýtin markaðssetning - en ákaflega íslensk, ef út í það er farið!

Helgi Már Barðason, 29.5.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get nú ekki tekið undir það að "marlin" sé ekki góður til matar.  Fínn fiskur.  Hins vegar ku vera hætta á því að maður breytist í hitamæli ef hann er snæddur í miklum magni.

Það er nefnilega með svo marga fiska sem eru ofarlega í fæðukeðjunni, að þeir eru orðnir svo ríkir a kvikasilfur innihaldi, að það er ekki mælt með að þeir séu oft á borðum.

En ég reikna með að ég eigi efitr að kaupa "oddnef" aftur.

G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband