Prince Polo Caffe Latte

Ég er fastagestur í ýmsum Pólskum verslunum hér í Toronto.  Það er gott að versla við Pólverjana.  Afbragðs pylsur og aðrar kjötvörur, alls konar skrýtið góss og síðast en ekki síst þá bjóða þeir yfirleitt upp á Prince Polo.

PP caffe latteÞegar ég skrapp að versla í morgun varð á vegi mínum ný tegund af þessu gæða súkkulaðikexi.  Prince Polo Caffe Latte. 

Það varð úr að ég keypti 2. stk og síðan 2. stk af Classic, svona til öryggis.

Niðurstaðan er nokkuð fyrirsjáanlega að því leyti til að öll stykkin eru etin, og það upp til agna. En bragðið?

Ég myndi líklega frekar velja að borða Classic með góðum og sterkum uppáhellingi en Latteið er ágæt tilbreyting, en ég held að það nái ekki að ryðja hinu klassíska Prince Pólói út af mínum milli mála matseðli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband