Bestustu kokkar í heimi?

Þetta er auðvitað frábær árangur og undistrikar þær framfarir sem Íslenskir matreiðslumenn hafa sýnt á undanförnum árum. 

Það er enda svo að mér er það til efs að miðað við höfðatöluna margfrægu megi finna jafn marga, jafn góða veitingastaði í nokkkurri borg og Reykjavík.

Nú ættu Íslensk ferðmálayfirvöld að notfæra sér þessa sigra og auglýsa með kokkunum.  Til dæmis með stórri mynd af viðkomandi matreiðslumanni, his name is .....  and he won  a gold medal at the Culinary Olympics (eða hvað þetta heitir) , he works at the restaurant ..... in downtown Reykjavik, Iceland.

And he is ready to cook for you (as long as your name is not Gordon Brown).

Það hefur aldrei verið ódýrara að ferðast til Íslands og að borða úti á Íslandi (fyrir útlendinga). 

Nú er lag.


mbl.is Kokkalandsliðið sigursælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er lag! Kveikjum nýja elda kveikjum þá í dag!

Sigurður Rúnar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf gott að hafa gaman af hlutunum, ég hef alla vegna alltaf reynt að lifa eftir þeirri sannfæringu.

Myrkrið er aldrei jafn svart og það lítur út fyrir að vera.  Jafnvel þó að rafhlöðurnar séu að klárast.

Skotið á Brown, er bara það, skot.  Hitt stendur fyrir sínu, hvort sem þú kímir að Brownaranum eða ekki.

Brostu.

G. Tómas Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband