Humar var það heillin

Ef menn hafa ekki verið sannfærðir um það hve samþættur efnahagur heimsins er ætti þessi frétt sem ég rakst á á vefsíðu Forbes að sannfæra þá um það.

Aðalefni fréttarinnar er að verð á humri sem veiddur er undan ströndum Maine ríkis í Bandaríkjunum hefur hrunið.  Veldur það verulegum vandræðum í efnahag svæðisins, en humarveiðar þar hafa verið stór ríkur þáttur í efnahagnum og humar eftirsóttur og í háu verði.

Ástæðan fyrir þessari snörpu verðlækkun er tvíþætt.  Í fyrsta lagi er um að ræða minnkandi eftirspurn frá veitingahúsum, þar sem neytendur halda að sér höndum (og hnífapörum) vegna óvissu í efnahagsmálum.

En önnur ástæða er sú að Kanadískir verkendur humarsins, (en stór hluti humarsins sem veiddur er í Maine hefur venjulega verið seldur til Kanadískra verkenda) hafa lent í fjármögnunarerfiðleikum.  Því haf humarbirgðir safnast upp hjá veiðimönnum í Maine.

Og hvers vegna eru Kanadískir humarhöndlarar í fjármögnunarerfðiðleikum?

Jú það er vegna þess að þeir hafa treyst á fjármögnun frá Íslenskum bönkum, sem nú er ekki lengur til staðar af ástæðum sem ættu að vera Íslendingum vel kunnar.

Án þess að ég þekki til þessa, þá reikna ég með að hér sé um að ræða "gamla" Landsbankann og "gamla" Glitni, sem báðir voru með starfsemi á austurströnd Kanada, báðir í Halifax að mig minnir.

Þannig að ef þú átt leið um Bandaríkin á næstu dögum og snæðir humar á hagstæðu verði, hugsaðu þá hlýtt til "gömlu" Íslensku bankanna.  Það er þeim að "þakka" hvað verðið er hagstætt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband