Færsluflokkur: Viðskipti

Að tapa 5. hverri krónu

Það eru vissulega slæm tíðindi þegar Norrærni fjárfestingarbankinn er hættur að lána Íslendingum.  Þegar þessi frétt er lesin virðist helst mega skilja af henni að sú ákvörðun sé að einhverju leyti tengd IceSave reikningunum og deilum um hverjir beri ábyrgð á þeim.

Þegar þessi frétt á Vísi er lesin, kemur hins vegar meira kjöt á beinin.

Þar er ekkert minnst á IceSave, en sagt frá gríðarlegum útlánatöpum bankans á Íslandi.  Bankinn hefur ef marka má fréttina tapað 5. hverri krónu sem hann hafði í útlánum á Íslandi.  Nemur tapið Íslenskum lánum 140 milljónum euroa árið 2008.  Helmingur af útlánatapi bankans var tengdur Íslandi.

Að IceSave ábyrgð Íslendinga auki greiðslugetu Íslenskra fyrirtækja er eitthvað sem mér finnst ekki liggja í augum uppi, en vegir allir í kringum það mál eru torskiljanlegir.

En hitt hefði ég gaman af því að vita sem er hvaða fyrirtæki Íslensk það eru sem standa að baki þessum útlánatapi Norræna fjárfestingarbankans.

Væri það efni ekki verðugt að bera á fréttaborð almennings?

Allar upplýsingar þar að lútandi eru vel þegnar í athugasemdakerfið.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfberarnir færa Íslendingum gluggapóst

Hún er í flesta staði athygliverð fréttin sem ég las á vef Vísis og fjallaði um "bréfbera".  Ekki þessa hefðbundnu sem koma með póstinn heim til fólks, heldur hina sem "halda" á hlutabréfum.  Þessar tvær tegundir "bréfbera" eiga líklega ekkert sameiginlegt, nema þá ef væri að báðar koma "reikningum" í hendur Íslendinga.

Í fréttinni segir m.a.:

Viðskiptabankarnir héldu uppi gengi hlutabréfa í sjálfum sér með því að lána eignarhaldsfélögum fé til kaupa á hlutabréfunum gegn engu öðru veði en í bréfunum sjálfum. Þetta segir heimildarmaður Fréttablaðsins á fjármálamarkaðnum.

Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins beittu bankarnir þessari aðferðafræði í mismiklum mæli. Bankarnir hafi iðulega þurft að leysa til sín frá fjárfestum eigin hlutabréf þegar gengi bréfanna lækkaði. Áður hafi bankarnir selt þessi bréf til fjárfestingarfélaga sem að vissu marki lögðu eigin fé á móti sem tryggingu fyrir lánum til kaupanna. Síðar hafi bankarnir einfaldlega orðið uppiskroppa með aðila sem áttu eigið fé og voru reiðubúnir að taka áhættuna af kaupum á bréfum í bankanum.

Síðar í fréttinni má lesa:

Til að halda hjólunum gangandi hafi verið brugðið á það ráð að selja eignarhaldsfélögum hlutabréf á því gengi sem bankarnir töldu æskilegt og lána eigendum þeirra andvirði bréfanna gegn litlu eða jafnvel engu öðru veði en bréfunum sjálfum. Þannig hafa eigendur eignarhaldsfélaganna í raun ekkert annað lagt fram en nafn sitt og fyrir sitt leyti haft von um ágóða ef vel færi en verið lausir mála ef gengi bréfanna yrði neikvætt. Eigendur félaga af þessu tagi eru kallaðir bréfberar meðal fjárfesta.

Að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins var þessi aðferðafræði við að halda uppi fölsku hlutabréfagengi ljós öllum sem störfuðu á fjármálamarkaði og vildu vita. Almenningur, sem hafi hins vegar treyst því að verðmyndun á hlutabréfamarkaðnum í Kauphöllinni væri eðlileg, hafi hins vegar verið hafður að fífli í risastórri spilaborg sem hafi ekki getað annað en farið á hliðina.

Kunningi minn sagði mér að margar af stærri lögfræðistofum landsins ættu einkahlutafélög á "lager".  Þær stofnuðu einkahlutafélög í kippum, með heitum eins og FS37, FS38 o.s.frv eða ELL25, ELL26, ELL27.  Þessi hlutafélög væru til reiðu með engum fyrirvara, síðan væri breytt um nafn og enginn tími færi til spillis.

Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það og flest einkahlutafélögin fara sjálfsagt í eðlilegan rekstur. En það er þó að hollt að velta því fyrir sér hvers vegna þörf er fyrir öll þessi einkahlutafélög og eignarhaldsfélög og hvað þarfir það eru að viðskipti séu eins ógegnsæ og raun ber oft vitni.

Til gamans sló ég upp í fyrirtækjaskrá þeim hlutafélögum sem eru til húsa að Túngötu 6.  Þann lista má sjá hér að neðan.

Það er rétt að taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hverjir eiga öll þessi fyrirtæki, hverjir sitja í stjórnum þeirra, hver starfsemi þeirri er og svo framvegis.  Ég er heldur ekki að halda því fram að þau tengist "bréfberum" (þykir það reyndar frekar ólíklegt), en þetta er myndarlegur listi.  Ég veit heldur ekki hvers eðlis húseignin að Túngötu 6. er.  Ef til vill er rekið þarna fyrirtækjahótel.

En hér er listinn:

471099-2289   3650 ehf                                Túngötu 6 101 Reykjavík

561006-0750   A-Holding ehf                         Túngötu 6 101 Reykjavík

440507-2200   Al-Coda ehf                            Túngötu 6 101 Reykjavík

520207-0230   Arctic Holding ehf                  Túngötu 6 101 Reykjavík

551299-2019   Arctic Investment ehf             Túngötu 6 101 Reykjavík                  

520607-0990   Arena Holding ehf                  Túngötu 6 101 Reykjavík

490206-0940   Arpeggio ehf                           Túngötu 6 101 Reykjavík

480798-2289   Baugur Group hf                     Túngötu 6 101 Reykjavík      

640406-0540   BG Aviation ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

631007-1040   BG Bondholders ehf              Túngötu 6 101 Reykjavík

680201-2260   BG Equity 1 ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

520603-4330   BG Holding ehf                      Túngötu 6 101 Reykjavík

631007-1550   BG Newco 2 ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

641007-0800   BG Newco 4 ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

480408-0390   BG Newco 5 ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

560908-0910   BG Newco 6 ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík      

590907-0810   BG Ventures ehf                     Túngötu 6 101 Reykjavík

661103-3450   BGE Eignarhaldsfélag ehf      Túngötu 6 101 Reykjavík

630407-0440   BJF ehf                                   Túngötu 6 101 Reykjavík

690405-0160   DBH Holding ehf                   Túngötu 6 101 Reykjavík

481007-0890   Dial Square Holdings ehf       Túngötu 6 101 Reykjavík

660307-1920   F-Capital ehf                           Túngötu 6 101 Reykjavík

440507-1900   GJ Tónlist ehf                           Túngötu 6 101 Reykjavík

470606-0450   Gott betur ehf                          Túngötu 6 101 Reykjavík

631003-2810   Græðlingur ehf                         Túngötu 6 101 Reykjavík

630600-2270   Hrafnabjörg ehf                      Túngötu 6 101 Reykjavík

600906-0460   Hugverkasjóður Íslands ehf    Túngötu 6 101 Reykjavík

680607-1410   Hvítárbakkablómi ehf               Túngötu 6 101 Reykjavík

450697-2229   Ís-rokk ehf                              Túngötu 6 101 Reykjavík

630407-0520   J.Ól ehf                                   Túngötu 6 101 Reykjavík

500107-1620   Jötunn Holding ehf                 Túngötu 6 101 Reykjavík

420597-3639   Maccus ehf                              Túngötu 6 101 Reykjavík

621104-2760   M-Holding ehf                          Túngötu 6 101 Reykjavík

700307-1820   Milton ehf                               Túngötu 6 101 Reykjavík

421106-1180   M-Invest ehf                           Túngötu 6 101 Reykjavík

470207-1830   Nelson ehf                               Túngötu 6 101 Reykjavík

520698-2729   Norðurljós hf                           Túngötu 6 101 Reykjavík

530707-1640   Popplín ehf                              Túngötu 6 101 Reykjavík

590907-1890   Retail solutions ehf                 Túngötu 6 101 Reykjavík      

430507-1090   Skuggar ehf                             Túngötu 6 101 Reykjavík      

550507-2420   Sólin skín ehf                          Túngötu 6 101 Reykjavík      

551007-0300   Sports Investments ehf          Túngötu 6 101 Reykjavík

590399-2729   Starfsmannafélag Baugs         Túngötu 6 101 Reykjavík

501201-2940   STP Toys                                 Túngötu 6 101 Reykjavík

511105-0990   Styrktarsjóður Baugs Group   Túngötu 6 101 Reykjavík

610993-3469   Styrkur Invest ehf                   Túngötu 6 101 Reykjavík

440205-1270   Tónlistafélagið Litur ehf         Túngötu 6 101 Reykjavík

690506-2380  Unity Investments ehf             Túngötu 6 101 Reykjavík

590207-0550   Unity One ehf                          Túngötu 6 101 Reykjavík


Obama Wagon(er)....

Ég er ófeiminn við að viðurkenna að ég var ekki einn af stuðningsmönnum Baracks Obama, það var reyndar ekki hægt að segja að ég væri stuðningsmaður John McCaine heldur, en þó reikna ég með að ég hefði endað með því að kjósa hann, hefði ég dröslast á kjörstað, hefði ég haft kosningarétt í Bandaríkjunum.

Hvorugur frambjóðandinn þótti mér góður kostur, þó að því verði heldur ekki neitað að báðir höfðu ýmislegt fram að færa.

Obama var óneitanlega "symbólískari" og gaf í kosningabaráttunni meiri vonir um breytingar, en það má svo aftur deila um hvort að breytingarnar væru allar í rétta átt.

Ein af þeim breytingum sem hann léði máls á í kosningabaráttunni og féll í frekan grýttan jarðveg hjá mér, var loforð hans um að endurskoða NAFTA samninginn, með það í fyrirrúmi að flytja/varðveita störf í Bandaríkjunum og svo þær vísbendingar sem hann af í þá átt að vilja vernda Bandarískan iðnað gegn samkeppni.

Eitt af sem vissulega styrkir þá tilfinningu að Obama stefni í ranga átt, er vilji hans og demókratat til þess að setja risavaxnar fjárhæðir til þess að bjarga troiku Bandarísks bílaiðnaðar, General Motors, Chrysler og Ford.

Ef til vill er það vísbending um það sem koma skal. 

En það þarf þó ekki að vera að það gildi yfir allt sviðið.  Bílaiðnaðurinn er líklega Obama hugleiknari en margur annar iðnaður.  Ameríski bílaiðnaðurinn ver einhver verkalýðsfélagavæddasti iðnaður Bandaríkjanna, og þar á Obama stóran part af sínum dyggustu stuðnings og styrktaraðilum.

Því er Obama líklega líklegri til að "gefa" bílafyrirtækjunum fé heldur en mörgum öðrum fyrirtækjum og styðja þannig við verkalýðsfélögin sem að mörgu leyti hafa kverkatak á bílafyrirtækjunum.  Bílafyrirækin eru því afar mikilvæg fyrir verkalýðsfélögin, sem hafa verið á meðal helstu stuðningsaðila Demókratflokksisn og Obama.  Að mörgu leyti eru bílafyrirtækin mikilvægari fyrir verkalýðsfélögin, heldur en þau eru fyrir Bandaríkin sjálf.

Þessi ákafi Obama og "kratanna" er því að mörgu leyti áhyggjuefni, það boðar aldrei gott þegar hið opinbera er reiðubúið að henda risavöxnum fjárhæðum til einstakra fyrirtækja.

Það höfum við íbúar Ontario þegar reynt, og það með nákvæmlega sömu fyrirtækin, í bílaframleiðslu.

 

 

 


Er kvóti á óréttlæti?

Mikið hefur verið rætt um niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ hvað varðar Íslenska kvótakerfið.  Eins og í öllum málum þá sýnist sitt hverjum.  Slíkt telst líklega ekki óeðlilegt þegar um kvótakerfi er að ræða, enda flestir líklega sammála um að best væri ef hægt væri að vera án slíkra kerfa, ekki bara í sjávarútvegi, heldur alls staðar.

Sjálfur hef ég aldrei verið þeirrar skoðunar að kvóti væri eftirsóknarverður, en hef skilið nauðsyn þess þegar um takmarkaðar auðlindir er að ræða.  Þegar útdeila á takmörkuðum gæðum er líklega ekki til öllu betri leið til að hafa á nýtingu einhverja stjórn.  Auðvitað má hugsa sér misjafn útfærslu á kvóta, t.d. aflmark eða að hafa dagakvóta.

En þá er auðvitað eftir að finna leið sem allir gætu sætt sig við til að úthluta kvótanum og þá vandast nú málið fyrst fyrir alvöru.

Sjálfur hef ég alltaf hrifist af þeirri tillögu að úthluta kvóta til allra landsmanna.  Þeir geti síðan ráðstafað sínum kvóta að vild.  Veitt hann sjálfir, selt hann "heimamönnum", selt hann hæstbjóðenda, nú eða einfaldlega látið hann ónýttan,  ef þeim hugnist ekki fiskveiðar.  Ég held að margir myndu taka undir það að varla er til réttlátari leið og myndi hún undirstrika að auðlegðin væri í eign allrar þjóðarinnar.

Aðalspurningin hvað varðar þessa aðferð væri líklega að erfitt væri fyrir fyrirtæki að búa sig undir framtíðina, ef aðeins væri tryggur kvóti til árs í senn. 

En hvað er réttlæti og hvað er óréttlæti?  Sjálfsagt er erfitt að finna leið sem að öllum (Mannréttindanefnd SÞ meðtalin) þætti réttlát.  Það sama má reyndar segja um býsna margt sem hið opinbera tekur sér fyrir hendur, ekki síst skattheimtu.

Var það til dæmis réttlátt þegar hið opinbera notaði fé skattgreiðenda til þess að létta undir útgerðarmönnum (fyrir daga kvótakerfisins) sem ekki virtust geta rekið fyrirtæki sín á sómasemlegan hátt?

Er það réttlátt að ríkið skattleggi almennng til að standa straum af kostnaði við tónlistarhús í Reykjavík?  Nú eða Héðinsfjarðargöng?

Nú eða ef þér yrði boðið að velja á milli skattalækkunar eða þess að þess að ríkið greiði listamannalaun, hvort myndir þú velja?  Hvort finnst þér réttlátt?

Sjálfsagt eru misjafnar skoðanir á þessum málum, rétt eins og kvótakerfinu og verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig.

En svo eru líka fleiri kvótar til. 

Líklegt verður að teljast að kvótar í landbúnaðarframleiðslu falli í sama flokk og þeir sem gilda í sjávarútvegi.  Ég tel það ólíklegt að Mannréttindanefnd SÞ myndi telja þá réttláta frekar en fiskveiðikvótana.  Líklega er mest allt landbúnaðarkerfi ESB byggt á svipuðu óréttlæti.

Fiskurinn í sjónum er heldur ekki sá eini sem seldur er óveiddur, slíkt hefur lengi tíðkast inn til landsins. 

Sömu sögu er svo líklega að segja af þeim laxakvótum sem keyptir hafa verið víða um lönd til þess að vernda laxastofna, sú vinna öll fellur líklega um sjálfa sig, ef Mannréttindanefnd SÞ fær einhverju um það ráðið og er samkvæm sjálfri sér.

En það er vissulega rétt að kvótakerfið er ekki gallalaust, ekki frekar en lýðræðið.  En þau eiga eiga það sameiginlegt að vera það besta sem við höfum fundið upp, alla vegna ennþá. 

Kvótakerfið hefur enda verið staðfest í mörgum kosningum á Íslandi ef svo má að orði komast, þvi að þó að aldrei hafi verið kosið beint um það, hefur það vissulega verið fyrirferðarmikið í fleiri en einum kosningum.

En það er eins með kvótakerfið og lýðræðið að það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulagið, og koma með breytingartillögum, en það er áríðandi að forðast kollsteypur.


Tekjur og tekjur

Það hefur nokkuð verið fjallað um það í fjölmiðlum að nú hafi Bretar farið fram úr Bandaríkjamönnum í tekjum.  Engin ástæða er til að draga það í efa, enda hefur efnahagsástand í Bretlandi verið hagfellt, en Bandaríski dollarinn hefur hins vegar ekki verið að "meika það" ef svo má að orði komast.

En það er þó eftirtektarvert að í fréttinni kemur jafnframt fram að kaupmáttur er þó ennþá meiri í Bandaríkjunum en Bretlandi.

Það er nefnilega ekki það sama tekjur og tekjur og þó gott sé að hafa háar tekjur er hár kaupmáttur betri.

Þetta sýnir þá annmarka sem eru á alþjóðlegum samanburði sem þessum.  Dollarinn hefur sjaldan verið lægri, og það þýðir að tekjur Breta í dollurum hafa sjaldan eða aldrei verið hærri.  En það þýðir auðvitað ekki að þeir fái eitthvað meira fyrir pundin sín heimafyrir.  Nei, í raun hafa lífskjör þeirra aðeins batnað ef þeir fara í ferðalag til Bandaríkjanna.

Sama má segja um Ísland. Nú nýverið birtist niðurstaða frá Alþjóðabankanum að hvergi væri verðlag hærra en á Íslandi.  Auðvitað er það ljóst að Ísland er með dýrustu löndum, en það er sömuleiðis ljóst að það er hátt gengi krónunnar sem hækkar verðlagið í dollurum upp úr öllu valdi, án þess að verðhækkanir heima fyrir þurfi að koma til (sem hafa þó ábyggilega verið nokkrar).

Sömu sögu er svo að segja af því þegar lífkjör eru metin, þá kemur  gengið (sérstaklega lækkun dollarans) Íslendingum upp á við, vegna þess að þá hækka tekjur Íslendinga (í dollurum) umfram það sem gerst hefur heima fyrir.

Þetta breytir því ekki að samanburður sem þessi á fyllilega rétt á sér og gefur vissulega vísbendingar sem vert er að taka mark á.  En það er kaupmátturinn sem gildir, hvað fæst fyrir peningin, ekki hvað seðlabunkinn er þykkur.

 


mbl.is Bretar munu þéna meira en Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið?

Þessi frétt er nokkuð merkileg, og ekki bara vegna þess að "útlenskar kýr séu notaðar hér á landi".  Auðvitað er þetta gott tækifæri til þess að gera samanburðarrannsóknir á "'Íslenskum kúm" og komast að þvi hvort að marktækur munur sé að mjólk úr mismunandi stofnum Íslenskra kúa, sem "ganga saman" ef svo má að orði komast og eru fóðraðar eins.

Ef Íslenskt landbúnðarkerfi væri gott og sveigjanlegt, og rekið með þarfir neytenda í huga, mætti svo þess vegna hugsa sér að markaðssettar væru mismunandi tegundir af mjólk, allt eftir kynstofnum eða öðrum þáttum.

Þannig mætti þá kaupa "landnámsmjólk" (þó að vissuleg megi leyfa sér að álykta að þó nokkrar breytingar hafi átt sér stað síðan þá á stofninum), "Angusmjólk", nú eða hvað annað sem framsýnum bændum dytti í hug að bjóða upp.  "Blönduð" mjólk væri líka á boðstólum (eins og virðist vera nú, ef ég skil fréttina rétt).

Það er ekkert að því að flytja inn fleiri kúakyn til Íslands ef rétt er haldið á málum, en það sem þarf fyrst og fremst að vera í lagi, er rétt og ítarlega upplýsingagjöf til neytenda, þeir eiga rétt á því að vita hvað þeir eru að kaupa.

P.S. al


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa efni á því að þvo bílinn

Ég var sem oft áður að þvælast eitthvað á netinu og rakst þá á þessa snilldarfrétt á visi.is

Þar er verið að fjalla um hve hrifnir Íslendingar eru af Range Rover bifreiðum.  Sagan segir að það sem af er þessu ári hafi jafn margar Range Rover bifreiðar selst á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð samanlagt.  Það var þó ekki það sem vakti athygli mína heldur þessi frásögn þess sem markaðssetur þær bifreiðar:

"Andrés Jónsson, kynningarstjóri hjá B&L, segir að menn geti ýmislegt gert til að skera sig úr hópnum, til dæmis að fá sér hvítan Range Rover. Bæði sé maður með því öðruvísi en fjöldinn, og svo segi liturinn líka ýmislegt um fjárráðin. Erfitt sé að halda hvítum bíl almennilega hreinum, og því þurfi maður að hafa efni á því að láta þrífa hann."

Ég, sem verð að viðurkenna fáfræði mína í atferlisfræðum og markaðsetningu bifreiða, verð einnig að viðurkenna að ég hafði hreinlega ekki hugmynd um, þó að illa ári í kauphöllinni, að þeir sem væru að kaupa sér bil fyrir u.þ.b. 16. milljónir, hefðu hann svartan vegna þess að þeir hefðu ekki efni á því að þvo hann.

En svo lengi lærir sem lifir.


Auðvitað á að launa það sem vel er gert

Það hafa nú ekki verið margar ástæður fyrir almenna hluthafa Fl-Group til að gleðjast undanfarna daga.  Eign þeirra hefur sigið í verði og útlit er fyrir að það muni hún gera enn frekar á næstu dögum, þó vissulega sé ekki hægt að fullyrða um slíkt.

Þessi frétt á www.visir.is hlýtur þó að hafa skotið gleðineistum í brjóst þeirra, því hún sýnir að félagið heldur ótrautt áfram og heldur áfram að gera vel við starfsmenn sína, sem er jú alltaf hvati fyrir þá að vinna vel fyrir hluthafana.

Annars velti ég því mikið fyrir mér, hvers vegna þeir sem hafa frumkvæðið að eigin starfslokum, bera úr býtum langa starfslokasamninga.  Það er auðvitað best að hætta sem oftast í vinnunni.

En fréttina má einnig lesa hér að neðan.

"Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004.

Hannes var með rétt rúmar fjórar milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu FL Group 2006. Heimildir Vísis herma að hann fái greidda fimmtán mánuði í starfslok sem gera rétt um 60 milljónir.

Um leið og Hannes lætur forstjórastarfið af hendi til Jóns Sigurðssonar þá heldur hann áfram starfi sínu sem stjórnarformaður Geysir Green Energy. Þar hyggst Hannes kaupa 23% hlut af FL Group og verða stærsti hluthafinn. Hann er einnig, eins og sakir standa, næststærsti hluthafi FL Group með 13,7% hlut.

Athygli vekur að Hannes er aðeins hálfdrættingur á við fyrirrennara sinn Ragnhildi Geirsdóttur sem fékk 130 milljónir frá FL Group eftir að hafa setið á forstjórastóli í fimm mánuði.

 


Fimm feitustu starfslokasamningarnir

1. Bjarni Ármannsson, Glitnir 6 milljarðar
2. Þórður Már Jóhannesson, Straumur-Burðarás 1,3 milljarðar
3. Axel Gíslason, VÍS 200 milljónir
4. Styrmir Bragason, Atorka 200 milljónir
5. Sigurður Helgason, Icelandair 170 milljónir"


Er ég að verða hipp og kúl?

Það er ekki á hverjum degi sem ég les það í virtum fjölmiðlum að eitthvað sem ég hef gert til fjölda ára og skemmti mér við, sé að verða "trend" hjá "innkreðsum" í Washington D.C.

Það gerðist þó í kvöld þegar ég var að "brávsa" New York Times og sá þar grein um að "the great and powerful" eru farnir að versla í Costco, og kunna því vel.  Meira að segja Richard Perle, kaupir laxinn í graflaxinn í Costco, rétt eins og ég.

Það er reyndar eitthvað sem ég get vel skilið, en Costco var fyrsta verslunin sem ég tók "ástfóstri" við þegar ég flutti hingað til Kanada (hafði reyndar farið þangað í hverri heimsókn áður).  Þetta er einfaldlega eitthvað svo "brilliant".

Að rölta um með innkaupakerru (ca. einu sinni í viku), kaupa í matinn, nokkrar bækur, myndavél eða skartgripi (frábærir demantshringir fyrir allt að 400.000 ISK) ef svo stendur á, fara með myndirnar í prentun (eða senda þær yfir netið daginn áður), fá þær þegar verslunarferðinni er lokið (eftir klukkustund), skoða "heavy verkfæri", kaupa dýnur, eða frystikistu, horfa á fólkið í bakaríinu vinna, eða kíkja á glerið í kjötvinnslunni. Tölvur, prentarar, golfsett, og 50" plasmaskjáir, allt er í hillunum reiðubúið til að vera sett í "körfuna".  Fröstlögur, rúðuvökvi, rúðuþurkur fyrir bílinn og rafgeymar, allt til staðar ásamt vararafstöðum, stigum, parketti og chantarelle sveppum.

Flest er selt í stórum pakkingum, það þýðir ekkert að ætla að kaupa minna en 3. kíló af nautahakki, eða 4. svínalundir.  Kjúklingar eru 3. í pakka nautalundir vega ekki minna en 3. kíló.  Það er þess vegna sem það kemur sér svo vel að geta gripið frystikistu með.

Síðan senda þeir mér ávísun heim einu sinni á ári fyrir 2% af því sem ég versla fyrir (reyndar er árgjaldið 100 CAD, en endurgreiðslan hefur verið mun hærri undanfarin ár).  Núna er ég reyndar kominn með Costco AMEX, sem tryggir mér önnur 2% eða u.þ.b. til viðbótar. 

Bandaríkjamennirnir hafa það reyndar dulítið betra en við Kanadamegin, þar sem þeir geta keypt bjór og annað áfengi í Costco (það myndi vissulega hækka endurgreiðsluna hjá mér), en hér er þetta allt bundið í einkasölu, rétt eins og á Íslandi.

Þetta er auðvitað allt stórkostlegt, en þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann og eru farnir að velta því fyrir sér hvort að ég geti útvegað þeim "pöntunarlista" frá Costco....., þá er svarið nei, þvi miður.

En í greininni í NYT, má m.a. lesa:

"RICHARD PERLE said he was game for a reconnaissance mission.

Mr. Perle, the neoconservative and former adviser to Donald Rumsfeld, offered to walk through his local Costco, pointing out the products that he said were increasingly drawing D.C. power shoppers like himself.

That Richard Perle? The gourmand with a home in Provence who once dreamed of opening a chain of soufflé restaurants?

Yes, Mr. Perle proudly shops in Costco’s concrete warehouses stocked with three-pound jars of peeled garlic and jumbo packs of toilet paper. And he has no problem serving the store’s offerings to dinner guests.

“Because it should have been Dean & DeLuca?” he asked, sounding half incredulous and half amused. “I really think there’s a socio-cultural thing here, and people are entitled to their pretensions.”

As a recent article in Vanity Fair lamented, the days of glamorous Washington dinner parties are long gone. Indeed, some hostesses today aren’t above serving Costco salmon, nicely dressed up with a dollop of crème fraîche.

 Mr. Perle said he shopped at Costco once a week when he was in town, and at a dinner party he held recently for several colleagues and friends, most ingredients were from there — the beef for his daube à la Provençal, the limes for his lime soufflé. The salmon for gravlax — also from Costco. He said he always received compliments, and he always got double takes when he told his guests where he shopped. "

"In that sense, catering by Costco is a style statement, like drinking Pabst Blue Ribbon beer.

“Reverse chic is a very powerful phenomenon in status-oriented circles,” said David Kamp, the author of “The United States of Arugula” (Broadway, 2006), a book about the American fine-food revolution. “I think Costco is the same thing. It gets discovered.”

To its benefit, Costco has carefully fashioned an upscale-downscale image, and their stores do better in high-end locations, said the company’s chief financial officer, Richard Galanti. In the Washington area, the highest volume location is its store in the Pentagon City neighborhood of Arlington, Va.

“WE knew that we would attract government, we would attract ambassadors, we would attract military personnel, we would attract the parties and embassies," said Joe Potera, the chief operating officer, referring to the Pentagon City store. "We have thousands of sheet cakes during all the major holidays for Pentagon parties, for ambassador parties, for staff parties in the capital. It’s kind of a destination." Costco also has a chocolate shop that produces molds of the Capitol as well as the Pentagon.

Ms. Baldrige said she saw no problem shopping for dinner parties at Costco.

“I would say bully for you, get the best deal you can,” she said. “Just don’t make that the main topic of conversation. Know a little bit about foreign affairs as well as how Costco is doing. Be able to be a little more scintillating other than being able to discuss the cost of your food.”

Bragging about the saving might be reserved for the brave few. One Washington hostess who loves Costco didn’t want people to know that her husband likes to hang out in the food court munching the quarter-pound hot dogs ($1.50 with a soda)."

 

 

Merkileg staðreynd

Þessi stutta frétt sem ég rakst á á vef ríkisútvarpsins vakti athygli mína, hún lætur ekki mikið yfir sér en segir þó nokkra sögu.  Fréttina má lesa hér.

Í fréttinni kemur fram (eins og má lesa hér að neðan) að meirihluti innlána hjá Íslensku bönkunum kemur nú að utan.  Á rétt tæplega 2. árum hefur þetta hlutfall vaxið úr 7% í 52%.  Þetta bendir til að Íslendingar séu ekki áfjáðir í að leggja peninga inn í banka, þeir séu hrifnari af því að taka þá að láni, og kvarta svo undan vöxtunum.

Samt hafa innlánsvextir á Íslandi verið mjög góðir undanfarin ár, til að mynda mun betri heldur en bjóðast hér í Kanada.  Það ætti að virka hvetjandi á Íslendinga að leggja frekar fé inn heldur en taka það að láni. 

En þetta segir líka ákveðna sögu um hve alþjóðlegir Íslensku bankarnir eru og að Íslenskir viðskiptavinir vega mun minna hjá þeim en áður var.

En hvernig skyldi annars útlánin skiptast á milli sömu hópa?

"Meirihluti innlána hjá útlendingum

Meirihluti innlána íslenskra banka eru í eigu útlendinga. Hlutur útlendinga var 7% árslok 2005 en fór í 51% í ágúst í haust. Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að skýringin á þessari aukningu sé sú að viðskiptabankarnir hafi lagt áherslu á söfnun innlána í erlendum starfsstöðvum sínum.

Þá segir Fjáramálaeftirlitið að viðskiptabankar og sparisjóðir hafi lagt aukna áherslu að auka innlán. Þau hafi nærri þrefaldast á síðustu tveimur árum. Í árslok 2005 hafi hlutfall innlána af útlánum verið um 30% en um mitt þetta ár hafi hlutfallið verið komið í 52%."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband